Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Síða 15
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 15 Samstarfskostir sjálfstæðismanna Nú líður óðum að kosningum, hvort sem þær verða í haust eða næsta vor. Og tvennt virðist vera að koma í ljós í stjórnmálunum. Annað er það, að Alþýðuflokkur- inn er í algerri upplausn. Jóhanna Sigurðardóttir tekur ósigri sínum á flokksþinginu nú í sumar afar illa og hótar sérframboði; Jón Sig- urðsson, sem var að sumu leyti kjölfestan í flokksforystunni, er farinn, og nokkrir reyndustu þing- menn flokksins hafa hætt stjórn- málaafskiptum og hreiðrað um sig í sendiherra- og forstjórastörfum. Hitt, sem máli skiptir, er það, að Halldór Ásgrímsson lætur nú eins og hann vilji mynda vinstri stjórn að kosningum loknum, þótt margir hafi búist við öðru af honum. Hverju breytir þetta um samstarfs- kosti sjálfstæðismanna eftir kosn- ingar? Kjálladim Dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson dósent í stjórnmálafræði „Framsóknarmenn reka lestina, ekki af því að þeir séu ófýsilegastir í sam- starfi, heldur vegna þess að Halldór Ásgrímsson sendir nú í allar áttir skila- boð um það, að hann vilji mynda vinstri stjórn.“ Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. -.að vísu glopp- óttur stjórnmálamaður og glannalegur, en mjög mikilhæfur", segir dr. Hannes í grein sinni. Alþýðuflokkurinn bestur, Kvennalistinn næstbestur! Alþýðuflokkurinn er þrátt fyrir þá erfiðleika, sem hann er að rata í, enn vænlegasti samstarfsflokk- urinn, vegna þess að hann er frjáls- lyndastur vinstri flokkanna og hlynntastur opnu hagkerfi. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins, er að vísu gloppóttur stjórnmálamaður og glannalegur, en mjög mikilhæfur. Einn hæfileiki hans er að snúa vörn í sókn á loka- spretti kosningabaráttu með yfir- burðamælsku og baráttuvilja. Ég held, að næstbesti kosturinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn sé Kvennalistinn, ef þessir tveir flokkar fá saman meirihluta eftir næstu kosningar. Kvennalistinn vill auðvitað ekki, að gammarnir á vinstri vaengnum, Halldór Ás- grímsson, Ólafur Grímsson og Jón Baldvin, gleypi sig með húð og hári. Og Sjálfstæðisflokkurinn getur blátt áfram boðið betur en þeir. Kvennalistakonur myndu vafa- laust vilja félagsmálaráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- ið og umhverfisráðuneytið ásamt einu eða tveimur öðrum ráðuneyt- um, og þetta gætu sjálfstæðismenn líklega hugsað sér. En í samstarfi við þrjá eða fjóra aðra vinstri flokka myndi listinn aðeins fá tvö eða þijú ráðuneyti. Einn möguleiki væri auðvitað samstjórn Sjálfstæð- isflokks, Kvennalista og Jóhönnu- arms Alþýðuflokksins. Samstarf við Alþýðubanda- lag eða Framsóknarflokk? Þriðji besti kosturinn er að mín- um dómi Alþýðubandalagið. Það er að visu rétt, að Ólafur Grímsson er aht að því ósamstarfshæfur sök- um þráláts og líklega ólæknandi ódrengskapar, en hann er aðeins formaður flokksins til bráðabirgða. Svavar Gestsson mun væntanlega taka aftur við formennskunni, og hann og Steingrímur J. Sigfússon eru þrátt fyrir sinn gamla dalakofa- sósíalisma ekki illgjarnir menn og ómerkilegir. Það auðveldar