Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Side 9
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994 9 Ravi Tikkoo við undirritun samningsins við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fyrr á þessu ári. Fyrir aftan Ravi og Jón Ingvarsson, stjórnarformann SH, standa Friðrik Pálsson forstjóri og Ólafur B. Ólafsson, varaformaður stjórnar SH. Indverski auðjöfurinn Ravi Tikkoo: Byrjaði með tvær hendur tómar - en varð ríkur á olíuskipaútgerð Þakleki? Svalir? - Útitröppur? Við leysum málið með bestu þéttiefnum á markaðnum. PETURSSON HF. Sími: 91-673730 FURUHÚSGÖGN Modelo Estocolmo furusófasett Suðurlandsbraut 54, bláu húsin við Faxafen S. 682866. Eins og kunnugt er gerðu Flug- leiðir nýlega samning við ind- verska auðjöfurinn Ravi Tikkoo um að stofna flugfélag á Indlandi, Indotik Airways, en Tikkoo hefur verið talinn auðugasti Indverjinn sem búsettur er í Bretlandi. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SH, hefur verið í samstarfi við Tikkoo en SH á helming í fyrirtæki á Indlandi sem undirbýr vinnslu og veiðar á túnfiski úr Indlands- hafi. Tikkoo hefur uppi stór áform varðandi fjárfestingar í Indlandi, m.a. í flugrekstri og það var Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna sem benti honum á Flugleiðir. Auk sjávarútvegs og flugrekstrar hyggst Tikkoo fjárfesta í ferðaþjón- ustu, orkuveitum og bjórfram- leiðslu. Meö háskólagráðu í stærðfræði Tikkoo, sem er viðurkenndur sem brautryðjandi í alþjóðlega skipaeigendaheiminum sem og fjármálasnillingur, kemur frá virðulegri fjölskyldu frá Kashmír en hann er fæddur á Norður-Ind- landi árið 1932. Hann útskrifaðist með gráðu í stærðfræði frá háskól- anum í Punjab á Indlandi árið 1952. Tikkoo byrjaöi með tvær hendur tómar en hann varð ríkur á olíu- skipaútgerð. Hann fékk fyrst áhuga á skipum þegar hann starfaði sem yfirmaður í indverska sjóflotanum. Þar starfaði hann í sjö ár en að því loknu gerðist hann alþjóðlegur skipafjármálaráðunautur og sá um viðskiptasamninga milli banka og skipaeigenda. Hann kom til London árið 1964 og varð breskur ríkisborgari um fimm árum síðar en á þeim tíma hafði hann gert sér grein fyrir því að hann hafði sjálfur áhuga á að gerast skipaeigandi. Olíutankskip í Heimsmetabók Guinness Tikkoo eignaðist sitt fyrsta skip árið 1968 en þaö var Globtik Sun, sem keypt var frá Noregi. Ári seinna keypti hann Globtik Venus sem einnig var frá Noregi og þriðja skipið, Globtik Saturn, keypti hann svo frá Japan árið 1970. Þessi þrjú skip mynduðu skipaflotann sem hann notaði til að flytja olíu á milli Miðausturlanda, Evrópu og Jap- ans. Árið 1968 tók Tikkoo þá ákvörðun að hanna tvö ný olíutankskip sem yrðu stærri en nokkur skip sem áður höfðu verið byggð. Hugmynd- in um svo gríöarstór olíutankskip vakti mikla athygli í skipaheimin- um en margir voru efms og töldu að þetta væri aðeins draumur sem aldrei gæti orðið að veruleika. Úr rættist og Globtik Tokyo var afhent í febrúar árið 1973 og systur- skip þess, Globtik London, kom í október á sama ári. Skipin, sem komust í Heimsmetabók Guinness, gengu mjög vel frá upphafi en þau voru notuð til að flytja olíu frá Persaflóanum til Japans. Skipin fluttu yfir 43 milljónir tunna af olíu á ári sem samsvarar nærri 5% af öllum olíuinnflutningi Japans. Olíukreppan árið 1974 varð svo til þess að ekki varð þörf á svo stór- um skipum og Tikkoo ákvað að lokum að selja þau. Að þessu loknu sneri Tikkoo sér að því að kaupa sex minni skip sem voru sérstaklega hönnuð fyrir am- erískar hafnir sem voru ekki færar um að taka við mjög stórum skip- um. Rekstur skipanna gekk vel en fjögur þeirra hafa nú veriö seld. Mikill áhugamaður um krikkett og póló Tikkoo, sem þykir mjög hrífandi persónuleiki, er mikill áhugamað- ur um krikkett og varðveislu óspilltrar náttúru en hann er vara- forseti samtaka um verndun á villt- um fuglum. Þá á hann veðhlaupa- hesta og er formaður pólóklúbbs Cambridge háskólans. Hann á tvo syni en eldri sonur- inn, sem er þrítugur, verður for- stjóri Indotik Airways og sá yngri starfar innan Tikkoo-samsteyp- unnar. Fjölskyldutilboð: 100% afsláttur fyrir börn og unglinga að 16 ára aldri! Bóka verður og staðfesta fyrir 31. júlí. Flucr sól og sumarsœla í áílt haust i 48.720 lr.* á manninn, flug og gisting í 8 nætur á Days inn Maingate West. r ★★★★★★★ 58ÆZ0 hP.* Fyrir börn og unglinga allt að 16 ára aldri þarfhvorki að greiða flug né gistingu en greiða verður flugvallarskatta. Tilboð gildirfyrir eitt barn á hvem fullorðinn. Bóka verður og staðfesta fyrir 31. júlí. m.v. tvo fullorðna í 16 nætur á Days Inn Maingate West. Bjóðum einnig gistingu á Encfave Suites, Summerfield Suites og Best Western Plaza. Flugferðir til Orlando: Flogið 2svar íviku í sept., okt. og nóv. til frá SEPT. Lau/Mán Sun/Þri OKT. Lau/Mán Sun/Þri NÓV. Mán/Þri. Þri/Mið ►- Hámarksdvöl er 30 nætur. Hægt er að gista t.d. 8 nætur á einum stað og 8 nætur á öðrum. Hægt er að fljúga til Orlando og heim frá Ft. Lauderdale eða öfugt. * Innifalið flug og gisting og flugvallarskattar. - Flugvallarskattar á íslandi eru 1.340 kr. f. fullorðna og 670 kr. fyrir börn 2-11 ára, og í Bandaríkjunum 1.680 kr. (D [.»*» ►- Ferðir skulu farnar á tímabilinu 1. sept. til 15. nóvember. Verð- og fjölskyldutilboð gildir í allar brottfarir til Orlando á þessu tímabili. Takmarkað sœtaframboð! Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8-16.) FLUGLEIDIR Jv Traustur tslenskur ferðafélagi JSL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.