Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Qupperneq 18
26 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 Iþróttir „Lét boltann vaða á markið“ - Fram í fiórða sætið eftir sigur á Stjömunni, 1-2 Jón Kristján Sigurösson skrifar: „Það var ekki um annað að ræða en að láta boltann vaða á markið. Ég vissi að leiktíminn var að í]ara út og það var góð tilfmning að sjá boltann hafna í netinu. Við áttum inni svona einu sinni að vinna sigur í blálokin," sagði Framarinn Helgi Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni í Garðabæ í gær- kvöldi. 15 sekúndur lifðu af leiktím- anum þegar Helgi skoraði og gerðu Stjörnumenn ekki meira en að byrja á miðjunni, þá gall í flautu dómar- ans. Fram sigraði í leiknum, 1-2, og vann þar með sinn annan sigur í röð í deildinni og skaust fyrir vikið upp í fjórða sætið. Leikur liðanna var svo sem ekki mikið fyrir augað. Framarar voru beittari framan af fyrri hálfleik. Guð- mundur Steinsson átti skot í innan- verða stöngina í upphafi leiks, Gauti Laxdal átti síðar hörkuskot sem Sig- urður Guðmundsson varði meistara- lega og loks átti Hólmsteinn Jónas- son skot í þverslá úr aukaspyrnu. Stjörnumenn komust meira inn í leikinn án þess þó að skapa sér veru- lega hættuleg færi. Markið, sem Leif- ur Geir skoraði, gaf Stjörnuliðinu gott öryggi og liðið varðist vel. ' Síðari hálfleikur hófst með svipuð- um hætti og sá fyrri. Framarar öllu hættulegri í sóknaraðgerðum. Birgir Sigfússon bjargaði á marklínu eftir aö Helgi Sigurðsson hafði vippað yfir Sigurð markvörð. Eftir jöfnunar- marki Fram sótti Stjarnan í sig veðr- iö og munaði ekki miklu að Leifur Geir bætti við öðru marki sínu þegar skallabolti hans fór hárfint yfir markiö. Stjarnan fékk síðan alla möguleika á að komast yfir þegar dæmd var vítaspyrna eftir að Framari haföi handleikið knöttinn innan vítateigs. Valgeir Baldursson tók spyrnuna en Birkir Kristinsson gerði sér htið fyr- ir og varði. „Vinstrifótarmenn skjóta að öllu jöfnu í 80% tilvika í vinstra hornið. Ég sá hvað í stefndi og hafði heppnina með mér,“ sagði Birkir sem hafði ekki varið vítaspyrnu síðan í leik gegn Þór 1991, þá frá Bjarna Sveinbjörnssyni. Varnarleikur Stjörnunnar var sterkasti hlekkur liðsins í leiknum. Lúðvík Jónasson og Birgir Sigfússon voru traustir í sínum hlutverkum. Baldur Bjarnason var einnig hættu- legur þegar hann náði sér á strik á vinstri kantinum. Sigurður Guð- mundsson átti ágætan leik í mark- inu. „Jafntefli hefði ekki verið ósanngjarnt" „Þetta var opinn leikur og sigurinn gat lent hvorum meginn sem var. Við tókum áhættu og fengum á okk- ur mark í staðinn. Leikurinn var kaflaskiptur og jafntefli hefði þvi ekki verið svo ósanngjarnt. Við lát- um ekki deigan síga enda nóg eftir af mótinu,“ sagði Leifur Geir hjá Stjörnunni eftir leikinn. Framliðið lék ekki sannfærandi að þessu sinni. Liðið náði ágætri ógnun á stuttum leikköflum en alla heildar- mynd vantaði í leik liðsins. Hólm- steinn Jónasson var yflrburðamaður hjá Fram, barðist allan tímann og var upphafsmaður í