Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994
Fréttir
Dómur fyrir kvótabrask
kallar á allsherjar uppgjör
Baráttan um hvernig á að skipta þorskinum þegar á land kemur tekur á
sig ýmsar myndir. Nýlega vann sjómaður mál gegn útgerð sinni fyrir undir-
rétti. DV-mynd Sveinn
„Ég hlýt að fagna þessari niður-
stöðu héraðsdóms. Niðurstaðan staö-
festir aö lög og kjarasamningar skulu
hafa forgang í þeim málum sem snúa
að kjörum sjómanna. Ég vænti þess
að Hæstiréttur staðfesti þennan
dóm,“ segir Guðjón A. Kristjánsson,
forseti Farmanna og fiskimanna-
sambands íslands.
Nýfallinn dómur Héraðsdóms
Reykjaness á eftir að hafa gifurleg
áhrif á samskipti sjómanna og út-
gerða. í dómnum er tekið á viðkvæm-
asta deilumáli þessara aðila, skipt-
ingu tekna milli útgerða og áhafna
skipa þeirra.
Útgerðarmaður dæmdur
Dómurinn snýst um það að útgerð-
armaður er dæmdur til að greiða sjó-
manni af bát sínum til baka það sem
hann hafði dregið af honum vegna
kvótakaupa. Afli bátsins hafði verið
seldur um fiskmarkað og áhöfnin
undirritað samkomulag um að kvóti
yrði dreginn af óskiptu. Útgerðar-
maðurinn tilkynnti mannskapnum
að kvóti skipsins væri búinn og bátn-
um yrði lagt nema mennimir tækju
þátt í kvótakaupunum.
Sjómenn búa við launakerfi sem
byggist á hlutfalli af heildartekjum
útgerðarinnar. Skýrt ákvæði er í
samningum þeirra sem segir að út-
gerðarmaður megi aldrei fá hærra
verð en áhöfn, þá beri útgerðar-
manni að tryggja að sem hæst verð
fáist fyrir aflann.
Um þessi atriði hefur verið tekist á
mörg undanfarin ár og niðurstaða
hefur líklega aldrei verið eins langt
undan. Fyrir daga kvótakerfis og
fiskmarkaða voru þessi mál tiltölu-
lega einfold.
Átök um verðlagningu
Átökin snemst fyrst og fremst um
verðlagningu þar sem veiðiskip og
vinnsla vom á sömu hendi. Tekist
var á um hvaða verð væri sanngjarnt
og hvaða verð ekki. Gefið var út lág-
marksverð tvisvar til þrisvar á ári
af verðlagsráði sjávarútvegsins sem
skipað var fulltrúum sjómanna og
útvegsmanna annars vegar og full-
trúum fiskvinnslunnar hins vegar.
Oddamaður var svo skipaður af rík-
inu. Oftar en ekki var þetta verð ráð-
andi í þessum viðskiptum og virkaði
sem raunverð. Verðlagsráðið var síð-
ar lagt niður og frjálst fiskverð tók
gildi þar sem hver átti að semja fyrir
sig um verð. Á sama tíma vom fisk-
markaðir að skjóta rótum sem gera
að sjálfsögðu óþörf afskipti manna
af fiskverði. í framhaldi af hinu
Fréttaljós
frjálsa fiskverði risu víða um land
deilur um fiskverð. Þetta var einkum
hjá stærri fyrirtækjum sem bæði
voru með útgerð og vinnslu. Þarna
tókust m.a. á sjómenn á togurum
Útgerðarfélags Akureyringa og
vinnuveitandi þeirra. Eftir mikil
átök sömdu þessir aðilar um fiskverð
sem fól meðal annars í sér tengingu
á 15 prósentum af lönduðum afla við
markaðsverð hverju sinni. Fleiri út-
gerðir áttu í svipuðum útistöðum við
sína sjómenn.
„Tonn á mótitonni“
Menn eru nokkuð sammála um að
dómurinn, sem féll sjómanninum í
hag, eigi eftir að hrista mjög upp í
því kerfi sem er hvað varðar launa-
kjör sjómanna og sölukerfi á fersk-
um fiski. Verði dómur undirréttar
staðfestur í Hæstarétti er nokkuð
ljóst að í kjölfarið verður tekið á
málum sem snúa að svokölluðum
„tonn á móti tonni" viðskiptum. Þá
munu sjómenn í vaxandi mæli horfa
til þess að leiðrétta sinn hlut þar sem
um einhliða ákvörðun er aÖ ræða
varðandi fiskverð sem og samninga
um fiskverð þar sem ekki er allt uppi
á borðinu og ívilnanir koma til út-
gerðar án þess að sjómenn fái sína
hiutdeild í formi launa.
