Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 25 n sjást Stefán Arnarson, markvörður FH, DV-myndir Brynjar Gauti óðst lina tjafntefllgegnÍA og það þýddi ekkert að fara að selja sig gegn þeim. En við verðum að bæta okk- ur, það er alveg ljóst,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson, fyrirliði FH, við DV. Skagamenn voru lengi í gang en eftir að þeir urðu manni fleiri fékk Sigur- steinn Gíslason frelsi vinstra megin sem hann nýtti sér vel í samvinnu við Har- ald Ingólfsson. Það var hrein og klár óheppni að þeirra vinna skyldi ekki skila mörkum. „Okkur skorti ekki færin“ „Okkur skorti ekki færin, viti, einir á móti markmanni, og allt þar á milli, og það hefði átt að duga til að skora eitt mark. Við réðum ferðinni allan leikinn en maður var hræddur við skyndiupp- hlaupin þeirra. Ég er ánægður með spilamennskuna að mörgu leyti, við vor- um á fullu tempói allan leikinn en það var hrikalegt að geta ekki skorað eitt helv. mark,“ sagði Hörður Helgason, þjálfari ÍA. ___________________________íþróttir Sumarliði með f imm - Eyjamenn léku Þórsara sundur og saman og sigruðu, 6-1 Þorsteinn Gunnarsson, DV, Eyjum; „Ég held að það sé bara ekki í lagi með mig. Ég hefði frekar viljað dreifa þessu niður á nokkra leiki. Það er erfitt að lýsa tilfmningunni, ég er bara ekki búinn að átta mig á þessu ennþá. Ég skoraði nokkrum sinnum fimm mörk í leik í 4. deildinni en ég lét mig aldrei dreyma um að gera það í 1. deild. Þetta er búið vera stórt stökk úr 4. deild í 1. deild. En ég er farinn að aðlagast hraðanum og þá láta mörkin ekki á sér standa. Ég gef engar yfirlýsingar um markakóngs- titil, mér finnst það svo fjarri raun- veruleikanum. Það var loksins að allt small saman hjá okkur og nú tökum við stefnuna upp á við,“ sagði Sumarliði Ámason, hinn hógværi framherji ÍBV, sem gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í 6-1 sig- urleik ÍBV á Þórsurum. Sigur Eyjamanna var dýrkeyptur því að tveir varnarmenn, Magnús Sigurðsson og Heimir Hallgrímsson, fengu rauða spjaldið hjá umdeildum dómara leiksiifs, Gylfa Orrasyni. Þeir verða í leikbanni ásamt Bjarn- ólfi Lárussyni og Dragan Mano- jolovic gegn Grindavík í bikarnum á mánudaginn. Það var allt annað að sjá til ÍBV- liðsins en í undanfórnum leikjum. Þórsarar vom hins vegar ótrúlega slakir og með ólíkindum að þarna væri 1. deildar lið á ferð. Þeir léku án þriggja lykilmanna, þeirra Lárus- ar Orra Sigurðssonar, Ólafs Péturs- sonar og Dragan Vitorovic og var leikur hðsins hvorki fugl né fiskur. Sóknin byggðist á kýlingum fram á völhnn og vörnin var mjög ótraust með hinn unga og óreynda markvörð Brynjar Davíðsson fyrir aftan sig. Þórsarar léku leikmanni færri nærri allan síðari hálfleik eftir að Júlíus Tryggvason fékk að líta rauða spjaldið. Eyjamenn léku framar á velhnum en þeir hafa gert í undan- fömum leikjum og voru drjúgir að senda stungusendingar inn fyrir vömina þar sem Steingrímur og Sumarhði vom sífelld ógnun og í banastuði. Steingrímur skoraði eitt og átti þátt í tveimur. Yfirburðir Eyjamanna vora mikhr í leiknum enda vora leikmenn liðsins staðráðnir í því að vinna sér inn punkta hjá þjálfaranum fyrir þjóðhá- tíðina th að geta tekið þátt í gleðinni í Herjólfsdal! Sumarhði, markakóng- ur íslandsmótsins í fyrra í 4. deild, með 32 mörk, sýndi og sannaði að hann er th alls líklegur í 1. dehd- inni. Hann naut einnig góðs hraða Steingríms sem átti stórkostlegan leik. Zoran Ljúbicic átti frábæran leik á miðjunni og Jón Bragi var út um allan vöh. Allt Eyjahðið