Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1994, Síða 29
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 37 Langlífu Kvennaskólastelpumar: Rifjum stöð- ugtupp námsárin - segir Margrét E. Schram, níræð „Við vorum tuttugu og íjórar bekkj- arsystur í Kvennaskólanum sem út- skrifuðumst vorið 1923 og sjö okkar eru enn á lífi. Við vorum alla tíð miklar vinkonur og hittumst ævin- lega á fimm ára fresti. Ein bekkjar- systir okkar, Helga Helgadóttir, lést á þessu ári en við hittumst síðast heima hjá henni,“ segir Margrét E. Schram sem varð níræð í sumar en þá komu þrjár bekkjarsystur hennar til að fagna með henni á þessum merka degi. Þaö voru þær Dagmar Lúðvíksdóttir, Dóróthea Stephensen og Kristín Högnadóttir. Aðrar bekkjarsystur á lífi eru Ásta Oddsdóttir, sem býr í Danmörku, Katrín Brynjólfsdóttir og Kristín Helgadóttir. „Einu sinni kom ég bekkjarsystrum mínum á óvart með leynigesti sem var Ásta, hún var þá í heimsókn hér á landi frá Danmörku þar sem hún hefur búið frá því stuttu eftir aö við lukum Kvennaskólan- um,“ segir Margrét. „Við höfum líka heimsótt hana þar sem hún býr á Jótlandi." Margrét segir að þær hafi verið tvo vetur saman í Kvennó og það hafi verið mjög skemmtilegur tími. „Við rifjum cdltaf upp námsárin þegar við hittumst og höfum ávallt um nóg að tala enda voru þetta allt saman mjög góðar stelpur. En það verður að segj- ast eins og er að langlífið er sennilega einstakt í þessum bekk.“ Margrét á ekki svar við þvi hvers vegna svo er og segist sjálf aldrei hafa lifað eftir einhverjum hollustu- kenjum. Hins vegar hafi Kristín . Högnadóttir alltaf verið í hollustunni enda sé hún langsprækust þeirra. „Ég held að hún geti meira að segja bitið í tærnar á sér,“ segir Margrét og hlær. „Ætli við höfum bara ekki haft það svona gott í gegnum tíðina. Að minnsta kosti finnst mér ég aldr- ei hafa gert neitt.“ Margrét rifjar upp hversu fröken Bjamason hafi verið strangur skóla- stjóri á þessum tíma. Námsstúlkum- ar komu af öllu landinu og þær voru á misjöfnum aldri. „Margar þeirra bjuggu á heimavistinni en ég bjó í Reykjavík og gat hlaupið á milli." Þegar Margrét var spurð út í skóla- dansleikina sagðist hún hafa boðið bróður sínum, Gunnari, með sér þar sem hann hafi verið svo góður dans- herra. „Þetta var ógurlega gaman því að allir strákar sem maður kannaðist við vom á ballinu. Ég man eftir að fröken Bjamason skólastjóri hafði engan herra og ég lánaöi henni Gunnar bróður sem dansherra," rifj- ar hún upp. „En böllin voru ekki mörg á þessum tíma. Á síðasta ári mínu í Kvennó fór fröken Bjarnason á Alþingi og fröken Ragnheiður wwwwvwwv SMAAUGLYSINGADEILD OPIÐ: Virka daga laugardaga sunnudaga frákl. 9-22, frákl. 9-16, frá kl. 18-22. ATH.! Smáauglýsing i helgarblað DV verður að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Jónsdóttir leysti hana af. Hún við- hélt aganum í skólanum," segir Margrét sem tók á móti 85 gestum á afmæli sínu í sumar en hún dvelur nú á Gmnd. Skólasysturnar hressu úr Kvennaskólanum. Frá vinstri er Dagmar Luðvíksdóttir, þá Margrét E. Schram, Dóróthea Stephensen og Kristín Högnadóttir. ERILOFA IAGK> AÐ EIGNAST EINN FRÁ ERICSSON Nú gefst þér kostur á að nýta þér nýtt frelsi í samskiptum. Með lófastórum GSM farsíma opnast þér ný tækifæri til að sinna erindum þínum hvar og hvenær sem þér hentar. Ericsson 337 er léttur og handhsgur GSM farsími sem þægilegt er að hafa með sér. Ericsson 337 vegur aðeins 225 gr. og sendistyrkurinn er 2 wött. kr. 115.900 stgr. GSM FARSÍMAR c'ða kr. 5.809 ci monuðl' 1 : , .1 rðn kl. . Ericsson 198er meðfærilegur 325 gr. GSM farsími með 2ja watta sendistyrk. Ericsson 198 er á hreint frábæru verði og höfðar því til mjög margra. kr. 69.920 stgr.' Fjöldi fólks byggir atvinnu sína á þvl að geta með skjótum hætti átt gagnkvæm samskipti við viðskiptavini slna. Má þar nefna menn í stjórnunarstöðum, iðnaðarmenn, bifreiðastjóra og fleiri. Með því að nýta sér nýjustu tækni í fjarskiptum gefst nú þessum aðilum kostur á að ná tafarlaust sambandi við starfsmenn eða viðskiptavini með nýrri gerð farsíma. GSM farsímarnir eru svo sannarlega tæknibylting í fjarskiptum. Notkunarmöguleikar þeirra eru meiri en áður hefur þekkst en það sem skiptir mestu máli er hversu meðfærilegir þeir eru. Nú má hafa farsímann með sér hvert sem er. Þessum lófastóru slmum má auðveldlega renna f jakkavasann eða bera þá í belti. GSM farsíminn er ekki bundin við notkun hér á landi því þú getur notað hann víðast hvar erlendis. Þú ert því í góðu sambandi með GSM farsímanum, hvar og hvenær sem er. Nýherji hf. býður fjölbreytt úrval GSM farsíma. Áhersla er lögð á tæknilega fullkomnun, gæði og gott verð. Þú getur því verið viss um að finna síma við þiH hæfi hjá okkur. Við vekjum athygli á fjölbreyttum afborgunarmöguleikum, s.s. með Staögreiðslusamningi Glitnis og raögreiðslum greiðslukorta. (*) Afborgunarveröið er miöaö við að viðskiptin .. fari fram með Staðgreiðslusamningi N YH E R J I Glitnis og að afborgunartímabil sé 24 mánuðir. VSK og allur kostnaður er innifalinn I afborgunarverði. SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan SSON VERSLUNIN EROPIN 10-16 ALLALAUGARDAGA 147 mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.