Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Side 27
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 35 I draumnum kemur fram hugarsýn um skjótan frama, sigra, ógnanir, niðurlægingu og takmarkalausa tor- tímingu. Draumar „Segðu mér eitthvað um drauma og gildi þeirra?" sagði miðaldra þunnhærður maður við Nökkva lækni. „Ernauðsynlegtað dreyma?“ bætti hann við. Nökkvi svaraði að bragði: „Allir þurfa að sofa til að halda heUbrigði og kröft- um. Meðalsvefntími fullorðins ein- staklings er 7,5 klst. og breytist lítið með árum og árstíðum. Nauðsyn- legasti hluti svefnsins er drauma- tíminn þegar augnhreyfmgar eru líflegar og svefninn grunnur (REM-svefn = rapid eye move- ment). Draumatímabilin koma reglulega alla nóttina og nema um fimmtungi svefntímans. Sjálfboð- aliðar sem sviptir voru draum- svefni höguðu sér eins og þeir hefðu misst allan svefn. Þeir urðu uppstökkir, taugaveiklaðir og ergi- legir. Allir eru sammála um að nauðsynlegt er að dreyma. Það fer eftir því á hvaða stigi svefnsins fólk vaknar hvort menn muna drauma sína.“ Um drauma Nökkvi hélt áfram og horfði dreymandi augum á feita fiskiflugu sem suðaði á glugganum: „Draum- ar eru einkennilegt samsafn tákna, svipmynda og furðulegra skynj- ana. í draumnum kemur fram hug- arsýn um skjótan frama, sigra, ógnanir, niðurlægingu og tak- markalausa tortímingu. Meðal Grikkja voru draumar áhtnir vera böm næturinnar, Nyx, og Svefns- ins, Hypnosar. Þeir skiptu þúsund- um og bjuggu í helli einum undir stjóm Hypnosar. Greindastur þeirra var Morfeus sem líkti eftir mönnum en Icelus hermdi eftir ófreskjum. Guðirnir nýttu sér drauma til að villa um fyrir mönn- um og hver öðmm enda voru þeir áhtnir hafa forspárghdi. Á íslandi voru menn kahaðir draumspakir sem ráðið gátu drauma. Þekktastur ahra íslenskra draumaráðninga- manna var-Gestur Oddleifsson í Haga á Barðaströnd í Laxdælu. Guörún Ósvífursdóttir fór th hans og bað hann ráða fjóra drauma. í fyrsta draumnum hafði hún krók- fald á höfði sem hún kastaði í læk, í öðmm hafði hún silfurhring á hönd sem hún týndi í vatn. í þriðja draumnum átti hún guhhring sem brotnaði og í þeim íjórða átti hún gullhjálm sem hún tapaði. Gestur réði draumana þannig að Guðrún mundi eignast fjóra eiginmenn og fengju þeir alhr óbhð örlög. Þessi draumaráðning var undanfari hörmunga Laxdælasögu. Gísli Á laeknavaktmni Óttar Guðmundsson læknir Súrsson var berdreyminn og átti hann sér tvær draumkonur. Önnur var honum hhðhoh en hin spáði hlu einu. Hann réði af hátterni þeirrahvað framtíðin bæri í skauti sér. En líta má á drauma á annan hátt.“ Önnur túlkun drauma Nökkvi hélt áfram enda kominn á gott skrið: „Sigmundur nokkur Freud lagði gmndvöh að nútíma- sálgreiningu. Hann gaf út árið 1899 bókina Die Traumdeutung (Draumatúlkanir). Fyrir þetta verk sitt hlaut hann hðlega 4000 krónur auk ódauðleika í heimi drauma- rannsókna og sálfræði. Hann taldi drauma eiga upptök sín í dulvitund einstaklingsins. Þeir væm „via regia“ (hinn konunglegi vegur) til undirheima sálarinnar. Með hjálp drauma væri hægt að komast fram- hjá ýmsum vörnum sjálfsins og uppgötva þannig ýmsa leyndar- dóma. Freud taldi að draumar end- urspegluðu löngu liðin atvik sem lifðu í undirmeðvitund einstakl- ingsins og væru oft rót al varlegra truflana." Maðurinn skaut nú inn orði: „Hvað heldur þú, Nökkvi, að Freud hefði sagt við Guðrúnu Ósvífursdóttur?" Nökkvi svaraði: nHann hefði spáð í draumana og tahð þá eiga rætur í sálardjúpum hennar; hún væri síhrædd við höfnun og missi. Hann hefði talið Guðrúnu hafa stöðvast í