öllum sóknar- aðgerðum liðsins. Gauti Laxdal á einnig hrós skilið fyrir sitt framtak. Sókn hðsins, sem hefur verið aðals- merki þess í síðustu leikjum, náði sér ekki á strik. „Sætursigur" „Þetta var sætur sigur með marki á síðustu sekúndunni. Við byrjum vel, sköpuðum okkur færi en síðari hálf- leik lékum við illa. Síðasta sending rataði sjaldnast á samherja. Stigin þrjú skiptu öllu máli,“ sagði Mar- teinn Geirsson, þjáhari Fram, í sam- tali við DV eftir leikinn. Baldur Bjarnason, Stjörnunni, sækir að Pétri Marteinssyni sem bægir hættunni frá. DV-mynd Brynjar Gauti Stjaman-Fram (1-0) 1-2 1-0 Leifur Geir Hafsteinsson (35.). Fékk sendingu inn fyrir vörn Fram einn og óvaldaður, lék síöan boltanum áfram og skaut framhjá Birki í hægra hornið. 1-1 Gauti Laxdal (56.). Hólmsteinn tók hornspyrnu, lagði boltann til Gauta sem skaut viðstöðulausu skoti fyrir utan vítateig og hafnaði boltinn í blá- horninu. 1-2 Helgi Sigurðsson (90.). Upp úr innkasti barst boltinn til Helga, sem var staddur rétt fyrir utan teig, lét umsvifalaust vaða á markið, óverjandi skot. Lið Stjömunnar: Sigurður Guðmundsson - Ottó K. Ottósson, Hermann Arason (Ingólfur Ingólfsson 70.), Goran Micic, Lúðvik Jónasson, Birgir Sigf- ússon - Baldur Bjarnason, Ragnar Gíslason, Valgeir Baldursson - Bjami Sigurðsson, Leifur Geir Hafsteinsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson - Helgi Björgvinsson, Pétur Marteinsson, Ágúst Ólafsson, Gauti Laxdal - Steinar Guðgeirsson, Kristinn Hafliðason, Hólmsteinn Jónasson, Guðmundur Steinsson (Valur Fannar Gíslason 63.)- Ríkharður Daðason, Helgi Sigurðsson. Stjarnan: 7 markskot, 4 hom. Fram: 10 markskot, 7 horn. Gul spjöld: Hermann (Stjaman), Baldur (Stjaman), Lúðvik (Stjarnan), Ragnar (Stjarnan), Pétur (Fram), Gauti (Fram). Rautt spjald:Enginn. Dómari: Kristinn Jakobsson, stóð sig vel. Áhorfendur: Um 300. Skilyrði: Milt fallegt kvöldveður en völlurinn mjög slæmur, ósléttur og vart boðlegur 1. deildar leik. >Xv Hólmsteinn (Fram). 'v Sigurður (Stjörnunni), Lúðvík (Stjörnunni), Baldur (Stjörnunni). _______Gauti (Fram), Birkir (Fram), Helgi (Fram).______________ Maður leiksins: Hólmsteinn Jónasson (Fram). Sýndi geysilega góða bar- áttu frá upphaft til enda. Mjög hugmyndaríkur í sóknarleik liðs síns. Leiðrétting frá Ólafi B. Schram Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, hefur sent íþróttadeild DV eftirfar- andi bréf: Vegna frétta af húsnæðismálum í Laugardal, og þá sérstaklega fyrir- sögn í DV á íþróttasiðu í gær, en þar segir: „Ætlum okkur að byggja hús fyrir 270 milljónir", vildi ég koma eftirfarandi á framfæri: Sjálfsagt er þessi fyrirsögn rétt eft- ir mér höfð og ætla ég ekki að rengja fréttamenn DV. Hins vegar hefur mér verið bent á það af borgaryfir- völdum að að því er segir í sam- þykkt borgarráðs: .....að þvi til- skyldu að HSÍ geti tryggt þátttöku ríkisvaldsins og annarra aðila vegna byggingarinnar með samsvarandi flárframlagi", þýði það að borgin fari ekki út í byggingarframkvæmd- ir á húsi sem áætlanir benda til aö