Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Blaðsíða 18
26
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994
íþróttir
Tom Wargo, sigurvegari á British open eldri kylfinga:
Sjálfmenntaður
Spjótkast karla á EM:
Steve Backley
mætir til leiks
- eftir löng og erfið flögur ár
Einn besti spjótkastari heims,
Bretinn Steve Backley, er mættur
í slaginn á nýjan leik eftir langvar-
andi meiðsli. Backley hefur átt við
erfið meiðsl í öxl að stríða síðustu
fjögur árin en er óðum að ná sér.
Flestir hafa þegar afskrifað Back-
ley og hann er ekki ánægður með
það, enda Evrópumeistari í grein-
inni.
„Ég get varla komið orðum að því
hve vonsvikinn ég er þegar ég heyri
fólk afskrifa mig, 25 ára gamlan
manninn. Sumt af þessu fólki þekki
ég reyndar mjög vel,“ segir Backley
og er allt annað en ánægður.
„Ég veit að margir hafa afskrifað
mig og telja að minn tími sé liðinn.
Það sem skiptir þó mestu máli er
að ég veit að mér er ekki öllum
lokið og löngunin til að sanna að
þetta fólk hafi rangt fyrir sér er
mjög sterk.“
Andvaka Evrópumeistari
Steve Backley varð Evrópumeist-
ari fyrir fjórum árum og vann einn-
ig gullverðlaun á síðustu góögerð-
arleikum. Hann setti heimsmet og
var kosinn fijálsíþróttamaður árs-
ins hjá alþjóða frjálsíþróttasam-
bandinu.
„Ég var yngri þá og fullur af
sjálfstrausti, enda besti spjótkast-
ari heimsins á þeim tíma.
Ég hef átt erfiða tíma en þó aldr-
ei liðið meiri kvalir en síðasta sum-
ar og þá var ég mjög langt niðri.
Allan veturinn þar á undan kvald-
ist ég gríðarlega og gat ekki lyft
hendinni yfir öxlina. Ég var and-
vaka nótt eftir nótt. Ég var útkeyrð-
ur á líkama og sál. Það hvarflaði
þó aldrei að mér að hætta.“
Enginn stuðningur
Þrátt fyrir mikla erfiðleika hefur
Backley ekki notiö mikils stuðn-
ings frá breska fijálsíþróttasam-
bandinu. „Mörgum kynni að þykja
eðlilegt að þeir heíðu haft áhuga á
að vita hvemig einn þeirra besti
fijálsíþróttamaður stæði sig í bar-
áttu við mjög erfið meiðsl. í því
eina símtali, sem ég hef fengið frá
sambandinu, var ég hins vegar
spurður af hveiju ég ætlaði ekki
að keppa í Evrópubikarkeppninni
í júní sl.“
Nú er Backley óðum að ná sér
og mun reyna að veija Evrópu-
meistaratitfiinn í næstu viku í
Helsinki. „Ég boða ekki neina flug-
eldasýningu en ég stefni á verð-
laun. Kannski gullverðlaun ef Jan
Zelezny verður ekki upp á sitt
besta. Ég veit að góður árangur hjá
mér er rétt handan við hornið,"
segir Steve Backley sem aðeins er
25 ára gamall.
sveifla hans er getur hann
fremstu röö þar til hann verður 60
eða 70 ára. Sveifla hans er sérstök
fyrir þær sakir helstar hve vel og
skynsamlega hann beitir bakinu.
Lítum á Severiano Ballesteros til
samanburðar. Á dögunum varð
hann að hætta leik á opna hol-
lenska mótinu vegna bakmeiðsla.
Þessi bakmeiðsli orsakast fyrst og
fremst af því hvemig hann og
margir aðrir heimsfrægir kylfingar
sveifla kylfunni," segir Murray.
Tom Wargo var vitanlega ham-
ingjusamur með sigurinn á opna
breska mótinu: „Það að sigra kylf-
inga eins og Palmer, Player og
Charles veitti mér ánægju. Það sem
veittiméreftilvillmestuánægjuna Tom Wargo kyssir verðlaunagripinn eftir opna breska meistaramótið á
var að sigrast á vellinum erfiða í dögunum. Wargo þennan verður að telja til undrabarna í golfinu ef
Royal Lytham," sagði Wargo. bakgrunnur hans er hafður í huga.
