Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Side 14
14
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Bandalag erkiklerka
Athyglisvert afturhaldsbandalag hefur myndazt milli
kaþólsku kirkjunnar í Vatíkaninu og róttækra leiðtoga
íslams gegn uppkasti undirbúningsnefndar að ályktun
mannfiölda- og þróunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna,
sem hefst í Kaíró í Egyptalandi á mánudaginn.
Orðalagið, sem fer í taugar hinna róttæku afturhalds-
manna, er í rauninni varfæmislegt, enda hefur það út-
vatnazt í meðfórum 170 ríkja, sem hafa tekið þátt í undir-
búningi ráðstefnunnar. En það miðar að auknum áhrif-
um einstaklinga, einkum kvenna, á fjölskyldumál.
Hinir guðfræðilegu róttækhngar telja, að orðalagið
leggi blessun yfir fóstureyðingar og vestrænt lauslæti í
kynlífi. Þessi túlkun þeirra er einkar frjálsleg, því að
ályktunin íjallar fremur um, hvemig megi draga úr þörf
fóstureyðinga og stuðla að ábyrgðartiifmningu fólks.
Flestir aðrir en róttæklingamir telja, að nauðsynlegt
sé að draga úr fólksfjölgun í heiminum. Bent er á Rú-
anda sem dæmi um vandann. Þar fjölgaði fólki frá 1950
til 1994 úr 2,4 milljónum í 8,4 milljón manns. Landið stóð
ekki undir þessu, svo að úr varð illræmd borgarastyijöld.
íbúafjöldi jarðar hefur tvöfaldazt síðan 1950 og nemur
nú 5,6 milljörðum. Mest hefur fólksfjölgunin orðið í ríkj-
um, þar sem minnstir em möguleikar á að brauðfæða
íjölgunina. 70% aukningarinnar em í löndum, þar sem
fjölskyldutekjur em innan við 4.000 krónur á mánuði.
Andstaða klerka Vatíkansins og íslams við aðgerðir
gegn fólksfjölgun endurspeglar kvenhatur þeirra. Það
hefur farið vaxandi í Vatíkaninu í páfadæmi Jóhannesar
Páls, sem hefur á mörgum sviðum reynt að færa klukk-
una aftur á bak. Og kvenhatur íslamsklerka er alþekkt.
Klerkabandalagið hefur gengið svo langt, að sendimað-
ur Páfastóls fór til írans til að samræma aðgerðir með
erkiklerkum Persa, sem þykja klerka fjandsamlegastir
öllu því, sem minnir á vestrænan nútíma. Stjóm írans
sjálf hyggst þó taka þátt í ráðstefnunni í Kaíró.
Mörg ríki íslams hafa tekið þátt í fj ölskylduáætlunum
í anda fmmvarpsins að Kaíró-ályktuninni, flest önnur
en afturhaldsríki olíufursta á Arabíuskaga. Hin nýja
andstaða er því afturhvarf frá nútíma, eins og hann hef-
ur verið í löndum á borð við Egyptaland og Tyrkland.
Bakslag íslams birtist meðal annars í, að afturhaldsrík-
in Sádí-Arabía og Súdan ætla ekki að taka þátt í ráðstefn-
unni og þjóðarleiðtogamir Tansu Ciller frá Tyrklandi og
Khalida Zia frá Bangladesh hafa hætt við komu. Presta-
háskóhnn A1 Azhar í Kaíró hamast gegn ráðstefnunni.
Sagnfræðingar leika sér að getgátum um, að þriðja
heimsstyrjöldin muni geisa milli veraldlegra, vestrænna
lýðræðisríkja annars vegar og hins vegar trúarlegra og
afturhaldssamra ríkja íslams. Þeir benda á vaxandi bar-
áttu róttækra íslamsklerka gegn vestrænum áhrifum.
Þótt afturhaldið kunni ekki að fara svo mikið úr bönd-
um, er ástæða til að vekja athygli á þeim félagsskap, sem
afturhaldssemi Jóhannesar Páls páfa hefur kahað yfir
kaþólsku kirkjuna. Hann er að skipa henni í sveit gegn
vestrænum nútíma, sem er eina birtan í nútímanum.
Hin veraldlegu nútímaríki á Vesturlöndum hafa fund-
ið leið úr miðaldamyrkri fátæktar og grimmdar inn í
vestrænt lýðræði, þar sem einstaklingar og fjölskyldur
hafa margfalt betri möguleika en nokkru sinni áður í
veraldarsögunni til að njóta fegurðar og menningar.
Með andstöðu sinni við grandvaharhugsjónir einstakl-
ings- og íjölskyldufrelsis era erkiklerkar kaþólsku og ís-
lamstrúar að tefla sér í hlutverk Satans í nútímanum.
Jónas Kristjánsson
Mannfjölda-
ráðstefna vek-
ur trúardeilur
Um síöustu aldamót voru jaröarbú-
ar tveir milljaröar talsins eftir því
sem næst verður komist. Um alda-
mótin sem nú eru skammt fram-
undan er gert ráð fyrir að mann-
kynið verði komið upp í sex millj-
arða. Með sama áframhaldi nær
mannfjöldinn á hnettinum tíu
milljörðum um miðja næstu öld.
Á þéttbýlustu svæðum Asíu, fjöl-
mennustu heimsálfunnar, er ör-
tröðin orðin slík að stjórnvöld hafa
gripið til verstu óyndisúrræða til
að hamla gegn fólksíjölguninni. í
Kína hefur ríkisvaldið látið það boð
út ganga að hjón skuli ekki eignast
nema eitt barn og valdboðinu er
þegar verst lætur fylgt eftir með
því að neyöa konur til fóstureyð-
inga. Á Indlandi hefur verið beitt
ófrjósemisaðgerðum í stórum stíl,
jafnt á konum og körlum og stund-
um með nauðung.
Sameinuðu þjóðirnar hafa efnt til
tveggja alþjóðaráðstefna um mann-
fjölgun og sú þriðja á að heíjast í
Kaíró á mánudaginn. Fyrri ráð-
stefnumar sættu ekki miklum tíð-
indum en öðru máli gegnir um þá
sem stendur fyrir dyrum. Trúar-
leiðtogar með Jóhannes Pál páfa
annan og íslamskar trúarstofnanir
í fararbroddi hafa síðustu mánuði
farið hamforum gegn þeim köflum
gmndvallarskjals ráðstefnunnar
sem Qalla um viðkomu mannkyns-
ins.
Meginástæðan til þessara hörðu
viðbragða kaþólks klerkdóms og
íslamskra kennimanna er niður-
staða undirbúningsfundar að
Manntjöldaráðstefnunni í New
York í mars. Þar urðu ofan á kven-
frelsissjónarmið þar sem áhersla
er lögð á að aukið vald kvenna yfir
eigin lífi, bæöi hjúskap og tímgun,
sé skilvirkasta leiðin til að hafa
hemil á mannfjölgun og skapa þar
með bætt skilyrði til að auka hfs-
gæðin fyrir þá sem í heiminn koma.
Því er hvatt til að konur fái sjálf-
ar að ráða gjaforði sínu en séu ekki
seldar í hjúskap að ráði forsjár-
manna, jafnvel á barnsaldri. Sömu-
leiðis er lagt til að fræðsla um fjöl-
skylduáætlanir og getnaðarvarnir
sé þáttur í stórefldri heilsugæslu
kvenna. í þessu sambandi eru not-
uð orðatiltæki eins og „myndug-
leiki kvenna“, „kynlífsheilsa" og
„æxlunarheilsa."
Fulltrúar Páfagarðs á fundinum
í New York komu fram ýmsum
breytingum á upphaflegum texta
skjalsins en páfi ákvað að hvergi
nærri nóg væri að gert. Kvaddi
hann saman karíndálastefnu í júní,
þar sem 114 af 139 höfuðklerkum
kaþólsku kirkjunnar vöruðu við að
ráðstefnan í Kaíró yrði vettvangur
„menningarlegrar heimsvalda-
stefnu“ þar sem samsinnt yrði
Erlend tídindi
Magnús Torfi Ólafsson
„fóstureyðingum eftir pöntun,
lauslæti og afbakaöri fjölskyldu-
mynd“.
Jafnframt sendi páfi menn til ísl-
amskra ríkja, þar á meðal írans og
Líbýu, til að leita samstöðu í Kaíró.
í framhaldi af því kom yfirlýsing
frá A1 Azhar-háskólanum í Kaíró,
helsta fræðasetri íslams um aldir.
Þar er tekið undir gagnrýnisatriðin
frá Páfagarði og ýmsu bætt við, svo
sem að grundvallarskjalið, sem
leggja á fyrir Mannfjöldaráðstefn-
una, ýti undir vændi og homma-
lifnað.
