Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1994
15
Skattsvik
Þaö er orðinn árviss atburður að
fjármálaráðherra afgreiði ríkis-
íjárlögin með 10-15 milljarða halla.
Ráðuneytum og íjárveitinganefnd
er falið við hverja fjárlagagerð að
draga saman seghn. Þaö hlýtur öll-
um að vera mikið áhyggjuefni sú
mikla skerðing sem er til skóla og
sjúkrahúsa.
Hvers eiga börn og sjúkir að
gjalda á sama tíma og tugmilljarða
skattsvik viðgangast með undan-
skoti á virðisauka- og tekjuskatti?
Þessir skattaþjófnaðir blasa hvar-
vetna við og eru reyndar varla
feimnismál lengur nema ef vera
skyldi hjá fjármálaráðuneytinu og
skattayfirvöldum.
Dugleysi stjórnmálamanna
Það er eins og stjórnmálamenn
vanti allan dug og kjark til að taka
á þessum málum eða jafnvel telji
aö aðgerðir gegn skattsvikum geti
skaðað „orðstir" þeirra. Hin al-
menna þátttaka í skattsvikum get-
ur skapað ákveðin hagsmuna-
tengsl sem virðast koma fram í
viljaskorti og andlegum doöa lang-
þreyttra alþingismanna. Það má
sjálfsagt lengi velta fyrir sér per-
sónu- og félagslegum ástæðum fyr-
ir aðgerðarleysi íslendinga al-
mennt gagnvart skattsvikum en
eitt hljótum við að vera sammála
um; að gerbreytinga er þörf og að
ríkissjóður eigi ekki að þurfa að
afgreiða fjárlög með tugmilljarða
halla vegna skattsvika.
Hvaðertil ráða
Hundruð stóreigna- og hátekju-
manna greiða skatta áratugum
saman samkvæmt uppgefnum
launum á bilinu 50-100 þúsund kr.
á mánuði. Allir vita þó að þessi
laun eru aðeins brot af rauntekjum
þeirra og í hróplegu ósamræmi við
lífsstíl þeirra. Húseignir og bif-
reiðakostur upp á marga tugi millj-
óna og gífurleg einkaneysla eru í
alls engu samræmi við uppgefin
laun á skattaframtali. Af hverju
láta skattayfirvöld svo augljós
skattsvik afskiptalaus! Af hverju
eru þessir skattlausu stóreigna-
menn ekki látnir gera grein fyrir
eignamyndun og einkaneyslu
sinni! Skattrannsóknarstjóri ætti
að upplýsa þjóðina um orsakir og
„Það er eins og stjórnmálamenn vanti allan dug og kjark til að taka á þessum málum eða jafnvel telji að
aðgerðir gegn skattsvikum geti skaða „orðstír" þeirra."
KjaUarinn
það verða mín síðustu verk á sviði
sakamála að helga mig þessum
brotamálum.
Við skattsvikara
vil ég segja þetta
Biðraðir sjúkra eftir aðgerðum
og hvers konar samdráttur í lækn-
is- og heilbrigðisþjónustu er að
stórum hluta af ykkar völdum.
Tvísetnir skólar og vöntun á dag-
vistarrými er einnig af ykkar völd-
skerf til þjóðfélagsins.
Það sem að öllum snýr
Hættum skattsvikum m.a. með
þátttöku í nótulausum viðskiptum.
Með þeim hætti eflum við okkar
eigin sjóð, ríkissjóð og gerum hon-
um kleift að standa undir þeim fé-
lagslega rekstri og þjónustu sem
jafnrétti og mannréttindi eiga að
grundvallast á. Samábyrgð okkar í
skattsvikum viðheldur þessum
„Ég hef stundum hugleitt aö kæra
nokkra tugi skattleysingja úr rööum
stóreigna- og hátekjumanna til skatt-
rannsóknarstjóra til aö fá fram við-
brögð hans og fjármálaráðherra.“
Kristján Pétursson
fyrrv. deildarstj.
ástæður þess að slíkt er ekki gert.
