Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994 23 Sviðsljós Jólasveinar á heimsþingi: I uppreisn gegn ESB og konum í stéttinni - óttast bleik jólatré og tjull Jólasveinar eru í uppreisnarhug gegn Evrópusambandinu, ESB. Þeir eru óánægöir með lágmarksstærð sambandsins á jólakökum og kon- fekti. Almenn afskipti sambandsins af jólasveinum eru orðin það mikil að rætt er um staðlaða lengd á skeggi jólasveina í Evrópu. Þetta kom fram á heimsþingi jólasveina sem haldið var í Kaupmannahöfn í vikunni. Þar kom jafnframt fram að jóla- sveinamir eru andvígir jafnrétti kynjanna í faginu og benda á að kon- ur geti heimtað bleik jólatré, tjull og annað kvenlegt. Fjöldi loftneta á hús- þökum í stórborgum veldur einnig jólasveinunum áhyggjum því vegna þeirra eiga þeir í erfiðleikum með að geyma sleða sína á þökunum. Ails sátu 156 jólasveinar frá 14 löndum heimsþingið en þeir skildu allir eftir sleða og hreindýr heima að þessu sinni. Eitt af heitustu málunum á þinginu var eins og fyrr upprunaleg heim- kynni jólasveinsins. Norskir jóla- sveinar eru ekki í vafa um að Noreg- ur sé heimaland jólasveinsins en danskir starfsbræður þeirra benda á að flestir jólasveinar heimsins séu sammála um að ættfaðir jólasvein- anna búi á Grænlandi. Finnar, sem hafa reist sérstakt jólasveinaþorp hjá sér, eru harðir á því að jólasveinninn komi frá Finnlandi. Formanni félags norskra jóla- sveina var ekki boðið á þingið og þótti honum það súrt í broti. Þegar framkvæmdastjóra heimsþingsins urðu mistökin ljós hringdi hann í formanninn og bað hann að koma en sá norski afþakkaði sármóðgaður. Honum var svo heitt í hamsi að hann fór til Norður-Noregs til að kæla sig. Norðmenn sendu samt fjóra fulltrúa. Þetta var í 31. skipti sem heimsþing jólasveina er haldið í Kaupmanna- höfn. Alltaf er þingað á sumrin því að veturnir eru allt of annasamur tími hjá jólasveinum til slíks. Jólasveinar vilja láta taka sig al- Nýgift og yfir sig ástfangin írski leikarinn Liam Neeson og breska leikkonan Natasha Richard- son giftu sig leynilega í New York fyrir skömmu og var aðeins nánustu vinum þeirra eins og Miu Farrow, Spielberg-hjónunum og Emmu Thompson boðið í brúðkaupið. Hjónakornin héldu því næst í brúð- kaupsferð til Suður-Frakklands, Feneyja og Englands þar sem þau reyndu að láta sem minnst fyrir sér fara til að fá frið fyrir ljósmyndurum og blaðamönnum. varlega og benda í því samhengi á hversu miklum hluta ævinnar er varið til jólahalds. „Ef við göngum út frá því að meðalævilengd sé 80 ár og að 10 prósent af hverju ári fari í jólaundirbúning og jólahald þá erum við að tala um samtals 8 ár,“ segir framkvæmdastjóri heimsþingsins, Pierot, sem í einkalífinu heitir Ib Rasmussen. A jólasveinaþingi í Kaupmannahöfn. OM '\^0- s*“' ''v“Si«n"'Sí»,’nS»'' rJZsssz* e(U'IÖ(U(0 V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.