Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1994 Fréttir Bolvíkingar ósáttir við verðskrá sorpbrennslustöðvar á ísafirði Spara milljónir á ári með því að flytja sorp suður „Þaö er veriö að skoða ýmsa mögu- leika varðandi það hvemig við losum okkur við þetta sorp. Það hafa ekki náðst neinir samningar en við erum í viðræðum við ísiirðinga ennþá um þetta mál,“ segir Halldór Benedikts- son, sem gegnir starfi bæjarstjóra í Bolungarvík í íjarveru Ólafs Krist- jánssonar, en Bolvikingar eru nú meö til skoðunar að flytja sorp sitt til Reykjavíkur til eyðingar. Halldór segir það ljóst aö gjaldskrá Funa, hinnar nýju sorpbrennslu ís- íirðinga, sé alltof há miöað við Sorpu. „Hjá okkur skiptir þetta mjög miklu máh þar sem um 600 tonn af sorpi falla til árlega. Stjóm Funa býður 12 krónur á kílóið, samsvar- andi verð hjá Sorpu er 4 krónur á kíló auk þess sem þeir bjóöa afslátt arkjör ef um mikið magn er að ræða,“ segir Halldór. - þrefált dýrara að brenna sorp á ísafirði en í Reykjavík Samkvæmt þessu má búast við að beinn kostnaður Bolvíkinga til Funa vegna urðunar á sorpi sé 7,2 milljón- ir á ári. Samsvarandi kostnaður hjá Sorpu er 2,4 milljónir. Þama er aö visu ekki tekið tillit til þess hver kostnaðurinn er við að koma sorpinu á þann stað sem því er eytt. Bolvík- ingar keyra sínu sorpi til ísafjarðar í dag í nýju sorpbrennslustöðina. Kostnaður á kíló við aksturinn er hverfandi eða um ein króna. Þetta þýðir að heildarkostnaður er um 13 krónur á kíló. Veröi sorpið sett á skip til Reykjavíkur má reikna með að kostnaður verði um 6 krónur á kíló við flutninginn. Því til viðbótar má reikna með að vegna magnaf- sláttar verði kílóverðið hjá Sorpu um 3 krónur og fimmtíu aurar. Þessi nið- urstaða þýðir að kostnaður við aö flytja sorpiö suöur er 9 krónur og 50 Bolungarvík • V / Isafjörbur i Kostnaöur Bolvíkinga : viö sorpeyöingu á : ísafirði og í Reykjavík • V •• ......... “ . 9,5 krónur *• Reykjavík aurar á kíló en 13 krónur á kíló að eyða sorpinu í nágrannabænum ísafirði. Á ársgrundvelh þýöir þetta mismun upp á rúmar 2 mihjónir. Niðurstaðan er sú að það er hag- kvæmara fyrir Bolvíkinga að sigla með sorpið í 15 tíma til Reykjavíkur en að aka þvi á 20 mínútum til ísa- fjarðar. Ekki samstaða um sorpeyð- ingu Máhð snýst þó um fleira en verð- skrá Funa. Sveitarfélög á Vestfjörð- um ráku samlag um sorpeyðingu. Ekki náðist um það samstaða meðal sveitarfélaganna að standa að bygg- ingu sorpbrennslustöðvar. Þaö fór því svo á endanum að ísfirðingar ein- ir byggðu stöðina sem samkvæmt heimildum kostaði rúmar 200 millj- ónir. ísfirðingar reka stöðina i dag og ákveða einhliða verðskrá. Þeir hafa nú gefið frest til að ganga frá samningum fyrir 15. október. Það er túlkun margra að með hárri verð- skrá vilji ísfirðingar ýta Bolvíking- um og Súðvíkingum inn í samstarf á ný og fá þá inn í Funa. „Ef menn ætla að kúldrast hver í sínu horni hlýtur leið þeirra að liggja niður á við og landshlutinn í heild hlýtur að gjalda fyrir. Mér finnst ástæðulaust að við séum að velta þessu máli lengur á undan okkur. Þetta er búið að vera á viðræðustigi í tvö ár og ekki ástæða til að eyða í það meiri vinnu. Þess vegna höfum við gefið frest til 15. október til að ganga frá málinu, þá rennur út sam- komulag sem bæði Bolvikingar og Súðvíkingar gerðu við okkur um sorpeyðingu," segir Kristján Þór Júl- íusson. bæjarstióri á ísafirði. Skóladeilan í Mývatnssveit komin til fræðsluyfirvalda: Sami hnúturinn og engin lausn - segir Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri á Norðurlandi eystra „Ég fékk bréf frá skólastjóra grunnskólans í Mývatnssveit þar sem hann lýsti stöðu málsins og árangurslausum tilraunum sínum til að koma á sáttum í málinu. Síð- an þá hef ég spjahað viö menn og kannað möguleika tíl lausnar á dehunni en án árangurs," segir Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri á Norðurlandi eystra, um skóla- deiluna í Mývatnssveit. Vika er nú síðan skólastarf hófst í’ Reykjahlíðarskóla án þess að nemendur úr suðurhluta sveitar- innar hafi mætt í skólann en íbúar í suðursveitinni neita að senda böm sín í skóla í Reykjahlíð vegna of langs skólaaksturs hvern dag. Suðursveitungar hafa sent sveitar- stjórn áskoran um að taka tafar- laust að nýju upp skólastarf að Skútustöðum fyrir böm úr suður- hluta sveitarinnar en meirihluti skólanefndar og sveitarstjórn hafa neitaö öllum shkum tilmælum th þessa. „Ég sé satt best að