Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 Þrefaldur íslandsmeistari í maraþoni: „Ég er engin undrakona. Þaö eru margar konur sem gætu gert það sama og ég,“ segir Anna Cosser, fer- tug þriggja barna móöir, sem byrjaði að skokka reglulega árið 1988 og er nú þrefaldur Islandsmeistari í mara- þonhlaupi. Flestir þeir sem hlaupa reglulega vita hver Anna er og dást að krafti hennar. Áður en Anna fór að skokka hafði hún verið í venjulegri kvennaleik- fimi en átti erfitt með að sækja fasta tíma sökum vinnu og bamauppeldis. „Eftir að börnin vora orðin þrjú var það erfiðara. Ég var líka stundum að kenna á kvöldin. Þá var miklu sniðugra að fara út að skokka þegar mér hentaði, í svona 20 til 30 mínút- ur. Þaö kostaði ekkert. Það var pirr- andi að vera að borga fyrir leikfimi- tíma sem maður komst svo ekki í.“ í maraþon fyrst fyrir3 árum Sama ár og Anna byijaði að skokka reglulega tók hún þátt í 7 km skemmtiskokki í Reykjavíkurmara- þoninu en ári seinna skellti hún sér í hálft maraþon. Hún hafði þá lengst hlaupið 15 kílómetra. Það var svo fyrir þremur árum sem Anna hljóp heilt maraþon í fyrsta skipti og bar hún sigur úr býtum. í fyrra varð hún í fjórða sæti og núna varð hún önnur á 2:58,2. Markmiðið var að rjúfa þriggja tíma múrinn og það tókst. „í hvaða sæti maður lendir fer hins vegar allt eftir því hvaða útlendingar koma hingað,“ bendir Anna á. Til íslands að læra forníslensku Sjálf er hún reyndar útlendingur, ahn upp í London, en fluttist til ís- lands fyrir 16 árum ásamt eigin- manni sínum, Jeffrey, sem er frá Zimbabwe en af breskum ættum. Ástæðan fyrir komu þeirra hingaö var áhugi Jeffreys á forníslensku. En hvernig stendur á slíkum áhuga hjá manni sem ahnn er úpp í Zimbabwe? „Hann fór í háskóla á írlandi til þess að lesa bókmehntir og þar kviknaði áhuginn á íslenskum fom- bókmenntum," útskýrir Anna. Þar kviknaði einnig ást milli hennar og Jeffreys því það var á írlandi sem þau kynntust. Anna var þar við nám í ensku og frönsku. Hér ætluðu þau bara að dvelja um nokkurra ára skeið við íslenskunám en fengu að því loknu bæði vinnu við ensku- kennslu og ákváðu að vera um kyrrt. Venstfljótt vonduveðri Anna nefnir að fyrir hlaupara geti veðrið á íslandi stundum verið erfitt. „En ég fer alltaf út nema í hálku og roki. Það má ekki hætta að skokka þótt veðrið sé vont. Maður venst því fljótt og verður bara að klæða sig - segir Anna Cosser sem byrjaði að skokka fyrir 6 árum Bömin þrjú, Helga Valdís, 7 ára, Sólveig Edda, 12 ára og Stefán Arthur, 9 ára, eru stolt af hlaupadrottningunni móður sinni. Kisurnar á heimilinu fengu að vera með á myndinni en kettlingarnir þrir bíða eftir að eignast ný og góð heimili. betur. En konum hættir þó stundum til að klæða sig of mikið og það er heldur ekki gott. Maður kemst fljótt að því að maður er orðinn sæmilega heitur eftir um það bil 5 mínútur." Fyrir konur sem langar að byija að hlaupa segir Anna mikilvægast að skokka reglulega, að minnsta kosti þrisvar í viku. „Ég sé að héraa í Elhðaárdalnum, þar sem ég hleyp oft, eru margar konur að hlaupa og þá oft í hópum. Það er mjög gaman og gagnlegt að vera í hópi en fyrir þær sem langar að fara hraðar getur þaö kannski verið erfitt að stinga upp á slíku í hópnum. En ef konur \dlja bæta árangur sinn er það nauðsyn- legt. Það er ekki hægt að bæta sig ef sama vegalengd er alltaf hlaupin á sama tíma. Mjög gott er að hlaupa hægt og hratt til skiptis. Fyrst er hit- að upp með því aö hlaupa hægt í 15 mínútur. Síöan er hlaupið hratt í 1 mínútu og svo hægt í 1 mínútu. Þetta er gert til skiptis eins lengi og maður þolir.