Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 28
 Frjálst,óháð dagblað LOKI Ekki getum við þegið heilt íþróttahúsfrá Svíþjóð! Við hljótum að sleppa frá þessu einhvern veginn! Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskri ft - Dreifing: Stmi 632700 Vinnuslys á Mýrdalssandi: Tveir menn létust er bóma féll áþá Hörmulegt vinnuslys varð við ána Skálm á Mýrdalssandi þegar tveir menn létust skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Mennirnir voru að vinna við að ná upp gömlum brúarbitum af bráða- birgðabrú sem sett var upp á meðan nýja brúin var byggð. Af einhverjum orsökum féll kranabóma, sem notuð var til verksins, skyndilega ofan á þá og samkvæmt upplýsingum lög- reglu er talið að mennirnir hafi látist samstundis. Aöeins kranamaðurinn varð vitni aö slysinu en nokkrir aðrir brúar- starfsmenn voru að störfum skammt frá. Ekki var búið að taka skýrslu af kranamanninum í morgun þar sem hann var af skiljanlegum ástæð- um í mikilli geðshræringu. Ekki er hægt að greina frá nöfnum mannanna sem létust. Annar þeirra var um tvítugt frá Vík í Mýrdal og hinn um fertugt frá Kirkjubæjar- klaustri. Slysið verður rannsakað af lög- reglu í dag og sömuleiðis voru starfs- menn Vinnueftirlits ríkisins lagðir af stað austur í morgun. Tildrög banaslyssins munu liggja fyrir síöar í dag. Brúarframkvæmdir við Skálm hafa staöiö yfir frá því í vor og stytt- ist í að þeim ljúki. Fisherman far- inn í Smuguna Togarinn Fisherman lagði úr höfn í Hafnarfirði í nótt og hélt áleiðis í Smuguna. Samkomulag náðist við Sjómanna- félag Reykjavíkur um að hluti af leigutekjum af skipinu færi til greiðslu á launaskuldum sem hvíla á skipinu. Það er útgerðarmaður í Þorláks- höfn sem gerir skipið út. Á bænum Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum hafa menn í áraraðir ræktað korn og gert tilraunir með nýjar tegundir. I vor fannst Ólafi Eggertssyni bónda tilvalið að sá hveitikorni i akurinn og ekki ber á öðru en tilraunin sé fyrirhafnar- innar virði. Enn er þó of snemmt að spá fyrir um uppskeruna. DV-mynd GVA Hér varö slysið Skeiðarár- sandur 0 tSkm Veðrið á morgun: Víðast kaldi Austlæg átt, víðast kaldi. Víða léttskýjað norðvestan- og vestan- lands en skýjað við suður- og austurströndina og fer að rigna suðaustanlands undir hádegið. Hiti 8-16 stig. 10° Veðrið í dag er á bls. 36 Forstjóri Electrolux um bréf borgaryfirvalda í gær: liaia ■ Viljum reisa Hm-hollina - en markaður verður að vera fyrir húsið eftir keppnina „Það er öruggt að við munum boðsaðila Electrolux hér á landi í hann einnig þann kost að Reykja- svara þessu bréfi. Það gætir samt gær, í kjölfar fundar borgarstjóra víkurborg leígi húsið í 10 til 15 ár einhvers misskilnings í bréfí borg- ogfulltrúaÍSÍ.segirigrófumdrátt- og eignist það svo. Segir hami aryfirvalda til umboðsaðila okkar. um að Reykjavikurborg og ÍSÍ óski reyndar alla möguleika opna í stöð- Electrolux er reiðubúíð að fjár- staðfestingar á tilboöi Electrolpx unni en fulltrúar með fullt umboð magna byggingu fjölnota íþrótta- um að fyrirtækið sé reíðubúið að frá borgaryfirvöldum og fulltrúar hallar. Við munum samt ekki byggja fyrir eigið fé og á eigin Electrolux þurfi að hittast og ræða byggja húsið ef enginn notar það áhættu fjölnota íþróttahús sem málin í síðasta lagi á mánudag. að lokinni heimsmeistarakeppn- hægt væri að nota í tengslum við Á fyrmefndum fundi borgar- inni. Efmarkaður er ekki fyrir sh'kt HM ’95. Óskað er eftir að húsið stjóraogfulltrúaísíigærvareinn- hús væri tóm deíla að byggja það,“ uppfylli kröfur borgarinnar en til- ig rætt um aðra lausn til að leysa segir Mads Johansen, forstjóri boðið bindi hvorki hendur borgar- brýnasta húsnæðisvanda vegna Electrolux, sem boðist hefur til að innar né ÍSf né leggj kvaðir á þessa heimsmeistarakeppninnar. Var byggja fjölnota íþróttahús á eigin aðila varðandi húsaleigu. ákveðið að byggja við austurhlið kostnað fyrir HM ’95 hér á landi. Þetta atriði segir Mads að Laugardalshallar ef samningar um í bréfi borgaryfirvalda til um- Electrolux sé ekki sátt við. Nefnir fiölnota hús nást ekki. Togarinn Skúmur GK til Flateyrar? Viðræður eru í gangi um að útgerð togarans Skúms GK flytji rekstur sinn til Flateyrar. Samkvæmt heimildum DV var út- gerðarmaður Skúms ásamt lögfræð- ingi útgerðarinnar á Flateyri í gær þar sem þeir áttu viðræður við ráða- menn þar um málið. Skúmur er 240 rúmlesta togari og er gerður út frá Grindavík. Ráðuneytið fjallar um Húnaver Dómsmálaráðuneytið mun í dag fjalla um kæru forsvarsmanna Húnavershátíðar vegna synjunar sýslumannsins á Blönduósi um að hátíðin skuli haldin nú um verslun- armannahelgina. Kæran er byggð á því að fá æðra stjórnvald til að fella úr gildi ákvörð- unina samkvæmt stjómsýslulögum. i i i i i Gýmismálið p tilRLR Rannsóknarlögreglu ríkisins hafa verið send málsskjöl vegna rann- sóknar á sýnum úr gæðingnum Gými frá sýslumannsembættinu á Hvolsvelh. Eins og fram kom í DV á þriðjudag komu þar fram niðurstöð- ur sem bentu til að hrossinu hefðu verið gefm lyf áður en það var fellt - lyf sem menn telja óeðlilegt að hafi fundist leifar af í hestinum. Verslunarmannahelgin: Spáð góðu veðri A laugardaginn er búist við dálít- illi rigningu á landinu austanverðu en um vestanvert landið er gert ráð fyrir léttskýjuðu veðri. Hiti ætti að geta orðið 6-18 stig, hlýjast norðan- lands og vestan. Á sunnudag og mánudag verður svipað uppi á teningnum; búist er við hægri vestlægri átt, rigningu austan- lands en þurru og léttskýjuðu vest- anlands. Hiti verður 9-19 stig og hlýj- ast á landinu vestanverðu. Regnkápan virðist því þurfa að vera í farteskinu fyrir austan en ann- ars staðar gætu stuttbuxumar dug- að, eða því sem næst. Ertu búinn að panta? 1 dagur til þjóðhátíðar FLUGLEIDIR Innanlandssími 690200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.