Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
Neytendur
„Útíræktin er komin í fullan
gang og gæöin á grænmetinu hafa
ekki verið meiri í mörg ár. Kína-
kál, blómkál og spergilkál er með
þvi allra fallegasta sem ég hef
séð. Tíðarfarið hefur verið mjög
hagstætt i sumar, hlýtt og bjart,“
segir Kolbeinn Ágústsson hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna.
Hann segir kínakálið vera að
koma á fullu á markað og veröið
á því sé á hraðri niöurleið. Að
sögn Kolbeins verður hægt aö
anna eftirspurn á íslensku kína-
káli fram í janúar og á blómkáli
fram í nóvember, allt eftir því
hversu góðar geymslur menn
hafl. Uppskera á rófum ætti að
verða mjög góð.
Metupp-
skera á
kartöfl-
um?
Allt bendir nú til þess að upp-
skeran á kartöflum verði sú besta
í mörg ár og útlit er fyrir að birgð-
ir muni endast fram að nýrri
uppskeru á næsta sumri, Spurn-
ingin er hvort bændur hafi nægi-
lega góðar geymslur til þess að
geyma kartöflurnar svo lengi.
Bændur eru nú í óða önn að
taka upp kartöflur og anna sölu-
aðilar ekki enn eftirspurn. Að-
eins er fljótsprotnasta afbrigðið,
sk. premier afbrigði, komið upp
úr jörðinni og þrátt fyrir að heill
mánuður sé eftir af vaxtartíma-
bili kartaflna eru menn þegar
farnir að tala um mctuppskeru.
Næturfrost á næstu \dkum getur
þó sett strik í reikninginn.
munur
í könnun, sem DV geröi í gær
á verði á íslenskum kartöflum,
má sjá að 92% munur er á hæsta
og lægsta verði á kílói. Bónus
selur kartöflurnar ódýrastar á
129 krónur en dýrastar eru þær
f Garðakaupum, 248 kr. kg.
areru
Um þetta leyti ár hvert keppast
verslanimar í landinu við að
bjóða sem bestar útsölur. Áriö í
ár er engin undantekning og
þessa dagana eru neytendur að-
eins farnir að sja útsöluskiltun:
um bregða fyrir í gluggum. í
Kringhtnni eru flestar stærri
verslanirnar farnar af staö en
einhverjar hyggjast bíða þar til
eftir verslunarmannahelgi. Þar á
bæ miöa menn jafnan við að byrja
ekki fyrr en eftir 11. júlí en á
Laugaveginum er ekki um neitt
slikt samráö að ræða. Þar gildir
lögmálið um að „efein kýrin piss-
ar þá pissa hinar lika“, eins og
verslunarmaður á Laugavegin-
um orðaöi það. Nú þegar nokkrar
hafa byrjaö má búast við að aörar
fylgi í kjölfariö.
Yfirlýst markmið 10 -11 að vera lægri en Hagkaup
Matarkarfan samt
ódýrari í Hagkaupi
- munurinn þó aðeins 6 krónur
Þrátt fyrir yfirlýst markmiö 10-11
að bjóða upp á lægra verð en Hag-
kaup hefur Hagkaup vinninginn þeg-
ar kemur að því að reikna hvað mat-
arkarfa kostar í könnun sem DV
gerði í verslununum tveimur á mið-
vikudag. Ótrúlega litlu munar, 6
krónum, og þrátt fyrir dýrari körfu
er 10-11 með lægra verð í 14 tilvikum
af 22. Hagkaup er þrisvar ódýrara
og fimm sinnum er verðið það sama.
Matarkarfan í Hagkaupi kostar 5259
krónur en 5265 í 10-11.
14sinnum innan
við 1 % munur
í þeim tilvikum þar sem Hagkaup
var dýrara munar mestu á 2 kg af
Ariel Color þvottadufti, 9 krónum.
Mesti verðmunurinn í allri könnun-
inni var Hagkaupi í hag. Pítubrauð-
ið, Jakobs píta, var 15 krónum dýr-
ara í 10-11. Athyglisvert er hversu
litlu munar á verði í verslununum
tveimur og vel fylgst með í 10-11 að
fara ekki upp fyrir Hagkaup. í alls
14 tilvikum er munurinn innan viö
Verðkönnun í Hagkaupi og 10-11
Vörutegund Hagkaup 10-11 %mism.
Bananar, 1 kg 128 138 7,8
Kók, 21 155 154 0,65
Cheerios, 425 g 239 239 0
Frón mjólkurkex 105 104 0,96
River hrísgrjón, 907 g 159 158 0,63
Bláberjaskyr, 500 g 137 137 0
Ömmupitsur m/skinku 395 395 0
Smjörvi, 300 g 124 123 0,81
Pamper's Dry Boy, 8-18 kg, 36 stk. 899 898 0,11
Hreinól uppþvottalögur, 0,51 96 95 1
Ariel Color þvottaduft, 2 kg 698 689 13
Sykur, 1 kg 64 64 0
Pylsubrauð, Samsölu 77 77 0
Ýsuflök, 1 kg 518 515 0,58
Grænarbaunir, !4,Ora 46 44 4,54
SS-sinnep, 200 g 54 53 1,88
Colgate Total tannkrem, 75 ml 169 168 0,59
Pítubrauð, Jacob's pita, hveiti 133 148 11,28
Dömubindi, Libresse Normal, 20stk. 319 318 0,14
Freyju rískubbar, 12 stk. 161 159 1,26
El Marino kaffi, 500 g 205 213 3,9
Nýjar ísl. kartöflur, 2 kg 378 376 0,53
DV gerði verðkönnun á Kringlusvæðinu; í 10-11 og í Hagkaupi.