“ Betri líðan Þær eru æði margar mínútumar sem Anna hleypur í hverri viku. Á þessu ári hefur kílómetraflöldinn á viku verið að jafnaöi 70 til 80. Hún hleypur bæði ein og í hópi fleiri hlaupara. Síðasthðin þrjú ár hefur hún stundað æfingar hjá ÍR þrisvar í viku. Anna segist hafa fundið fyrir betri hðan eftir að hún fór að hlaupa. „Þeg- ar maður kemur heim úr vinnu suma daga er freistandi að fá sér kaffi og kökusneið en ef maður fer i staðinn í skokkföt og hleypur svona í kortér verður maður miklu hressari. Það fylgir hka hlaupunum að maður borðar skynsamlegar en áður.“ í flölskyldunni er Anna sú eina sem stundar hlaupin af alvöru. Hún segir eiginmanninn og börnin stundum taka þátt í skemmtiskokki. Þau komi einnig oft með til að hvefla hana í hinum ýmsu hlaupum sem hún tek- ur þátt í. Þessa dagana tekur hún það rólega meðan hún er að jafna sig eftir mara- þonhlaupið en í haust hyggur hún jafnvel á þátttöku í maraþonhlaupi í Dublin og næsta vor er það maraþon- hlaup í London sem heihar. „Ég reikna nú ekki með að ég hlaupi meira en hálft maraþon ef ég fer til Dublinar þar sem ekki er gott að hlaupa maraþon tvisvar með svo stuttu milhbih. Hins vegar langar mig mikið til að taka þátt í Lundúna- hlaupinu í apríl, jafnvel þó æflngar séu erfiðar hér um háveturinn,” seg- ir hún. Bera íslensk nöfn Böm þeirra Önnu og Jeffreys era öh fædd á íslandi og bera íslensk nöfn, Helga Valdís, 7 ára, Stefán Art- húr, 9 ára, og Sólveig Edda, 12 ára. „Við vorum búin að búa á íslandi í flögur ár áöur en elsta bamið fædd- ist og höfðum hug á að vera héma áfram. Þess vegna töldum við að það yrði þægUegra fyrir bömin að bera íslensk nöfn. Þetta eru þó nöfn sem auðveld eru útlendingum," útskýrir Anna og segir það af og frá að þau hafi leitað að nöfnunum í síma- skránni. „Við vorum farin að aðlag- ast landinu og nöfnunum hér,“ segir hún. Fjölskyldan talar þó aUtaf saman á ensku og börnin spyija móður sína á því tungumáli hvemig eigi aö laga kaffi meðan blaðamaður staldrar við. „Við tölum alltaf ensku saman nema þegar gestir eru eða vinir þeirra í heimsókn. Krakkarnir finna lítið fyr- ir að skipta á tungumálum og leið- rétta okkur foreldrana með íslensk- una ef framburður reynist rangur. Þau hta á sig sem íslendinga fyrst og fremst,“ segir Anna. „Við heimsóttum fólkið mitt í Lon- don um páskana og þegar við lentum aftur í Keflavík hrópaði Stefán á ensku svo undirtók í flugvéhnni: „Við erum á íslandi". Þaö fór ekki framhjá neinum hversu glaður hann var,“ segir Anna ennfremur. „Við höfum aUtaf haft gott samband við fjölskyldur okkar bæði í Englandi og í Zimbabwe og höfum heimsótt þær báðar. Móðir mín kom hingað fyrir stuttu og hafði þá á orði að þetta væri í flóránda skipti sem hún kæmi tíl íslands. Henni finnst þetta dásam- legt land og sér vel hveiju við heiU- uðust af.