Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994
Kvikmyndir
í True Lies ieikur Arnold
Schwarzenegger njósnara á
sömu línu og James Bond.
Bandaríkin:
Metaðsókn í
bíó yfir
eina helgi
Metaðsókn var í kvikmyndahús
yfir eina helgi í Bandaríkjunum
um síðustu helgi. Þá var miðasal-
an 101 milljón dollarar og er þaö
i fyrsta skipti sem þessi upphæð
fer yfir eina milljón. En taka
veröurfram að aðsókn hefm- ver-
ið meiri þegar aukafrídagur bæt-
ist við. Eins og flestir bjuggust
við fór True Lies, kvikmynd
þeirra James Cameron og Arnold
Schwarzenegger beint í 1. sæti og
tók hún 26,2 milljónir dollara og
lofar þaö góðu. Það ætti ekki að
skemma fyrir að myndin hefur
einnig fengiö ágæta dóma. i öðru
sæti var kvikmynd þeirra Ro-
berts Zemeckis og Tom Hanks,
Forrest Gump og tók hún inn
24,3 milljónir dollara. í þriðja
sæti var svo The Lion King, komu
inn 17 milljónir dollara þessa
helgi og er hún komin í 174 millj-
ónir á fáum vikum og stefrúr í
aö verða vinsælasta kvikmynd
ársins. Á eftir þessum kvímynd-
um komu: Angels ín the Outfleld
(9,200.000), Speed (5.000.000), I
Know Trouble (3.500.000), Blown
Away (3.000.000), The Shadow
(2.500.000), Wolf (2.200.000) og The
Flintstones (1.300.000). Þess má
geta að The Flintstones hefur
halað inn samtals 119,4 milljónir
doliara.
Tómas, aðalpersónan í Bíódög-
um, safnar leifum af áfengi í
gosllösku.
Bíódagar í
aðalkeppninni
í Locarno
Friðriki Þór Friðrikssyni hefur
verið boðið að vera með Bíódaga
í aðalkeppninni á kvikmyndahá-
tíðinni í Locarno i Swiss og hefur
hann þegið boðið. Mun þá verða
fyrsta sýning á Bíódögum fyrir
ulan ísland. Hátiðin í Locarno er
meðal virtustu kvikmyndahátiða
heimsins og hafa margir þekktir
leikstjórar fengiö sína fyrstu við-
urkenningu þar, má nefna Woody
Allen, Michelangelo Antonioni,
Milos Forman, Rainer Wemer
Fassbinder og Stanley Kubrick.
Formaöur dómnefndarínnar að
þessú sirrni er Peter Bogdano-
vitch og meðal meðdómara hans
er John Waters en hann korn sem
sérstakur gestur á kvikmyndhá-
tíð hér á landi og belgíski leik-
stjórinn Chantal Akerman, en
hún er vel þekkt í Evrópu fyrir
kvikmyndir sínar. Bíódagar er
ein tuttugu kvikmynda sem
keppa til fernra verðlauna.
DV
Það er endalaust hægt
að plata í kvikmyndum
- segir leikstjóri Forrest Gump, Robert Zemeckis
Forrest Gump tekur í höndina á John F. Kennedy Bandarikjaforseta. Það er aðeins Kennedy sem er ekta, forseta-
skrifstofan er nákvæm eftirlíking af skrifstofu Kennedys og leikarar eru í bakgrunninum.
Robert Zemeckis á að baki glæsi-
legan feril sem leikstjóri, handrits-
höfundur og framleiðandi. Kvik-
myndir eins og Romancing the Stone,
Back to the Future myndirnar þrjár
og Who Framed Roger Rabbit vitna
um frumleik og áræði. Það sem hefur
einkennt kvikmyndir Zemeckis er
hrifning hans á tæknimöguleikum í
kvikmyndagerð og virkar það stund-
um eins og það sé það eina sem skipt-
ir hann máli. Honum heppnaðist í
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
ofangreindum kvikmyndum að sam-
eina tækni og skemmtun en segia
má að tæknin hafl í síðustu kvik-
mynd hans, Death Becomes Her,
drepið þá skemmtun sem annars
hefði mátt hafa af frumlegri sögu.
í nýjustu kvikmynd sinni Forrest
Cump er Zemeckis enn við sama
heygarðshornið, tæknin skiptir
mestu máh. Og eins og oftast áður
ætlar hann að komast upp með það.
Á fjórum vikum er Forrest Gump
búin að hala inn 74 milljónir dollara
og á eftir að gera enn betur.
Forres Gump er engin venjuleg
kvikmynd. Titilpersónan er suður-
ríkjamaður með gáfnavísitölu fyrir
neðan meðaflag. Gump hefur leikið
í bandaríska fótboltanum, varð hetja
í Víetnam-stríðinu, hitti þrjá forseta
Bandaríkjanna og tvær rokkstjöm-
ur, varð ástfanginn af glæsilegri
konu með sjálfseyðingarhvöt og
græddi milljónir dollara á rækju-
veiðiútgerð. Tom Hanks leikur For-
est Gump og eru margir á því að
hann sé jafnvel enn betri en í Phila-
delphia. Myndin gerist á íjörutíu
ámm og einhver sagði aö Forest
Gump væri að hluta til eins og Being
There, að hluta til eins og Zehg og
með smáskammt af The World Acc-
ording to Garp.
