Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994 52 Afmæli Kristján Finnsson Kristján Finnsson, bóndi aö Grjót- eyri í Kjós, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kristján fæddist í Reykjavík. Hann stundaði nám við Bændaskól- ann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræöiprófi 1962 en hann hefur stundað búskap að Grjóteyri frá 1963. Kristján hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum í sinni sveit, m.a. setið í stjórn Hestamannafélagsins Harð- ar, verið formaður Veiðifélags Kjós- arhrepps, situr í hreppsnefnd frá 1990 og í stjórn Búnaðarsambands- ins. Þá hefur Kristján sungið mikið með kórum, eins og t.d. Karlakórn- um Stefni og Álafosskórnum. Fjölskylda Kristján kvæntist 5.6.1964 Hildi Axelsdóttur, f. 12.2.1944, leikskóla- stjóra og húsmóður. Hún er dóttir Axels Halldórssonar, kaupmanns í Vestmannaeyjum ogí Reykjavík, og Sigurbjargar Magnúsdóttur, versl- unarmanns og húsmóður. Börn Kristjáns og Hildar eru Re- bekka Kristjánsdóttir, f. 6.5.1963, framkvæmdastjóri í Mosfellsbæ, en maður hennar er Karl Björnsson skrifstofumaður og eru synir þeirra Kristján og Hinrik; Svanhvít Krist- jánsdóttir, f. 30.10.1965, tamninga- maður og kjólameistari á Selfossi, en maður hennar er Einar 0der tamningamaður og er dóttir þeirra Hildur 0der; Sigurbjörg Kristjáns- dóttir, f. 18.5.1967, uppeldisfræðing- ur í Mosfellsbæ, en maður hennar er Lárus Sigvaldason, starfsmaður hjá Vöruborg, og er sonur þeirra Axel; Anna Kristín Kristjándóttir, f. 3.5.1973, nemi í Reykjavík; Finnur Bjarni Kristjánsson, f. 8.9.1977, nemi í Reykjavík. Systkini Kristjáns eru Marta Finnsdóttir, bóndakona í Kársnesi í Kjós, en maður hennar er Pétur Lárusson og eiga þau fjögur börn; Guðfinna Finnsdóttir, gjaldkeri hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, en maður hennar er Gunnar Oskars- son og eiga þau þrjú börn; Kristín Finnsdóttir, kennari í Reykjavík, en maður hennar er Hilmar Einarsson og eiga þau tvö börn; Þorleifur Finnsson, rafvirkjameistari í Kópa- vogi, en kona hans er Hrafnhildur Jósefsdóttir og eiga þau tvö börn. Foreldrar Kristjáns voru Finnur Bjami Kristjánsson, f. 6.3.1913, d. 20.10.1974, rafvirkjameistari í Kristján Finnsson. Reykjavík, og Svanhvít Thorlacius, f. 5.2.1913, d. 9.5.1972, húsmóöir. Kristján verður fjarverandi á af- mælisdaginn. Guðmundur Bergmann Magnússon Guðmundur Bergmann Magnús- son, bóndi að Vindhæli í Vindhælis- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Guðmundur fæddist á Dverga- steini á Skagaströnd og ólst upp hjá foreldrum sínum á Skagaströnd og víðar í Vindhælishreppi en lengst af bjuggu þau að Bergsstöðum, Þverá og Sæunnarstööum í Hallár- dal á Skagaströnd. Guðmundur hóf búskap með for- eldrum sínum og bræðrum að Sæ- unnarstöðum og bjuggu þau þar til 1944 er þau fluttu að Vindhæli á Skagaströnd. Þar hefur Guðmundur búið siðan í félagi við bræður