Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 7 dv Sandkom DaEai Lama? JóhannaSig- urðardóttir ferðastnúna umlandiðíleit aðfylgivið mögulegtsér- framboðsitttíl alþingiskosn- inga. Affrétt- umaödæma virðistiandinn takaJóhörmu vol. ítilefniaf þessufékk Sandkorn sendar tværlimrm- frá hagyrðingi seni nefnir sigKIÍ: Hún Jóhanna er jafhaðardama með jákvæðan shórnmálaframa. Hún er undirmáfslýðnum, afkomukvíðnum, eins og gúrú og Dalai Lama. Það er vist að hún hörmungartjóni valdi Hannibaissyninum Jóni. Hann um Evrópu ratar einsogUnited-kratar, þó í brúnní ei lengur hann tróni. Nýsköpun i helstu atvinnu- greinum þjóö- arinnar hefur verið töfraorði gegnum tiðina. Morgunblaðið varaldeilis með stórtiðindi ísérblaðisinu um sjávarútveg si. miðvikudag. Þarvarein forsíðufyrir- sögnin áþessaleið: „TILBÚNIR FISKRÉTTIRÚR GARÐINUM GANGA VEL.“ Sandkornsritari þurfti að lesa þessa fyrirsögn tvisvar sinnum þar til hann uppgötvaði hvað hér var á ferðinni. Þetta er svarið. Nú hættum við þessu kál- og kart- öfluveseni, myljum flskbein í hakka- vélinni og sáum þeim í garðinn okk- ar. Bf vel viðrar ætti spretta að verða góð og vonandi heldur Mogginn áfrara að birta okkur fréttir af upp- skerunni! Lausnin fundin Alltstefnirí aöaðheims- meístara- keppninni í handbolta á næsfaáriverðí kluðraö Nur.a vantarstóra íþróttahöll undirúrslita- leikinn. Boltinn ersendur mannaámilli ogenginnvdil snerta hann oftar en tvísvar sinnum; taka við honum og sparka honum burtu aftur. En Sandkornsritari hef- urfundið lausnina. Fyrir vestan, nánar tiltekiö á Þingeyri, Flateyri og Bíldudal, standa hálfby ggð íþrótta- hús og því ónotuð. Þarna er kærkom- ið tækifæri. Klára liúsin sem snöggv- ast, smíða bara undirgöng á milli þeirra, skipta leikjunum upp í þijá hluta ogþá gætú yflr 10 þúsund manns séð úrslitaleikinn. Ekkert mál! Hermikrákur Hérlendir knattspyrnu- inennhafaoftá tíöumþóttlíft frumlegirítil- hurðumþegar markii-rl.ign að.Tilhurðirn- ireruteknirfrá stjörnunumúti íheimiíflest- uuuilfellum. Skemmsterað minnastRoger Milla frá Kamerún sem hljóp alltaf að hornfánanum og dillaði rassinum þar frara og aftur um stund. Þetta tóku sumir íslenskir knattspyrnu- menn upp en hættuþví sem betur fer fljótlega. Um dagmn gerðist það að Stjörnumenn hermdu eftir hinum brasilíska Bebeto þegar hann fagnaöi marki sem hann eignaöi nýfæddum syni sínum með því að vagga höndun- um til likt og barn væri í fanginu. Þetta gerði Leifur Geir Hafsteinsson ásamt fleiri Stj örnumönnum en ekki er vitað til að hann hafl eignast barn nýlega. íslenskir markahrókar verða að gera betur en þetta! _______________________________________________Fréttír Krókabátar á jafnstöðuafla: Mega veiða 21 þús- undtonnáári - án tillits til heildarafla - ofstjórn, segir formaður smábátaeigenda „í nýju lögunum um stjórn fisk- veiða er tekið á þessu atriði varðandi krókabátana. Lögin ákvarða að heildarafli krókabátanna verði 21 þúsund tonn árlega eftir næsta fisk- veiðiár. Við komum til með að stjóma þessum veiðum með bann- dögum og veiðitímabilum. Þannig að ef veiðireynslan fer yfir þessi mörk þá fækkar veiðidögum bátanna á næsta tímabili," segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. Þorsteinn segir að aukin hlutdeild þessara báta í heildarveiði komi ekki á óvart, „Við vorum undir þetta búnir og þess vegna er tekið á þessu með nýju banndagakerfi," segir Þorsteinn. Samkvæmt þessu verður hlutdeild smábátanna svipuð á næsta flsk- veiðiári eða í kringum 15 prósent. Verði þorskafli 145 þúsund tonn eftir tvö ár eins og líklegt kann að virð- ast, miðað við veiðispár Hafrann- sóknastofnunar, helst afli krókabát- anna í því aö vera um 15 prósent. Aukist hins vegar þorskafli á ís- landsmiðum i t.d. 300 þúsund tonn fer hlutdeild þeirra niður í 7 pró- sent. Þeir koma sem sagt til með að búa við jafnstöðuafla á meðan önnur veiðiskip taka þátt í þeim aflasveifl- um sem virðast orðnar viðvarandi á íslandsmiðum. „Afskipti af veiðum smábáta er bara ofstjórn og afskiptasemi sem leiöir bara til ills. Ég er mjög ósáttur viö þessar hömlur. Það skapast í kringum þessa báta margföld at- vinna,“ segir Arthur Bogason, for- maður Landssambands smábátaeig- enda, vegna nýju laganna um stjórn fiskveiða. Arthur segir að stoppdög- um verði fjölgað úr því að vera 83 í 136 daga. Þá verði bátarnir að stoppa aðra og þriðju hverja helgi í hverjum mánuði, þrjá daga í hvert skipti. „Þessi