Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Page 18
18
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
Dagur í lífi Eddu Guðmundsdóttur:
Tekið upp úr töskunum
Þegar blaðamaður DV hringdi til
mín í morgun (sl. þriðjudag) stóð ég
og horfði yfir fullar ferðatöskur, úlp-
ur, stígvél, veiðigræjur, hundamat
pg fleira dót og var að safna kröftum.
í þeirri atrennu tók ég ekki upp úr
töskunum en ákvað þess í stað að fá
mér gott kaffi og ristað brauð með
osti og líta í blaðabunkann sem eftir
tveggja vikna fjarveru var orðinn
töluverður. Ég var dágóða stund að
því.
Til að reyna aö fresta því leiðinda-
verki að taka upp úr töskunum tók
ég fram dagbókina mína. Við hjónin
erum nýkomin úr heilmikilli ferð um
hálendi íslands. Fórum eiginlega
hringferð. Ég skrifaöi punkta eftir
hvem dag en nú var eftir að full-
komna verkið. Ég ákvað að fylla
strax í eyðurnar meðan minning-
arnar væru nokkurn veginn skýrar.
Fyrst fórum við norður í land, þá
suður um Kjöl og hittum kunningja
okkar, þrenn önnur hjón, á Hellu.
Þau voru síðan með okkur í ferð-
inni. Þar næst fóram við Fjallabaks-
leið syðri, með viðkomu á ýmsum
fallegum og sögulegum stöðum, en
þar er draugagangur í hveijum
skála.
Næst var haldið í Lakagíga, þann
sama dag í Núpsstaöarskóg og staldr-
að við í fógra veðri á báðum þessum
stöðum. Skaftafell var næst á dag-
skrá og þar var gist í nágrenni. í
dásamlegu veðri, sól og logni, héld-
um viö síðan, meö viðkomu á ýmsum
stöðum, í Lónsöræfi. Þangað hggur
allhrikalegur fjallvegur og eins gott
að vera vel útbúinn með bremsurnar
í lagi. Útsýni af fjallgörðum er stór-
fenglegt og minnisstætt að standa á
Illakambi og horfa yflr djúpa dahna
og háa fjallatoppana 1 sérkennilegri
birtu, sem gerði liti landslagsins
óvenjulega og óraunveralega. Þar
sést niður í dali þar sem fólk bjó áður
fyrr.
Þetta fórum við á einum degi með
nánast öll þægindi með okkur, jafn-
hjónin vorum heila tvo tíma að tína
ber á leið okkar í bæinn og fundum
töluvert af bláberjum. Nú var að þvo
þau og hreinsa, aðailega þau sem
Steingrímur maðurinn minn tínir,
því hann tínir með beijatínu en ég
tíni aftur á móti tvöfalt minna og
bara stærstu berin. Mín ber nota ég
í deserta en Steingríms í sultu og
kökur.
Pantað í myndlist
Þetta innihaldsríka verk stóð þar
til Hlíf dóttir mín birtist með Stein-
grím son sinn sem hér er rétt hjá í
leikskólanum Kjarrinu á daginn. Við
fórum að skoða htið parhús sem hún
og Eyjólfur maður hennar eru búin
aö taka á leigu. Steingrímur hth er
mjög hrifinn af húsinu. Þar er fjólu-
blátt herbergi sem hann á að fá.
Eftir þetta veraldlega vafstur
ákvað ég að snúa mér að öðru.
Hringdi í Rúnu myndhstarkennara
og pantaði hjá henni tíma fyrir vetur-
inn en þar hef ég verið mér til ánægju
öðra hvoru undanfarið.
Það var rólegt yfir kvöldmatnum
því Steingrímur var á fundi á Þing-
völlum með efnahagsnefnd Aiþingis.
Nú var hann staddur þar á öðrum
forsendum en áður. Og Guðmundur,
yngri sonur okkar, nýfluttur að
heiman. Tók reyndar tölvuna með
sér svo að ég leitaði uppi gamla raf-
magnsristvél til að koma þessu á
blað. Þvílíkur munur á tækni nútím-
ans og þeirri gömlu. Var þó raf-
magnsritvélin mikil framfór á sínum
tíma.
Ég horföi bæði á fréttir á Stöð 2 og
ríkissjónvarpinu enda htið séð af
þeim að undanfórnu. Fleira freistaði
mín ekki þar. Ég brá mér út í garð,
þar sem rósirnar mínar, sem sumar
hveijar eru orðnar yfir 15 ára, hafa
blómstrað óvenju fallega í sumar.
Hreinsaði burt þær sem voru farnar
að visna og andaði að mér ilmi
þeirra.
DV-mynd Brynjar Gauti
sjónvarpinu, sem hafði verið týnd
um nokkurt skeið, í einni skjóðunni.
Hún hafði greinilega „dottiö" ofan í
hana óvart.
Um hádegi kom Erla tengdadóttir
mín með Steingrím Hermannsson
yngri, átta mánaða gamlan, í heim-
sókn. Hann fékk skeifu þegar hann
sá mig, enda hefur hann ekki séð
mig í þijár vikur. En svo lagaðist það
og ég fékk að sjá ahar fimm tennurn-
ar hans.
Næsta mál snerist um bláber. Við
Edda Guðmundsdóttir hlúir að rósunum í garðinum.
vel síma. Ég verð yfirleitt hálfloft-
hrædd þegar ég stend svona „hátt“
en hundurinn okkar, Nonni, virðist
njóta þess og fer ætíð fremst fram á
gnýpurnar, horfir fránum augum th
ahra átta og virðist hugsa eitthvað
merkilegt. E.t.v. eins og Matthías
orti forðum: „Mörg skin á himni
hjartans saga, sem hér er greftruð
og gleymd".
Fjarstýringin
Það tók eins og gefur að skilja tölu-
verðan tíma að fyha inn á mihi
línanna í dagbókinni. Margt
skemmthegt og eftirminnilegt gerð-
ist. Eftir þessar skriftir sneri ég mér
loks að ferðatöskunum mínum. Ég
var eftir allt saman eldfljót að þessu.
Hreint hér, óhreint þar, uharsokkar
og peysur, veiöiúipur og flugnanet á
sinn stað og svo framvegis. Ég fann
mér til undranar fjarstýringuna af
Finnur þú fimm breytingar? 273
Þetta hár er ekki af neinni af mínum hárkollum, Siggi.
Nafn:
Vinningshafar fyrir tvö hundrað sjötugustu og
fyrstu getraun reyndust vera:
1. Birna Þorbjörnsdóttir, 2. Jenny Johansen,
Hvammstangabraut 20, Skallagrímsgötu 3,
530 Hvammstanga. 310 Borgarnesi.
Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn
eins en þegar betur er að gáð kemur í ijós
að á mvndinni til hægri hefur fimm atrið-
um veriö breytt. Finnir þú þessi fimm at-
riöi skaitu merkja við þau með krossi á
myndinni th hægri og senda okkur hana
ásamt nafni þínu og heimihsfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum við nöfn
sigurvegaranna.
1. verðlaun
Grundig útvarpskiukka að verðmætí 4.860
krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf.
2. verðiaun:
Fimm Úrvalsbækur. Bækumar, sem era
i verðlaun, heita: Þú ert spæjarinn, Sím-
iim, Á ystu nöf, í heigreípum haturs og
Lygi þagnarinnar. Bækurnar eru gefnar
; út af Fijálsri fjölmiölun.
Merkiö umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytiugar? 273
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík