Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Page 21
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ1994 21 „Langstærstí hluti þeirra hunda sem hingað kemur er ræktunar- hundar, það eru hundar sem hafa verið sérræktaðir og flestir koma þeir frá Bretlandi, Svíþjóð og Nor- egi. Hvaða tegundir innfluttra eru algengastar er erfitt að segja til um, það eru tískusveiflur í þessu og um þessar mundir virðast t.d. litlir hundar og mjög litlir vera í tísku," sögðu Aðalbjörg Jónsdóttír, dýra- læknir í Hrísey, og Stefán Björns- son, bústjóri í einangrunarstöðinni þar. í einangrunarstöðinni hafa lengi verið ræktuð naut af gallowa- y-kyni, nú nýlega komu þangað norsk svín sem eru í einangrun og frá árinu 1990 hafa hundar, sem fluttir hafa verið til landsins, verið þar í einangrun, oftast um 50 á ári. Hundarnir í stöðinni eru yfirleitt 8 talsins enda ekki aðstaða til að taka við fleirum hverju sinni. Þeg- ar einhver ákveður að flytja hund til landsins þarf fyrst að hafa sam- Smávaxnir hundar, eins og sá sem Stefán er hér með af tegundinni yorkshire terrier, eru mjög vinsælir um þessar mundir. DV-myndir gk Tískusveiflur í hundarækt: litlir hundar vinsælir nú - getur kostað hátt í hálfa milljón að flytja inn hund Stefán með einn hundinn, tík af einhverri collie-tegund. band við landbúnaðarráðuneyt- ið, sem úthlutar leyfum til inn- flutningsins, og að því búnu er hægt að hafa samband við einangr- unarstöðina í Hrísey sem úthlutar aðstöðu þcu: fyrir hundinn á ein- hverjum ákveðnum tíma. í einangrun í 2-3 mánuði Þegar viökomandi hefur flutt hundinn til landsins tekur tollgæsl- an á Keflavíkurflugvelli við dýrinu og sér um að koma því til Akur- eyrarflugvallar. Þar tekur svo Stef- án Björnsson við, flytur dýrið út í Hrísey þar sem það dvelur í 2-3 mánuði og fer sá tími m.a. eftir því hvaðan dýrið var keypt. Listinn yfir hundategundir, sem komið hafa í einangrunarstöðina í Hrísey, er langur og ef nefna á ein- hverjar tegundir sem oftast hafa komið þangað má nefna irish setter, labrador, schafer og papiiiion. Af teg- undum sem hafa komið einu sinni og eru sjaldgæfar hér á landi má nefna briard, rhodsian ridgeback og strýhærðan german pointer. Dýr innflutningur Kostnaðurinn við að kaupa hund erlendis og koma honum alla leið heim og í gegnum Einangrunar- stöðina er misjafn. Leyfi ráðuneyt- isins kostar 25 þúsund krónur, kaupverðið á hundunum erlendis er einnig mjög mismunandi og nefndi Björg Valtýsdóttir hjá toll- gæslunni á Keflavíkurflugvelli sem dæmi að hundar, sem fluttir væru frá Bretlandi, væru oftast á bilinu 100-500 pund eða 10-50 þúsund krónur. Hún sagði hins vegar að þetta væri sú upphæð sem væri á þeim pappírum sem innflytjendur hundanna framvísuðu og þá papp- íra væri ekki hægt að rengja. „Mið- að við gæði dýranna og þá meðferð sem þau þurfa að fá mætti hins vegar mjög oft ætia að um mun dýrari skepnur væri að ræða,“ sagði Björg. Þegar öll leyfi, flutningar til landsins og norður í Hrísey, virðis- aukaskattur og uppihald hund- anna þar hafa verið greidd, hleypur því upphæðin, sem verið er að ræða um, oftast á hundruðum þúsunda króna og jafnvel hátt í hálfa milljón þegar allt er talið. Þannig getur t.d. gjald fyrir einn hund í Einangrun- arstöðinni í 3 mánuði verið hátt í 100 þúsund krónur. Aldrei nein vanda- mál Stefán Björnsson segir að aldrei hafi komið upp nein vandamál með hundana, saursýni, sem tekin eru úr þeim og greind á tilraunastof- unni aö Keldum, hafa aldrei sýnt neitt hættulegt og aldrei hafa kom- ið upp nein vandamál meö hund- ana í stöðinni. Þess er og vandlega gætt að engir utanaðkomandi kom- ist nærri dýrunum og gildir það jafnt um hundana í stöðinni og svínin, nautin og kettina sem þar eru. „Jú, eigendur hundanna fylgjast vel með þeim hér. Heimsóknir eru leyfðar eftir sérstöku samkomulagi þegar hundamir hafa veriö hér í 14 daga og fólk hringir mikið. Það er um að gera og við hvetjum fólk til þess að fylgjast með hvernig dýrunum vegnar hér. 51 XI m Staðgreiðsluafsláttur MIKIÐ URVAL TÆKJA OG VERKFÆRA ÓTRÚLEG VERÐ! OPIO ALIA VIRKA DACA FRÁ KL9 - 18.30 OG LAUGARDAGA FRÁ KL 10 • 17.00 KÁPUHRAUNI5* 653090 HAFNARFIRÐI ISBR0T4 Má bjóða rauðan bistro? Sumar í Grillinu Þríréttaður kvöldverður á 2.200 krónur ísumar bjóðum viðþrenns konarþríréttaðan kvöldverð, hvítan, bláan og rauðan bistro, til viðbótar við hejðbundinn matseðil. Bistro er létt ogsumarleg máltíð og vitaskuldgerum við sömu gaðakröfur til bistrorétta ogannarra rétta í Grillinu. Sumarkvöld i Grillinu á Hótel Sögu er gott kvöld. Þar njótiðþið máltíðarinnar, útsýnis til allra átta, þjónustunnar,— líjsins. Borðapantanir í síma 91-25033.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.