“ - En hvað var það sem heillaöi? „TU dæmist hvað aUt er þægUegt og frekar lítíl umferð. Maður er fljót- ur á mUli staða, t.d. í vinnu. Þar sem ég var uppalin í úthverfi London tók það a.m.k. klukkustund að komast í vinnu. Það er náttúrlega mjög dýrt að lifa hér, matur og fatnaður er dýr en ég held að tekjuskattur sé svipað- ur og heima. HeUbrigðisþjónustan er Uka miklu fullkomnari en þekkist erlendis og margt má nefna sem er hagkvæmara.“ Íslenskirríkis- borgarar Anna segir að það hafi ekki hvarfl- að að þeim að flyfia aftur til Bret- lands. „Við erum ákveðin í búa hér áfram þó veðrið gæti stundum verið betra. Við gerðumst íslenskir ríkis- borgarar fyrir mörgum árum. Reyndar tók þaö langan tima eða tíu ár. Það er mun lengri tími en tíðkast erlendis en þar er það yfirleitt þijú ár. Það tók okkur svolítinn tima að aðlagast þjóðfélaginu enda er það mjög ólíkt því sem við þekktum. Jeffrey var fyrst í námi og ég starf- aði í bókabúð. Þar sem ég starfaði með íslendingum ahan daginn var ég tUtölulega fljót að komast inn í máhð. Jeffrey hafði ágæta undir- stöðu þar sem hann hafði verið að læra fomíslensku." Undanfarin flögur ár hefur Anna kennt ensku í Flensborg í Hafnar- firði. „Eftir að Helga Valdís fæddist fór ég í uppeldis- og kennslufræði en áður hafði ég tekið BA próf. Mér LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 33 ’ finnst mjög gaman að umgangast unga fólkið qg þykir því kennslan skemmtileg. íslenskir unglingar eru amiars mjög góðir í ensku enda hafa þeir alist upp með bandarískum kvikmyndum. Þess vegna eru þeir flestir með amerískan framburð á enskunni. Oft gerir þetta unga fólk sér þó ekki grein fyrir hversu margt það er sem það skilur ekki. Málfar í amerískum hasarmyndum er nefni- lega mjög takmarkað - það vantar heUa vídd í máhð.“ - En nú heyrir maður allt niður í smábörn sletta ensku: • „Það finnst mér mjög bagalegt. Ég vU ekki að farið sé þannig með móð- urmáliö mitt vegna þess að þetta eru ljót orð sem þau nota. Fólkið mitt yrði móðgaö ef svona orð væru sögð í návist þess.“ Engin íþróttakona Anna á eina systur en hún er íþróttakennari í Bretlandi. Hún hef- ur einu sinni komið í heimsókn hing- að til lands. Anna segist aUtaf hafa haft áhuga á íþróttum en aldrei stundað þær fyrr en hún fór að hlaupa. „Áður en bömin fæddust fórum við í flaUgöngur og hjóluðum talsvert um Evrópu, skoðuðum ír- land þannig og Frakkland." Anna var 24ra ára þegar þau Jefirey komu til íslands. Eftir þrjár vikur verður hún fertug. Hún segir aö sig hefði aldrei grunað, þegar þau komu hingað til lands, að hér ættu þau eftir að setjast að. „Ég hefði hvorki trúað að ég ætti eftir að búa hér né heldur að taka þátt í mara- þoni. Mig minnir að það hafi verið ári eftir að Sólveig Edda fæddist sem fyrsta maraþonið fór fram hér á landi, árið 1983. Þá var ég stödd í miðbænum og fylgdist með þegar aUt þetta fólk fór að hlaupa. Ekki datt mér í hug að ég ætti eftir að vera með einhvem tíma,“ segir Anna. - Það er nú heldur ekki lítið að hlaupa 42 kílómetra: „Nei, þetta er náttúrlega langt hlaup sem maður fer ekki í nema vera vel æfður. Hins vegar æfir mað- ur aldrei maraþonhlaup - það er of mikið álag. í mesta lagi hleypur mað- ur í nokkur skipti í tvo til tvo og hálfan tíma. Fyrir maraþonhlaupið verður maður síðan að hvíla vel.