Steve Backley hefur liðið miklar kvalir síðustu fjögur árin en Evrópu-
meistarinn ætlar að gera góða hluti á komandi Evrópumeistaramóti.
Hingað til hefur sú skoðun verið
ríkjandi á meðal áhugafólks um
golfiþróttina að lykilatriði til að ná
árangri væri að leita eftir kennslu
hjá golfkennurum. Nú er kominn
fram á sjónarsviðið kylfingur sem
gefur þessum bollaleggingum langt
nef. Tom Wargo frá Bandáríkjun-
um sigraði á dögunum á opna
breska meistaramótinu fyrir kylf-
inga eldri en 50 ára og í fyrra sigr-
aði hann á opna bandaríska meist-
aramótinu. Wargo þessi er sjálf-
menntaður golfsnillingur og hefur
aldrei til golfkennara komið.
Margir heimsfrægir atvinnu-
menn, sem gert hafa garðinn fræg-
an í golfinu á undanfórnum árum
og áratugum, keppa í flokki eldri
kylfinga. Þar má nefna Jack Nick-
laus, Gary Player, Arnold Palmer
og Bob Charles. Það sem gerir ár-
angur Wargos enn áhugaverðari
er að hann hefur aldrei keppt á
meðal þeirra bestu í heiminum áð-
ur, aldrei slegið bolta á bandarísku
né evrópsku móti þeirra bestu í
heiminum. Þeir sem bestir hafa
verið í eldri flokknum hafa undan-
tekningalaust verið í fremstu röð í
keppnum atvinnumanna yngri en
50 ára svo áratugum skiptir.
Tom Wargo verður að teljast
undrabarn í golfinu. Ewen Murray,
heimsfrægur og fróður kylfingur,
segir um Wargo: „Miðað við hvem-
ig golf hann leikur og hvernig
UnfieMsigraði
N-írska liöið Linfield, sem mæt-
ir FH-ingum í UEFA-keppninni í
knattspyrnu á Kaplakrikavelli á
þriðjudaginn, vann 2-1 sigur á
enska úrvalsdeildarliðinu Sout-
hampton á dögunum.
Anderson í Krikanum
Framkvæmdastjóri félagsins
Trevor Anderson var á meðal
áhorfenda á leik FH og Vals í
Krikanum í gærkvöldi.
FashanutilVaia
John Fashanu, miðheiji
Wimbledon til margra ára, var í
gær seldur til Aston Villa fyrir
1.350 milljónir punda.
Margir með frjálsa sölu
Alls fengu 279 knattspymu-
mennhjá enskum knattspyrnufé-
lögum frjálsa sölu á þessu sumri.
Sumarið í fyrra voru þeir 302 og
hafa aldrei verið fieiri. Reiknað
er með að helmingur þessara
leikmanna hafi komist aö hjá
nýjum félögum.
David Batty leikur ekki með
Blackbum næstu þrjá mánuði.
Battylengifrá
Varnarmaðurinn David Batty,
sem leikur með Blackbum Ro-
vers í ensku knattspyrnunni,
míssir af fyrstu þremur mánuð-
um keppnistímabilsins. Hann er
með tvö bein brotin i fæti. í sum-
ar hefur hann veriö í umbúðum
en brotin vilja ekki gróa.
MauratilQPR?
Sterkar líkur em á þvi að mið-
vallarleikmaðurinn Massimo
Maura, sem leikið hefur meö
Napolí í itölsku knattspyrnunni,
gangi tíl liðs viö QPR.
Kostaboð Tottenham
Forráðamenn Tottenham liafa
boðiö Sol Campbell nýjan samn-
ing til fjögurra ára, Campbell,
sem leikið hefur með u-21 árs liöi
Englendinga, var óánægður með
30 þúsund króna vikulaun sín.
Aftur í hattaborgina?
Mal Donaghy er liklega aftur á
leiðinni til Luton Town eftir
stutta dvöl hjá Chelsea. Donaghy
er meö fijálsa sölu og lék um 400
leiki með Luton.
Dómstóllinnákveður
Sérstakur dómstóll mun
ákveða hve mikið markvörður-
inn Jan Stejskal kostar en hann
er á fórum frá QPR tíl liðs í Prag.