Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1994 25 Fréttir Anna Þorsteinsdottir, kona Olafs Vilhjálmssonar á Höfn í Hornafirði, með stærsta laxinn úr Breiðdalsá 19,5 punda, hann tók svartan tóbý. DV-mynd Júlía Ismland Enn þá er möguleiki: Margar veiðiár opnar lengur Veiðimenn sem ekki veiddu mikið í sumar eiga enn þá möguleika því nokkrar veiðiár verða opnar lengur. Reynar er laxinn orðið leginn og sil- ungurinn líka. En flugan getur verið skemmtileg þegar hausta tekur og fiskurinn tekur marglitaðar flugur. „Það er allt á fleygiferð hjá okkur enda komnir 220 laxar og um 600 bleikjur," sagði Sæmundur Kristj- ánsson í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum í gær en þar hefur veiðitíminn verið framfengdur. „Við ætlum að veiða fram að mán- aðamótum og seljum daginn á fimm þúsund og leyfum fjórar stangir. Það er töluvert aif flski enn þá í ánum,“ sagði Sæmundur enn fremur. 19,5 punda úr Breiðdalsá „Það eru komnir um 70 laxar og stærsti laxinn er fiskur Ólafs Vil- hjálmssonar 19,5 punda. Hann veiddi fiskinn í Litluklöpp en staðurinn á milli Ármóta og Gunnlaugshlaups," sagði Skafti Ottsen á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík í gær. En veiðitíminn í Breiðdalsá hefur verið framlengdur. „Það hafa margir spurt um þessa auka veiðidaga enda laxar að koma enn þá í ána. í gær veiddust 4 og 7 punda nýir fiskir,“ sagði Skafti í lok- in. Flekkudalsá gaf aðeins 99 laxa „Það veiddust 99 laxar hjá okkur í sumaer og stærsti laxinn er 12 pund. Þetta var ells ekki nógu gott,“ sagði Ólafur Pétursson í Galtartungu í gær er við spurðum um lokatölur. Yfirsjö þúsund bleikjur í Fljótaá Fljótaá í Fljótum eru yfir 6500 bleikjur og 79 laxar, stærsti l'axinn er 22 pund. Fyrir skömmu voru þeir félagar Pálmi Gunnarsson, Jóhannes Guðmundsson, Engilbeh Jensen og Rúnar Marvinsson með marglitar flugur. Þeir veiddu 257 bleikjur og þrjá laxa á einum og hálfum degi. Fiskifræðingar hafa mælt meö lengri veiðitíma Fljótaá en veiðifélagið hef- ur ekki enn þá kveðið upp sinn dóm. Sviðsljós Bjarnheiður Jóhannsdóttir listamaður opnaði sýningu á verkum sínum í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg um helgina. Þetta er fyrsta einkasýning Bjam- heiðar og á henni eru leirskúlptúrar sem innihalda að mestu leyti gamla járnhluti og leir. Verkin eru öll unnin í Ungverjalandi þar sem Bjarnheiður hefur starfað og lært að undanfórnu. Á myndinni er hún ásamt dóttur sinni, Sunnevu Þórarinsdóttur. Leikhús \(lHk ÞJÓÐLEIKHÚSID Sími 11200 SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR TIL 25. SEPT. Stóra sviðið kl. 20.00 Óperan VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi 2. sýn. í kvöld, þrd. 20/9, uppselt, 3. sýn. sud. 25/9, uppselt, 4. sýn. þrd. 27/9, upp- selt, 5. sýn. föd. 30/9, uppselt, 6. sýn, Id. 8/10, uppselt, 7. sýn., mán. 10/10, upp- selt, 8. sýn. mvd. 12/10, uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. NÆSTA SÝNINGARTÍMABIL - miðasala hefst i dag - föd. 25/11, sud. 27/11. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson Föd.23/9, ld.24/9, fid.29/9. Smiðaverkstæðið kl. 20.30 SANNAR SÖGURAF SÁLARLÍFISYSTRA eftir Guðberg Bergsson i leikgerð Viðars Eggertssonar. Frumsýning fid. 22/9 kl. 20.30. 2. sýn. sud. 25/9,3. sýn. föd. 30/9. