Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 5. ÁGUST 1994
33
DV
LaxáíKjós:
Veiddu 102 laxa
á tveimur dögum
Þaö þykja tíðindi að aðeins tókst
að selja tvær stangir í maðkahollið
það fyrsta eftir útlendinga í Laxá í
Kjós sem lauk á hádegi í fyrradag.
Þeir Þórarinn Sigþórsson, Egili
Guðjohnsen, Pétur Þór Halldórs-
son og Hjörtur Bergstad voru einir
með ána en venjulega er veitt á 10
stangir þar. Tíminn eftir útlend-
inga þykir mjög góður því þá er
leyfður maðkurinn aftur eftir að
flugan hefur ráðið ríkjum. Þeir fé-
lagar veiddu á þessar tvær stangir
102 laxa sem má telja mjög gott og
besta veiði á þessu sumri á tvær
stangir. Yfir 700 laxar eru komnir
úr ánni.
Laxá í Kjós er ekki eina veiðiáin
þar sem gengur illa að selja veiði-
leyfi þessa dagana en það eru
bændur sem selja sjálfir veiðileyf-
in. Eins árs laxinn hefur ekki kom-
ið í margar veiðiár og þá sérstak-
lega fyrir norðan. Of dýr veiðileyfi
og færri fiskar trekkja ekki þetta
sumarið. „Við vorum fjórir með
ána út af fyrir okkur og það gerist
ekki á hverjum degi. Ég held að í
næsta holli séu fáir að veiða líka,“
sagði Egill Guðjohnsen.
„Þetta er besta veiði sem ég hef
lent í, þetta er feiknalega gaman
og að veiða svona fáir í allri ánni
er nokkuð sérstakt," sagði Hjörtur
Bergstad.
Þórarinn Sigþórsson, Egill Guðjohnsen, Pétur Þór Halldórsson og Hjört-
ur Bergstad með morgunveiðina úr Laxá t Kjós í fyrradag. Þeir veiddu
alls 102 laxa á tveimur dögum og voru einir að veiða í allri ánni þessa
tvo daga. DV-mynd G. Bender
Tilkyimingar
Málverkasýning
Sólveig Eggerz Pétursdóttir er meö mál-
verkasýningu í veitingaskálamun aö
Þrastarlundi.
Sumartónleikar
20. starfsári Sumartónleika í Skálholti
lýkur núna um helgina. Flytjendur aö
þessu sinni er sönghópurinn Hljómeyki
og Guörún Óskarsdóttir semballeikari.
Kvikmyndasýning
í Árbæjarsafni gefst fólki kostur á á
sunnudaginn að sjá kvikmyndir sem
veita innsýn í lif og störf Reykvíkinga
árið 1944.
Tónleikar
Sunnudagana 7., 14. og 21. ágúst heldur
Vikivaka hópurinn tónleika í Perlunni.
Allir hefjast þeir kl. 16.30 og eru haldnir
á fimmtu hæð.
Textíl-myndteppi
Heidi Kristiansen mun sýna textil-
myndteppi sín á 4. hæð í Perlunni út
ágústmánuð.
Myndlistarsýning
Frá 5. ágúst til 25. ágúst mun bandaríska
listakonan Olivia Petrides halda sýningu
á kola- og krítarteikningum sínum í
Menningarstofnun Bandaríkjanna,
Laugavegi 26.
Langur laugardagur
Laugardaginn 6. ágúst nk. veröa verslan-
ir á Laugaveginum opnar frá kl. 10-17.
Kringlan
Hið konunglega breska stórskotaliö mun
halda sýningu í Kringlunni á laugardag-
inn frá 12 til 13.
Tónleikar
Bandaríski sönghópurinn The Yale Whif-
fenpoofs mun haida þrenna tónleika dag-
ana 7.-8. ágúst. Á sunnudaginn í Ráðhúsi
Reykjavíkur kl. 15 og Hard Rock Café kl.
18.45. Á mánudaginn á Café Sólon ísland-
us kl. 21.00.
Laugardagsganga
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10.
Sýning
Dagan 5.-25. ágúst sýnir Kristinn G.
Harðarson sjö útsaumsverk í Galleríi
Sævars Karls. Sýningin er opin á versl-
unartímum á virkum dögum frá kl. 10-18.
Félag eldri borgara
Félagsvist spiluð í Risinu í dag kl. 14. í
kvöld verður spiluð félagsvist að Fann-
borg 8 kl. 20.30. Húsið öllum opið.
Dagsferð eldri borgara
Farin verður dagsferð á vegum Félags
eldri borgara um Hreppa og Landssveit
17. ágúst nk. Brottíor verður kl. 9 frá
Risinu og verða miðar afhentir á skrif-
stofu félagsins til 12. ágúst. Sími er 28812.