sína, þá Guðmann ogPál. Fjölskylda Systkini Guðmundar eru Stein- grímur, b. á Eyvindarstöðum í Blöndudal, nú látinn: Sigurður, verkstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga á Sauðárkróki: María, áður ljósmóðir á Sauðárkróki, nú búsett í Hafnarfirði: Guðmann, b. á Vind- hæh, og Páll, b. á Vindhæh. Foreldrar Guðmundar voru Magnús Steingrímsson, f. 3.4.1881, b. á Bergsstöðum, og k. h., Guðrún Einarsdóttir, f. 8.8.1879. Ætt Systkini Magnúsar voru Páll, rit- stjóri Vísis, Páh, b. á Njálsstöðum á Skagaströnd, ogFriðrika, húsmóðir á Kagaðarhóh á Ásum. Magnús var sonur Steingríms, b. á Njálsstöðum á Skagaströnd, bróö- ur Þorgríms, afa Önnu Sigurðar- dóttur, forstöðumanns Kvenna- sögusafnsins. Annar bróðir Stein- gríms var Davíð, afi Brynleifs Stein- grímssonar, læknis á Selfossi, og langafi Davíðs Oddssonar forsætis- ráöherra. Steingrímur var sonur Jónatans, b. á Marðarnúpi í Vatns- dal, Davíðssonar, b. í Hvarfi í Víði- dal, Davíðssonar, hreppstjóra á Spá- konufelh á Skagaströnd, Guð- mundssonar. Móðir Jónatans var Ragnheiður Friðriksdóttir, prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Þórar- inssonar, sýslumanns á Grund og ættföður Thorarensenættarinnar, Jónssonar. Móðir Friöriks var Sig- ríður Stefánsdóttir, móðir Jóns Espólín sagnaritara og systir Ólafs, stiftamtmanns í Viðey, ættföður Stephensenættarinnar. Móðir Ragnheiðar var Hólmfríður Jóns- dóttir, varalögmanns í Víðidals- tungu, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri og ættfóður Eyrarættarinnar, Jónssonar. Móðir Hólmfríðar var Þörbjörg Bjarnadóttir, sýslumanns á Þingeyrum, Halldórssonar, og k. h., Hólmfríðar Pálsdóttur, lögmanns í Víöidalstungu, Vídalín. Móðir Magnúsar var Anna Guð- rún, dóttir Carls Friðriks Schram, b. á Kornsá í Vatnsdal, Christians- sonar Schram, verslunarstjóra í Höfðakaupstað, ættföður Schram- ættarinnar. Móðir Önnu var Mar- grét Stefánsdóttir frá Hofi í Vatns- dal, amma Árna Pálssonar prófess- ors. Systkini Guðrúnar voru Gísh, sjó- maður á Skagaströnd, og Sigþrúður, húsmóðir á Skagaströnd. Guðrún er dóttir Einars, b. á Haf- urstaðakoti í Vindhælishreppi, Gíslasonar, b. í Köldukinn á Ásum, Jónssonar, b. á Höllustöðum í Blöndudal, Halldórssonar, frá Foss- um í Svartárdal, af „Harðabónda- ættinni". Móðir Guðrúnar var Mar- ía Guðmundsdóttir, systir Guð- mundar á Torfalæk, föður Páls Kolka læknis og Elínborgar á Kringlu í Torfalækjarhreppi, móður Guðrúnar Teitsdóttur, ljóSmóður á Skagaströnd. Móðir Maríu var Guð- rún Guðmundsdóttir, smiðs á Síðu í Víðidal, Guðmundssonar, og k.h., Guðrúnar Sigfúsdóttur Bergmann, b. og hreppstjóra á Þorkelshóli í Víöidal, Sigfússonar, ættföður Berg- mannsættarinnar. Friðrik Ágústsson Tómas Aldar Baldvinsson Friðrik Ágústsson prentari, Heiðar- lundi 7A, Akureyri, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Friðrik fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hóf