“ Passar mataræðið - Er þetta ekki besta leiðin til að halda sér grönnum? Sívaxandi áhugi er hér á landi fyrir heilsurækt af ýmsu tagi, ekki síst hlaupi. Anna Cosser segir að fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum sé farið að hlaupa og hún hefur kynnst mörgu fólki í gegnum hlaupin. „Ætli það sé ekki frekar að sleppa öllum fituríkum mat. Ég er t.d. alltcif með áhyggjur af umframkílóum og verð að passa hvað ég borða. Þó hef ég leyft mér ýmislegt eftir maraþon- hlaupið, fæ mér núna smjör ofan á brauðið. Ég hef annars mjög mikinn áhuga á matargerð og þá sérstaklega heilsufæði. Jeffrey borðar ekki kjöt og ég er því oft með grænmetis- og fiskrétti. Sjálf borða ég kjöt og börn- unum finnst það gott. Ég er þó mjög sjaldan með stórar steikur. Okkur finnst pastaréttir góðir og börnin eru veik fyrir pitsum. Það eru margir skyndiréttir, eins og hamborgarar, sem eru ekkert óhollir, maður þarf bara að passa sig á sósunum," segir hlaupadrottningin. - Kanntu góð ráð fyrir þær konur sem langar að byija að hlaupa? „Það má ekki búast við of miklu í byrjun því það tekur mörg ár að ná árangri. Það tekur að minnsta kosti tvö ár að byggja sig upp. Fyrst þegar ég byrjaði hljóp ég mjög stutt og fannst frábært ef ég náði að hlaupa kringum Miklatúnið en við bjuggum þá þar skammt frá. Þegar ég var búin að ná tveimur hringjum var ég rígmontin,“ segir Anna. Bikarar og verðlaunapeningar eru í löngum röðum hjá Önnu eftir frækilega sigra í maraþoni. DV-myndir GVA Anna Cosser verður fertug eftir þrjár vikur og lætur sig ekki muna um að hlaupa 42 kílómetra. Hennar fikniefni er hlaupið. Hér er það heimilskötturinn sem hreiðrar um sig í nýjasta bikarnum. Vel skipulögð móðir Þau hjónin eiga nú íbúð efst í Breið- holti með útsýni yfir hesthúsabyggð- ina og Elhðavatn. Anna segir frábært að skokka þar enda hægt að velja margar leiðir. „Elhðaárdalurinn er frábær, Seljahverfið hér stutt frá og svo er það Élhðavatniö þar sem mað- ur getur verið í friði og ró eins og maður eigi heiminn. Það er alveg yndislegt," segir hún. - En verða bömin aldrei pirruð þeg- ar móðirin er stöðugt úti að hlaupa? „Jú, auðvitað verða þau það alveg eins og þegar maður vinnur úti frá þeim. Þetta er kannski verst á vet- uma þegar ég er í kennslunni líka. Annars er ég nfiög skipulögð og reyni að finna mér tíma þegar þau eru sjálf upptekin t.d. fyrir framan barnatím- ann á laugardagsmorgnum, þegar þau fara í ballett, fiðlu eða íþróttir. Stundum hjólar Helga með mér þeg- ar ég hleyp þannig að maður passar upp á að þetta komi aht heim og sam- an.“ Anna héfur tekið eftir hinum ört vaxandi heilsuáhuga á íslandi að undanfömu og hún sér alltaf ný and- ht á hlaupunum. „Þetta er ahs konar fólk á öllum aldri og úr öllum stétt- irni. Ég hef kynnst mörgu fólki í gegnum hlaupin. Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu eldra fólk er duglegt að hlauþa. Þetta er hraust fólk,“ segir Anna og bætir við að þegar fólk fer að hlaupa að staðaldri verði það vanabindandi. „Manni Uð- ur vel eftir hlaupið og ég fann fyrir því þegar ég hvíldi fyrir maraþonið að ég fékk höfuðverk og leið Ula. Það voru fráhvarfseinkenni því hlaupið verður eins og fíkniefni. Ég finn oft fyrir því að þessi sæluvíma, sem tal- að er um, kemur yfir mig á hlaupun- um. Maður verður sannarlega háður þessu,“ segir maraþonmeistarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.