Ég hef stundum hugleitt að kæra
nokkra tugi skattleysingja úr röð-
um stóreigna- og hátekjumanna til
skattrannsóknarstjóra til að fá
fram viðbrögð hans og fjármála-
ráðherra. Samkv. skattalögum er
mér þaö heimilt. Kannski ég láti
um. Sama gildir um fjárskort til
fatlaðra og ýmissa annarra stofn-
ana. Græðgi, valdafíkn og óheft
munaðarhyggja eru helstu orsakir
skattsvika. Hættið þessu og leitið
gæfu og gleði í heilbrigðu og heið-
arlegu samfélagi þar sem enginn
þarf að líða skort ef allir greiða sinn
þjófnaði og eykur skuldir ríkis-
sjóðs. Hveijir aðrir en börnin okk-
ar verða að greiða hundruð millj-
arða óráðsíu og skattsvik langt
fram á næsíu öld. Hugsið um hlut-
skipti þeirra næst þegar ykkur er
boðin þátttaka í skattsvikum.
Krístján Pétursson
Ríkissjóðshallinn og framtíðin
Á næstunni mun fjármálaráðherra
leggja fram fjárlagafrumvarp þar
sem boðaður er rúmlega 7 milljarða
halli á ríkissjóði. Gangi það eftir
mun samanlagður halli síðustu 4
ára verða um 23 milljarðar króna.
Þrátt fyrir þetta hefur verulegur
árangur náðst í ríkisfjármálum.
Þrotabú Ólafs Ragnars
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók
við þrotabúi úr höndum fyrri ríkis-
stjómar. Hvergi var ástandið verra
en í fjármálaráðuneytinu þar sem
halli kosningaársins varð 13 millj-
arðar. Við þetta áttu eftir að bætast
ábyrgðir vegna gæluverkefnasjóða
fyrrverandi ríkisstjómar: Hluta-
íjársjóðs og Atvinnutryggingar-
sjóðs. Áætlað tap af þessum sjóðum
er um 4,2 milljarðar eða 64 þúsund
krónur á hverja fjögurra manna
fjölskyldu.
Stigið á bremsurnar
En fyrri ríkisstjóm skildi ekki
einungis eftir sig slóða skulda held-
ur tifuðu ýmsar útgjaldasprengjur
víða í löggjöf. Eitt fyrsta verkefni
núverandi ríkisstjórnar var aö af-
tengja þær .og hefja síðan niður-
skurð. Með markvissum hætti hef-
ur tekist að stíga á bremsumar og
spara sem nemur um 7% ríkisút-
gjalda á undanfomum árum. Það
jafngildir um 8 milljarða spamaði
KjaUaiinn
Viktor B. Kjartansson
varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins á Reykjanesi
árlega og hann kemur þjóðinni til
góða á hverju ári. Þessi spamaður,
sem þó hefur náðst, gerði það að
verkum, ásamt fleiru, að þaö tókst
að ná vöxtum niður.
Ná þarf hallanum niður
Stærsta verkefni næstu ára er að
ná niöur ríkishallanum. Þjóðin þol-
ir ekki ríkissjóðshalla upp á 7-10
milljarða ár eftir ár en fara verður
\
allt aftur til ársins 1984 til að finna
hallalausan ríkisrekstur. Afleið-
ingar þessa langvarandi halla hafa
komið fram og munu koma fram í
skattahækkunum ef ekkert verður
að gert. Skuldir munu aukast í út-
löndum og ekki verður unnt að
halda vöxtum niðri.
Hvaðertil ráða?
Til að ná fram raunhæfum úrbót-
um í ríkisrekstri þarf að endurskil-
greina markmið hins opinbera.
Skilgreina þarf hvaða verkefnum
hið opinbera þarf nauðsynlega að
sinna eða tryggja framkvæmd á og
reyna að fækka verkefnum þess.
Selja þarf eignir og verðmæti sem
tengjast þeirri starfsemi er ríkið
ætlar ekki að sinna og láta söluand-
virðið renna til greiðslu erlendra
skulda. Hagræða þarf í þeim
rekstri sem áfram verður hjá rík-
inu, ýmist með útboðum eða gerð
rekstrarsamnings við stjómendur
ríkisfyrirtækja. Að síðustu þarf
hver ríkisstjóm að setja fram
rammafjárlög til a.m.k. þriggja ára
í senn.
