Dagur


Dagur - 24.08.1996, Qupperneq 10

Dagur - 24.08.1996, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Laugardagur 24. ágúst 1996 Þeir Kristján og Víðir buöu Val- K gerði í útsýnisflug í tilefni dags- r ins, eftir móttökuna í flugskýlinu. Hér er hún að kynna sér llugvélina áður en fariö var í loftið. Mynd: Jón Hrói ,Ég heíði átt að selja fíaUkonuímyndina“ - segir Valgerður Þorsteinsdóttir, fyrsta íslenska ílugkonan í síðustu viku kom Valgerður Þorsteinsdóttir til Akureyrar til þess að halda upp á 50 ára flugafmceli sitt. í viðtali við blaðamann sagði hún komu sína góða tilbreytingu til að halda upp á 17. ágúst en þann dag tók hún flugprófið og eins hafi hún komið til að hitta þá öðlingsmenn Víði Gíslason og Kristján Víkingsson sem í frítímum sínum vinna við að gera upp gömlu flugvélina sem Valgerður lœrði á. Þetta er kanadísk herkennsluvél, smíðuð árið 1942, af gerðinni De Havilland Tiger Moth og fer endursmíði hennar fram í flugskýli á Akureyri. tíma og þorðum ekki að mótmæla. Siggi flug lét mig bíða þar til allir strákarnir voru búnir og ætlaði þannig að reyna á þolrifin í mér. Hann lét þá lenda einu sinni en þegar röðin kom að mér klukkan tuttugu mínútur yfir sex lét hann mig endurtaka lendingu þrisvar áður en hann samþykkti að ég hefði staðist prófíð. Hann treysti ekki kvenfólkinu hann Sigurður og ég hafði það á tilfinningunni allan tímann að hann ætlaði að fella mig. Hann gerði það nú samt ekki og undir- ritaði flugskírteini mitt númer 40. En það er nú svo skrýtið með þetta skírteini að á því er bráða- birgðanúmer Loftferðaeftirlits- ins.“ Valgerður segist reyndar hafa átt að fá skírteini númer 26 eða 27 því þar hafi hún verið í röðinni yfir þá sem tóku sólópróf- ið. „Þeir hjá Flugmálastjóm hafa aldrei séð skírteini eins og mitt“, segir Valgerður og hlær bara að þessu. „Siggi flug var forstjóri Flugferðaeftirlits ríkisins á þess- um tíma,“ bætir hún við og brosir. Sagði að ég fengi aldrei vinnu við flug Valgerður segir að ef nemandi var ekki búinn að ná tökum á fluginu eftir 25 flugtíma hafi hann ekki þótt gott flugmannsefni. „Ég tók 16 tíma en sumir strákanna þurftu aðeins 6 tíma til að fá sólóprófið.“ Valgerður er ísfirðingur en ólst að mestu upp í Reykjavík, dóttir hjónanna Þorsteins Arnórs Am- órssonar skipstjóra og Elísabetar Ingimundardóttur. Hún er gift Jóni Helgasyni og eiga þau þrjá syni. Valgerður segist snemma hafa fengið flugbakteríuna og að enn finni hún fyrir spenningi í sam- bandi við alít er viðkemur flugi og flugvélum. „Ég man þegar gömlu Junkersvélamar komu á Vestfirði löngu fyrir stríð undir stjórn Sig- urðar Jónssonar sem alltaf var kallaður Siggi flug og sem síðar varð prófdómari minn í flugpróf- inu. Ég heillaðist af þessum flug- vélum og varð ákveðin í að læra að fljúga. Svo þegar ungu og efni- legu flugmennimir okkar sem út- skrifuðust frá flugskóla Konna Jó- hannessonar í Winnipeg, Mani- toba stofnuðu flugskólann Cumal- us árið 1946 ákvað ég að skrá mig í flugnám." Valgerður bætir við að Cumalus þýði uppstreymi og bólstrar sem geta verið góðveð- ursský og upp úr, og að henni finnist nafnið gott. Gat alveg eins lært og strákarnir Valgerði fannst hún alveg eins geta lært flug eins og strákamir og tækifærið bauðst með stofnun flugskólans. Hún segir af og frá að það hafi verið eitthvað merkilegt að kona lærði flug enda þótt hún hafi verið fyrst til þess á íslandi. „A þessum árum voru það konur sem kenndu flug vegna stríðsins og þær ferjuðu oft flugvélar milli landa.“ Valgerður hóf flugnám 14. október 1945 og kynntist þar af eigin reynslu frelsinu sem flugið veitir. Þann 17. ágúst 1946 var hringt í Valgerði og sagt að hún ætti að mæta upp á flugvöll eftir 15 mín- útur. Nú væru hagstæð veðurskil- yrði til prófs og skyldi hún koma klukkan tvö. „Eg fékk frí í vinn- unni og dreif mig upp eftir, hugs- aði með mér að best væri að ljúka þessu af og fara svo aftur í vinn- una. Þegar út á flugvöll kom voru þar fyrir fimm piltar, mættir til prófs. Já, við mættum öll á sama Myndin er tekin á afmælisdaginn 17. ágúst. Hér eru þau Dórothea Bergs, formaður jafnréttisnefndar, Valgerður Þorsteinsdóttir, Kristján Víkingsson og Víðir Gíslason, flugmenn. Mynd: Jón Hrói

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.