Dagur - 24.08.1996, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 24. ágúst 1996
í júlí í fyrra bárust fréttir af því
að Sigurbjörgin ÓF-1 frá Ólafs-
fírði hefði fengið flak í trollið
þar sem hún var á grálúðuveið-
um á Jökuldýpi tæpiega 100 km
vestur af Reykjanesi. Flakið
reyndist vera hjólabúnaður,
hjólbarði og 6 metra langur biti
úr fíugvél og komu hlutirnir í
trollið á 200 faðma dýpi.
Strax var ljóst að flugvélahlut-
amir væru úr mjög stórri flugvél
þar sem hjólið mældist 1,5 metri á
hæð en þar sem flakið var töluvert
tært var erfitt að bera kennsl á
það. Við skoðun á bensíntanki
flugvélabraksins mátti sjá ártalið
1944 og við frekari athugun á
flakinu var talið líklegt að um
væri að ræða flugvél af gerðinni
B-17. Þegar farið var að kanna
flugvélatjón á stríðsárunum kom í
ljós að fyrir rúmum 40 árum fór-
ust tvær bandarískar sprengjuflug-
vélar, B-17, á sömu slóðum og
flugvélahlutamir komu í troll nú.
Sprengjuflugvél
B-17 er heiti flugvélar sem fram-
leidd var af Boeing flugvélaverk-
smiðjunum og kallaðist „Fljúg-
andi virkið“. Vélin var teiknuð
1934 og fór í sína fyrstu flugferð
1935 en framleiðsla á henni hófst
ekki fyrr en 1940. í loftárásum á
Pearl Harbour og Filipseyjar í
seinni heimsstyrjöldinni, eða í lok
árs 1940, eyðilögðu Japanir flestar
B-17 vélar bandaríska flughersins.
Strax var settur fullur kraftur í
framleiðslu vélarinnar á nýjan leik
og 1942 fóru þær í fyrstu sprengi-
árásirnar á Evrópu sem héldu
áfram allt til stríðsloka. Samtals
var smíðuð 12.731 flugvél af
þessari gerð.
Hjólastell, dekk og
Boeing merki
Hörður Geirsson og Víðir Gísla-
son flugáhugamenn frá Akureyri
fóm og skoðuðu flakið eftir að
Sigurbjörgin var komin í land í
heimahöfn. f Ijós kom að um var
að ræða eftirtalda hluta úr flugvél:
1. Eldsneytis- eða olíutank úr
strigaefni sem á stóð m.a. Pressure
tested 3 # P.S.I, ??grs. Date ???
1944.
2. Dekk frá Goodyear sem á
stóð US-AN A12T1120, Nylon,
Static Conductch og 16 ply. Var
tíglamunstur á því og var dekkið
lítið slitið.
3. Hjólastell með áföstum hluta
af vængbitum, var þetta þyngsti
hluti flaksins. Við skoðun á hjóla-
stellinu þótti ljóst að um B-17 vél
væri að ræða því engin vél hefur
eins hjólastell.
Hjúlastellið gefur til kynna hversu stór vélin hefur verið.
Kortið sýnir Reykjanestána og beina loftlínu frá togslóðinni þar sem flakið kom upp.
4. Langur vængbiti, hann var
öðruvfsi er hinir vængbitamir sem
upp komu, eða úr prófiláli, og
voru bæði lag og skástífur úr lok-
uðum prófil. Var hann breiðari í
annan endann en á þeim mjórri
var samsetning, tvo sambita frá
enda.
5. Upp komu einnig þrír lausir
vængbitar úr sama prófil og sá
sem fastur var við hjólastellið,
gætu þeir hafa verið hluti af þeim
bita. A einum þeirra var læsilegt
ASSY 54 2044 411, ASSY núm-
erin eru framleiðslunúmer ákveð-
inna hluta í flugvélum, og þar var
einnig gamla Boeing merkið auk
NA WNEER CO. Serial No.579.
Boeing merkið studdi það að um
B-17 væri að ræða.
