Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994 Fréttir DV _ < . a . a • X r* ± * . Tveir krókaleyfisbátar sviptir veiðileyfum um tíma: Grunaðir um að haf a tekið við þorski úr kvótabátum - lönduðu mokafla á meðan aðrir krókabátar veiddu lítið „Það eru allir sammála um að það eigi að sjást krókaíor á fiski sem veiddur er á króka. Þaö var augljóst að það vantaði krókafórin í aflann sem þessir bátar báru að landi. Menn frá Fiskistofu skoðuðu þennan fisk nákvæmlega og þetta fór ekkert á mifii mála. Það var líka augljóst að bátamir voru að bera að landi óeðli- lega mikinn afla miðaö við aðra báta. Óyggjandi sannanir eru oft erfiðar en í þessu tilviki eru menn sammála um að þessi fiskur hafi ekki verið veiddur á króka,“ segir Þórður As- geirsson fiskistofustjóri í samtali við DV. Samkvæmt lögum um stjórn fisk- veiða er þeim bátum, sem róa á krókaleyfi, óheimilt að veiða með öðrum veiðarfærum en línu og hand- færum. Sá kvittur hefur verið uppi að afla kvótabáta væri með einum eða öðrum hætti landað í nafni krókaleyfisbáta. Þar með losnar út- gerð kvótabátsins við að kaupa kvóta sem er á verði sem nemur allt að 78 krónum á kíló. Ávinningur króka- bátsins er trúlega lítill ef ekki kemur til þess að krókabátar verði settir undir kvóta. Ef aftur á móti kemur tíl þess þá er báturinn búinn aö mynda veiðireynslu sem kemur til góöa í stærri kvóta. Samkvæmt heimildum DV eru um- ræddir krókaleyfisbátar af Snæfells- nesi og er talið líklegt að afla snurvoð- arbáta hafi verið landað í þá. Engin fordæmi eru til um þaö aö krókabátar hafi verið sviptir veiðileyfi. Aö sögn Þórðar er svipting veiöi- leyfis einu viöurlögin sem útgerðir krókabátanna verða beittar. Afli þeirra verður væntanlega ekki gerð- ur upptækur og engum sektum beitt. „Fiskistofa leggur til að beitt verði tímabundinni sviptingu veiðileyfis, ég á von á aö þeir sætti sig við þá niðurstöðu," segir Þórður. Þórður segir að ekkert liggi fyrir um atburði. Ekki sé vitað frá hvaða skipum fiskurinn kom í krókaleyfis- bátana. Málið hefur ekki komið til kasta annarra yfirvalda en Fiski- stofu sem beindi þeim tilmælum til sjávarútvegsráðuneytisins að svipt- ing veiðileyfis færi fram. „Þeir hafa ekki enn borið fram nein andmæli. Bátamir eru í banni eins og aðrir krókabátar. Það hefur ekki verið tekin ákvöröun um það hversu lengi þeir veröa sviptir veiðileyfi," sagði Þóröur Eyþórsson hjá sjávar- útvegsráðuneytinu í gær. Kvótasvindlið: Ofsögum sagt af þessu svindli - segirfiskistofustjóri „Við viljum ekki taka undir það að kvótasvindliö sé að verða þjóðar- íþrótt. Við teljum að þaö sé mjög of- sögum sagt af þessu svindli. Þaö er verið að tala um landanir framhjá vigt, þorski sé landaö undir öðru nafni, svo sem ýsu. Þá er veriö aö tala um aö þorski kvótabáta sé land- að inn á krókaleyfisbáta,“ segir Þórð- ur Ásgeirsson fiskistofustjóri. Háværar raddir eru uppi um þaö að kvótasvindl sé orðið mjög algengt og almennt í íslenskum sjávarútvegi. Sumir hafa haldið því fram opinber- lega aö eftirlitsmenn Fiskistofu ráði /ekki við vandann sökum þess aö erf- itt sé að sanna sök í slíkum málum. Mönnum er í fersku minni þegar fyr- irtæki á Snæfellsnesi var sakað um svindl á hundruöum tonna af þorski. Yfirvöld urðu undir í því máli þar sem ekki tókst að sanna sök hins grunaöa fyrirtækis. „Ég tel aö það þurfi aö auka eftirlit- ið til að standa undir þeim auknu kröfum sem gerðar eru til okkar. Ég hefði viljað hafa innan Fiskistofu deild sem sinnti endurskoðun á bók- haldi fyrirtækja. Þá höfum við viljað hafa í okkar þjónustu lítið hrað- skreitt skip svo senda mætti eftirlits- menn um borð í skip að veiöum," sagði Þórður. Kvennalistinn: Rétt að fltuga breyt- ingu á skiptareglunni Guðxún Helga Sigurðardótlir, DV, Turku Kristín Einarsdóttir og Anna Ólafs- dóttir Bjömsson, þingkonur Kvennalistans, segja að til greina komi aö þær gefi kost á sér til endur- kjörs í haust ef reglum Kvennahst- ans um mannaskipti eftir 8 ár á þingi veröi breytt. Hvorug hyggst þó beita sér fyrir breytingum og eru því allar líkur á því að þær detti út af þingi eftir kosningar. „Ég beiti mér ekki fyrir því að regl- unum verði breytt en ég myndi vilja hugleiða slíkar breytingar. Og ég myndi íhuga vandlega hvort ég gæfi kost á mér til endurkjörs. Mér fmnst rétt að taka málið til athugunar þeg- ar svo mikil umskipti verða,“ segir Kristín