Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Side 12
12
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994
Kiljur fyrir
sumarleyfið
Erlend bóksjá
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Joanna Trollope:
A Spanish Lover.
2. Patricia D. Cornwell:
Cruel and Unusual.
3. John Grísham:
The Client.
4. Tom Clancy:
Without Remorse.
5. Roddy Doyle:
Paddy Clarke Ha Ha Ha.
6. Wilbur Smíth:
River God.
7. Jilly Cooper:
The Man Who Made Hus-
bands Jealous.
8. Sebastian Faulks:
Birdsong.
9. Tad Williams:
Storm: Go Green Angel
Tower Part 2.
10. SueTownsend:
Adrian Mole: The Wilder-
ness Years.
Rit almenns eðlis:
1. JungChang:
Wild Swans.
2. J. McCarthy 8i J. Morrell:
Some Other Rainbow,
3. W.H. Auden:
Tell MetheTruthabout Love.
4. Bill Bryson:
Neither here nor there.
5. Alan Clark:
Diaries.
6. Bob Monkhouse:
Crying with Laughter.
7. Russell Davis:
The Kenneth Williams
Diaries.
8. Brian Keenan:
An Evil Cradling.
9. Robert Calasso:
The Marriage of Cadmus
and Harmony.
10. Howard Rheingold:
Stereogram.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
Skáldsögur;
1. Peter Heeg:
Froken Smillas
fornemmelse for sne.
2. Dorothy L. Sayers:
Peter Wimsey i Oxford.
3. Alice Walker:
Ándetemplet.
4. Troels Klpvedal:
Oerne under vinden.
5. Dan Turéll:
Vrangede billeder.
6. Peter Heeg:
Fortællinger om natten.
7. Bret Easton Ellis:
American Psycho.
(Byggt á Politiken Sendsg)
Það er handhægt að grípa með sér
pappírskilju í sumarleyfið, hvort sem
ferðast er innanlands eða utan.
Framboðið á enskum kiljum er hins
vegar mikið.
Sumir veðja auðvitað á nýjustu bók
höfunda sem þeir þekkja. Þetta á
ekki síst við um spennusögur. Ganga
má út frá því sem vísu að King, Arc-
her, Grisham og hvað þeir nú heita
allir saman séu enn við sama hey-
garðshornið í nýjum bókum sínum.
En margt bitastæðari bóka er á
markaðnum. Nýverið birti Sunday
Times í Bretlandi lista um nýlegar
enskar kiljum sem gagnrýnendur
þar á bæ mæla með í ferðalagið.
í þyngri kantinum
Fyrst bækur um alvörumál.
Some Other Rainbow er eftir John
McCarthy og Jill Morell og lýsir
raunum þeirra meðan McCarthy var
í margra ára gíslingu hjá hryðju-
verkamönnum í Líbanon. Bókin þyk-
ir með afbrigðum áhrifamikil og hef-
ur lengi verið á metsöluhstum.
Önnur metsölubók er Diaries eftir
Alan Clark, fyrrum ráðaherra í
bresku ríkisstjórninni. Hér hefur
hann einkum komist í fréttir fyrir
að hafa haldið samtímis við eigin-
konu og dætur bresks dómara.
John Updike nefnir nýjustu skáld-
sögu sína Memories of the Ford Adm-
inistration. Þar segir frá sagnfræð-
ingi sem er beðinn að skrifa um for-
setatíð Geralds Fords og tengir þá
lýsingu saman við frásögn af valda-
dögum annars forseta Bandaríkjanna
sem var uppi fyrir hundrað árum.
Philip Roth er einnig með nýja
skáldsögu: Operation Shylock. Hún
fjallar um mann sem kallar sig Philip
Roth, fer til ísraels og leggur til að
allir gyöingar af evrópskum ættum
verði reknir úr landi.
Remembering Babylon er skáld-
saga eftir David Malouf. Hún gerist
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
í Ástralíu á nýlendutímanum og seg-
ir frá hvítum manni sem snýr aftur
eftir að hafa búið í 16 ár meðal frum-
byggjanna. Hann kemur óneitanlega
róti á hugi landnemanna.
Af léttara tagi
Nokkrar nýlegar pappírskiljur sem
Sunday Times telur af léttara tagi:
Paddy Clarke Ha Ha Ha er Booker-
verðlaunabók írska rithöfundarins
Roddy Doyle. Hún hefur náð miklum
vinsældum í Bretlandi og víðar, en
hér fiallar Doyle um æskuár í fá-
tækrahverfum Dyblinnar.
