Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 2
2 Fréttir Davíð Oddsson eftir fundarferð til Brussel: Staða Islands ■ engum voða hugsanlegt að fá undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni „Þaö sem mér finnst helst hafa komið út úr þessari ferö minni til Brussel og Lúxemborgar er að staða íslands er ekki í neinum voða. Ýmsir óttuðust hér heima að við værum að lenda í einhverri óskaplegri einangr- un en það er bara ímyndun," segir Davíð Oddsson forsætisráðherra en hann kom til íslands síðdegis í gær frá Lúxemborg þar sem hann átti fund með Jacques Santer, forsætis- ráðherra Lúxemborgar og verðandi forseta framkvæmdastjómar Evr- ópusambandsins. Áður hafði Davíð hitt þá Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjómarinnar, og Jean-Luc Dehaene, forsætisráðherra Belgíu. „Það var enginn vafi í huga Santers að innihald EES-samningsins og markmið hans myndu standa í fullu gildi og hann taldi að það ætti ekki að vera ofvark að lagfæra stofnana- þáttinn eftir okkar þörfum. Þetta var allt saman mjög jákvætt og rennir stoðum undir að það era engin vandamál með okkar stöðu. Við höf- um tekið alveg réttan kúrs í mál- inu,“ segir Davíð. Jacques Santer talaði um það við Davíð að hugsanlegt væri að ísland gæti fengið einhvers konar undan- þágu frá sjávarútvegsstefnu ESB. Það skyldi ekki útiloka frá byrjun. í því skyni þyrfti þá að gera undan- tekningu frá Rómarsáttmálanum, stofnskrá ESB. Santer taiaði um að ríkin myndu hugsanlega reyna að sveigja til móts við hagsmuni íslands í sjávarútvegsmálum. Davíð sagði að ekki mætti þó gera of mikið úr þessu atriði því hér væri fyrst og fremst um vangaveltur að ræða. „Þeir ráðamenn sem ég ræddi við segja allir að ekki sé útilokað að leita slíkra leiða. Það þurfi hins vegar að ná samkomulagi um slíkt við öll nú- verandi aðildarríki og einnig þau sem era að koma inn. Það er til dæm- is ekki vist að Norðmenn séu spennt- ir fyrir því að við fengjum betri sjáv- arútvegssamning en þeir. Það er bara verið að vekja athygli á því að ekkert sé útilokað," segir Davíð. Davíð sagðist hafa fengið enn eina staðfestingu þess í gær að það væri rangt sem sumir hafa haldið fram að ef ísland sækti ekki um aðild núna þá lentum við í umsóknarhópi með Austur-Evrópuþjóðum. Hann sagði að þeir ráðamenn sem hann hefði hitt í ferð sinni blésu allir á það. „Það er niðurstaða allra sem ég talaði við að við höfum góðan tíma. Við erum ekki að missa af neinu tækifæri. Við höfum EES-samning- inn og næstu ríki komast ekki inn fyrr en eftir fjögur eða fimm ár, eftir ríkjaráðstefnu ESB,“ segir Davíð. „Santer sagði að íslendingar væru mjög velkomnir í Evrópusambandið og vakti athygh á því að núna væru aðeins þrjú ríki í aUri Evrópu sem rækju efnahagsmál sín með þeim hætti að þau uppfyUtu öll efnahags- leg skilyrði til þess að ganga í mynt- bandalag Evrópusambandsins strax. Þessi ríki væru ísland, Lúxemborg og Noregur. Þetta væru einu löndin sem uppfylltu skilyrðin um greiðslu- halla, verðbólgu og svo framvegis." Grænir álagningarseðlar á leið til landsmanna: Verðbréfaþing íslands: skipti stöðvuð í tvígang hefur það gerst í þessari viku að hlutabréfaviðskipti á Verð- bréfaþingi