samstarf við Al- . þýðubandalagið, að nú er ekki uppi eins mikill ágreiningur í íslenskum stjórnmálum og oft áður. Framsóknarmenn reka lestina, ekki af því að þeir séu ófýsilegastir í samstarfi, heldur vegna þess að Halldór Ásgrímsson sendir nú í all- ar áttir skilaboð um það, að hann vilji mynda vinstri stjórn. Ef til vill vill hann frekar vera forsætis- ráðherra í engri stjórn en sjávarút- vegsráðherra eða utanríkisráð- herra í raunverulegri stjórn! En stjórn með Framsóknarflokki hefði ýmsa kosti. Framsóknar- menn hafa til dæmis tekið skyn- samlega á fiskveiðimálum, og auð- veldara væri en ella að telja niður útgjöld til landbúnaðar, eins og nauðsynlegt er að gera, í sátt við bændur, ef báðir bændaflokkarnir væru saman í stjórn. Niðurstaðan er sú, að allir-mögu- leikar eru opnir. Vafalaust vilja margir vinstri menn vinstri stjórn, en þótt Ríkisútvarpið hafi ekki uppgötvað það, eru til fleiri menn og þeir ekki allir óvirkir. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Smugan - gjaldþrot verndarstef nu? Fyrst komu landhelgisstríðin, síðan hvalabaráttan og nú Smugu- deilan. Höfum við verið að grafa undan okkur með þeim öllum? Landhelgisstríðin skynhelgi Þegar við færðum út landhelgina í 200 mílur á 8. áratugnum vorum við brautryðjendur í aðlögun þjóð- ernislegra landamæra að nýjum tímum. Við vildum ráða yfir okkar eigin fiskimiðum til að geta séð þannig um að vernda þau betur; sem hluta af þjóðlegu hagkerfi sem byggðist á fiskveiðum. Það tókst að fá alþjóðlega viðurkenningu á þessu og var hér sennilega um að ræða síðasta skiptið í sögu Evrópu- þjóða sem stríð leiddi til verulegrar útvíkkunar þjóðemislegra landa- mæra þeirra. En dramb er falli næst. Við gátum ekki stillt okkur um að ofveiða okkar eigin auðhnd og þannig að grafa undan okkar eigin hagsæld og sjálfstæði með auknum skuld- um og lántökum. Við stóðum því ekki við það þjóðemislega mark- mið að gera aðhald í fiskveiðimál- um nógu virkan hluta af hagkerf- inu. Við vorum þá þegar í rauninni orðin nokkurs konar geirfuglar í þjóðernismálum eftir útfærslu Kjallarinn Tryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræðingur landhelginnar síðast af því tími þjóðernislegra landvinninga var að hða. Hvalastríðið þrjóska Næsta prófraunin sýndi þaö. Hún var í formi baráttu við fjölþjóða- hyggju umhverfissinna sem hófst með hvalfriðunarmálinu. Þá kom í ljós að við gátum ekki bakkað í þessu eina máh, þótt lítið fjárhags- legt dæmi væri, af því það fór ekki saman við þjóðernislega landa- mærahugsjón. Smugustríðið siðleysi Nú er Smugumálið komið upp á borðið. Við veiðum meðan stætt er utan lögsögu okkar á svæði sem er að auki nær lögsögu grannríkja og erum í þokkabót að stuðla að of- veiði þar. í ljósi þessa virðist land- helgisbaráttan bara hafa verið græðgi í skjóh þjóðernishyggju og verndarstefnan bara fyrirsláttur. Nú er um að ræða nýja utanríkis- stefnu í raun. Smásmugulega tæki- færisstefnu í stað þjóðlegrar vemd- arstefnu. Og þegar betur er að gáð höfum við tekið þátt í að móta þessa síðari stefnu líka. í fyrsta lagi eru togvíraklippurn- ar, sem við vorum frumkvöðlar að í fyrri þorskastríðum, nú notaðar af öðrum þjóðum og í vafasamari tilgangi. Norðmenn nota þær til að khppa á keppinauta sína á alþjóð- legu en umdeildu hafsvæði. I öðru lagi virðist áræði okkar og þor við að ögra varðskipum þeirra sótt í smiðju grænfriðunga í bar- áttu þeirra við okkur fyrrum. Við sýnum nú jafnvel meiri bíræfni við að etja fram togurum okkar í Smugunni, án fulltingis stjórn- valda okkar, heldur en breskir tog- arar sýndu í síðustu landhelgis- stríðum með því að veiða hér í skjóli breskra gæsluskipa. - Hver verður siðferðislegi sigur- vegarinn í þetta skiptið? Líklega alþjóðahyggja ESB og grænfrið- unga. Tryggvi V. Líndal „Viö sýnum nú jafnvel meiri bíræfni við að etja fram togurum okkar í Smug- unni, án fulltingis stjórnvalda okkar, heldur en breskir togarar sýndu í síð- ustu landhelgisstríðum.“ ísland í Evrópusambandið Þurfumað styrkja f ull- veldið ..Rökin fyrir aðild íslands að Evrópu- sambandinu eruþauaðvið þurfum . aö styrkja full- veldi þjóðar- innar i heími þar sem sífellt íleiri ákvarð- anir eru tekn- ar á flölþjóðlegum grundvelh. Við íslendingar eigum eftir að horfa upp á þá þróun að fleiri og fleiri mál, sem snerta þjóðina og hags- muni hennar, verða ráðin til lykta á vettvangi Evrópusam- bandsins. Þar á ég við viðskipta- mái, umhverfismál, félagsmál, menningarmál, varnarmál og ör- yggismál. Með því að standa utan við Evrópusambandið er þjóðin að afsala sér því að hafa áhrif á fiest sín helstu hagsmunamál. Fullveldishugtakið hefur breyst. Á 19. öldinni þýddi full- veldi fyrir þjóð að fá að vera ein. En núna fer fullveldi fyrir þjóð að þýða að fá að vera með í þeirri ákvarðanatöku sem skiptir henn- ar brýnustu hagsmuni mestu máh.“ IVIenn eru bún- ir að tapa sér „Svar við þeirri spurn- ingu hvort ís- land eigi að sækja um að- ild að Evr- ópusamband- inu er einfalt nei af minni hálfu. Ég get aðeins vor- kennt þeim mönnum sem hafa misst trú á land og þjóð. Um þetta snýst allt Hf þessara blessaðra manna. Ég held að Jón Baldvin og Vhhjálm- ur Egilsson séu búnir að tapa sér í allri þessari sókn í ESB. Sljórnvöld ættu að fara að snúa sér að raunhtefari viðfangsefn- um. Það er annað um að hugsa í dag. Við þurfum að öðlast trú á land og þjóð að nýju. Eigum við að afhenda ESB öll okkar fisk- veiðiréttindi? Eigum við að flytja til Brússel? Ég styð engan stjórnmálafor- ingja, hvorki í mínum flokki eða öörum, sem bara bíður í biðsal dauðans, þ.e.a.s. í biðsal ESB. Við þurfum að yfirgefa þennan biðsal og fara að hugsa um þjóönýtari verkefni. Stjórnviildum veitir t.d. ekki af að halda áfram að undirbúa fjár- lög. Leita þarf leiða til að auka atvinnu því atvinnuleysið er böl. Ef ekki verður tekið á atvinnu- leysinu þá blasír við ófremdar- ástand i þeim efnum. Við þurfum að gleyma Brössel í bili, helst að eilífu. Fyrir 20 árum gerðum við samning við Evrópubandalagiö sem þá hét um fríverslun meö fisk. Sem betur fer erum við fjarri Evrópuþjóðum en þær þurfa á okkar auðhnd að halda og eiga að fá hana með eðlilegum hætti en ekki að sthiga henni á sig með því aö gera okkur að nýlendu- þjóö.“ Eggert Haukdal, þingm. Sjálfstfl. Vilhjálmur Egils- son, þingm. Sjálfstfl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.