á hrós skilið fyrir frammistöðuna sem lofar góðu um framhaldið. Hjá Þórsurum var fátt um fina drætti. Guðmundur Benediktsson var sá eini sem var með lífsmarki og hinn fertugi Eiríkur Eiríksson, sem kom í markið í seinni hálfleik, sýndi að hann er ekki dauður úr öh- um æðum og varði oft mjög vel. „Það er ekkert um þetta að segja. Þetta var svo lélegt að það segir sig sjálft," sagði Sigurður Lárasson, þjálfari Þórs. „Það er ekki hægt að komast neðar en þetta. Við verðum virkilega að taka okkur saman í andlitinu ef við eigum ekki að falla,“ sagði Júlíus Tryggvason, leikmaður Þórs. Pétur Pétursson, þjálfari Keflvíkinga: „Megum þakka fyrir að ná jöf nu í restina" - ÍBK og Valur skildu j öfn Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; „Við vorum mjög slakir í síðari hálfleik en þá var eins og menn héldu að þetta myndi koma af sjálfu sér. Það var slæmt að fá á sig fyrsta markið í upphafi síðari hálfleiksins. Við sphuðum vel í upphafi leiks en ég tel að við megum þakka fyrir að við náðum að jafna í restina,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Keflvík- inga, eftir 3-3 jafntefli við Val í fjör- ugum leik í Trópídeildinni í Keflavík í gærkvöldi. Bæði hðin þurftu á sigri að halda. Valsmenn eru nú í næstneðsta sæt- inu og Keflvíkingar í því þriðja, og hefðu getað nálgast efstu hðin meö sigri. Keflvíkingar voru miklu ákveðnari framan af og Valsmenn náðu aldrei að ógna marki þeirra fyrr en langt var liðið á fyrri hálíleikinn og náðu sér aldrei almennilega á strik. Ragn- ar Margeirsson náöi að koma Kefl- víkingum yflr, 1-0. Það besta sem gat hent Valsmenn var að skora í upphafi síðari hálf- leiks, og það gerði Eiður Smári Guðjohnsen. Óh Þór kom Keflavík yfir á ný, 2-1, en þá var Davíð Garð- arsson færður framar á vöhinn með þeim árangri að hann skoraði tvíveg- is á aðeins 12 mínútum og kom Val í 2-3. Ragnar náði síðan að jafna með sínu ööru marki undir lokin. Valsmenn vora miklu ákveðnari í síðari hálileik og bratu Keflvíkinga niður en þeir náðu ekki að fylgja eft- ir góðum fyrri hálfleik. „Við bókstaflega hættum í lokin og vorum ekki nógu nálægt þeim þegar þeir jöfnuðu. Við hefðum átt að vinna leikinn," sagði Guöni Bergsson, fyr- irliði Valsmanna, sem hélt upp á 29 ára afmælið í gærkvöldi. ÍBK-Valur (1-0) 3-3 1-0 Ragnar Margeirsson (34.) fékk boltann frá Óla Þór og sendi hann út við stöng. 1- 1 Eiður Smári Guöjohnsen (49.) fylgdi vel eftir þegar Ólafur Gottskálks- son, markvörður ÍBK, ætlaði að sparka boltanum í burtu en hitti hann ekki. 2- 1 Óli Þór Magnússon (68.) fékk boltann frá Marko Tanasic í vítateignum eftir góða fyrirgjöf Ragnars Steinarssonar og skoraði. 2-2 Davíð Garðarsson (74.) náði að stýra boltanum yfir Ólaf markvörð eftir góða sendingu inn í vítateig frá Jóni Grétari Jónssyni. 2- 3 Davíð Garðarsson (84.) með skalla eftir stórgöða sendingu frá Jóni Grétari frá hægri. 3- 3 Ragnar Margeirsson (89.) var fljótur að afgreiða boltann í markið eftir góða fyrirgjöf Róberts Sigurðssonar frá hægri. Lið ÍBK: Ólafur Gottskálksson - Kristinn Guöbrandsson (Sigurður Björg- vinsson 55.), Jóhann Magnússon, Karl Finnbogason, Gestur Gylfason (Ró- bert Sigurðsson 79.) - Marko Tanasic, Gunnar Oddsson, Ragnar Margeirs- son, Ragnar Steinarsson - Óli Þór Magnússon, Kjartan Einarsson. Lið Vals: Lárus Sigurðsson - Guðni Bergsson, Davíö Garðarsson, Kristján HaUdórsson - Sigurbjöm Hreiðarsson (Bjarki Stefánsson 72.), Ath Helga- son, Hörður Már Magnússon, Ágúst Gylfason, Jón Grétar Jónsson - Krist- inn Lárusson, Eiður