íslands hafa verið stöðvuð um tíma vegna fregna um ákveðin hlutafélög. Að sögn Tómasar Arnar Kristinssonar hjá Verðbréfaþingi eru viðskipti stöðvuð 111 að tryggja að aUir fjárfestar haíi fengið fréttimar og sitji þannig við sama borð. Fyrra skiptið var á mánudag þegar Flugleiðir létu boð út ganga um stór- aukna farþega- og fragtflutninga miUi ára. Það sama gerðist í gær vegna Útgerðarfélags Akureyringa en félagið var að tapa úrskurði í skattamáU og er að íhuga hvort dómnum verði áfrýjað eður ei. Tómas sagði í samtali við DV að aðgerðir sem þessar hjá Verðbréfa- þingi væru nokkuð algengar og þættu góður siður. Áður hefur m.a. verið stöðvað vegna Sæplasts og ís- landsbanka. Hlutafélögum ber að tUkynna Verðbréfaþingi afdrifaríkar fréttir af rekstrinum án tafar svo að alhr ijár- festar geti fengið þær á sama tíma. Að sögn Tómasar hefur orðið nokkur misbrestur á þessu. Tveir menn voru fluttir á slysadeild Borgarspítala I nótt eftir bílveltu á Nesjavallavegi við Hengil. Mennirnir reynd- ust ekki jafn alvarlega slasaðir og í fyrstu var talið. Hefur annar þeirra þegar fengið að fara heim af slysadeild en hinn er enn til rannsóknar. DV-mynd Sigursteinn FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1994 Stuttarfréttir i>v Byggöastofnun afskr'rfar Byggðastofnun á alls um 138 miUjónir í hlutafé í 21 fyrirtæki. Á síðasta ári tók stofnunin frá 540 miUjónir til að mæta afskriftum. Samkvæmt Mbl. var eigið fé stofnunarinnar 723 milljónir. Ásóknísjómennina Erlendar útgerðir sækjast í auknum mæli eftir íslenskum sjómönnum í áhafnir sínar. Jafn- vel Norðmenn leita hingað tU lands í leit að góðum netamönn- um. Tíminn greindi frá þessu. Síldarvínnslan græðir Síldarvinnslan hf. jók veltuna um 56% á fyrstu 6 mánuðum árs- ins miðað við sama tima 1 fyrra. Hagnaður fyrirtækisins á fyrri hluta ársins nam 130 núlljónum. Mbl. greindi frá þessu. Námsmennánvinnu Atvinnumiðlun námsmanna hefur útvegað 450 námsmönnum vinnu á þessu sunui. Þrátt fyrir þetta era 200 námsmenn enn án vinnu. Tímínn greindi frá þessu. Simaskráin misnotuð Póstur og sími hefur hætt sölu á símaskrámú í tölvutæku formi. Samkvæmt Mbl. er ástæöan sú að skráin hefur verið misnotuð - forritið brotið upp og skráin prentuð út. Tómur irfeyrissjóður Á síöasta ári námu greiðslur úr lifeyrissjóði alþingismanna og ráðherra rúmum 100 milljónum. Sjóðurinn á ekki krónu en ríkis- sjóður ábyrgist greiðslur. Skv. Mbl. eru áfallnar skuldbindingar sjóðsins rúmir 2,6 milljarðar. Þýskur prestur á Kolfreyjustað Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúösfiröi: Séra Carlos A. Ferrer, sem nú er í Frakklandi, var á fundi kjörmanna í Kolfreyjustaðarprestakalli í Aust- fjarðaprófastdæmi 25. júlí kosinn næsti sóknarprestur á Kolfreyjustað. Fjórir umsækjendur vora um prestakallið, auk Ferrer. Séra Bjarni Benediktsson, Reykholti, séra Sig- urður Ægisson, Noregi, og séra Ön- undur Björnsson, Reykjavik. Á fundi kjörmanna, þar sem 16 voru á kjör- skrá en 15 kusu, hlaut Ferrer 9 at- kvæði, Sigurður 5 og Bjami 1. Séra Carlos A. Ferrer er fæddur 2. mars 1961 í Heidelberg í Þýskalandi. Hann er kvæntur séra Yrsu Þórðar- dóttur og eiga þau tvö börn. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1988 og tekur við embættinu 1. september nk. Séra Þorleifur Kjartan Krist- mundsson prófastur lætur þá af emb- ætti eftir að hafa þjónað Kolfreyju- staðarprestakalh í 39 ár og 3 mánuði. Sumarglaðningur inn um lúgurnar 7.511 einstaklingum gert að greiða alls 435 miUjónir í hátekjuskatt Álagningarseðlar vegna ársins 1993 hafa verið settir í póst og munu berast landsmönnum næstu dagana. Seðlarnir era grænir að þessu sinni eins og skattframtalið. Álls 214.373 einstaklingar og 10.129 lögaðhar fá senda til sín seðla að þessu sinni. Þá hefur öhum þeim sem standa í rekstri verið send tílkynning um tryggingagjald, aUs 33.485 aðUum. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu nemur heUdará- lagning tekjuskatts á tekjur sem aíl- að var á síðasta ári 30,6 mUljörðum króna. AUs 50.627 einstakUngar hafa enn ekki staðið skU á staðgreiðslu síðasta árs og skulda samtals 5,1 núlljarð. Á hinn bóginn hafa 79.947 einstakUngar greitt of mikla staö- greiðslu og eiga þeir rúma 2,7 núllj- arða inni hjá ríkissjóði vegna þess. Við álagninguna vegna síðasta árs er svokallaður hátekjuskattur þessa árs ákvarðaður en hann leggst á tekj- ur yfir 200 þúsund krónur á mánuði hjá einstaklingi og 400 þúsund krón- ur hjá hjónum. AUs er 7.511 einstakl- ingum gert að greiða samtals 435 miUjónir króna í þennan skatt. Peningar sendir fólki Þann 2. ágúst verður þeim skatt- greiðendum, sem eiga inni hjá rík- inu, ofgreidda skatta, húsnæðisbæt- ur, barnabætur og barnabótaauka endurgreiddir samtals 4,9 mUljarðar. Þar af nema barnabætur 648 milljón- um, bamabótaauki 660 miUjónum, vaxtabætur 2,8 mUljörðum og of- greiddur tekjuskattur og útsvar 2,1 mUljarði. TU frádráttar koma hins vegar skattskuldir fyrri ára, samtals 1,3 mUljarðar. í þessu sambandi má geta að tæp- lega 72 þúsund einstakUngar fá barnabætur, 37 þúsund fá barnabóta- auka og rúmlega 41 þúsund vaxta- bætur. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu hækka álagðir eignaskattar á einstaklinga um 4 pró- sent mUli ára og era tæplega 1,9 miUj- arðar í ár. Framtalsskyldar skuldir einstakUnga jukust um 7 prósent milU ára eða um 13,5 mkUljara. Skattskyldar eignir jukust á sama tíma um 2 prósent, eða 23 mUljarða. Bætt afkoma fyrirtækja Álagning tekjuskatts á fyrirtæki vegna ársins 1993 nemur 4,2 mUljörð- um, samanborið við tæplega 4 millj- arða í fyrra. Hækkunin verður þrátt fyrir að tekjuskattshlutfalUö hafi verið lækkað úr 39 prósentum í 33 prósent. Skýringin er sú að skatt- skyldur hagnaður fyrirtækja hefur aukist verulega. Álagning eignar- skatts og sérstaks eignarskatts á fyr- irtæki nemur 1,5 miUjörðum króna á þessu ári sem er um 200 milljónúm króna hærri íjárhæð en í fyrra. Skýr- ingin er talin hætt eignarstaða fyrir- tækja með batnandi afkomu. Óvenjumikið var um áætlanir við álagmnguna að þessu sinni og má því búast við að hún taki nokkrum breytingum eftir að kærufrestur rennur út þann 26. ágúst. Engu að síður gera embættismenn fjármála- ráðuneytisins ráð fyrir að tekjur rík- issjóðs geti orðið aUt að 500 miUjón- um króna hærri á þessu ári en fjár- lög gerðu ráð fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.