Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 Neytendur verslar í Reykjavík júlia Irodand, DV, Hofa íbúar félagssvæðis Kaupfélags Austur-Skaftfellinga, KASK, eru ánægðir með vöruúrval kaupfé- lagsins og gæöi varanna en ekki með vöruverðiö sem þeir telja reyndar mikilvægast. Þetta kem- ur fram í könnun sem skóla- meistari, kennarar og nemendur Framhaldsskólans í A-Skafta- fellssýslu unnu fyrir KASK en hún átti aö sýna viðhorf ibúa fé- lagssvæöisins til verslunarhátta dagvöruverslana félagsins frá Fagurhólsmýri til Ðjúpavogs. Athygli vakti að íbúar Djúpa- vogshrepps skáru sig úr í könn- uninni. Þeir voru td. mun ánægðari en aörir með viðmót starfsfólks KASK ' en mun óánægðari með vöruverð og vöruúrval. Samkvæmt könnun- inni hafði liðlega helmingur þátt- takenda í Djúpavogshreppi keypt matvöru sína í Reykjavík á tima- bilinu en um 40% allra þátttak- endanna höföu keypt matvöru í Reykjavik undanfarna 12 mán- uði. Af þessu má ráða að nokkuð vantar á að fóik versli í sinni heimabyggð. Könnunin fór fram í gegnum síma um mánaðamótin febrúar-mars i vetur og í úrtak- inu voru 233. Af þeim náöist í um 70% en um 10% neituöu að svara. Hagstætt verð hjá Valbergi Helgi Jónason, DV, Ólafefirði: Verslunin Valberg í Ólafsfirði kom best úr af verslunum utan Akureyrarsvæöisins i verökönn- un sem Neytendafélag Akureyrar og nágrennis framkvæmdi í ell- efu verslunum i Eyjafiröi. Vöruverð í Vaibergi er einungis 4% hærra en í Hagkaupi á Akur- eyri og hefur þaö komið mörgum á óvart, ekkí síst þeim sem leggja leið sína inn á Akureyri til aö kaupa lífsnauðsynjar. Það fólk hefúr staðið í þeirri trú að vöru- verð á Akureyri sé lágt en vöru- verð í Ólafsfirði sé rajög hátt. Tvær matvöruverslanir eru í Ólafsfirði, Valberg og útibú KEA. Vöruverö í KEA er 5% hærra en í Valbergi samkvæmt könnun Neytendafélagsins. Ranglát mismunun sem ber að afnema Hedgi Jónsaon, DV, Ólafefcrðfi „Verslunin er eini atvinnu- reksturinn sem þarf að þola þaö að þurfa að sækja um leyfi til opinberra aðila til að fá að þjóna neytendum eins og þeir telja hag sínum best borgið og það sem er enn sérkennilegra er að ef þeir fá leyfi til að þjóna neytendum betur þurfa þeir að greiða fyrir það stórar fjárhæðir. Þessi mis- munun rekstrarforma er ranglát og hana ber að afhema,“ segir í greinargerð tillögu bæjarstjómar Olafsfjarðar um að gefa af- greiðslutima verslana í Ölafsflrði frjálsan. Tiliagan var samþykkt í bæjarstjóm en fiutningsmaður hennar var Hálfdán Kristjáns- son. Verðmunurinn á venjulegum síma og GSM-farsíma: T uttugu sinnum dýrara að hringja úr GSM-farsíma - ef hringt er innanbæjar á dag- eða næturtaxta I gær var Póstur og sími búinn að selja 240 nýja GSM-farsíma til áhuga- samra neytenda sem jafnvel höfðu beðið eftir komu tækjanna. Símarnir eru léttir og þægilegir en gallinn er að sá GSM-svæðið fylgir fyrst og fremst þéttbýli og þjóðvegum og sím- talið er mjög dýrt, töluvert dýrara en úr gamla farsímanum og miklu dýrara en símtal úr heimasíma. í grafinu hér á síðunni sést glöggt hversu mikill verðmunurinn er. Tíu mínútna innanbæjarsímtal er 237 krónum dýrara úr GSM en úr heima- síma (munurinn er rúmlega tuttugu- faldur!) og 83 kr. dýrara en úr NMT- farsíma. Það munar um minna. „Heimilissíminn er alltaf ódýrastur og NMT næst ódýrastur. Einstaka sinnum eru NMT og GSM þó jafn dýrir, þ.e. eftir kl. 22 virka daga og eftir kl. 18 um helgar en þá kostar mínútan 16,60 í þeim báðum,“ sagði Hrefna Ingólfsdóttir, upplýsingafull- trúi Pósts og síma, í samtali við DV. Dýrara til útlanda „Það er ódýrara að hringja til út- landa úr NMT-farsíma (gamla far- símanum) en úr GSM-farsíma (þeim nýja) því símtalið úr NMT kostar það sama og úr venjulegum heimasíma. Ég er hins vegar ekki viss um að það verði þannig áfram því þama er svo- lítiö ósamræmi. Það er rökrétt að það sé dýrara að