segja ekki marga möguleika í stöðunni ög það er htið sáttahljóð í mönnum,“ segir Trausti fræðslustjóri. „Ég get ekki séð hvemig menntamálaráðuneyt- ið getur komið að máhnu því þar hafa menn lýst yfir að ekki verði tekið fram fyrir hendur sveitar- stjórnarinnar. Það eru engar lausnir á yfirborðinu og erfitt að finna endann svo hægt sé að rekja upp þann hnút sem málið er í,“ segir Trausti. I dag mælir Dagfari Yfirstéttarhöll Eitt af því skynsamlegasta sem maður hefur heyrt að undanfömu er sú ákvörðun stjórnar Sjómanna- sambandsins að kaupa sumarhús fyrir tæpar níu milljónir króna. Skynsemin er fólgin í því að húsið er keypt th afnota fyrir stjóm fé- lagsins og formenn aðhdarfélaga. Aðrir fá ekki aðgang. Með þessu móti er komið í veg fyrir þrætur um afnot af húsinu og almennir félagsmenn í sjómannafélögunum hafa sín eigin sumarhús og era þar af leiðandi ekki að flækjast fyrir forystumönnunum né heldur for- ystumennimir fyrir sjómönnun- um. Þessir tveir hópar veröa al- gjörlega aðskhdir. Vandamál stéttarfélaga eru ein- mitt að óbreyttir félagsmenn telja sig jafnréttháa og forystumennim- ir og formennimir. Forystumenn- imir fá engan frið fyrir ágangi frá óbreyttum félagsmönnum, hvort heldur það er á skrifstofunni eða vinnustöðvum, hvað þá þegar þeir koma í sumarbústaðina til afslöpp- unar. Aftur og aftur era þessar ólíku manngerðir að rekast hver á aöra og það er auðvitað niðurlægj- andi fyrir formenn og forystumenn aö þurfa að hitta félagsmenn og kannske að rýma sumarbústaði í eigu félagsins til þess eins að félags- menn komist að. Sjómannasambandið á orlofshús þar sem allir hafa getað gist. Það hefur aftur valdið því að formenn og háttsettir menn í Sjómannasam- bandinu hafa ekki komist að, eöa þá að sjómenn í landi hafa ekki komist að vegna þess að forystu- mennirnir hafa pantað bústaðina á besta tíma og af þessu hafa stafað deilur og óþægindi fyrir forystu- mennina. Það er af þessum ástæðum sem stjórn Sjómannasambandsins ákvað að kaupa sérhús fyrir sjálfa sig og formenn einstakra sjó- mannafélaga, þannig að hér eftir þurfa undirmenn og yfirstétt ekki að rífast um orlofshús. Yfirstéttin er sér og undirmennirnir geta feng- ið fuh afnot af orlofshúsunum sem ekki eru til skiptanna. Sjómannasambandiö á nóg af peningum sem fengist hafa með stéttarfélagsgjöldum frá félags- mönnum og hvað er þá betra að gera við þessa peninga heldur en að kaupa sumarhöh. Fallegur sum- arbústaður var th sölu í Biskupst- ungunum fyrir tæpar níu mihjónir og Sjómannsambandið sá sér hag í þessum kaupum. Bæöi th að koma peningunum í fast og svo til að losa formenn og forystumenn við þau óþægindi að nýta sama sumarhús og óbreyttir. Stjórnin muhleraði bústaðinn upp fyrir eina mhljón sem er skítur á priki og í rauninni er þetta afar ódýr lausn miðað við það verð sem greiða þarf fyrir leið- indin sem stafa af því að undir- menn hitti forystumenn. Þau leið- indi gengu ekki lengur, enda hafa forystumennimir nóg af leiðindum á kontórnum, þott þeir hafi ekki líka leiðindi af sumarleyfunum. Kannske komnir blásaklausir í sumarfrí í bústaðinn þegar þeir rekast á óbreytta félagsmenn sem fara að rífast út í þá og rífast út í þaö að þeir séu í bústaönum, þegar óbreyttir komast ekki að. Svona ástand er óþolandi og mik- ið betra að skilja þá í sundur, þann- ig að forystumennirnir hafi frið í frhnu í sérkeyptum bústað þar sem engin hætta er á aö þeir hitti óbreytta félagsmenn sem rífa kjaft. Fleiri stéttarfélóg geta tekið Sjó- mannasambandið sér til fyrir- myndar. Það er kominn tími til að menn skilji að forystumenn eru forystumenn og geta ekki umgeng- ist félagsmenn nema í hófi. Að minnsta kosti bara í vinnunni en ekki í fríinu. Spurning er hvort ekki er hægt aö gera Biskupstung- umar að afmörkuðu og girtu hverfi fyrir forystumenn og formenn stéttarfélaga eina sér svo að þeir losni í eitt skipti fyrir öll við þau óþægindi og leiðindi sem fylgja því að hafa óbreytta félagsmenn í ná- grenninu. Stjórnarmenn í sjómannafélög- unum og Sjómannasambandinu, einkum formennimir, hafa verið lengi í landi og þekkja sjómenn í mesta lagi af afspum. Hvers vegna ættu þessir forystumenn aö þurfa að hitta óbreytta sjómenn eftir öll þessi ár í landi og hvers vegna skyldu þeir þurfa að búa viö þá afarkosti að skiptast á sumarbú- stöðum meö mönnum sem þeir hitta sjaldan eöa aldrei? Þetta gekk ekki lengur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.