Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994
5
Laugavegi 178
Kvöldveröartilbod
vikuna 22/7-29/7
*
Eldsteikt humarkjöt
í estragonrjómasósu
*
Glóðað lambafillet
m/villtum jurtum og piparsoðsósu
*
Isdúett m/hnetum og ávöxtum
Kr. 1.950
Borðapantanir í síma 88 99 67
Halla Einarsdóttir, verðlaunahafi í
grilluppskriftasamkeppninni, vildi
ekki láta mynda sig við gamla kola-
grillið og því fékk ívan Bjarni Jóns-
son, tveggja ára sonur hennar, að
vera með. DV-mynd Robyn Redman
Grilluppskriftasamkeppni:
Karlarnir
eiga að
grilla
- segir vinningshafmn
Grilluppskriftasamkeppni DV, SS,
Nýrra eftirlætisrétta, Skeljungs,
Ferðaþjónustu bænda, Bílaleigu Ak-
ureyrar og Bylgjunnar er nú lokið
og valdi dómnefnd glóðaöar svína-
lundir með fyllingu, uppskrift Höllu
Einarsdóttur frá Akureyri, bestu
uppskriftina.
„Uppskriftina tók ég saman af
þessu tilefni en hún er ekkert sér-
staklega í uppáhaldi hjá mér. Ég set
næstum þvi hvað sem er á grillið en
hef ekki haft aðstöðu til þess að grilla
af neinu viti fyrr en nú í sumar. Mér
finnst að karlarnir eigi að grilla en
get svo sem gert það ef svo verkast.
Við konurnar þurfum síðan að gera
allt klárt og ganga frá,“ sagði Halla
Einarsdóttir, ánægður handhafi
glæsilegra verðlauna fyrir uppskrift-
ina. Verðlaunin eru bílaleigubíll í sjö
daga og gisting hjá Ferðaþjónustu
bænda í 7 daga með morgunverði,
gasgrill og kjötvörur til ferðalagsins.
Uppskriftin er sérlega bragðgóð og
var dómnefnd á einu máh um að sú
besta hefði unnið. Uppskriftirnar í
2.-5. sæti verða birtar á Neytenda-
síðu DV á næstunni.
Grillaðar svínalundir með fyll-
ingu (fyrir 4)
Hráefni:
1 msk. ólívuolía
2" soyasósa
1" sætt sinnep
1 " tómatsósa
Kryddlögur:
1" hunang
1 " safi af niðursoönum apríkósum
1" Worchestersósa
1 marið hvítlauksrif
Fylling
4-5 sveppir, smátt saxaðir
10 apríkósuhelmingar, stappaðir
8 steinlausar sveskjur, smátt saxaðar
100 g gráðostur, stappaður
'á tsk. salvía
Aðferð
Skohð lundirnar og þerrið, fjarlægið
himnur og skerið þær til helminga.
Stingið djúpa vasa í hvert stykki ofan
í sárið. Leggið kjötiö í skál og hellið
kryddleginum yfir. Látið marinerast
í u.þ.b. tvo tíma og snúið kjötinu af
og til.
Hrærið fylhnguna vel saman og
fylhð kjötið (ágætt er að nota
sprautupoka). Lokið nú opinu með
kjötnál, kryddið með salti og pipar
og glóðið í u.þ.b. 15 mínútur. Snúið
kjötinu oft svo það brenni ekki.
Berið fram með bökuðum kartöfl-
um, fersku salati og kaldri sósu:
Hrærið saman til helminga sýrðan
rjóma og þeyttan, bætið varlega sam-
an við stöppuðum apríkósum og
bragðbætið með svörtum pipar, salti
og hvítlauk.
Bókin sem íslendingar lesa
á þjóðhátíðarári:
íslandskiukkan
í kilj
u!
lílvalinn ferðafélagi innan lands sem utan á aðeins 990 kr
íslandsklukkan á meira erindi við
íslendinga en flest önnur skáldverk,
— ekki síst á fimmtíu ára afmæli
lýðveldisins. Nú er hún komin út í
vandaðri, nýrri og handhægri útgáfu,
— í kiljuformi.
íslandsklukkan er allt í senn:
Stórbrotin, skemmtileg, spennandi
og harmræn skáldsaga sem höfðar til
allra aldurshópa!
Oll þrjú bindi þessa mikla verks í
einni bók: íslandsklukkan, Hið ljósa
man og Eldur í Kaupinhafn, samtals
á fimmta hundrað blaðsíður!
íslandsklukkan, - kilja sumarsins!
Fullt verd: 1490 kr.
VAKA-HELGAFELL
Síðumúla 6, 108 Reykjavík
Tilbodsverð:
990 kr.