nám í prentun í Gutenberg 1942, lauk þar sveins- prófi 1946. Þá sótti hann tæknileg verkstjórnar- og hagræðingarnám- skeiðlMSÍ 1968. Friðrik starfaöi í Gutenberg til 1961, var prentmeistari og yfirverk- stjóri í Plastprenti 1961-71 og síðan verkstjóri við plastpokagerð Plast- einangrunar á Akureyri. Friðrik var garðstjóri HÍP1963-70, stjórnskipaður í orlofsheimilis- nefnd félagsins 1967-71 og sat í stjórn byggingarfélagsins Miðdalur 1969-71. Fjölskylda Friðrik kvæntist 2.12.1944 Guð- rúnu Jónsdóttur Scheving, f. 1.9. 1919, húsmóður. Hún er dóttir Jóns Scheving Hanssonar, verkamanns í Reykjavík, og k.h., Sigríðar Magn- úsdóttur. Friðrik og Guðrún skildu. Börn Friðriks og Guðrúnar eru Ágúst, f. 26.10.1944, hárskurðar- meistari; Sigríður Jóna, f. 5.7.1950, snyrtisérfræðingur; Erla, f. 9.8.1951, hjúkrunarfræðingur. Friðrik kvæntist í maí 1972, Her- dísi Gunnlaugsdóttur, f. 1.5.1942, afgreiðslustjóra Landsbankans í Kaupangi á Akureyri. Hún er dóttir Gunnlaugs Jónssonar, b. að Sunnu- hvoh í Bárðardal, og Árdísar Sig- urðardóttur húsfreyju. Sonur Friðriks og Herdísar er Gunnlaugur Friðrik, f. 16.3.1972, háskólanemi. Foreldrar Friðriks voru Ágúst Fr. Guðmundsson, f. 25.5.1891, d. 27.5. 1962, skósmiður í Reykjavík, og k.h., Maíendína Guðlaug Kristjánsdóttir, Friðrik Ágústsson. f. 11.5.1891, d. 12.4.1972, húsmóðir. Friðrik verður staddur í „Sæl- unni“ í landi Félags bókagerðar- manna í Miðdal við Laugarvatn. Tómas Aldar Baldvinsson múr- ari, Þrúðvangi 31, Hellu á Rangár- völlum, varð fertugur í gær. Starfsferill Tómas fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Smáíbúðarhverfinu. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Vogaskóla 1972 og stundaði síðan nám í múr- verki. Tómas stundaði sjómennsku og fiskvinnslu áður en hann hóf iðnn- ámið en hefur stundað múrverk frá 1988. Hann starfar nú hjá Hitaveitu Rangæinga og hefur verið búsettur á Hellu frá 1992. Fjölskylda Tómas kvæntist 4.6.1978 fyrri konu sinni, Þorbjörgu Theodórs- dóttur. Hún er dóttir Theodórs Ól- afssonar vélstjóra og Margrétar Sig- urðardóttur húsmóður. Tómas og Þorbjörgskildu 1984. Böm Tómasar og Þorbjargar eru Theodór Aldar Tómasson, f. 4.4. 1978, og Hrefna Tómasdóttir, f. 3.3. 1984. Tómas hóf sambúð í febrúar 1988 með Jónu Björgu Pálsdóttur, f. 10.10. 1966, húsmóður. Hún er dóttir Páls Inga Jónssonar á Hellu og Þórnýjar Guðbjargar Oddsdóttur. Dóttir Tómasar og Jónu Bjargar er Steina Guðbjörg Tómasdóttir, f. 9.9.1991. Foreldrar Tómasar: Baldvin Har- aldsson, f. 25.1.1928, d. 4.7.1992, múrari í Reykjavík, og Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 27.11.1930, verka- kona. Hefur þú efni á □ A c 1 ormn hoccn frnrí ? Áskriftarsíminn er 63*27»00 cfl.C/ ijlv/jpjpci JpL/íjij II ícJUJHlIIcLsI 1 • Ferðaáskriftargetraun DV - Ævintýri í viku hverri! Island Sækjum það heim!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.