Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1994 Utlönd Berlusconi Flóttamaður segir fimm kjamaodda í Norður-Kóreu: ífjölskyldu- vandræðum Það hriktir í stoðum ríkis- stjórnar Silvios Berlusconis á Ítalíu í kjölfar hnoykslismála. Silvio Borlus- coni á nú i miklum vand- ræðum vegna þess að bróðir hans, Paolo Berlusconi, hefur verið ákærður fyrir að bera mút- ur á skattalögregluna. Lögfræð- ingar Paolos fóru fram á að hann fengi að vera í stofufangelsí í stað þess að vera settur í fangeisi á meðan réttarhöld yfir honum standa yfir en þeirri beiðni var hafnað. Meintar mútugreiðslur Paolos eru enn eitt áfaliið fyrír ríkis- stjórn Silvios. Talsmaöur ríkisstjórnarinnar, Giuliano Ferrara, viðurkenndi að eignarhlutur Silvios í sumum af stærstu fyrirtækjum landsins væri óþægilegur á sama tíma og hann fer með stjórn landsins en neitaði því að ríkísstjórnin ætti neina bræður, frændur eða skyldmenni á sínu framfæri. „ít- alska ríkissljórnin er ríkisstjórn lýðveldisins en ekki hagsmuna- aðila,“ sagði Ferrara. Þráiátur orðrómur er uppi um að Silvio Berlusconi sé að draga sig út úr ríkisstjórninni. Sendiráð í við- bragðsstöðu Öll sendiráð ísraela víða um heira eru nú í viðbragðsstöðu vegna sprengjutilræða á síðustu vikum. Fastlega er búist við nýrri bylgju hryðjuverka öfgasinnaöra múslíma á hendur ísraelum. ísraelum er í fersku minni sprengjuárásin í Buenos Aires fyrr i mánuðinum sem varö 96 manns að bana og sprengingin i London á þriðjudag þar sem 19 manns urðu fyrir meiðslum. Sendiherra Israela hjá SÞ hefur átt viðræður við öryggisfulltrúa stofnunarinnar og tíúist er við að Öryggisráö SÞ muni lýsa yfir „allsheijarstríöi á hendur hryðjuverkamönnum". Rann- sóknir á sprengjutilræðunum benda sterklega til þess að tilræð- ismennirnir hafi verið meðlirair í strangtrúuöum samtökum mús- líma frá íran. íranska stjórnin neitar staðfastiega allri þátttöku í sprengjutilræðunum og segir árásarmennina vera „óvini ísl- amstrúarinnar“. KeutcrogNTB Sunnanmenn sak- aðir um heilaþvott Bandarísk stjórnvöld drógu í gær í efa fullyrðingar landflótta Norður- Kóreumanns um aö norðanmenn hefðu smíðað fimm kjarnaodda en sögðust vera að afla sér frekari upp- lýsinga hjá yfirvöldum Suður-Kóreu um hversu ábyggilegur maðurinn væri. Mike McCurry, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði að fullyrðingar Kangs Myongs-dos, sem sagður er vera tengdasonur for- sætisráðherra Norður-Kóreu, á fréttamannafundi í Seoul væru ekki í samræmi viö upplýsingar banda- rísku leyniþjónustunnar. McCurry sagði að skiptar skoðanir væru innan bandarísku leyniþjón- ustunnar um umfang kjarnorku- Kang Myong-do á fréttamannatundi í Suður-Kóreu. Simamynd Reuter áætlunar Norður-Kóreu en upplýs- ingar frá flóttamanninum kæmu alls ekki heim og saman við þær. „Við erum því í hreinskilni sagt ekki vissir um að geta metið áreiðan- leika upplýsinganna á þessu augna- bliki," sagði McCurry. Norður-kóresk stjórnvöld for- dæmdu Suður-Kóreumenn harðlega í morgun fyrir að efna til sýningar á glæpamanni, eins og komist var að orði, og vísuðu því alfarið á bug að Kang Myong-do væri nokkuð skyld- ur forsætisráðherra norðanmanna. Opinber fréttastofa Norður-Kóreu sakaði Suður-Kóreumenn um að stofna sættum kóresku ríkjanna í hættu og um að heilaþvo Kang til að fá hann til að segja að fimm kjarna- oddar hefðu verið smíðar norðan landamæranna. Bandaríska leyniþjónustan CLA áætlaði fyrr á árinu að Norður- Kóreumenn hefðu hugsanlega haft nægilegt magn plútóníums til að gera eina eða tvær kjarnorkusprengjur. í síðasta mánuði sagði James Wolsey, forstjóri CIA, hins vegar að sprengj- urnar gætu orðið fimm síðar á þessu ári nema áætlunin yrði stöðvuð. Áformað er að Bandaríkin og Norð- ur-Kórea hefji að nýju viðræður um kjarnorkuáætlun þeirra síðarnefndu í Genf í næstu viku. Bandaríkjamenn hafa látið að því liggja að þeir muni veita Norður-Kóreumönnum ýmsar tilslakanir ef kjarnorkuvopnaáætl- anirerulagðaráhilluna. Reuter John Wayne Bobbitt, sem öðlaðist heimsfrægð þegar kona hans sneið af honum liminn, var heiðursgestur i veislu Playboy-tímaritsins í Las Vegas og kann greinilega að meta félagsskapinn. Símamynd Reuter Noregsprinsessa missir kærastann Ástarsambandi Mörtu Lovísu Nor- egsprinsessu og Pers Gunnars Haug- ens, tannlæknissonarins frá Ullern í Ósló, er lokið. „Við skiljum sem vinir,“ sagði Haugen í samtali við norska blaöið VG í gær. Það var á hestamannamóti í Ull- eröy í Austurfoldu sem skötuhjúin hittust fyrst fyrir rúmum þremur árum og ástin kviknaði. Ári síðar sáust þau í heitum faðmlögum á áhorfendapöllum hestamannamóts- ins í Lier í Buskerud og brostu fram- an í heiminn. Per Gunnar Haugen hefur um margra ára skeið verið meðhöndlað- ur eins og náinn vinur allrar kon- ungsfjölskyldunnar. Hann hefur meðal annars margsinnis farið í frí með henni og var í báðum veislunum þegar konungshjónin héldu upp á silfurbrúðkaup sitt í fyrra. Marta Lovísa og Per Gunnar voru í brúðkaupi vinafóiks síns fyrir nokkrum vikum og til stóð að þau verðu miklum tíma saman í sumar eftir að prinsessan lauk síðustu próf- Marta Lovísa og kærastinn fyrrver- andi. unum í sjúkraþjálfaraskólanum þar sem hún stundar nám. En nú er sambandinu sem sé lokið. „Því lauk fyrir allnokkru og meira vil ég ekki segja um það,“ sagði Per GunnarHaugenviðVG. ntb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.