Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Page 2
2 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 Fréttir Vandræðalegustu málin á stjómmálaferli Guðmundar Ama: Misvindasöm ráðherratíð og umdeildar ákvarðanir - galdrabrennur og ofsóknir, segir Guðmundur Árni Stefánsson Stjórnmálaferill Guðmundar Árna Stefánssonar félagsmálaráðherra hefur verið misvindasamur undan- farið ár eða frá því hann tók við ráð- herraembætti i heilbrigðisráðuneyt- inu sumariö 1993. Ákvarðanir ráð- herrans hafa gjarnan verið umdeild- ar og má segja að hvert hneyksliö hafi rekið annað á þessum stutta ráð- herraferli. Mörg málanna eiga rætur að rekja til þess sem sumir myndu kalla einræðistíma Guðmundar Árna í bæjarstjórastól Hafnarfjarð- ar. Ekki verður farið í smáatriðum í ráðherraferil Guðmundar Árna heldur aðeins tæpt á vandræðaleg- ustu málunum. Málefni húsnæðisnefndar Hafnar- fjarðar hafa verið ofarlega á baugi undanfarin ár og má segja að ráðning Jónu Óskar Guðjónsdóttur, flokks- systur Guðmundar Árna Stefánsson- ar, í starf forstööumanns haustið 1990 haíi verið lognið á undan storm- inum. Ráðningin var umdeild á sín- um tíma og lauk forstöðumannsferli Jónu Óskar í sumar eftir að úttekt var gerð á fjármálum nefndarinnar. Jóna Ósk var ráðin stjómarformað- ur Hollustuverndar ríkisins í byrjun þessa árs en Hollustuverndin heyrir undir heUbrigðisráðuneytið. Guömundur Árni Stefánsson tók við ráöherrastólnum í heilbrigðis- ráðuneytisins sumarið 1993 og voru miklar vonir bundnar við framtaks- sama bæjarstjórann úr Hafnarfirði. Fljótlega kom í ljós að ráðherrann fékk þriggja mánaða biðlaun frá Hafnarfjarðarbæ. Hann réð mág sinn til sín sem aðstoðarmann og Steen Johansen, samstarfsmaöur hans úr Hafnarfirði, var ráöinn upplýsinga- fulltrúi. í sumar kom í Ijós að ráð- Vaxtaskiptasamningur: við 1,07 - næstu fjóra mánuði Seölabankinn hefur gert nýjan samning við banka og sparisjóði um vaxtaskipti fyrir tímabilið 1. september til áramóta. Samning- urinn byggist á þeirri forsendu aö verðbólga næstu fjóra mánuði svari til 1,07% verðbólgu á ári á mælikvarða lánskjaravísitölu. Er það í samræmi viö nýjustu verð- lagsspár Seðlabankans. I samkomulaginu er gert ráð fyrir að bankar og sparisjóðir greiði Seðlabankanum 5,33% nafnvexti af samningsfjárhæö og að Seðlabankinn greiði þeim 4,25% vexti ofan á verðtryggðan höfuðstól. Tilgangurinn með vaxtaskipta- samningi Seölabankans er að draga úr áhættu innlánsstofnana af óvæntri hækkun verðbólgu og hefur hann m.a. stuðlað að lækk- un nafnvaxta þeirra. í fréttatilkynningu frá Seöla- bankanum segir að forsendur nýja samningsins staöfesíihorfur um litlar verðhækkanir á næstu mánuðum. Fortíðarvandi úr Firðinum - vandræöaleg mál á stjórnmálaferli Guðmundar Árna Stefánssonar - Október 1990: Ráðning Jónu Óskar Guöjónsdóttur bæjarfuiltrúa í stöðu forstööumanns húsnæöisnefndar veldur miklum deilum innan nefndarinnar. Nóvember: Eyðsla bæjarsjóðs Hafnarfjarðar hefur fariö verulega fram úr heimildum. Bæjarstjóri og embættismenn fá tekjur umfram umsamin laun. Febrúar 1992: Guðmundi Árna Stefánssyni bæjarstjóra afhentar 5.300 undirskriftir gegn nýja hðhýsinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Fyrri byggingaráformum haldiö til streitu. Júní 1993: Guömundur Árni Stefánsson sest á þing og tekur viö sem heilbrigðisráöherra. Segir bæjarsjöö vel staddan þrátt fyrir skutdir upp á tvo milljarða króna. Ágúst: Heilbrigöisráðherra hefur rúm 470 þúsund krónur í mánaðartekjur eöa um hundrað þúsund krónuryfir ráöherrameöaltali. September: Karl Steinar Guönason þingmaður ráöinn forstjóri Tryggingastofnunar rikisins. Eggert