The Night Manager er ný metsölu-
bók eftir njósnasagnahöfundinn
John le Carré. Hér segir frá hótel-
stjóra sem þarf að takast á við óprútt-
inn vopnasala.
Michael Dibdin er einnig með nýja
spennusögu: The Dying of the Light.
Hún er sögð í stíl Agötu Christie en
uppfull af gálgahúmor.
After All These Years er eftir Susan
Isaacs og að sögn blaðsins ein
skemmtilegasta spennusaga ársins.
Hjón halda upp á silfurbrúðkaup sitt.
Eiginmaðurinn segir bless og ætlar
til ástkonunnar en endar sem lík.
Og eiginkonan er auövitað grunuð
um verknaðinn.
The Man Who Made Husbands Je-
alous eftir Jilly Cooper fiallar um
framhjáhald og aðgerðir eigin-
kvenna til að ná athygli manna
sinna. Metsölubók.
Joanna Trollope er líka mjög vin-
sæl í Bretlandi um þessar mundir.
Nýja sagan hennar heitir A Spanish
Lover og segir frá tveimur systrum.
Önnur er gift og í vandræðum en hin
leitar ástarinnar í sólinni á Spáni.
I>V
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Tom Clancy:
Without Remorse.
2. John Grisham:
The Client.
3. Michael Crichton:
A Case of Need.
4. Scott Turow:
Pleading Guilty.
5. Judith McNaught:
Perfect.
6. E. Annie Proulx.
The Shipping News.
7. John Grisham:
A Time to Kill.
8. Kevin J. Anderson:
Dark Apprentice.
9. Mary Higgins Clark:
ITI Be Seeing You.
10. Robert Ludlum:
The Scorpio lllusion.
11. John Le Carré:
The Night Manager.
12. Carl Hiaasen:
Strip Tease.
13. Dominick Dunne:
A Season in Purgatory.
14. Jeffrey Archer:
Honor Among Thieves.
15. Anne Rivers Siddons:
Hill Towns.
Rit almenns eðlis:
1. Thomas Moore:
Care of the Soul,
2. Bailey White:
Mama Makes up Her Mind.
3. Peter Ð. Kramer:
Listening to Prozac.
4. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
5. M. Hammer 8i J. Champy:
Reengineering the
Corporation.
6. Maya Angelou:
I Know why the Caged Bird
Sings.
7. Joan W. Anderson:
Where Angets Walk.
8. Lewís B. Puller Jr.:
Fortunate Son.
9. Susanna Kaysen:
Girl, Interrupted.
10. Cornelius Ryan:
The Longest Day.
11. Cornel West:
Race Matters.
12. Peter Mayle:
A Year in Provence.
13. Benjamin Hoff:
The Tao of Pooh.
14. Deborah Laake:
Secret Ceremonies.
15. Gail Sheehy:
The Silent Passage.
(Byggt á New York Times Book Review)
Vísindi _______________________ dv
Auðvelt að innræta
minningar um FFH
Eru fijúgandi furðuhlutir raunverulegir eða bara hugarfóstur?
Stærsta ein-
ing alheims
Franskir stjarnvísindamenn
hafa fundið stærstu eininguna
sem vitaö er um í alheiminum og
samanstendur hún af 27 þúsund
stjörnuþokum eða klösum af
stjörnum og plánetum sem ekki
er hægt að skýra með þeim vís-
indakenningum sem tiltækar eru
nú. Radíus fyrirbærisins er 290
milfión ljósár.
Stjömuþokan, sem jörðin er í,
sjálf Vetrarbrautin, er inni í þess-
ari miklu einingu sem er í laginu
eins og spmnginn fótbolti.
Ef menn ímynda sér að klasi
þessi sé á stærö við hnefastóran
bolta i alheitni sem er einn rúm-
metri þá er Vetrarbrautin okkar
ekki nema á stærð við sykurkom.
Kettir sýna
undirgefni
Dýraatferlisfræöingurinn Hil-
ary Feldman við Berkeleyhá-
skóla í Kalifomíu var liissa þegar
hún sá unga villiketti velta sór á
bakið með lappirnar út í loftiö
fyrir framan fullorðna högna og
liggja þannig hreyfingarlausir i
nokkrar mínútur.
Hún teiur að ungu kettimir
hafi með sýnt þeim eldri undir-
geftii í þeirri von að ekki yröi
ráðist á þá. Fullorönu kettimir
réðust aldrei á kettlingana sem
lágu á bakinu en alloft á hina.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Sharon Filip í Seattle í Bandaríkj-
unum man skýrt og greinilega eftir
því þegar hún komst í nána snert-
ingu við fljúgandi furðuhlut þegar
hún var barn og var síðar rænt af
geimverum sem komu eins og þruma
úr heiðskíru lofti.