1%, þar af er munurinn 1 króna í sjö
skipti. í þau fáu skipti sem Hagkaup
er lægra er munurinn meiri, 8 krón-
ur, 10 krónur og 15 krónur. Mesti
verðmunurinn á því sem var skoðað
var á nautakjöti en þar eð hægt hefði
verið að halda því fram að ekki væri
um nákvæmlega sömu afurð að ræða
var ákveðið að sleppa því í útreikn-
ingum. Kílóið af nautakjöti í Hag-
kaupi, 8-12% fituinnihald, kostaði
689, en í 10-11 kostaði kílóið 599 krón-
ur. Þar var sagt í innihaldslýsingu
að um nautgripakjöt væri að ræða.
Verðmunurinn er 15%.
22 vörutegundir
Könnunin var annars gerð með
þeim hætti að ákveðið var að kanna
verð á Kringlusvæðinu og það haft í
huga að yfirlýsingar hafa verið gefn-
ar út af hálfu 10-11 um að hafa ætíð
lægra verð en Hagkaup. Teknar voru
22 vörutegundir og í öllum tilvikum
er um sama framleiðanda að ræða.
Ekkert mat var lagt á gæði ýsunnar,
banananna og kartaflanna að öðru
leyti en því að útlitið var gott.
- rjúfa útsendingu fréttatengdra þátta með auglýsingum?
Starfshópur Neytendasamtakanna
um íjölmiðla og auglýsingar kemst
að þeirri niðurstöðu í nýlegri skýrslu
að báðar sjónvarpsstöðvarnar brjóti
lög með því að rjúfa fréttatíma eða
fréttatengda þætti með auglýsingum.
Stöð 2 rjúfi útsendingu á 19:19 og
sjónvarpið hafi rofið útsendingu
Dagsljóss og hvort tveggja brjóti í
bága við 4. gr. útvarpslaga (2. mgr.)
þar sem segir að auglýsingar skuli
fluttar í sérstökum almennum aug-
lýsingatímum á milh dagskrárliða. í
4. málsgrein segir að óheimilt sé „að
skjóta auglýsingum inn í útsendingu
á guðsþjónustu eða trúarlegri dag-
skrá, fréttum eða fréttatengdum dag-
skrárliðum eða dagskrá fyrir börn.“
Duldar auglýsingar
í skýrslu starfshópsins segir að
útvarpsstöðvar hafi að sínu leyti
þann sið að rjúfa útsendingu frétta-
tengdra þátta til þess að koma að
auglýsingum en að þar sé stuðst við
mun ríkari hefð en um sé aö ræða í
sjónvarpi. Það virðist engu að síður
stangast á við ákvæöi útvarspslaga.
í niðurstöðum skýrslunnar er sagt
að ákvæði útvarpslaga um bann við
duldum auglýsingum sé iðulega brot-
ið. Algengt sé að auglýsendur öðlist
aðgang að notendum fjölmiðla í miðj-
um dagskrárliðum með gjafir, verð-
laun og þess háttar. A það er og bent
að bein þátttaka utanaðkomandi að-
ila í kostnaði vegna dagskrárgerðar
sé vandmeðfarin og geti haft óæski-
legar afleiðingar.
Breyta þarf lögum
Starfshópur Neytendasamtakanna
telur nauðsynlegt að eftirlit með
framkvæmd útvarpslaga verði eflt
og að eftirlitsaðilum verði gert kleift
að taka á málum að eigin frum-
kvæði. Tryggja þurfi að úrskurðir til
þess bærra aðila séu ávallt birtir
opinberlega. Ennfremur telur hópur-
inn að eyða verði allri óvissu um
ákvæði um aðskilnað auglýsinga og
annars efnis fjölmiðla. Þau séu neyt-
endum afar mikilvæg. Hugsanlegt sé,
í einhverjum tilvikum, að breyta
þurfi lögum til þess að hleypa að
auglýsingum í dagskrá sem tekur
nokkrar klukkustundir. Þess þurfi
þó að gæta að það gerðist sem sjaldn-
ast og þá aðeins þegar dagskráin sé
brotin upp að öðru leyti.
---w,
Islenskar
kartöflur
B Hæsta Næst □ Lægsta
lægsta
Vinningshafi í áskriftargetraun DV:
Nýorðinn
áskrifandi
Þorsteinn segist vera nýr áskrifandi
að DV og vinningurinn komið þægi-
lega á óvart.
„Þetta kemur sér að sjálfsögðu vel.
Matarinnkaupin eru stór póstur hjá
okkur eins og víðar og við munum
njóta þess að geta farið í 10-11 og
verslaö án þess að borga,“ sagði Þor-
steinn A: Ólafsson, enn einn heppinn
vinningshafi í áskriftargetraun DV.
Hann hlýtur 30 þúsund króna úttekt
hjá 10-11. „Við erum að kaupa okkur
íbúð, ég og kærastan, og höíúm ekki
fengið vinning af þessu tagi áður. Við
erum nýorðnir áskrifendur svo þetta
er enn ánægjulegra fyrir vikið.“
Þorsteinn starfar hjá Alaska og fer
og kaupir inn hjá 10-11 að vinnudegi
loknum.
Garöa-
kaup
Fjarðar-
kaup
Bónus
Verslanir í könnuninni
Hagkaup(189)
Bónus(129)
Fjarðarkaup (179)
Garðakaup (248)
Nóatún (229)
10-11 (188)
Kjöt og fiskur (209)
rsxtjJ