Lægri ríkisútgjöld
= lægri skattar
Það er ljóst að í dag er erfiðara
fyrir ungt fólk að fjármagna lang-
skólanám og fyrstu íbúðarkaup
heldur en var fyrir 20 árum.
Ástæða þess er óábyrg fjármála-
stefna fyrri tíma sem unga fólkið
líður fyrir. Til þess að lífskjör hér-
lendis versni ekki á næstu 10 ámm
þarf að snúa við þróuninni í ríkis-
íjármálum. Ef tekst að koma bönd-
um á fjárlagahallann 'má fara að
líta til þess að lækka skatta og
bæta þá um leið lífskjör almenn-
ings og samkeppnishæfni íslenskra
fyrirtækja.
Viktor B. Kjartansson
„Selja þarf eignir og verðmæti sem
tengjast þeirri starfsemi er ríkið ætlar
ekki að sinna og láta söluandvirðið
renna til greiðslu erlendra skulda.“
Busavígslur
Hefðsember
að halda í
Busavígslur
hafa tiðkast í
aldanna rás
meö misjöfnu
sniðiþó.Hérá
ísafirði með
samasniðifrá
þ\ú skólinn
var stofnað-
ur, að því er
ég best veit.
Ég sé engan
tilgang með því að gera breyting-
ar á þessati hefð.
Nú á síðustu og verstu tímum
hafa æ fleiri skólar breytt síniun
busavígslum þannigað þær kom-
ast ekki í hálfkvisti við það sem
áður var. Það hefur skapast hefð
um þennan sið og þar sem flestir
skólar hafa lagt þetta af er busa-
vígslan orðin sérstaða fyrir þá
skóla sem enn halda í heiðri þess-
' um garala sið.
Þau rök aö busavígslur fæli
nemendur frá skólanum eru út i
hött. Flestir nýnemar sækjast eft-
ir því að láta busa sig og allir
hafa hina mestu skemmtan af,
busar og böðlar. Ég er þess full-
viss að busavígslur rýra ekki
ímynd skóla út á við, þar sem
þetta er einungis árleg skemmtun
og saklaus ef rétt er að farið. Þetta
segir ekki til um hvernig starf-
seminni er háttað innan veggja
skólanna.
Þótt busavígslur tíðkist innan
Framhaldsskóla VestQarða er
hann góður vestfirskur skóli og
honum ber aö halda í góðar vest-
firskar busavígsluaðferðir.
Hilmar Magnússon,
Framhaldsskóla
Vestfjarða.
Viggö Örn Jónsson,
Verslunarskóia ís-
lands.
Niðurlæging
nýnema
Hún er ansi
undarleg
þessi þörf sem
nemendur -
ýmissa skóla
viröast hafa
til að niður-
lægjanýnema
sína á hina
ólíklegustu
vegu. Það er
hreint fárán-
legt að nemendur þurfi að hræö-
ast fyrstu vikur sínar í nýjum
skóla. Vikur sem eiga einmitt að
vera tími skemmtilegra uppgötv-
ana og nýrra kynna.
Busavígslur þessar hafa lengi
verið afsakaðar sem skemmtileg
hefö sem geri skólalífið litríkara
og skemmtilegra. Sér er nú hver
heföin. Það er frekar aumkunar-
vert ef þetta er það sem þarf til
að skólalífið sé skemmtilegt,
Fyrstu kynnin af skólanum eru
þau að einhver beljaki hnoðar
skyri og lýsi í andlit manns og
fót. Þaö getur vart talist skemmti-
leg hefð að niðurlægja ákveðinn
hóp fólks einu sinni á ári. Sumir
reyna jafnvel aö halda því fram
að busavígslur séu nokkurs kon-
ar vígsla áður en nám er hafið á
nýjum stað. Þvert á móti ætti aö
taka vel á móti nýnemum eins
og sem betur fer virðist verða
ofan á í æ fleiri skólum. Þetta er
jú einu siimi fólk sem á eftir að
vera í sama skóla og böölamir í
að minnsta kosti tvær annir.
Með því að nýjum nemendum
sé sýnt að þeir séu velkomnir á
nýjan staö gerast þeir fyrr virkir
þátttakendur í skóla- og félagslíf-
inu.
Busavígslur gera ekkert nema
dýpka bilið milli nýnema og eldri
nemenda, fjórðungur nemenda
verða „bara busar“.