útgerð getur ekki leitað nýrra tækifæra, svo sem í Smugunni á Reykjaneshryggnum eða annars staðar á úthaflnu, menn verða að taka tillit til þess. Þá má minna á það að markaðurinn kallar í vaxandi mæh eftir fersku hráefni og þar kem- ur til kasta smábátanna sem landa daglega,“ segir Arthur. Hofsós: Aðsókn að Pakkhúsinu mun meiri en áður Öm Þórarinsson, DV, Fljótum: Ágæt aðsókn hefur veriö aö Pakk- húsinu á Hofsósi í sumar. í byrjun júlí höföu um eitt þúsund gestir kom- ið og skoðað safniö og er þaö mun meiri aðsókn en var á sama tíma í fyrrasumar. Pakkhúsið var upphaflega byggt 1777 og gegndi ýmsum hlutverkum á fyrri árum. Fyrir nokkrum árum var tekin ákvörðun um að varðveita hús- ið enda er það elsta timburhús í Skagaíjarðarsýslu. Ráðist var í mikl- ar endurbætur á því og það opnað almenningi til sýnis sumarið 1992. í því er safn muna sem tengjast Drangey og þeim útvegi sem þar var stundaður allt fram á þessa öld. Auk þess aö skoða húsið og þá muni sem þar eru varðveittir gefst fólki kostur á þjóðlegum veitingum í húsinu. Svandís Ingimundardóttir hefur umsjón með Pakkhúsinu í sumar. Hún lætur vel af aðsókninni. Margir hópar hafa komið og ávallt er nokkur umferð einkabíla. Sumarsæluvikan, sem haldin var í Skagafirði í júnílok, elsta timburhús i Skagafirði. jók mjög ferðamannastrauminn og alla daga frá 13-19 og þess utan hægt þá er talið að þúsund manns hafi aðnáíumsjónarmannefþurfaþykir. komið í þorpið. Pakkhúsið er opið Svandís Ingimundardóttir við veit- ingaborðið iklædd þjóðbúningnum. DV-myndir Örn Pakkhúsið á Hofsósi, Borgari berst gegn reiðhjólaþjófum og gagnrýnir getuleysi lögreglu: Vildum vera fleiri en sinnum þessum verkefnum segir yíirlögregluþjónn og óskar samstarfs við borgarann „Auðvitað vildum við vera fleiri og hafa meiri tæki og annað en hitt er annað mál að við teljum okkur geta sinnt þó nokkuð þeim verkefn- um sem berast okkur. Hins vegar erum við fegnir því starfi sem Guð- jón hefur unnið og höfum beðið hann að koma þeim upplýsingum til okkar sem hann hefur yfir að ráða. Þannig að við getum unnið úr þeim og fund- ið út hvort þama séu einhveijir pörupiltar að verki,“ segir Magnús Einarsson, yfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni í Reykjavdk. Guðjón Helgason, íbúi í vesturbæ og faðir stúlku sem reiðhjóli var stol- ið af, hafði samband við DV og gagn- rýndi lögregluna harðlega fyrir það getuleysi sem virðist einkenna störf lögreglunnar í málum sem tengjast reiðhjólaþjófnaði. „Það er alltaf umdeilanlegt hvaöa aðgerðir eru fullnægjandi. Auðvdtað verður fólk sjálft að gæta svolítið sinna muna. Við erum síðan með allmikinn fjölda manna í rannsókn- ardeild og sá mannskapur vinnur aö alls konar rannsóknarverkefnum, meðal annars nytjastuldi á bílum og hjólum og tækjum og tólum," segir Magnús. Hann segir að á fyrstu sex mánuð- um ársins í fyrra hafi 199 reiðhjóla- þjófnaðir verið kærðir til lögreglu en talan fyrir sama tímabil á þessu ári sé 279. Þarna sé um verulega aukn- ingu að ræða. Einnig virðist mest vera um reiðhjólaþjófnaði á sumrin. Oft fá eigendur hjólanna þau bætt í gegnum tryggingafélög og sagði einn vdðmælandi DV að í Danmörku væri haft á orði að enginn keypti ný hjól þar í landi nema tryggingafélögin. Hjá óskilamunadeild lögreglunnar fengust þær upplýsingar aö mest væri um aö léleg hjól kæmu til þeirra og að 3 af hveijum 10 hjólum kæm- ust aftur til eigenda sinna. Þau hjól sem eftir yrðu væru seld á uppboði. Guðjón sagði í samtali vdð DV hafa komist að raun um að ákveðnir hóp- ar eða klíkur unglinga stunduðu það að stela hjólunum og selja þau í skip eða hverjum sem væri fyrir lítið. Hann hefði haft samband vdð íjölda aðila í vesturbænum og svo vdrtist sem þaö kvæði rammt að þjófnuðum af þessu tagi í því hverfi. Hvorki lög- reglan í Reykjavík né rannsóknar- lögreglan kannaðist viö aö klíkur stæðu að þessu en það ber að hafa í huga að rannsóknarlögreglan í Reykjavík fer ekki meö þennan málaflokk. Guðjón segir að nú vdnni hann að því að koma þeim upplýsingum, sem hann hafi undir höndum, á tölvutækt form og hann muni senda lögregl- unni gögnin á næstunni. Eins og fyrr segir gagnrýnir Guðjón lögregluna harðlega og segir hann sennilega skýringu á uppgjöf, sem vdrðist ein- kenna störf hennar í þessum málum, skýrast af því að dómskerfið virðist engan áhuga hafa á þessum málum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.