þroska á frumskeiði æviferhsins þegar ein- stakhngurinn lærir að lifa með hvötúm sínum og kynnist þörfum sínum og löngunum. Þessi truflun gerði Guðrúnu ákaflega óörugga og kvíðna og það væri aðalvanda- mál hennar. Hann hefði senrúlega htið á krókfaldinn og gullhjálminn sem reðurtákn og hringana sem kynfæri Guðrúnar. Draumarnir hefðu þannig endurspeglað kyn- ferðislegt öryggisleysi konunnar. í samtalsmeðferð hjá Freud hefði Guðrún eflaust sagt honum frá öh- um sínum hjónaböndum. Hann hefði að bragði rakið þessa við- burðaríku hjúskaparsögu th þessa öryggisleysis og spennu en ekki farið hina leiðina eins og Gestur." Er mark að draumum? “ Já,“ sagði maðurinn, „en er eitt- hvað að marka drauma? Mig dreymdi um daginn að Gullfoss rynni upp í móti. Gæti það vitað á lottóvinning?" Nökkvi svaraði spekingslega: „Svo rætist hver draumur sem hann er ráðinn segir í Þjóðsögum Jóns Ámasonar. Stöf- uðu hjónabandsraunir Guðrúnar Ósvífursdóttur af ofurtrú hennar á spá Gests Oddleifssonar eða tauga- veiklun sem gerði hana óhæfa að njóta einhverrar hamingju? Gat hún helgað sig hjónabandi sem hún trúði að fengi fljótlega bráðan endi? Hefði henni hðiö betur ef hún hefði hitt Freud og fengið aðra drauma- ráðningu og innsæismeðferð eða hefði þetta allt farið á sama veg. Hefði Freud eyðhagt aha dramatík- ina í Laxdælu? Þetta vitum við aldrei. Gulifossdraumurinn gæti auðvitað vitað á lottóvinning eða sigur íslendinga í heimsmeistara- keppni í handbolta. Nú eða draum- urinn endurspegh ótta þinn við væntanlega blöðruhálskirthssjúk- dóma sem fylgja karlmönnum á þínum aldri. Gleðstu yfir því að þig dreymir skemmtilega drauma. Gullfoss væri sennhega fahegri og gróðavænlegri fyrir þjóðarbúið ef hann rynni í öfuga átt.“ Nökkvi þagnaði og ákvað að kaupa sér góða draumaráðningabók og bjóða fram krafta sína á einhverri útvarpsstöð landsmanna í næturþætti um drauma. Verzlunarskóli Islands - Iþróttahús Enn er nokkrum tímum óráðstafaö um helgar í íþróttasal Vl næsta vetur. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 688400. Leikskólar Reykjavíkurborgar Stuðningsstarf Fóstra, þroskaþjálfi eða starfsmaður með aðra upp- eldismenntun óskast strax í stuðningsstarf vegna barna með sérþarfir I leikskólann Brekkuborg v/Hlíða- arhús. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 679380. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 JAPANSKAR SKYIAÍINGAR IAIDO ■_ LIST JAPANSKA SVERÐSINS, FELST í EINSTAKLINGSBUNDNUM ÆFINGUM Á FYRIRFRAMÁKVEÐNUM HREYFIMYNSTRUM (KATA) SEM ERU AFRAKSTUR ÞROTIAUSRAR VIÐLEITNI SAMURAIANNA TIL FULLKOMNUNAR Á LIÐNUM ÖLDUM. KENNARhTRYGGVI SIGURÐSSON 4. DAN KENDO SKYLMINGAR I HLÍFÐARBÚNING ÞAR SEM ÁSTUND ER SETT OFAR KEPPNI. GÖFUG OG KREFJANDI ÍÞRÓTT SEM EFLIR LÍKAMA OG HERÐIR HUG. KENNARI: INGÓLFUR BJÖRGVINSSON 2. DAN. MEISHINKAN DOJO UPPIÝSINGAR OG SKRÁNING i SÍMA 668866/657247 c'C^ansskóli Jóns Péturs og Köru Bolholti 6, sími 36645 I ‘-\5anssk0li Heiðars Ástvaldssonar Brautarholti 4, sími 20345 azzballettskóli Báru Stigahlíð 45, sími; 8^730 ^^ansskóli Hermanns Ragnars simi 687580 vansskóli Sigurðar Hákonarsonar Auðbrekku 17, sími 641111 ■ I 'f' ' | ý- Dansráð Islands | tryggir rétta tilsögn ffFrétta- og íræðsluþjónustan c*C^ansskóli Auðar Haralds Grensásvegi 12, sími 39600 Cytfýi dansskólinn Reykja\41íurvegi 72, ámi 652285 ^^anslína Huldu Þarabakka 3, sími 71200 °^agný Björk, danskennari Smiðjuvegi 1, sími 642535 ^^anssmiðjan Engjateigi 1, sími 689797 Ðanss£ó(amir þar sem dansinn er fyrir alla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.