Smári Guðjohnsen. ÍBK: 10 markskot, 6 hom. Valur: 7 markskot, 3 hom. Gult spjald: Jón Grétar (Val). Dómari: Jón Siguijónsson, dæmdi mjög vel. Áhorfendur: 460. Skilyrði: HM-veður, sól og blíða en smágola þegar líða tók á leikinn, völlur- inn mjög góður. ;.V,v Ragnar M. (ÍBK), Davíð (Val). (v Jóhann M. (ÍBK), Kristinn (ÍBK), Ragnar S. (ÍBK), Gunnar (ÍBK), ________Guðni (Val), Kristján (Val), Eiður Smári (Val), Jón Grétar (Val). Maður leiksins: Ragnar Margeirsson (ÍBK). Skoraði tvö mörk og étti sinn besta leik í sumar. Griðarlega sterkur i návígjum og hélt boltanum vel. Fékk sjálfstraustið sem hann hefur vantað i sumar. KR-ingar með 10 heimaleiki án sigurs - Breiðablik vann í Frostaskjóli, 0-1 Þórður Gisiason skri&r: „Eg er mjög ánægður með sigur okkar hér i kvöld og ég held að fæstir hafi átt von á þessum úrslit- um, strákarnir höfðu trú á því sem þeir voru að gera og uppskáru eftir þvi. Við gáfum þeim eftir miðjuna en nýttum okkur skyndisóknir og gerðum eitt mark, og það er nóg th að vinna leik,“ sagði Ingi Bjöm Albertsson, þjálfari Blika, eftir að lið hans hafði lagt KR-inga í Frosta- skjóii. 0 1. Það verður að teljast athyglisvert að KR-ingar hafa enn ekki unnið leik á heimavelli í íslandsmótinu það sem af er, og hafa aðeins gert eitt mark en þetta var tíundl leikur þeirra á heimavelli í röð i íslands- mótí án sigurs, en síðast unnu þcir þar þann 30. júní 1993. Leikurinn fór rólega af staö en Porca átti góðan skalla að marki Blika á 6. mín. sem Guðmundur varði vel og átta mínútum seinna átti Kristófer skot í stöng á marki KR-inga úr góðu færi. Liðin ógnuðu svo marki hvors annars þar th Blikar náðu að gera mark og var þar að verki Rastíslav Lazorik eftíi’ vel útfærða sókn. Aöeins mínútu siðar átti Arnar Grétarsson gott skot í stöng. KR-ingar hófu siðari háhleikinn af miklum krafti og áttu nokkur góð skot að rnarkí Blika en vörn Blika hélt vel. Þrátt fyrir að KR- ingar stjórnuðu leiknum það sem eftir lifði og væru meö boltann nán- ast allan tímann náöu þeir ekki að skapa sér næg færi og áttu Bhkar mjög hættulegar skyndisóknir. En Kristján Finnbogason varði mjög vel í tvígang um miðjan hálfleik- inn. Hjá KR-ingum var meðalmennsk- an ráðandi, þeir téngu nægt svæðí úti á velli tíl aö spila boltanum og gerðu það en náðu, eins og áður er sagt, ekki að búa til nógu góð mark- tækifæri. Kristján Finnbogason var þeirra besti maður og má kannski segja að hann hafi bjargað þeim frá stærra tapi. Hjá Breiðabliki léku alhr vel, vörnin var geysilega sterk með Úlf- ar sem besta mann, miðjuraennirn- ir sivinnandi og Lazorik duglegur frammi. En þó lék enginn eins vel og Arnar Grétarsson sem lék hreint frábærlega. 11. DEILD KARLA í FÓTBOLTA Akranes......10 6 3 1 16-4 21 FH...........10 5 3 2 8-5 18 Keflavik.....10 3 6 1 17-11 15 Fram.........10 3 5 2 17-16 14 KR...........10 3 3 4 13-8 12 ÍBV..........10 2 5 3 12-11 11 UBK..........10 3 2 5 10-22 11 Þór..........10 2 4 4 16-18 10 Valur........10 2 4 4 11-19 10 Stjaman......10 1 5 4 9-15 8 Markahæstir: _ Bjarni Sveinbjömsson, Þór......8 Óli Þór Magnússon, ÍBK.........7 Súmarllði Arnason, ÍBV........„7 Mihajlo Bibercic, IA...........6 Helgi Sigurðsson, Fram..........6 Leifur G. Hafsteinsson, Stjörn.5 ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD KVENNA MIZUNO-DEILDIN Laugardag 23. júlí kl. 14.00 Hlíðarendi Valur - KR Akranes ÍA - Dalvík kl. 16.00 Egilsstaðir Höttur - Stjarnan Kl. 17.00 Kópavogsvöllur UBK - Haukar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.