Það sem aðgreinir Fomest Gump
frá öðrum kvikmyndum er að þær
frsegu persónur sem Gump hittir á
lífsferli sínum eru ekki leiknar,
áhorfendur verða vitni að því þegar
Gump heilsar John F. Kennedy for-
seta svo dæmi sé nefnt.
Áhorfandinn upp-
götvar aldrei
brellurnar
„Allt er gert til að plata áhorfand-
ann,“ segir Robert Zemeckis, „og
hvers vegna ekki, hugmyndin að
baki kvikmyndum er tæknileg fols-
un. Ég skil ekki leikara sem alltaf
vilja halda því fram að þeir séu að
fmna raunveruleikann í persónum
sem þeir túlka. Það sem ég meina er,
hvernig er hægt að vera raunveru-
legur þegar þú ert með allar þessar
vélar í kringum þigog 20 til 30 karl-
menn í ermalausum bolum horfandi
á þig?“
Tæknin sem Zemeckis notar við
gerð atriða þar sem Gump hittir
fræga fólkið er ekki flókin en rán-
dýr. Hann náði sér í gamlar frétta-
myndir, lagfærði þær og tók síðan
allan bakgrunninn út. Gerði síðan
nákvæmlega eftirlíkingu af bak-
grunninum og lét leikara túlka allar
persónurnar nema þá frægu per-
sópnu sem Gump er að heilsa eða
ræða við. „Þetta er ósköp venjuleg
myndfólsum. Við vitum að í dag er
ekki hægt að sanna neitt með mynd-
um, það er hægt að falsa hverja ein-
ustu ljósmynd á allan þann hátt sem
óskað er.“
Tæknin getur virkað einföld þegar
þú veist hvað á gera við hana. Til að
mynda í þeim atriðum þar sem sést
hundruð þúsunda fagnandi múgur,
þá röðuöu Zemeckis og aðstoðar-
menn hans nokkur hundruö mönn-
um upp, kvikmynduð og létu svo
tölvur margfalda þangaö til fyrir-
myndin var komin. „Það er ég viss
um að ef David Lean væri á lífl og
enn að gera kvikmyndir, þá myndi
hann segja sem svo: „Hvar hefur
þetta verið allt mitt líf‘,“ segir Ro-
bert Zemeckis. „Lean þurfti að dvelja
í eyðimörkinni í mánuði ásamt þús-
undum aukaleikara og bíða eftir
rétta sólsetrinu. Nú höfum við tölv-
urnar til að gera þetta allt fyrir okk-
ur og ef við gerum þetta rétt og af
alúð þá tekur enginn eftir því að ver-
ið er að plata.“
Ezio Greggio og Charlene Tilton í atriði sem örugglega kemur kvikmyndaáhugamönnum kunnuglega fyrir sjónir.
Væntanlegt í Regnbogann:
Svínin þagna
í næstu viku mun Regnboginn taka
til sýningar farsakennda gaman-
mynd, Svínin þagna (The Silence of
the Hams), sem er í anda Naked Gun,
Hot Shots og Airplane. Rauði þráður-
inn í sögunni er leit FBI-mannsins Jo
Dee Fostar að kærustu sinni Jo sem
hefur horfið á dularfullan hátt eftir
að hafa leigt sér herbergi númer 13 í
Cemetery Model. Um leið er hann að
rannsaka fjöldamorð sem eiga að hafa
átt sér stað. Sú leit ber lítinn árangur
þar til hann fær ábendingu um að
ekki sé allt með felldu í The Holly-
wood Nuthouse, þar sem ræður ríkj-.
um Dr. Animal Cannibal Pizza.
Sá sem er allt í öllu í Svinin þagna
heitir Ezio Greggio og er einn vinsæl-
asti gamanleikari ítala í dag, hann
leikstýrir myndinni, skrifar handrit-
ið, framleiðr myndina og leikur eitt
aðalhlutverkið. Vinsældir Ezio eru
miklar á ítaiu, bæði í sjónvarpi og í
kvikmyndum, og hefur hann leikið í
vinsælustu sjónvarpsseríum í ítalska
sjónvarpinu, gamanmyndir þær sem
hann hefur leikið í hafa flestar slegið
í gegn í heimalandi hans og hefur
hann fengið mörg verðlaun fyrir leik
sinn. Svínin þagna er fyrsta alþjóð-
lega kvikmynd hans og gekk honum
vel að manna kvikmyndina því í öll-
um hlutverkum eru þekktir banda-
rískir leikarar, má þar nefna Dom
DeLuise, Billy Zane, Joanna Pacula,
Charlene Tilton, Martin Balsam,
John Astin, Philhs Diller, Larry
Storch og Shelley Winters.