Einarsdóttir. „Ég er búin að sitja 5 ár þannig að heilt kjörtímabil í viöbót væri brot á reglunni. Ég hef verið fylgjandi regl- unni og því myndi ákvörðun mín vera háð hugsanlegum breytingum," segir Anna Ólafsdóttir Bjömsson. íslenskar konur eru virkir þátttakendur i kvennaraosieinunm rU.u... í Finnlandi. í gær sýndi hópur keflvískra kvenna sögu konunnar frá Evu til nútimans utan dyra að viðstöddum fjölda áhugasamra áhorienda. Hér er hað nreíniieaa Eva sem er á ferðinni. DV-mynd GHS Veröfall í Bretlandi vegna íslensks Smugufisks? Þettaerupp- spuni frá rétum - segir forstööumaöur Aflamiölunar um ásakanir Norðmanna Okkar magn þama er eins og dropi Konur ekki íæðstu nefndum Gaðrún Helga SigurðaKt, DV, Turku; Mun færri konur em í æðstu nefiidum Norðurlandaráðs en í ráðinu sjálfu. Aðeins ein kona er í forsætisnefnd, fjárlaganefnd og efnahagsnefnd Norðurlandaráös, hverri um sig, af tíu til tólf nefnd- armönnum í hverri nefhd meðan 37 prósent fulltrúa í Norðurland- aráði eru kvenkyns. Þetta kom fram á þingmannafúndi á vegum Norðurlandaráðs á kvennaráö- stefnunni í Turku f Finnlandi. „Norðurlandabúar eru alltaf aö tala um að á Norðurlöndum sé paradís kvenna og að við stönd- um fremst i heiminum í jafnrétt- ismálum en staðan er í rauninni ekki betri en þetta, “ segir Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvenna- listans. „Þetta á ekki við rök að styöjast og' er uppspuni frá rótum. Okkur fmnst þetta vera lúalegt áróöurs- bragð," sagöi Pétur Örn Sverrisson, framkvæmdastjóri Aflamiðlunar LÍÚ, um þær ásakanir Norðmanna að offramboð af íslenskum fiski úr Smugunni hafi valdið verðfalli á Bretlandsmarkaði. í því sambandi hafa samtök norskra sjómanna sett fram kröfu á norsk stjómvöld að þau gerðu eitthvað í veiðum íslendinga í Smugunni. Það sem af er árinu hafa um 100 tonn af frystum þorskflökum úr Smugunni farið frá íslandi til Bret- lands. Pétur hefrn- þaö eftir nafna sínum Bjömssyni, fiskkaupmanni í Hull, að það taki Breta aðeins hálfan dag að neyta þess magns og því geti þetta ekki verið orsök verðlækkun- ar. Pétur Örn sagði við DV að ástæöan fyrir verölækkun væri miklu frekar offramboð af þorskflökum frá Norð- mönnum sjálfum og Færeyingum. í hafið," sagði hann. Pétur Örn sagði aö afli íslensku togaranna í Smugunni hefði aðallega verið saltaður en ekkert af þeim fiski hefði fariö til Bretlands. Jafnframt heföi enginn ferskfiskur úr Smug- unni fariö á disk Breta. Reyndar er einn íslenskur togari á leið til Bretlands með ferskan fisk úr Smugunni en Pétur sagði að sá afli gæti varla veriö orsök einhverrar verðlækkunar undanfamar vikur. Stuttarfréttir Kosningarrökleysa Stjórnariiðar þurfa ekki að ótt- ast fjárlagagerðina og því em engin rök fyrir haustkosningum. Sigbjöm Gunnarsson, formaður íjárlaganethdar og þingmaður Alþýðuflokksins, greinir frá þess- ari skoðun sinni í Alþýðublaðinu. Ráðherraírétti Umhveríisráöherra var í réttí Degar hann stytti rjúpnaveiðitím- ann um mánuð. Þetta er álit um- boðsmanns Alþingis. Mbl. greindi frá þessu. Opinber afsökunarbeiðni Utanríkisráðuneytið hefur beð- ið bresk stjómvöld afsökunar á því að þeira var ekki tilkynnt á undan fjölmiðlum að Kjartan Jó- hannsson fengi starf sendiherra í London. Tíminn greindi frá þessu. Gistirými í hsettu Gistirými mixmkar um 20% ef skólaárið verður lengt Sam- kvæmt Morgunblaðinu mundi gistinóttum í skólahúsnæði fækka um 120 til 130 þúsund á sumri. Oformleg bréfaskiptí fjármála- ráðuneytis og eftirlitsstofnunar EFTA verða ekki gerð opinber í framtíðinni. Friörik Sophusson fjármálaráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi í gær. SumarkennslaíHÍ Háskólaráð samþykkti í gær þá tillögu stúdenta aö stefht yrði að sumarkennslu við Háskóla ís- lands. Leitað er leiða tii aö tryggja fiárhagslegan grundvöll kennsl- unnar. Ttiraunirmeðgler Sett verður glært gler í eitt horn glerskálans við Iðnó í tilrauna- skyni. Gefist þaö vel verður allt Utaða glerið fiarlægt þegar j haust. Tíminn greindi frá þessu. Hagnaður á Akranesi Sementsverksmiðjan á Akra- nesi er nú rekin meö hagnaði í fyrsta sinn um langt árabil. Sjón- varpið greind frá þessu. Kröktafberjum Krökt er af beijum í nágrei Reykjavíkur og eru berin óð' að veröa fullþroskuð. Samkvæ Mbl. hafa vaxtarskilyrði f\ berin verö góð undanfariö hlýtt hefur veriö í veðri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.