Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 11 DV Fréttir Nemar 1 bókagerð fá ekki starfsþjálfunarpláss: Er vandamál allra iðnnema - segir Guðbrandur Magnússon sem á sæti í stýrihópi bókiðngreina „Eg held aö vandamáliö snúist ekki um þetta nýja kerfi og það aö allir nemarnir séu að leita sér að starfs- þjálfun á sama tíma. Þetta er vanda- mál allra iöngreina, sem sagt það að koma nemum á samning. Hitt held ég að sé bara tilviljun að við erum að fara af stað með nýtt kerfí á sama tíma og erfiðleikar koma upp í iðnað- inum,“ segir Guðbrandur Magnús- son sem á sæti í stýrihópi bókiðn- greina, aðspurður út í deilur sem spruttu upp í kjölfar nýs kerfis sem komið hefur verið á hjá bókagerðar- nemum og snúast um það að nýnem- ar eru nú að leita sér að starfsþjáif- unarsamningi á sama tíma og þeir í gamla kerfinu sem eru búnir að ljúka bóklega náminu. „Breytingamar á náminu eru gerð- ar vegna þess að almenn óánægja var með gamla kerfið. Það sem út úr því kom var ekki í neinu samræmi við þær kröfur sem eðlilegar þóttu fyrir þá sem hafa lokið námi í faginu. Skólanám og verklegt nám spila nú mun meira saman og nú þurfa menn að komast á starfsþjálfunarsamning í upphafi náms sem þýðir það að þeir lenda ekki í því að vera búnir að eyða fjórum árum í skólanum og komast síðan ekki á samning. í gamla kerfmu fór innritun í skólann fram óháð því hvort næg pláss voru úti í atvinnulífinu eða ekki.“ Guðbrandur segir að nefnd starfi á vegum menntamálaráðherra við að kanna hversu mikill vandi iðnnema sé við það að komast á samning. í ljós hafi komið að máhð sé ekki eins alvarlegt og menn töldu í upphafi en endanlegar tölur hggi ekki fyrir. „Eg get alveg fallist á það að stóran hluta vandamálsins megi rekja til erfiðleika í iðnaðinum í heild en það sem við höfum verið að deila á teng- ist nemunum í gamla kerfinu. Við sjáum ekki betur en þeir hafi gleymst í þessari umræðu þar eð nýju nem- arnir tóku þau pláss sem þeir hefðu gengið í að öðrum kosti. Nemar eiga fulltrúa í stýrihópnum og ég er bjart- sýnn á að þessi mál muni leysast," sagði Páll Svansson, formaður Fé- lags bókagerðarnema. Tillaga sjávarútvegsráöuneytisins: Stærsta lokun veiðisvæðis - gullkarfastofninn talinn í miMUi hættu „Þetta er trúlega stærsta lokun á veiöisvæði sem við höfum lagt til. Þessar tillögur mótast ekki síst af þeim yfirlýsingum sem komið hafa frá sjómönnum um ástandið á þess- um veiðisvæöum," segir Jón B. Jón- asson, skrifstofustjóri hjá sjávarút- vegsráðuneytinu. Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent út til hagsmunaaðila tillögu að stór- felldri lokun á svæðum sem gull- karfi veiöist á. Lagt er til að þessum svæðum verði lokað allt árið meðan karfastofninn er að ná kjörstærö. Eins og skýrt var frá í DV er það útbreidd skoðun bæði vísindamanna og þeirra sem standa að veiðunum að mjög Ula sé komið fyrir karfa- stofninum og þá sérstaklega gull- karfanum, margir telja stofninn komin að hruni. I því ljósi hefur ver- ið send út þessi tillaga að lokunar- svæði sem nær allt frá Víkurál og samfleytt suður á Reykjaneshrygg eöa aUt að 120 sjónulur. Til viðmið- unar er lengd þessa svæðis samsvar- andi því að bein Una væri dregin frá Hornbjargi að Reykjanestá. Þaö vekur athygU að í þessum til- lögum er ekki lagt til bann við veiö- um með risaflotvörpu í Skerjadýpi en þær veiðar hafa verið gagnrýndar af mörgum þar sem verið sé að veiða gotkarfa í stórvirk veiðarfæri. Menn benda á að ekki veiðist lengur í nein- um mæli karfi þar í hefðbundin veið- arfæri. Það nýmæU er í reglugerðinni að opið er á takmörkuðum svæðum inn- an heildarsvæðisins á ákveðnum tímum eða frá 9 á kvöldin tU klukkan 9 á morgnana. Þetta er gert tU þess að hægt sé að veiða ufsa sem veiöist á nóttunni en karfinn veiðist aftur á móti á daginn. Jón segir að ekki hafi borist nein mótmæli vegna þessarar fyrirhug- uðu lokunar. „Það verður haldinn fundur í næstu viku þar sem verður tekin formlega ákvörðun um þessa lækk- un. Við erum nú að bíða umsagnar hagsmunaaðUa og í framhaldi af því verður ákvörðun tekin,“ segir Jón B. Jónasson. Tillaga um reglugerðarlokun vegna veiða á gullkarfa B Tillaga um lokuö svæöi 0 Þegar lokuö svæöi Stykkishólmur - Helgafellssveit: Kosið á ný þann ffyrsta október „Nýjar kosningar hafa verið ákveðnar 1. október nk. Þær voru úrskurðaðar ógUdar eftir að kæra barst á þeim forsendum að auglýs- ing ráðuneytisins um sameiningu Stykkishólms og HelgafeUssveitar birtist í Stjómartíðindum eftir að framboösfrestur til sveitarstjórn- arkosninga rann út,“ sagði Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Sameining sveitarfélagsins var jafnframt kærð og bíða menn eftir niðurstöðu úr því máli. Fari svo aö sú kosning verði einnig dæmd ógUd þarf að kjósa um sameiningu að nýju og í framhaldi af því vænt- anlega tíl nýrrar sveitarstjómar. Sex notaðir bílar á gjafverði! ALLT AÐ 36 MÁN. GREIÐSLUKJÖR! Subaru Justy J-12 ’91, Peugeot 405 GR 1900, ’91, ek. 40.000, 5 g., rauður, útv., segulb. ek. 62.000, 5 g., rauður, útv., segulb., Verð 790.000. sumar/vetrard. Verð 890.000. jf i'piiiIIIIIIIHIIIIIIÍIIÍI i if •iMHF’ir ' - Saab 900i ’87, Lada Samara 1500, ’90, ek. 126.000, beis met., útv., segulb., ek. 46.000, Ijósbrúnn, 5 q., sumar/- sumar/vetrard., sjálfsk. V. 640.000. vetrard. á felgum. V. 280.000. 1 - . Mazda 323 GLX 1600, ’91, ek. 24.000, grár, met., sjálfsk., sumar/- vetrard., útv., segulb. V. 840.000. Suzuki Swift GL '91, ek. 26.000, sjálfsk., rauður, útv., segulb., sumar/vetrard. V. 630.000. Opið laugard. 10-16. Opið sunnud. 13-16. FAXAFENI 8 • SIMI 91- 685870

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.