kosti 540 milljónir, án framlags frá ríkinu. Ég vil biðjast afsökunar á mistúlk- un minni á þessari setningu og jafn- framt árétta að það verður að sjálf- sögðu alfarið í höndum borgarinnar að byggja, komi til þess. Hins vegar má bæta því við að HSÍ, íþróttahreyfingin og borgin sjálf eru að leita allra leiða til lækk- unar á 540 milljónunum. Golfklúbbur Sauöárkróks: Einar Bjarni og Árný Lilja unnu -1 opna Flugleiðamótinu 1 golfi Opna Flugleiðamótið í golfi var Kjalarness. Forráðamenn Golf- • AndreaÁsgrímsdóttirGA171högg haldið á Hliðarendaveih Golf- klúbbs Sauöárkróks vildu koma á Sólveig Skúladóttir GH 200 högg klúbbs Sauðárkróks um síðustu framfæriþakklætitilFlugleiðafyr- Konur með forgjöf: helgi. Keppt var í karla-, kvenna- ir rausnarlegan stuðning. ÁmýLiljaÁrnadóttirGSSl45högg og unglingaflokkum, með og án Úrslitin urðu þessi: Halla B. Eriendsdóttir GSS 147 forgjafar. Kariar án forgjafar: högg Einar Bjarni Jónsson, Goliklúbbi Einar Bjarni Jónsson GKJ156 högg Andrea Ásgrímsdóttir GA149 högg Kjalarnoss, bar sigur úr býtum í Eiríkur Haraldsson GA 157 högg Unglingar án forgjafar: karlaflokkiogÁrnýLiljaÁrnadótt- Guðjón B. Gunnarsson GSS 162 Örvar Jónsson GSS 156 högg ir, Golíklúbbi Sauðárkróks, sigraði högg Gunnlaugur Erlendss. GSS 160 í kvennaflokki. Þau hlutu að laun- Karlar með forgjöf: högg um Evrópuferð með Flugleiðum og Eiríkur Haraldsson GA 139 högg Kári Emilsson GKJ 164 högg aörir verðlaunahafar hlutu innan- Kristján Guðjónsson GH 142 högg Unglingar með forgjöf: landsferð með Flugleiðum. Einar Örn Jónsson GÓS 144 högg Davíö Már Jónsson GKJ 128 högg Alls tóku um 100 kyifingar þátt í Konur án forgjafar: Eggert Jóhannsson GA 128 högg mótinu, þar af um 30 frá Golfklúbbi Árný Lilja Ámadóttir GSS169 högg Örvar Jónsson GSS 134 högg Örn Ævar í tíma hjá Ledbetter Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Örn Ævar Hjartarson, ungur kylf- ingur úr Golfklúbbi Suðurnesja, fór í mikla ævintýraferð til Bretlands í síðustu viku þegar Evrópumóti ungl- inga lauk en þar keppti hann með íslcnska liðinu. Einum ungum spilara frá hverju Evrópulandi var boöið að koma og fylgjast með opna breska meistara- mótinu og jafnvel að fá að fylgjast með bestu kylfingum heimsins við æfingar. Þá var slegið upp móti fyrir unglingana og gerði Ævar Örn sér lítiö fyrir og sigraði, lék á 75 og 72 höggum en spilað var á tveimur völl- um. Verðlaunin fyrir sigurinn voru einkatími hjá frægasta golfkennara heimsins í dag, David Ledbetter, sem hefur m.a. þjálfað Nick Faldo og ný- bakaðan sigurvegara á opna breska mótinu, Nick Price. Einherjamót f golfi á Akureyri Hið árlega Einherjamót í golfi verður háð á golfvelli Golfklúbbs Akureyringa á morgun, laugardag, og verður ræst út frá kl. 8.30-9.30 um morguninn. Mótið er punktamót og eru allir þeir sem hafa farið holu í höggi full- gildir þátttakendur. Fyrir þá ein- herja sem ætla að taka þátt í lands- móti, sem hefst á sama golfvelli dag- inn eftir, er þetta mót góð æfing.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.