Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning. umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Ólýsanleg neyð Þær myndir og frásagnir, sem berast frá Rúanda og flóttafólkinu þaöan, eru átakanlegri en orö fá lýst. Miilj- ónir manna flýja heimkynni sín og eru vegalausar á vergangi eöa umkomulausar í flóttamannabúðum. Óvin- veittir ættbálkar og hersveitir þeirra hafa strádrepiö fólk- iö og hungur og drepsóttir bætast viö þær hörmungar. Fullyrt er aö fimm millljónir manna hafi flúið yfir landa- mæri Rúanda og ein manneskja deyi að meðaltali á hverri mínútu. Foreldrar deyja frá bömum sínum sem finnast skelfingu lostin á víöavangi. Foreldrar bera böm á bakinu eða fanginu án þess að gera sér grein fyrir aö þau em liðin lík, dauövona fólk er eins og hráviði í þessu ægilega víti upplausnar og örvæntingar. Þjóöir heims hafa loks tekið við sér og Bandaríkja- menn hafa hafiö loftflutninga meö hjálparfólk og matar- birgðir. Rauði krossinn hefur tekið til hendi og þeir sem fylgst hafa meö fréttum af þessum hörmungum em að vakna til meðvitundar um allsleysi og hjálparleysi fólks- ins í Rúanda. Þó er hætt við að allt hjálparstarf verði erfitt. Kólera og blóðkreppusótt herja á flóttamannabúðimar og það er ekki létt verk að skipuleggja aðstoð og koma böndum á upplausnina þegar miUjónum manna, kvenna og bama em allar bjargir bannaðar í mat, athvarfi og umönnun; þegar heil þjóð hefur flosnað upp. Orsök þessarar ólýsanlegu neyðar má rekja til átaka tveggja ættbálka sem búa í Rúanda, hútúa og tútsa. Túts- ar em í miklum minnihluta í landinu og það eru þeir sem einkum hafa verið fómardýr upplausnarinnar. Ekki bætir það úr skák að nú hafa stjómvöld í Rúanda ákveð- ið að refsa stríðsglæpamönnum og hafið ofsóknir gegn þeim sem em taldir ábyrgir fyrir drápunum. Það kemur í veg fyrir að flóttafólk þori að hverfa aftur heim ef það á yfir höfði sér hefndir og dauða. Fyrir utanaðkomandi er erfitt að skilja á milli hinna réttlátu og ranglátu í Rúanda. Vanda þessa ríkis, eins og margra annarra Afríkuríkja, má rekja til nýlendu- tímabilsins þegar ekkert tilht var tekið til ættbálkanna og þjóðarbrotanna sem þar bjuggu þegar landamærin vom dregin. Með sjálfstæði þessara gömlu nýlendna var stuðst við landakort nýlendnanna en minna hirt um þá skiptingu sem innfæddir höfðu sjálfir gert með sér í krafti hefða, uppruna og skyldleika. í Rúanda búa í raun tvær þjóðir sem hvor um sig vill drottna yfir hinni. Lífshættir em enn frumstæðir þar í landi eins og víðar þar sem skjótfengið sjálfstæði kom íbúunum í opna skjöldu. Ástandið í Rúanda er nefnilega ekkert einsdæmi þótt skelfingin þar sé meiri í augnablik- inu. Mannkynið er að mestu laust við þá nauð og neyð sem heimskommúnisminn hafði í för með sér. Við erum að vísu enn að bíta úr nálinni með þær afleiðingar sem hrun kommúnismans hefur leitt af sér og þótt sá vandi sé risavaxinn þá gefst nú tækifæri og tími til að beina sjónum sínum í aðrar áttir. Athygh vestrænna manna hlýtur að beinast í æ ríkari mæli að skipulegri uppbygg- ingu og aðstoð við þær vanþróuðu þjóðir heimsbyggðar- innar sem eru lítið betur settar en dýrin í frumskóginum. Og jafnvel enn verr á sig komnar vegna fæðuskorts og fátæktar; vegna eigin sjálfskaparvítis og vegna innbyrðis grimmdar og drápa. Ástandið og upplausnin í Rúanda kemur okkur öllum við. Þetta er fólk með vit og tilfinningar eins og við. Það er okkar að rétta því hjálparhönd. Ellert B. Schram „Nú eru drepnir 30 manns á dag aö meöaltali I Alsir, þeirra á meðal konur sem ganga í vestrænum klæð- um,“ segir m.a. i grein Gunnars. SkálmöM í Barbaríinu Sú var tíöin að suövesturströnd Miöjarðarhafsins, einkum Alsír, var kallað Barbaríiö. Þetta viröist vel viðeigandi þessa dagana því að ofbeldisaldan þar í landi er að verða óviðráðanleg og hvers kyns vilhmennska veður uppi. Þeir sem muna hvað gerðist í íran árin 1978 og 79 ókyrrast enda þótt í Alsír séu engir ajatollar og enginn einn heilagur arftaki spámannsins eins og Khómeni var meðal shííta í íran. Alsírmenn eru súnní múslímar upp til hópa en hreintrúarstefna og ofstækisfullur fjandskapur viö allt vestrænt, einkum lýðræði og vestræna menningu, á hljómgrunn víðar en meðal shííta, einkum með- al hinna blásnauðu um allan hinn íslamska heim sem eygja hvergi von í tilverunni nema meö algerri undirgefni við vilja guðs, eins og þeir skilja hann, sem er einmitt merkingin í orðinu Islam. Það sem múslímar kalla jihad eða heilagt stríð merkir einfaldlega að beijast fyrir vilja guðs. FIS Þessi ólga í Alsír, sem nú er að verða aö algeru borgarastríði, á sér langan aðdraganda en þó má miða núverandi atburði við árið 1988. Það ár urðu gífurlegar óeirðir vegna skorts og óstjórnar sem bældar voru niður í miklu blóð- baði. Upp úr því magnaöist skæru- liðahreyfing, Þjóðfrelsisfylking Isl- ams, FIS, sem herjaði á stjómvöld en átti samt pólitískan arm sem tók þátt í landspólitík á þingi. Svo fór í kosningunum 1992 að eftir fyrri umferð varð ljóst aö FIS mundi fá hreinan meirihluta á þingi Kjallariim Gunnar Eyþórsson blaðamaður og innleiða íslamskt stjómarfar með tilheyrandi afnámi vestrænna lýðréttinda sem gilt höfðu í Alsír allt frá því landið var skilið frá Frakklandi 1962. Þetta leiddi til þess að kosningamar vom lýstar ógild- ar, herinn tók völdin og nú er her- foringjasljóm í þessu fyirum lýð- ræðisríki sem vonast var til að gæti orðið fyrirmynd múslíma í öðmm ríkjum um vestrænt stjómarfar. Morðalda Allir leiðtogar FIS og þúsundir annarra voru hnepptir í fangelsi og em þar enn en skæruliðar tviefl- ast með hverjum degi. Nú em drepnir 30 manns á dag aö meðal- tali í Alsír, þeirra á meðal konur sem ganga í vestrænum klæðum. Á móti hafa öfgamenn í hina áttina hótað að drepa 20 blæjuklæddar konur og 20 skeggjaða heittrúar- menn fyrir hvem þann sem drep- inn er vegna vestræns klæðaburð- ar. Hermdarverkamenn hafa nú ein- beitt sér aö útlendingum og drepið tugi þeirra í þeim tilgangi að flæma burt ferðamenn og starfsmenn er- lendra fyrirtækja, einkum í olíu- iðnaði. Állt að 4000 manns hafa fall- ið hingað til. Útlendingar flykkjast á brott en stefna herstjómarinnar er enn sú að neita að semja og bæla uppreisn hinna heittrúuðu niður með vopnavaldi. Sú stefna hefur þveröfug áhrif. Ef allt fer í bál og brand mun áhrif- anna gæta um allan arabaheiminn og þar með á Vesturlöndum, ekki síst í Frakklandi. Gunnar Eyþórsson „Hermdarverkamenn hafa nú einbeitt sér aö útlendingum og drepið tugi þeirra í þeim tilgangi að flæma burt ferðamenn og starfsmenn erlendra fyr- irirtækja, einkum í olíuiðnaði.“ Skoðanir annarra Erlendir fjárfestar í sjávarútvegi „Afskipti stjómvalda af sjávarútveginum á liðn- um árum em ekki til að hvetja fjárfesta. Stöðugleiki í efnahagslífi er enn ekki trúverðugur og svo mætti lengi telja. ... Allt tal um að fá erlenda fjárfesta til að endurnýja atvinnutæki sem við treystum okkur til að gera, er auðvitað ekki raunhæft. Ef forráða- menn sjávarútvegsfyrirtækja sjá ekki að þaö skili arði, að endurnýja ísfisktogara eða loðnuskip, hvers vegna í ósköpunum ættu þá erlendir fjárfestar aö fara að setja fé í slíkt?“ Ólafur Gunnarsson framkvstj. í Mbl. 3. ágúst. Illa mannað Alþingi „Ókosturinn við að kosningar verði innan fárra vikna er sá að líkumar á að nýir menn verði kjömir á þing em litlar. Helsti gallinn við Alþingi nú er hversu illa það er mannaö og það á jafnt við um alla flokka. ... A það hefur verið bent að nauðsynlegt sé að fækka þingmönnum og hækka laun þeirra sem eftir sitja til að gera þingmannsstarfið meira aðlað- andi, ekki síst fyrir aðila úr viðskiptalífinu. Líkleg- ast er þetta rétt, en kannski væri best að árangurs- binda laun þeirra líkt og gert er í mörgum tilfellum hjá stjórnendum fyrirtækja." Úr forystugrein Viðskiptablaösins 3.-9. ágúst. Alþýðan grípi til sinna ráða „Setja þarf þær leikreglur í samfélaginu að kom- ið verði í veg fyrir að takmarkalaus græðgi harðsvír- aðra hagsmunahópa, sem telja sig helstu máttar- stólpa þjóðfélagsins, sogi til sín alla möguleika á að bæta kjör þeirra verst settu, því að misréttið er allri þjóðinni til háborinnar skammar og á engan rétt á sér, og ef ekki verður bætt úr, þá má búast við aö alþýðan í þessu landi grípi til sinna eigin ráða til aö knýja fram réttlæti." Eirikur Stefánsson i Alþbl. 3. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.