Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Qupperneq 10
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994
„Amerikanar snobba svolítið fyrir evrópskum nöfnum sem þeir skilja ekki,“ segir Ágúst Felix Gunnarsson sem opnaði bakari í evrópskum stíl i
desember sl.
grenni, en í Boston búa um 120 ís-
lendingar.
Bakaríið, sem er með sæti fyrir
60 manns, selur einnig súpur, sal-
öt, samlokur og þess háttar. Við
markaðssetningu er lögð höfuðá-
hersla á að bakaríið sérhæfi sig í
evrópskri brauðgerð.
Ein af þeim nýjungum sem Ágúst
er t.d. með á boðstólum er svokall-
að Reykjavík Rage sem eru lítil
bökuð stykki sem hafa gengið mjög
vel.
„Svo er ég einnig með fullt af
þýskum, dönskum og frönskum
nöfnum sem ganga vel í Ameríkan-
ana. Það þykir flott aö kaupa í
svona evrópskum bakarííum og
Ameríkanar eru einnig hrifnir af
því að fá nýtt og ferskt brauð. Þeir
eru vanir því að kaupa brauð úr
matvöruverslunum en þau eru
með miklum rotvarnarefnum í og
þetta er því nýjung sem þeir hafa
verið að bíða eftir.“
Hann sagði að það hefði komið
f slenskur bakari gerir það gott í Boston:
Selur Amerí könum
kókoskúlur og snúða
„Ég byrjaði að selja kókoskúlur
undir heitinu Snowballs en það
gekk ekki neitt svo ég prófaði að
selja þær sem kókoskúlur og þá
byrjuðu þær að seljast. Það sama
gerðist með snúðana sem ég reyndi
fyrst að selja sem Chocolate Bunch
en þegar ég breytti nafninu í Ice-
landic snúðar eða „snúdar“ eins og
Ameríkanarnir segja það þá byrj-
uðu þeir að seljast. Ameríkanar
snobba svolítið fyrir evrópskum
nöfnum sem þeir skilja ekki. Svo
reyna þeir að lesa á miðana hvað
stendur og hvað er hvað, “ segir
Ágúst Felix Gunnarsson bakara-
meistari sem opnaði bakarí í Bost-
on í Massachusetts í Bandaríkjun-
um í desember sl.
Bakaríið, sem sérhæfir sig í evr-
ópskri brauð- og kökugerö, hefur
gengið framar vonum og segist
Ágúst hafa haft meira en nóg að
gera síðan hann opnaöi.
„Þetta byrjaði allt með því að það
var íslensk kona, sem búsett er í
Bandaríkjunum, sem kom til ís-
lands og hafði samband við mig þar
sem ég var að vinna í Bakarameist-
aranum í Suðurveri," segir Ágúst.
„Þessi kona var gift Ameríkana
sem var með bakarí í Washington
D.C. og hún bauð mér að koma út
og kanna hvort ég hefði áhuga á
að koma og vinna þar. Ég fór út en
þetta var þá svona meira heildsölu-
bakarí sem ég hafði nú ekki áhuga
á á þeim tíma. Tveimur árum
seinna hafði þessi kona aftur sam-
band við mig en þá var fyrirtækiö
þeirra, Baker’s Place, að fara aö
opna svona bakarísbúðir í evrópsk-
um stíl í Washington og ég sló til
og fór út sumarið 1992.“
í nóvember 1993 ákvað Ágúst svo
að opna sitt eigið bakarí í Boston
og var staðurinn nefndur Carberr-
y’s. Meðeigendur hans í fyrirtæk-
inu eru tveir Ameríkanar, annar
þeirra er markaðsfræðingur frá
Washington D.C. og hinn viðskipta-
fræðingur frá New York.
Þykir flott að
kaupa í evrópskum
bakaríum
„Það hefur gengið mjög vel síðan
við opnuðum og það er mikið að
gera. Ameríkanarnir eru mjög
hrifnir af þessum hollustubrauð-
um og við erum t.d. með 35 tegund-
ir af brauði sem þeir hafa ekki séð
áður og eru ekki með þessum rot-
varnarefnum og öðrum aukefnum
eins og þeir eru vanir að hafa
héma. Bakaríið er einnig öðruvísi
að því leytinu til að viöskiptavinir
geta fylgst meö því þegar verið er
að baka, skreyta kökur og o.fl. Viö
erum aðallega með þýsk brauð og
svp einnig „íslensk."
Ágúst segir að það komi einnig
mikið af íslendingum í bakaríið og
þá aðallega þeir, flestir námsmenn,
sem búsettir eru í Boston og ná-
íslendingar eru tíðir gestir hjá Ágústi og hér sést hann ásamt nokkrum
þeirra þegar þeir komu til að horfa á úrslitaleikinn í HM.
Urvalið hjá Agústi er mikið en hann er með 35 tegundir af brauðum,
aðallega þýskum, einnig ýmislegt annað eins og t.d. islenskar kókóskúl-
ur og snúða.
sér vel að hafa einmitt verið úti á
þessum tima þar sem mikil heilsu-
umfjöllun heföi átt sér stað í
Bandaríkjunum og þetta væri ein-
mitt svona hollustufæði sem mælt
væri meö að fólk borðaði.
Ætlar kannski að
opna fleiri bakarí
Ágúst er með um 25 manns í
vinnu hjá sér og þar á meðal er
einn franskur bakari sem starfaði
um tíma á íslandi og er giftur hálf-
íslenskri konu, sem vinnur einnig
hjá fyrirtækinu.
„Hann labbaði nú eiginlega bara
hingað inn fyrir tilviljun. Ég hafði
sett skilti í gluggann hjá mér þar
sem ég auglýsti eftir starfsfólki og
hann var nýfluttur hingað til Bost-
on. Ég réð hann auðvitað eins og
skot því það kemur sér vel að hafa
hann þar sem hann þekkir auðvit-
að allt þetta íslenska."
Ágúst segist ætla að vera áfram
úti og það gæti jafnvel farið svo að
þeir félagar opnuðu fleiri bakarí en
það færi auðvitað allt eftir því
hvernig vindar blésu.
Aðspurður hvort hann sæi fram
á að verða stórríkur maður í henni
Ameríku sagðist hann nú vilja
segja sem minnst um það.
„Ég tel það hæpið. Það þarf eitt-
hvað stórkostlegt að gerast til að
svo verði, en hver veit.“