G. Þorsteinsson, þáverandi forstjóri, heldur áfram störfum. Guömundur Árni þiggur biölaun hjá Hafnarfjaröarbæ þrátt fyrir ráöherralaun og fær nýjan ráöherrabíl, Pajero 1991. Ræöur tengdafööur sinn sem húsvörö í Hvaleyrarskóla án þess aö staðan hafi veriö auglýst. Október: Guömundur Árni hefur fengiö milljón í biölaun og haft 700 þúsund í laun á mánuöi. Fer á handboltaleik í staö þess að fara á fund um lokanir leikskóla Rlkisspttalanna. Ræöur Steen Johansen, aðstoöarmann sinn úr Hafnarfirði, upplýsingafulitrúa í heilbrigöisráöuneytinu. Janúar 1994: Guömundur Árni skipar Jónu Ósk Guöjónsdóttur stjórnarformann Hollustuverndar ríkisins. Febrúar: Guömundur Árni tekur Valgerði Guömundsdóttur bæjarfuiltrúa í karphúsiö á árshátíö Alþýðuflokksins í Hafnarfiröi. Samkomulag um aö Tryggvi Haröarson fái annaö sæti á lista flokksins í bæjarstjórnarkosningunum. Júní: Guömundur Árni Stefánsson kjörinn varaformaður Alþýöuflokksins á flokksþingi á Suöurnesjum. Júlf: Guðmundur Árni greíöir Steen Johansen, nánum samstarfsmanni sínum og upplýsingafuiltrúa í heilbrigðisréöuneytinu, 600 þúsund krönur á mánuöi. Sjóöir ráöunéytisins þurrausnir þegar Sighvatur Björgvinsson tekur viö. Árni Mathiesen alþingismaöur gagnrýnir Guömund Arna fyrir aö hafa fariö einn milljarö fram úr fjðrlögum og segir hann óhæfan sem heilbrigöisráöherra. September: Náfrænka Guömundar Árna leigir Ibúö í eigu Hafnarfjaröarbæjar fram hjá kerfinu og greiöir lúsarleigu fyrir. Tryggvi Haröarson bæjarfulltrúi fékk bæjariögmann til aö gefa yfirlýsingu um aö bæjarábyrgö yrði samþykkt í bæjarráöi áöur en ráöiö fjallaöi um erindiö. Framkvæmdastjóri Alþýöublaösins segir aö munnlegur samningur hafi heimilaö blaöinu aö klippa auglýsingar út úr öðrum blööum og birta. Jóhann Óli Guðmundsson á leið með nýtt hlutafé í Eintak: Borga á ógreidd laun að hluta - starfsmenn frestuðu verkfalli Starfsmenn Eintaks fóru í verkfall sl. fimmtudag tíl að mótmæla því að hafa ekki fengið greidd laun síöustu mánuöi. AUt stefndi í að næsta mánudagsblað kæmi ekki út. í gær var hins vegar haldinn starfsmanna- fundur þar sem, samkvæmt heimUd- um DV, var tilkynnt að Jóhann Óli Guðmundsson, forstjóri Securitas, myndi koma með fjármagn inn í rekstur blaðsins og stofnað yrði nýtt hlutafélag. Ennfremur var lofað að gera upp ógreidd laun í áföngum. Hófu starfsmenn þá vinnu á ný. Samkvæmt heimildum DV er stefnt aö því að stofna nýtt hlutafélag um rekstur Eintaks en ekki er ljóst hvernig eignarhlutdeUdin verður. Ljóst þykir þó að Jóhann ÓU muni eiga meirihluta. Formlega á að ganga frá þessu í næstu viku. Á fundinum var lofað að greiða vangreidd laun í þremur hiutum og átti að greiða fyrsta hlutann í gær. Starfsmenn hafa ekki fengið greidd laun fyrir júlí og ágúst og sumir eiga meira inni. Starfsmenn munu hins vegar ekki fá nema hluta þeirra launa sem þeir eiga inni greidd. Boð- ið var á fundinum að þeir fengju 50% af launum fyrir júU greidd og 70% fyrir ágúst. Áfgangurinn yrði í formi hlutabréfa í nýja hlutafélaginu. Stefnt er aö því að Eintak komi áfram út tvisvar í viku, á mánudög- um og fimmtudögum. Breyta á mánudagsblaðinu nokkuð. Meiri áhersla verður lögð á fréttir en verið hefur. í framtíðinni er svo stefnt að útgáfu dagblaðs. Rætt he'fur verið um að Prentsmiðj- an Oddi muni á einhvern hátt tengj- asthinu nýja hlutafélagi, með bein- um eignarhlut í hinu nýja hlutafélagi eöa með niðurfeUingu skulda en Ein- tak skuldar Odda umtalsverðar íjár- hæðir vegna prentunar. „Þetta kemur ekki tíl greina. Þaö eru alveg hreinar línur með það. Við erum bara prentarar og erum ekki á leið í útgáfu," sagði Þorgeir Baldurs- son, framkvæmdastjóri