Alkirkjuráð kirkna mótmælenda
og réttrúnaðarkirkjunnar hefur
mótmælt afstöðu kennivalds ka-
þólskra og íslamstrúarmanna til
Kaíróráðstefnunnar og sér i lagi
öfgafullri túlkun þeirra á einstök-
um atriðum grundvallarskjalsins.
Áhrif klerkavaldsins eru þegar
farin að segja til sín. Enn einn
ágreiningur hefur bæst við innan
ríkisstjórnar Ítalíu og að þessu
sinni um afstöðuna á ráðstefnunni
í Kaíró. Saudi-Arabía, Súdan og
Líbanon hafa afboðað þátttöku í
ráðstefnunni.
Khahda Zia, konan sem er for-
sætisráðherra Bangladesh, þess
þróunarríkis með ofsetið land sem
talið er hafa náð bestum tökum á
ofljölgun fólks með fræðslu og
getnaðarvörnum, hætti við að
sækja ráðstefnuna. Benazir
Bhutto, forsætisráðherra Pakist-
ans, hafði tekið að sér að flytja eina
aðalræðu ráðstefnunnar en síðast
þegar fréttist var óvíst að hún léti
sjá sig í Kaíró.
Svo hefur íslamshópurinn,
egypsk hryðjuverkasamtök ofsa-
trúarmanna, lýst yfir að enginn
erlendur fulltrúi á Mannfjöldaráð-
stefnunni í Kaíró skuli geta verið
óhultur um líf sitt en búist er við
að þeir nálgist 20.000 með öllu
starfsliði.
í þessum hamaga'ngi hefur lítið
farið fyrir niðurstöðu mannfjölda-
sérfræðinga Páfalegu vísindaaka-
demíunnar sem birt var eftir
tveggja ára starf um samá leyti og
kardínálastefnunni lauk. Þar segir
að óheft mannfjölgun sé óbærileg
jörðinni til frambúðar og miða
verði við tveggja barna fjölskyldu
sem meðaltal eigi að afstýra óleys-
anlegum vanda. Páfi afneitaði um-
svifalaust þessari niðurstöðu sinna
eigin vísindamanna.
Jóhannes Páll páfi annar í áheyrn á miðvikudag, þegar Páfastóll ítrekaði
í yfirlýsingu gangrýni sina á SÞ og Bandarikjastjórn fyrir undirbúning
Mannfjöldaráðstefnunnar. Símamynd Reuter
Skoðanir annarra
Poul Nyrup þekkir Machiavelli
„Leið Pouls Nyrup Rasmussen til valda sýnir að
hann er vel heima í Machiavelli. Vendingar hans við
undirbúning komandi þingkosninga sýna einnig að
hann er vel að sér í Clausewitz. Þrátt fyrir erfiðar
aðstæður hefur hann sýnt óviðjanfanlega her-
kænsku sem forsætisráðherra. Eins og góðum her-
foringja sæmir hefur Poul Nyrup haldið frumkvæð-
inu og náð að koma andstæðingum sínum á óvart.
Hann ræður hvar víghnan hggur.“
Úr forystugrein Jyllands-Posten, 28. ágúst.
Clinton á undanhaldi
„Tæpum tveimur vikur eftir að Bill Clinton lýsti
því yfir að hann myndi aldrei láta Fídel Kastró ráða
breytingum á stefnu Bandaríkjanna í málum inn-
flytjenda býður forsetinn það fram sem Kúbuleiðtog-
inn var að leita eftir. Eftir helgina hefjast í New
York viðræður þar sem boðið verður upp á aukinn
kvóta fyrir löglega innflytjendur frá Kúbu ef Kastró
lofar að stööva fjöldaflótta fólks á bátræksnum yfir
til Flórída. Þessi umskipti eru vandræðaleg fyrir
stjórnina sem þegar er fræg fyrir hringlandahátt í
utanríkismálum."
Úr forystugrein The New York Times, 1. sept.
Konungdæmið óhaggað
„Niðurstöður skoðanakönnunarinnar um vin-
sældir kosnungsfjölskyldunnar koma á óvart. Tveir
af hverjum þremur Bretum bera mikla eða mjög
mikla virðingu fyrir konungdæminu. Það sem þegn-
ar hennar hátignar Bretadrottningar hafa fengið nóg
af er ekki konungdæmiö heldur sögum af konungs-
fjölskyldunni. Við byðjum því lesendur afsökunar á
„konunglegri frétf ‘ okkar á forsíöunni í dag.“
Úr forystugrein Indipendent, 28. ágúst.