Chris X man þá skelfilegu lífs-
reynslu þegar hann týndi foreldrum
sínum í verslunarmiðstöð. Hann var
aðeins fimm ára gamall en góðlátleg-
ur gamall maður í köílóttri skyrtu
kom honum til hjálpar.
Bæði Sharon og Chris eru sann-
færð um að lífsreynsla þeirra sé
raunveruleg af því að þau muna
hana svo vel í smáatriðum. Því er
þó ekki að heilsa þar sem minningin
er plat í öðru tilvikinu að minnsta
kosti.
Um þessar mundir er fátt sem sál-
fræðingar um heim allan ræða af
meiri ákefð en sá eiginleiki manns-
heilans að búa til falskar minningar
um atburði sem á einhvern hátt
greypa sig djúpt í hugskot manna.
Þar eru atburðir eins og kynferðisleg
misnotkun eða fundir með geimver-
um kannski fremstir í flokki.
„Með nægilegri sefiun er hægt að
fá fólk til að trúa að þaö hafi upplifað
hluti sem aldrei gerðust. Þeir eru
margir sem nú fást við falskar minn-
ingar,“ segir Elisabeth Loftus, sál-
fræðingur við háskólann í Seattle.
Á ráðstefnu, sem nýlega var haldin
þar í borg, lýstu vísindamenn fiölda
tilrauna sem sýna hversu auðvelt
það er að koma fyrir minningum sem
líkja eftir endurminningum af raun-
verulegum atburðum.
Chris X er gott dæmi um það því
atburðurinn, sem segir frá hér að
ofan, átti sér aldrei stað heldur fengu
Loftus og aðrir vísindamenn hann til
að trúa því með ýmsum leiðandi
spurningum. Chris fór ekki aðeins
að trúa því að hann hefði orðið við-
skila við foreldra sína heldur fór
hann að skálda upp ýmis smáatriði.
Þegar honum var svo sagt hið sanna
í málinu trúði hann því ekki.
„Ég er ekki að segja að sérhver frá-
sögn af fundi með geimveram eða
kynferðislegri misnotkun verði til á
þennan hátt en þetta getur orðið til
að hjálpa okkur að skilja hvers vegna
falskar minningar kunna að vera
búnar til,“ segir Loftus og bætir við
að menn eigi kannski erfiðara með
að trúa sögum um raunverulega mis-
notkun vegna þessa.
Falskar minningar geta lagt líf
manna í rúst þegar þær koma upp á
yfirborðiö í tilvikum þar sem um
meinta kynferðislega misnotkun er
að ræða. Þær eyðileggja heilu fiöl-
skyldurnar og koma saklausu fólki í
fangelsi. Og eftir því sem fólk er
yngra þeim mun auðveldara er að
koma inn hjá því fólskum minning-
um.
Yemdargegn
húðkrabba
Vísindamenn í Ástralíu hafa
búið til skyrtuboli sem veita eig-
endum sínum mun meiri vemd
gegn skaðlegum geislum sólar-
innar en bolir gera almennt
Verndarstuöull venjulegra bola
er milli fimm og fimmtán en í
nýju bolunum er hann fimmtíu.
Þeir veita því allt að tíu sinnum
meiri vernd.
Það sem hér býr að baki er nýtt
efni, rayosan, sem visindamenn-
irnir hafa búið til og dýfa bolun-
um ofan i. Það hefur engar aúka-
verkanir og breytir ekki eigin-
leikum fataefnisins eða lit þess.
Þetta ættu að vera kærkomnar
fréttir þeim sem hafa gaman af
að vera úti í sólinni því tíðni húð-
krabba hefur fariö vaxandi aö
undanfömu.
Hiartaaföll &
mánudögum
Hinum vinnandi manni er
miklu hættara við að fá hjartaá-
fall á mánudögum en aðra daga
vimmvikunnar. Samkvæmt
rannsókn, sem gerð var í þýsku
borginni Augsburg, era iíkurnar
33 prósentum meiri.
„Ef þessar niðurstööur fást
staðfestar í öörum bæjarfélögum
kann það aö leiða til þess að menn
uppgötvi hvaö kemur hjartaáfóll-
um af stað og kannski verður þá
hægt að auka fyrirbyggjandi að-
gerðir,“ segir í grein visinda-
mannanna í tímariti bandarísku
hjartasamtakanna.