Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994 37 Vélgengt glóaldin fjallar um unglinginn Alex. Bernskubrek, barsmíðar og Beethoven í kvöld verður síðasta sýningin á leikritinu Vélgengt glóaldin sem Sumarleikhúsið við Hlemm hefur sýnt að undanfornu. Það íjallar í stuttu máh um bemsku- brek, barsmíðar og Beethoven. Leikhús Aðalpersónan er Alex, fimmtán ára unglingur sem hlustar á Beet- hoven og talar nadsat (rúss- neskuskotið unglingaslangur), milli þess sem hann nauðgar og misþyrmir samborgurum sínum. Hann lendir í fangelsi eftir að hafa verið svikinn af vinum sín- um. Þar undirgengst hann með- ferð sem gerir honum ókleift að beita nokkum ofbeldi. í verkinu varpar höfundurinn meðal ann- ars fram þeirri hugleiðingu um eðli mannsins hvort það sé ekki einmitt ófullkomleikinn sem geri manninn að skyni borinni veru. Leikritið kemur inn á mörg mál- efni sem brenna á fólki, svo sem ofbeldi, atvinnuleysi og aukið rót- leysi í þjóðfélaginu. Þýðing á verkinu er eftir Vet- urliða Guðnason. Leikstjóri er Þór Tulinius. Með aðalhlutverkin fara Gottskálk Dagur Sigurðar- son og Þorlákur Lúövíksson. Sýningar á Vélgengu glóaldini eru í gömlu bifvélaverkstæði við Hlemm, gegnt lögreglustöðinni. Coca Cola vinsælasti svala- drykkurinn. Fann upp kókið Coca-Cola er einn frægasti og vinsælasti drykkur sem fram- leiddur er. Það var lyfjafræðing- ur sem hét John Pemberton sem fann upp drykkinn í Atlanta í Georgíu árið 1886. Hann langaði til að búa til eigin svaladrykk sem væri ólíkur öllu öðm. Eftir mikið sýsl í apótekinu tókst honum að búa til blöndu af kókablöðum, sem kókaín hafði verið unnið úr, og ýmsum jurtaseyðum en sam- setning þessarar blöndu er leynd- armál enn þann dag í dag. Blessuð veröldin Kampavínið 300 ára Munkurinn Dom Pierre Pérign- on er höfundur kampavínsins. Hann var munkur í klaustrinu Hautvillers í Champagnehérað- inu seint á sautjándu öld og var eðlisfræðingur og efnafræðingur. Einkennandi fyrir kampavín er hreyfihæfni vínsins og Pérignon leysti þann hluta á þann veg að hann geymdi vínið í vandlega lokuðum flöskum er haldiö gátu utan að kolsýru þeirri sem mynd- ast við eftirgeijun. Það er þessi kolsýra sem tryggir freyðihæfni kampavínsins. Hálendið víðs vegar illfært Nú fer í hönd enn ein ferðahelgin þótt ekki verði eins mikil umferð á vegum og um síðustu helgi. Þjóðveg- ir eru víðast hvar greiöfærir en svo Færð á vegum er ekki um hálendisvegi og fyrir þá sem ætla á hálendisvegi er rétt að athuga ástand þeirra áður en lagt er af stað og vera vel útbúnir. Fáar leið- ir eru færar flestum bílum en flestar eru aðeins færar jeppum og fjórhjóla- drifnum bílum.Leiðin í Landmanna- laugar, Kaldidalur, Steinadalsheiði, Tröllatunguheiði, Djúpavatnsleið, og leiðin um Uxahryggi eru opnar flest- um bílum. Ein leið er ennþá alveg ófær vegna snjóa. Það er leiðin í Hrafntinnusker. Ástand vega ® Hálka og snjór @ Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir Lokaö^00^ ® Þungfært <F> Fært fjallabílum____ Goodfellows í Turnhúsinu: Gamla góða ryþma- Rokk- og ryþmablúshljómsveitin Goodfellows leikur í Tumhúsinu í kvöid og annað kvöld. Sveitin flyt- ur gömul og góð lög sem Kinks, TTie Rolling Stones, Johnny Winter, Skemmtanir Jimmy Reed og margir fleiri hafa gert þekkt. Hljómsveitina skipa Sigurður „Kentár" Sigurðsson, söngur og munnharpa, Tyrfingur „Cross- roads“ Þórarinsson, söngur og gít- ar, Geir Walter Kinchin, trommur, Ragnar „Burkni" Emilsson, gítar Rokk- og ryþmablúshljómsveitin Goodfellows. og Jón Þorsteinsson bassi. Hfjóm- sveitinni hefur þótt takast vel til við aö ná hinni gömlu og góðu ryþmablússtemmingu. Jamie Lee Curtis og Dan Aykroyd endurtaka hlutverk sín i Stúlkan mín 2. Þrettánára fjörkálfur Um nokkurt skeið hefur Stjörnubíó sýnt myndina Stúlkan mín 2 og hefur aðsókn verið ágæt. Aðalpersóna myndarinnar er sem fyrr Vada Sultenfuss og í þessari mynd fer hún í ferð til Kaliforníu til að forvitnast um örlög móður sinnar. Faöir hennar og fósturmóður eru ekki alltof hrifin af þessu ferðalagi en láta undan síga. Lendir stúlkan í miklum ævintýrum í Kaliforníu. Hlutverk foreldranna eru ekki Bíó í kvöld stór í myndinni, en hinir þekktu leikarar Dan Aykroyd og Jamie Lee Curtis leika þá. Jamie Lee Curtis er dóttir hins þekkta leik- ara Tony Curtis. Hún byrjaði leikferil sinn í sjónvarpsseriunni Operation Petticoat en vakti fyrst athygli kvikmyndahúsagesta í hryllingsmyndinni Halloween. Eftir frammistöðu sína þar lék hún í nokkrum hryllingsmynd- um. Hún losnaði úr hryllings- hlutverkum eftir aö hún lék í Trading Places, en þar lék hún fyrst á móti Dan Aykroyd. Nýjar myndir Háskólabíó: Steinaldarmennirnir Laugarásbíó: Krákan Saga-bíó: Járnvilji Bíóhöllin: Steinaldarmennirnir Stjörnubíó: Bíódagar Bíóborgin: Maverick Regnboginn: Svínin þagna Litli drengurinn á myndinni alans. Hann reyndist vera 2610 fæddist á fæðingardeild Landspít- grömm að þynd við fæðingu og 47 _________________________ sentimetra langur. Foreldrar hans n-m HarrcinG eru Janet Mary Dunn °S Svavar £>cuxi u.cty au lö ingóifeson og er drengurinn fyrsta bam þeirra. Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 186. 05. ágúst 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 69,100 69,300 68,890 Pund 106,120 106,440 105,330 Kan. dollar 49,810 50,010 49,870 Dönsk kr. 11,0400 11.0850 11,1040 Norsk kr. 9,9410 9,9810 10,0120 Sænskkr. 8,8550 8,8910 8,9000 Fi. mark 13,1850 13,2380 13,2540 Fra. franki 12.6930 12,7430 12,7710 Belg. franki 2,1111 2,1195 2,1209 Sviss. franki 51,4800 51,6900 51,4600 Holl. gyllini 38,1600 38,8300 38,8900 Þýskt mark 43,4700 43,6000 43,6300 it. líra 0,04349 0,04371 0,04352 Aust. sch. 6,1720 6,2030 6,1970 Port. escudo 0,4269 0,4291 0,4269 Spá. peseti 0,5279 0,5305 0,5300 Jap. yen 0,68670 0,68880 0,70160 Irskt pund 104,500 105,030 103,960 SDR 99,73000 100,23000 100,26000 ECU 83,0200 83,3500 83,4100 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan 7“ T 3 V" si L S nr~ 1 L mm 11 i 'T )i> ÍT* n w J V J w Lárétt: 1 gæfa, 6 fæði, 8 fiisi, 10 fátæk, 11 keyrðum, 12 lakast, 14 svei, 16 vind, 18 guð, 19 blóðhlaupinu, 21 umdæmisstaf- ir, 22 blási. Lóðrétt: 1 skörp, 2 málmur, 3 lyktar, 4 ófríðri, 5 enduöum, 7 greinar, 9 miskunn- arverk, 13 réttur, 15 veiki, 17 amboð, 19 skóli, 20 strax. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 áleitni, 8 reið, 9 röð, 10 eignast, 13 iðrtrn, 15 ká, 16 tré, 18 nafn, 20 aura, 21 son, 22 stuðari. Lóðrétt: 1 áreita, 2 leið, 3 ei, 4 iðn, 5 trana, 6 nösk, 7 iö, 11 greru, 12 tánni, 14 unað, 17 Rut, 19 for, 21 sa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.