Niðurstaða Hæsta-
réttar eftir tvö ár
Jónas Haraldsson, lögfræðingur
Landssambands íslenskra útgerðar-
manna, segist vona að Hæstiréttur
fallist á sjónarmið útgerðarmanna.
Hann teliu- að niðurstöðu Hæstarétt-
ar sé ekki að vænta í málinu fyrr en
eftir tvö ár í fyrsta lagi. „Menn eiga
að keyra á þessi mál inni í samráös-
nefndinni sem hefur það hlutverk að
koma þessum málum í réttan farveg.
Þetta á bara að fara í gerðardóm og
hvor sem verður undir verður að
lúta þeirri niðurstöðu sem fæst þar.
Þama er um að ræða hvort það
standist lög og samninga að fiska
fyrir þriðja aðila þá verði sú niður-
staða bindandi. Þetta er eina leiðin
til að ná niðurstöðu í málum sem
aldrei geta endað með samkomulagi
mfili aðfia, reynslan hefur sýnt það,“
segir Jónas.
Öngþveiti í verðlagningu
Öngþveitið í þessum málum lýsir
sér best í því að útgerðarmaðurinn í
Keflavík er dæmdur fyrir að draga
frá launum sjómanns kvótakostnað
af þeim afla sem seldur er á fisk-
markaöi. Á sama tíma eru veiðiskip
um afit land að veiða þorsk fyrir 40
til 50 krónur kílóið án þess aö nokkur
geri athugasemd. Þetta er í mörgum
tfivikum lægra verð heldur en sjó-
menn á bátum, sem landa á mark-
aði, fá í sinn hlut. Kvótinn er ekki
tíundaður sem áhrifavaldur á fis-
kverðið sem raunverulega liggur um
90 krónur. Allir vita þó að að baki
verðlagningunni hggur kvótaverðið,
það er bara ekki skráð á blað. Tonn
á móti tonni viðskipti, þar sem
vinnslan leggur tfi kvóta á móti út-
gerðinni, mismunandi mikið eftir
kvótastöðu viðkomandi útgerðar,
koma örugglega tfi með að verða
skoðuð næst með sömu augum og
mál þeirra sem fyrir opnum tjöldum
draga kvótaverð inn í fiskverð. Ein-
hhöa verölagning á fiski hlýtur einn-
ig að lúta sömu lögmálum. Það er
eins líklegt að sjómenn á skipum
stórútgerða séu í raun með lægra
verð en þeir sem á undan er getið.
Þar hlýtur að koma til kasta sjó-
mannaforystunnar.
Allur fiskur um markað
„Eina leiðin til að leiðrétta allt rugl-
ið er að ahur fiskur fari um fisk-
markaði eða á verði sem er meðal-
verð markaðanna. Það er enginn að
tala um að einstök fyrirtæki megi
ekki kaupa af eigin skipum. Það þarf
einungis að setja um slíkt leikreglur
sem tryggja að verðlagning sé með
eðlfiegum hætti," segir Guðjón A.
Kristjánsson.
Þaö virðist sama hvert litið er varð-
andi verðlagningu á ferskum fiski,
alls staöar virðist kvótakerfið eða
eignarhald veiðiheimildanna hafa
áhrif á fiskverð með einum eða öðr-
um hætti. Finni samráðsnefnd út-
gerðarmanna og sjómanna ekki leið-
ir til aö verðleggja fiskinn svo allir
megi við una er ljóst að áfram munu
verða átök um þessi mál. Átökin sl.
vetur þar sem sjómenn fóru í verk-
fall út á svokallað kvótabrask sýndu
svo ekki verður um vfilst að sam-
staða er mikil um aö koma þessum
málum í lag. Verði ekki fundin lausn
á næstunni eru miklar líkur á að um
frekari átök verði að ræða. Sú þver-
sögn sem felst í því að útgerðarmað-
ur, sem skaffar sínum sjómönnum
hærra verð, getur verið brotamaður
á meðan kollegi hans, sem er með
lægra verð til sinna manna, er að
gera fullkomlega löglega hluti hlýtur
að kalla á nákvæma skoðun þessara
mála.
Nýrvígslu-
biskup í
Nýr vígslubiskup, séra Sigurður
Sigurðsson sóknarprestur á Selfossi,
verður vígður vigslubiskup í Skál-
holti á sunnudag. Biskup íslands,
herra Ólafur Skúlason, mun annast
vígsluna og þjóna fyrir altari ásamt
séra Guðmundi Óla Ólasyni sóknar-
presti í Skálholti, séra Kristjáni Val
Ingólfssyni rektor og hinum nýja
vígslubiskupi sem einnig predikar.
Við athöfnina syngja kirkjukórar
Skálholts- og Selfosskirkju undir
stjóm organistanna Hilmars Arnar
Agnarssonar og Glúms Gylfasonar.