hringja úr farsíma til útlanda þar sem þá er verið að nota bæði farsímakerfið og almenna sím- kerfið. Þannig er það alls staðar ann- ars staðar í útlöndum,“ sagði Hrefna. Hvað kostar 20 mín. símtal til Danmerkur? Heimasíminn Gamli farsíminn GSM-farsíminn 250 kr. 200 150 100 Hvað kostar 10 mín. símtal innanbæjar? Heimasíminn ♦ sama hvert a land sem er Gamli farsíminn* GSM-farsíminn* Farsímanúmerin í GSM-kerfinu munu öll byrja á 989 en næsta vor, þegar öll símanúmer á landinu verða sjö stafa, munu þau byrja á 89. DV-mynd ÞÖK Ef hringt er hins vegar frá útlönd- um til íslands borgar hringjandinn samkvæmt gjaldskrá í viðkomandi lands en ofan á það bætist 15% álag og 24,5% virðisaukaskattur á álagið, eða samtals 18,7%. Stofngjaldið dýrast í NMT Stofngjaldið í NMT er dýrast (11.690 kr.), svo kemur stofngjald venjulegs heimasíma (10.645 kr.), og loks er stofngjald GSM-farsímans (4.360 kr.). Stofngjald GSM er 63% dýrara en stofngjald NMT-símans en þess má geta aö eigendur NMT-síma greiða lægrá (2.330 kr.) stofngjald af GSM. Afnotagjald símanna er einnig mis- jafnt. Gjaldið fyrir heimasíma er 1.382 ársfjórðungslega á meðan það er 1.520 kr. fyrir NMT-síma og 1.900 kr. fyrir GSM-síma. „Það hefur víða verið stefna þeirra sem kynna GSM- kerfið að gera það aðgengilegt með því að bjóða lágt stofngjald en hærra afnotagjald. Viðhorf til verðlagning- ar ráða hverju sinni,“ sagði Hrefna. Sælgætisgerð á TTTr •• F -W X • Hofn í Homafirði Júlía frndand, DV, Höfcu „Þetta gengur vel, viö erum kom- in yfir smábyrjunaröröugieika og erum farin að selja framleiðsluna viðs vegar um landið. Vonandi get- um við aukið úrvalið þegar fram líöa stundir," sagði Jón Sigmar Jóhannsson á Höfn en hann og eig- inkona hans, Róshildur Stígsdóttir, keyptu vélar og áhöld til brjóstsyk- ursgerðar síðastliðið vor og hófu rekstur Sælgætisgerðarinnar Pálmans um síðustu mánaðamót, Þau hafa nú hafið framleiðslu á nokkrum gerðum btjóstsykurs- mola og sleikípinna. „Þjóðhátíð" í Holtagörðum „Það verður hálfgerð þjóöhátíð héma fram yfir helgi, mikiö um uppákomur, veitingar, hljómsveit, Brúðubíllinn og fleira í þeim dúr,“ sagði Gestur Hjaltason, verslunar- stjóri í IKEA, en verslanirnar við Holtagarða voru formlega opnaðar í gærmorgun. IKEA er þar í 9200 fer- metra húsnæði, Bónus í þúsund fer- metrum, Rúmfatalagerinn í 8-900 og ÁTVR í 700 fermetrum. „Viö fómm út í þessa stækkun þar sem erfitt var að fá bílastæði á gamla staðnum og húsnæðið gaf ekki mögu- leika á auknu vöruúrvali. Við þurf- um 30% söluaukningu til að réttlæta þessa fjárfestingu og ég er sannfærð- ur um aö hún verður meiri en þaö. Húsgagnasala dróst saman á tímabili en er nú aftur að aukast,“ sagði Gest- ur en IKEA var áður í 2800 fermetra húsnæði í Kringlunni. Það veröur einnig töluvert rýmra um Bónusverslunina í Holtagörðum en aðrar Bónusverslanir en auk mat- vöm verður þar boðið upp á 250 teg- undir sérvöm, t.d. ódýra sokka, nær- fatnað, boli, búsáhöld og ýmsar raf- magnsvörur. Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar verður um góðar vörur að ræða en þó ekki svokallaðar merkjavörur. Opið verður í Holta- görðum mánudaga til fimmtudaga frá 10-18.30, fóstudaga til 19.30, laug- ardaga frá 10-16 og sunnudaga 13-17. Sértilboð í Holtagörðum í tilefni opnunarinnar býður Bónus upp á eftirfarandi sértilboð í Holta- görðum en þau gilda til miðvikudags. Þar fæst skúringarfata, 101 m/stút, á 109 kr., plastdósasett, 40 stk„ á 797 kr„ hvítir sokkar á 27 kr. parið (8 saman), brauðrist á 1.597 kr„ herra- nærb., 3 stk., 97 kr„ kafiikanna, 11, á 397 kr„ ferða- og eldhúsútvarp á 1.620 kr., hnífaparabakki á 99 kr„ vinnuskyrtur á 677 kr„ 3 stutterma bolir, bómull, á 397 kr., barnastóll á 87 kr„ moppusett á 387 kr., þvotta- poki á 25 kr. og taukarfa m/loki, 501, á 397 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.