Námskeið
Vikuna 8. til 12. ágúst mun íþrótta- og
tómstundaráð Seltjamamesbæjar í sam-
starfi við Seltjamameskirkju standa fyr-
ir námskeiði fyrir unglinga á aldrinum
13 til 16 ára. Námskeiðið er fyrst og fremst
ætlað þeim unglingum sem enga vinnu
hafa í ágústmánuði og hefst það kl. 13.
alla daga og stendur til 17.
Sýning
Sunnudaginn 7. ágúst lýkur skiptisýn-
ingu 3ja hollenskra hstamanna í Nýlista-
safninu en þeir em: Patricia Spoelder,
Marloes Hoogenstraten og Sander Do-
erbecker. Um leið lýkur sýningu á verki
eftir Margréti H. Blöndal í setustofu
safnsins. Sýningin er opin daglega frá kl.
14-18.
Fréttir
Júlíus Guðmundsson með 23 punda flugulaxinn nokkrum mínútum eftir löndun sem tók hálftíma og var snörp.
DV-mynd Heimir
LaxáíNesjum:
23 punda flugulax
„Það var meiriháttar gaman að
fá fyrsta flugulaxinn svona stóran,
23 punda, en viöureignin tók hálf-
tíma og fiskurinn tók fluguna Þing-
eying," sagði Júlíus Guðmundsson
á Höfn í Hornafirði í gærkvöld.
Deginum áður veiddi hann sinn
stærsta lax á ævinni en hafði áður
veitt stærstan 16 punda lax og það
„Núna hefur Selá í Vopnafirði
gefið 330 laxa og hann er 17,5 punda
sá stærsti. Orri Vigfússon og félag-
ar veiddu 40 laxa," sagði Hörður
Óskarsson í gærkvöldi er við
spurðum frétta af Selá.
„Orri og félagar slepptu mörgum
löxum og þá sérstaklega fallegum
hrygnum. Það eru tveir stórir
straumar eftir og við vonum að við
fáum góðar göngur í þær,“ sagði
Höröur ennfremur.
Yfir 60 laxar komnir
úr Hvolsá og Staðarhólsá
„Hollið veiddi 13 laxa, við vorum
í tvo daga við veiðar en laxamir
taka frekar illa eins og er í ánum,“
sagði Rögnvaldur Guðmundsson
en hann var að koma úr Hvolsá og
Staðarhólsá í Dölum.
„Það eru komnir yfir 60 laxar á
land og helhngur af bleikjum, sum-
ar eru vel vænar. í Staðarhólsánni
í Laxá í Nesjum.
„Þetta var hörkubarátta við lax-
inn og ég gerði mér alls ekki grein
fyrir aö fiskurinn væri svona rosa-
lega stór. Hann stökk fimm sinnum
og þessi viðureign var meiriháttar.
Gaman að byrja svona eftirminni-
lega með fluguna. Það eru komnir
8 laxar úr Laxá í sumar,“ sagði
er sérstaklega mikið af laxi en hann
er ljónstyggur," sagði Rögnvaldur
í lokin.
Fyrsti laxinn
úr Prestbakkaá 16 punda
„Fyrsti laxinn er kominn úr
Prestbakkaá í Hrútafirði og það var
Magnús Óskarsson, 11 ára, sem
veiddi fiskinn. Þetta var 16 punda
lax og hann tók maðkinn hjá
stráknum," sagði Hrafnhildur Sig-
urðardóttir í gærkvöldi en hún var
að koma ásamt fleirum úr ánni.
„Þetta var eini laxinn sem við
sáum en áin var mjög vatnslítil
þessa dagana. Magnús var með lax-
inn í 15 mínútur og tókst að landa
honum við erfiðar aðstæður inn í
vík en hamrar eru þarna við töku-
staðinn svo aö hvorki verður kom-
ist upp úr eða niður úr á þessum
stað við ána,“ sagði Hrafnhildur í
lokin.
Júlíus enn fremur.
Það er reyndar kraftaverk að lax
skuli veiðast í Laxá í Nesjum því
að net hafa veriö girt fyrir ós henn-
ar og því erfitt fyrir laxinn að kom-
ast í ána.
Um síðustu helgi var lögreglan
send á staðinn til aö hirða net og
tók nokkur þeirra í sína vörslu.
Magnús Óskarsson, 11 ára, með
fyrsta laxinn úr Prestbakkaá í
Hrútafirði fyrir fáum dögum en
þessi fyrsti lax var 16 punda og
var landað við erfiðar aðstæður.
DV-mynd HR
SeláíVopnafirði:
330 laxar hafa veiðst
- fyrsti kominn úr Prestbakkaá
Allt í veiðiferðina Veiðileyfi í Kvíslárveitur Stórir urriðar %)
LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751