Tjaldvagntil hepp-
ins áskrif anda
Combi-Camp Family Modena tjald-
vagn á íslenskum undirvagni verður
dreginn út tfi heppins áskrifanda DV
27. júh. Tjaldvagninum fylgir að auki
ferðapakki með borði, tveimur stól-
um, gaseldavél og hleðsluljósi. Heild-
arverðmæti vinningsins er kr. 380
þúsund. Tjaldvagninn er til sýnis
fóstudag og laugardag í Sunnuhhð á
Akureyri.
Hundruð kílóa af matfiski drepst á sólarhring hjá Miklalaxi:
Hættaáaðöll
seiðin séu sýkt
- af nýrnaveiki - niðurstöður rannsókna skipta sköpum
„Viö bíðum með að taka ákvörð- vel hundraöa mihjóna króna tjóni
un um framhaldið þar til niöur- i fiskeldisstöö Miklalax í Fljótum
stöður úr sýnatökunni liggja fyrir eftir að nýraaveiki uppgötvaðist
um miðja næstu viku. Veikindin þar í matfiski í síðasta mánuði.
þurfa ekki að þýða þaö að allur Ljóst er að allur matfiskur í stöð-
fiskur í stöðinni sé ónýtur því að inni er sýktur en Gísh Jónsson,
íslenski fiskurinn virðist þola þetta dýralæknir á Keldum, hefur tekið
mikiðbeturensáerlendienauðvit- sýni úr seiðaeldisstööinni og er
að hefur þetta geysimikfi áhrif á búist viö niðurstöðum úr þeirri
starfsemi stöðvarinnar. Ef allt fer rannsókn í næstu viku. Hátt i 30.000
á versta veg verður mjög snúið að fiskar hafa þegar drepist úr nýrna-
halda henni gangandi þannig að veiki en fleiri hundruð kfió af laxi
þaðskiptirsköpumhverniðurstað- drepast nú á hverjum sólarhring.
an verður. Þetta verður mjög þungt Líklegt er aö tap Miklalax nemi nú
fyrirfyrirtækiðþví staðan var erfið þegar að minnsta kosti 10 milljón-
og ekki á bætandi," segir Jón Frið- um króna. öllu starfsfólki en í fyrra fékk
riksson, stjórnarformaöur fisk- „Þetta kemur eins og þruma úr Miklfiax niðurfelhngu á tæplega
eldisstöðvar Miklalax í Fljótum. heiðskíru lofti. Nýmaveikitilfelh 600 milljóna króna skuld hjá
Búist er við tugmilljóna og jafn- hafa komiö upp öðru hveiju hér á Byggðastofnun.
landi síðustu fjögur árin en nú er
þessi baktería skyndilega í þremur
stöðvumþó að engin tengsl séu þar
á milli. Ég þori ekkert að segja um
uppsprettu smitsins fyrr en niður-
stöður rannsóknanna liggja fyrir
en það er þó Ijóst að ef seiðin eru
smituð verður að farga þeirn," segir
Gísli Jónsson dýralæknir.
Starfsemi Miklalax liggur að
mestu niðri meðan verið er að
rannsaka seiöin. Fyrirhugað var
að endurskipuleggja reks'tur fisk-
eldisstöðvarinnar í haust og var
meðal annars búið að segja
Forsætisráðherra:
Útilokarekki
haustkosningar
„Hins vegar er hægt að færa önnur
rök og kannski veigameiri en skoð-
anakannanir fyrir skynsemi þess að
hafa kosningar á tilteknum tima.
Kosningar eiga væntanlega að fara
fram þann 8. apríl á næsta ári. Það
þýðir að kosningabaráttan og funda-
höld eiga að fara fram frá miöjum
febrúar og fram í mars. Menn geta
sagt sem svo að það sé ekki heppfleg-
ur tími til aö vinna í kosningabaráttu
og þetta þýði líka að þingið verði
aðeins starfandi í hálfan mánuð eða
þijár vikur eftir jól. Menn geta líka
sagt að samningar séu lausir og það
sé þýðingarmikið fyrir verkalýðs-
hreyfmguna að hafa til viðræöna við
sig ríkisstjórn sem hefur umboð tfi
lengri tíma en fjögurra til sex mán-
aöa,“ sagði Davíö Oddsson forsætis-
ráðherra er hann var spurður um
hugsanlegar haustkosningar.
Davíö sagði að það væru einnig
sterk rök gegn því að boða til haust-
kosninga. Það væri mikilvægt að
halda festu í þjóðfélaginu. Við vær-
um að vinna okkur upp úr öldudal,
hagur þjóðarbúsins væri að vænkast
og við slíkar aðstæður væri nauðsyn-
•legt að rugga ekki bátnum. Hann
sagðist þó ekki alveg útiloka haust-
kosningar.