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Tekið á móti simapöntunum alla virka daga frá kl. 10.00. Græna.linan 99 61 60. Bréfsími 61 12 00. Simi 1 12 00-Greiðslukortaþjónusta. Tjarnarbíó DANSHÖFUNDAKVÖLD Höf.: Hany Hadaya, Lára Stefánsdóttir, David Greenall 3. sýn. 23. sept. kl. 20,4. sýn. 24. sept. kl. 20,5. sýn. 25. sept., sunnud., kl. 15. Miðasala opnuð kl. 16.00 alla daga nema sunnudaga kl. 13.00, i sima 610280 eða889188 ÍSLENSKIDANSFLOKKURINN Tilkyimingar Bólstaðarhlíð 43 Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra. Spilað á miðvikudaginn frá kl. 13-16.30. Állir velkomnir. Tónleikar á Ara í Ögri Tríó Bjöms Thoroddsens, skipað Bimi á gítar, Gunnari Hrafnssyni á kontrabassa og Ásgeiri Óskarssyni slagverksleikara mun halda tónleika á veitingastaðnum Ara í Ögri í kvöld, þriðjudagskvöldið 20. september. Gestur tríósins verður stór- mennið og söngvarinn Bogomil Font og mun hann heiðra tríóið meö ásláttar- vænni nærvem sinni. Bogomil Font hyggst m.a. leita í smiðjur Kurts Weills og Coles Porters eftir sönglögum sem henta þessu tilefni. Tónleikarnir hefjast kl. 22.30 og aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Félag eldri borgara í Kópa- vogi í kvöld kl. 19 verður spilaður tvimenning- ur að Fannborg 8 (Gjábakka). Bridge: Stórmótá Höfn í Hornafirði Dagana 23.-25. september verður haldið að Hótel Höfn opna Homa- fjarðarmótið í bridge. Spilaður verð- ur tvímenningur og heildarverðlaun vegleg, samtals 400.000 krónur. Keppnisstjóri á mótinu verður Sveinn Rúnar Eiríksson. Þátttaka í mótið tilkynnist til Árna Stefánsson- ar á Hótel Höfn í s. 97-81240 og þjá Bridgesambandinu í s. 91-619360. Boðið er upp á pakkaferðir frá Flug- leiðum. Spilamennskan hefst klukk- an 19.30 fóstudaginn 23. september en lýkur um klukkan 15 sunnudag- inn 25. september. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litlasviðkl. 20.00 ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson Þriðjud. 20. sept., uppselt. Miðvikud. 21. sept., uppselt. Föstud. 23. sept., uppselt. Laugard. 24. sept., uppselt. Sunnud. 25. sept., uppselt. Miövikud. 28. sept. Fimmtud. 29. sept. Föstud. 30. sept., örfá sæti laus. Laugard. 1. okt. Stóra svið kl. 20. LEYNIMELUR13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Leikmynd: Jón Þórisson, búningar: Þórunn Elisabet Sveinsdóttir, lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson, leik- stjóri Ásdis Skúladóttir. Leikarar: Guðlaug E. Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Ás- mundsdóttir, Hanna María Kartsdótt- ir, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartar- son, Karl Guðmundsson, Katrín Þor- kelsdóttir, Magnús Jónsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Karls- son, Þórey Sigþórsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Börn: Eyjólfur Kári Friðþjófsson, Kar- en Þórhallsdóttir, Kári Ragnarsson, Tinna Marina Jónsdóttir. Frumsýning fimmtud. 22. sept., uppselt, 2. sýn. föstud. 23. sept., örfá sæti laus. Grá kort gilda 3. sýn. laud. 24. sept., örfá sæti laus. Rauð kort gilda. 4. sýn. sunnud. 25. sept., örfá sætl laus. Blá kort gilda. ATH. Sala aðgangskorta stendur yfir til 20. sept. 6 sýningar aðeins kr. 6.400. Miðasala er opin alla daga kl. 13.00- 20.00 á meöan kortasalan stendur yfir. Pantanir i sima 680680 aila virka daga frá kl. 10. Munið gjafakortin, vinsæl tækifærisgjöf. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Hrímgull að Vitastíg 10 Hrímgull hefur nú opnað nýja náttúru- og heilsuvöruverslun að Vitastig 10 í Reykjavík. Verslunin hefur á boðstólum nokkurt úrval af náttúruvörum: náttúru- lega málningu frá Livos fyrirtækinu, náttúrulegar snyrtivörur frá Logona sem er þýskur framleiðandi. Maharishi Ay- urveda sem eru heilsuvörur og byggjast á ævafomri þekkingu Ayurveda, einnig silkivörur og metravöru í silki. Þá er Hrímgull söluaðili fyrir handsmíðuð norsk bjálkahús sem eru fáanleg í stöðl- uðum útgáfum eða eftir sérteikningum. Markmið Hrímgulls er að bjóða vandaðar náttúruvörur á sem flestum sviðum ásamt þekkingu í formi bæklinga, fyrir- lestra og námskeiða um vistvæna og heilsusamlega lifnaðarhætti. Hrímgull er til húsa aö Vitastíg 10 og er opiö 10-18 virka daga og 10-14 á laugardögum. Aukatónleikar hjá rússneska stúlknakórnum Vegna fjölda áskorana mun rússneski stúlknakórinn frá Moskvu halda auka- tónleika í Fella- og Hólakirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 20. sept., kl. 20.30. Að sögn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra er söngur kórsins á heimsmælikvarða og er þessi heimsókn einstakur tónlistarvið- burður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 800. Leikfélag Akureyrar KARAMELLUKVÖRNIN Gamanleikur með söngvum fyrir alla fjölskyiduna! Höfundar: Evert Lundström og Jan Moen íslensk þýðing: Árni Jónsson Lög: Birgir Helgason og Mlchael Jón Clarke Söngtextar: Kristján frá Djúpalæk og Þórarinn Hjartarson Lýsing: Ingvar Björnsson Lelkmynd og búningar: Hallmundur Kristinsson Leikstjórn: Þórunn Magnea Magnúsd. Leikendur: Dofri Hermannsson, Bergljót Arnalds, Aðalsteinn Bergdal, Sigurþór Albert Heimisson, Þórhallur Gunnars- son, Rósa Guðný Þórsdóttir o.fl. Frumsýning laugard. 24. sept. kl. 17. 2. sýning sunnud. 25. sept. kl. 14. Kortasala stendur yfir! AÐGANGSKORT kosta nú aðeins kr. 3.900 og gilda á þrjár sýningar: ÓVÆNT HEIMSÓKN eftir J.B. Pri- estley Á SVÖRTUM FJÖÐRUM eftir Davíð Stefánsson og Erling Sigurðarson ÞAR SEM DJÖFLAEYJAN RÍS eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnars- son Frumsýningarkort fyrir alla! Stórlækkað verð. Við bjóðum þau nú á kr. 5200. Kortagestir geta bætt við miða á KARMELLUKVÖRNINA fyrir aðeinskr. 1000. Miðasala í Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Simi 24073. Simsvari fekur við miðapöntunum utan afgreiðslutima. Greiðslukortaþjónusta. Kvíðastjórnun Nú um mánaðamótin eru að hefjast nám- skeið í kvíðastjómun. Samkvæmt ís- lenskum rannsóknum má ætla að um 8% þjóðarinnar eigi við kvíða- eða fælni- vandamál að stríða, eða um 20.000 manns. Á námskeiðinu eru kenndar ákveðnar aðferðir til að takast á við kviða, fælni og spennu í samskiptum. Námskeiðin hafa verið haldin reglulega um árabil og er stjórnandi þeirra Oddi Erlingsson, sér- fræðingur í klínískri sálfræði. Námskeiö- in eru haldin um helgar og allar nánari upplýsingar er að fá í síma 91-39109 á kvöldin og um helgar. Tapaöfundiö Köttur týndist frá Fálkagötu fyrir 3^4 dögum. Kötturinn heitir Nasi og er hvítur og svartur á lit. Nasi er stór fress með furðulegt nef. Ef þú hefur séð til ferða Nasa þá hafðu sam- band í síma 10520. Blátt hálsmen Aðfaranótt laugardagsins 10. sept. tapað- ist blátt hálsmen, (sem liggur upp að hálsinum), í indiánastil inni á skemmti- staðnum Berlin eða þar fyrir utan. Þetta hálsmen er eigandanum mjög kært og biður harm fmnandann vinsainlegast um að hafa samband við sig í síma 91-650043 (Kristín). Bestu þakkir til allra sem glöddu mig á 100 ára afmæli mínu þann 8. september sl. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 2. hæð á Sólvangi. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Guðmundsdóttir / Áifaskeiði 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.