6. Tveir hlutir sem virtust vera
samstæðir. Það var hluti af ká-
lingu þar sem pústurrör hefur farið
inn eða út og einnig hluti af púst-
urröri sem var lítillega sveigt.
7. Skipverjar höfðu undir hönd-
um plötu með eftirfarandi númer-
um 24s-t alcoa t.m. 0-40 ana og
65-5266 4??? 13. Ekki er vitað
hvaðan þessi plata kemur og hefur
reynst erfitt að lesa í tölumar.
Tvær B-17 vélar koma til greina
Þegar farið var að grennslast fyrir
um sögu þessarar flugvélar var
heldur lítið vitað um hana en til
greina koma tvær tilkynningar um
B-17 sprengjuflugvélar sem fórust
suð/vestur af Reykjanestá:
1. 12.mars 1944: B-17 frá
USAAF fór í sjóinn SV af land-
inu. Daginn eftir kom togarinn
Sindri með fjóra úr áhöfn vélar-
innar til hafnar. Morgunblaðið
segir um atburðinn að skipshöfnin
á Sindra hafi bjargað fjórum am-
erískum flugmönnum sem nauð-
lentu vél sinni skammt frá skipinu
þar sem það var statt fyrir suð-
vesturlandinu. Amerísku flug-
mennimir hafí flogið fyrst yfir
Sindra og flugvél þeirra verið svo
mikið biluð að þeir treystu sér
ekki til að komast til lands. Voru
þeir að leyta að skipi sem gæti
bjargað þeim. Flugvélin skall á
sjónum um 300 m frá Sindra.
Einn flugmannanna kastaðist við
það út úr flugvélinni og sökk hann
fyrst en björgunarbelti hans, sem
er þannig gert að það fyllist sjálf-
krafa af lofti þegar það kemur í
sjóinn, þandist út og flugmaðurinn
komst í gúmmíbát. Illt var í sjóinn
en skipshöfnin á Sindra gat komið
línu til flugmannanna og voru þeir
síðan dregnir um borð einn og
einn. Þeir hresstust brátt við góða
aðhlynningu.
2. 22. október 1944: B-17 frá
USAAF var saknað á leið frá
Gqose Bay til Meeks Field
(Keflavíkur). Fór hún frá Goose
Bay kl.0623Z (Z þýðir zulu og er
staðlaður, amerískur tími sem
hemaðaryfirvöld nota) og áætlaði
komu til Meeks kl.l345Z, síðast
hafði heyrst frá henni kl,1328Z er
hún var 100 mílur frá Meeks og í
13 þúsund feta hæð. Ekkert kom
fram sem benti til að eitthvað væri
að um borð og ekkert heyrðist frá
vélinni meira. Var hún talin af.
ASSY númerið lykillinn að
niðurstöðunni
Ekki er hægt að fullyrða úr hvorri
vélinni brakið er, en út frá ártalinu
á tankinum að dæma er líklegra að
um seinni vélina sé að ræða, eða
þá sem fórst 22.10 1944. Eftir að
togslóðin, sem kom fram hjá Sig-
urbjörginni, var unnið í MacSea
tölvuforriti hjá Haftækni HF á Ak-
ureyri, kom í ljós að flakið var ca.
53 mflur frá Keflavíkurflugvelli, í
beinni loftlínu, þannig að þær
upplýsingar passa best við B-17
vélina er fórst 2.3 1944. Þetta hef-
ur ekki verið staðfest með því að
bera.ASSY númerið við vélarnar
og kanna við hvora það passar
betur. Ur þessu verður því ekki
skorið nema frekari sannanir liggi
fyrir með því að nota annað hvort
ASSY númerið eða að eitthvað
nýtt komi fram sem hér hefur ekki
verið tíundað. Vonandi verður það
hægt einhvern tíma seinna. hbg
(Byggt á samantekt Harðar Geirssonar,
6.8 1996)
■
Sambærileg B-17 vél á tígulmynstruðum dekkjum.
Bensíntankurinn og dekkið. Þeir hlutar flaksins gáfu hvað sterkast til kynna að um B-17 flugvél væri að ræða.