Prentsmiðj- unnar Odda, er DV bar þetta undir hann. Árni Benediktsson, framkvæmda- stjóri Eintaks, vildi ekki tjá sig um máUö að öðru leyti en því að unnið væri að fjárhagslegri endurskipu- lagningu blaðsins. Ársþing Sambands sveitarfélaga: Vilhjálmur Þ. endurkjörinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var endurkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á ársþingi þess sem lauk á Akureyri í gær. FuUum stuðningi var lýst við það að sveitarfélögin tækju yfir rekstur grunnskólanna með þremur fyrir- vörum þó. í fyrsta lagi aö fullt sam- komulag náist miUi rUcis og sveitar- félaga um flutning verkefna og tekju- stofna, í öðru lagi að vandi sveitarfé- laga viö yfirtökuna verði minnkaöur með jöfnunaraðgerðum og í þriðja lagi að samkomulag náist um réttindi og kjör kennara við yfirtökuna. Nýja stjóm skipa Sigrún Magnús- dóttir, Reykjavík, Ólafur Þór Sverr- isson, Stykkishólmi, Ólafur Krist- jánsson, Bolungarvík, Valgarður Hilmarsson, Engihlíðarhreppi, Sig- ríður Stefánsdóttir, Akureyri, Guð- mundur Bjamason, Neskaupstað, Magnús Karel Hannesson, Eyrar- bakka, og Ingvar Viktorsson, Hafn- arfirði. herrann heíði þurrausið sjóði hefi- brigðisráðuneytisins og borgað Steen 600 þúsund í laun á mánuði. Nýjasta dæmið af vandræðaUsta Guðmundar Árna er klúður með fjögurra herbergja íbúð sem bæjar- sjóður fékk upp í skuld vegna lóða- gjalda. Árið 1991 var íbúðin leigð Helgu Friðfinnsdóttur, skólastjóra og frænku Guðmundar Árna, fyrir 30 þúsund krónur á mánuði. . Annað dæmi af vandræðalistanum eru nýlegar yfirlýsingar Ámunda Ámundasonar, framkvæmdastjóra Alþýðublaðsins, en hann segir að munnlegur samningur hafi verið í gUdi um að blaðið mætti klippa út auglýsingar bæjarins úr öðrum blöð- um og birta. Og tU að kóróna allt hefur komið í ljós að Tryggvi Harðarson, bæjarfull- trúi og náinn samstarfsmaður félags- málaráðherra, fékk bæjarlögmann til að gefa yfirlýsingu um að ákveð- inn einstaklingur fengi bæjarábyrgð fyrir bankaláni daginn fyrir kosning- ar í vor. Ekki tíðkast að gefa einstakl- ingum bæjarábyrgðir í Hafnarfirði. „Það er alveg ljóst að einhvers stað- ar er einhver að leggja mig og mín störf í fullkomið einelti. Ég býð DV velkomið í hóp þeirra sem taka þátt í þessum galdrabrennum og ofsókn- um. Þessir svokölluðu fjölmiðiar hafa varað sig á því að spyrja mig um eitt eða neitt í þessu sambandi eða greina frá því að langflest hefur þetta verið fuUkomlega rakalaust og þvættingur," segir Guðmundur Árni Stefánsson félagsmálaráðherra. Stuttar fréttir Erfittaö semja Formaður Kennarasambands íslands telur erfitt aö sernja við kennara um kaup og kjör á með- an ekki er ijóst hvaö veröur um ný grunnskóialög. RIJV greindi frá þessu. Vei hefur gengið hjá dótturfyr- irtæki Islenskra sjávarafurða að selja lýsing frá Namibíu. Sam- kvæmt RÚV er búið að selja 2 þúsund tonn frá þvi í vor en lýs- ingur er fiskur af þorskaætt. ÁrmannsfeU skilaði hagnau, fyrstu sex mánuði ársins upp á tæpar 7 milijónir króna sem er svípuð alkoma og í fyrra. Svelnbjörnhættir Sveinbirni Dagfimrssyni, ráðu- neytisstjóra í landbúnaðai-ráðu- neytinu, hefur verið veitt lausn frá embætti að eigin ósk frá 1. nóvember nk. Embættið hefur verið auglýst laust til umsóknai*. SýningiKítta Fyrsta íslenska myndlistarsýn- ingin í Kína var opnuð í Beijing í gærmorgun. Svavar Gestsson, fyrrum menntamálaráöherra, flutti þar m.a. ávarp. Sjálfvirk skitti Vegageröin hefur tekiö í notkun sjáifvirk viðvörunarskilti vegna sandfoks á Mýrdalssandi. Aö auki hefur sjálfvirk veðurathug- unarstöð verið sett upp á sandin- um. Þetta kom fram í RÚV,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.