Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Page 26
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1994 Fólkífréttum Helgi Áss Grétarsson Helgi Áss Grétarsson varð heims- meistari í skák tuttugu ára og yngri á heimsmeistaramótinu sem lauk í Brasilíu í síðustu viku. Þar með er hann fjórði heimsmeistari íslend- inga í yngri flokkum í skák og átt- undi stórmeistari okkar. Starfsferill Helgi Áss fæddist 18.2.1977 í Reykjavík og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann stundaði nám við Breiðholtsskóla og stundar nú nám í fjórða bekk Verslunarskóla ís- lands. Helgi byrjaði að tefla sex ára, tefldi í skólaliði frá sjö ára aldri og fór þá að sækja mót hjá Taflfélagi Reykja- víkur. Hann vann Skólaskákmót Reykjavíkur, einstaklingskeppni, fjórum sinnum í röð í yngri flokki og tvisvar í eldri flokki, varð ís- landsmeistari í skólaskák í yngri flokki 1988,89 og 1990 og í eldri flokki 1993, vann Drengjameistaramót Skáksambands Islands þrisvar, varð unglingameistaril991 og 1993, vann þrisvar sinnum í unglinga- flokki Haustmóts Taflfélags Reykja- víkur og þrisvar sinnum í unglinga- flokki Skákmóts Reykjavíkur, vann á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur (meistaramót) 1991 og 1992, hefur teflt sjö sinnum á Norðurlandaskák- mótum í einstaklingskeppni og var þar í öðru sæti 1987,1988 og 1989, í fyrsta sæti 1990,1991 og 1992 og í öðru sæti 1994, lenti í öðru sæti á heimsmeistaramóti fjórtán ára og yngri í Póllandi 1991 og í öðru sæti á heimsmeistaramóti sextán ára og yngriíBratislava. Helgi hefur æft og keppt í knatt- spyrnu með Fram í öllum aldurs- flokkum, var valinn markmaður Tommamótsins 1986 og 1987 og markmaður Pollamótsins 1987 og íslandsmeistari í þriðja flokki 1992. Fjölskylda Systkini Helga eru Sigurður Áss Grétarsson, f. 1.10.1965, bygginga- verkfræðingur í Kópavogi, kvæntur Erlu Þorgeirsdóttur rafmagnsverk- fræðingi og eiga þau tvö börn; Andri Áss Grétarsson, f. 6.1.1969, við- skiptafræöingur í Reykjavík; Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir, f. 10.1. 1972, nemi við Harward í Bandaríkj- unum og margfaldur íslandsmeist- ari kvenna í skák. Foreldrar Helga eru Grétar Áss Sigurðsson, f. 22.10.1935, viðskipta- fræðingur í Reykjavík, og k.h., Sig- rún Andrewsdóttir, f. 28.9.1939, kennari. Ætt Grétar er sonur Sigurðar, brúar- smiðs í Reykjavík, hálfbróður, sam- feðra, Guðmundar Björnssonar landlæknis, og Jónasar á Stóru- Giljá, afa Jónasar Halldórssonar skákmanns. Hálfsystir Sigurðar var Ingibjörg, amma Jóns Torfasonar skákmanns, Ögmundar Jónasson- ar, formanns BSRB, Ásgeirs Sig- urðssonar námsgagnastjóra og Guð- mundar Bjömssonar verkfræðings. Sigurður var sonur Bjöms, b. á Marðarnúpi, bróður Elinborgar, langömmu Sigfúsar og Ingimundar í Heklu, Sigfússona. Björn var sonur Guðmundar, smiðs á Síðu, Guð- mundssonar og Guðrúnar Sigfús- dóttur Bergmann, hreppstjóra á Þorkelshóli og ættföður Berg- mannsættarinnar. Móðir Sigurðar var María Magnúsdóttir. Móðir Grétars Ássvar Lilja, systir Hólmfríðar, móður Árna Björns- sonar þjóöháttafræðings, föður Marðar hjá Máli og menningu. Lilja var dóttir Benedikts, b. á Þorbergs- stöðum í Laxárdal, bróður Kristj- áns, föður Kristjáns borgarfógeta. Benedikt var sonur Kristjáns, dbrm. á Þorbergsstöðum, Tómassonar. Móðir Lilju var Margrét Guð- mundsdóttir, b. í Snóksdal, Guð- mundssonar. Sigrún er dóttir Andrews, sjó- manns á Flateyri, bróður Guð- bjarna, föður Halldórs Landsbanka- Helgi Áss Grétarsson. stjóra. Systir Andrews var Þorbjörg, móðir Kristinar Ólafsdóttur Þor- valdssonar, útvegsb. á Efstabóli í Önundarfirði, Þorvaldssonar. Móð- ir Andrews var Kristín Halldórs- dóttir, b. í Ytri-Hjarðardal, Jónsson- ar og Guðrúnar Jónsdóttur. Móðir Guðrúnar var Kristín Einarsdóttir, b. i Tungu, Ásgrímssonar, b. í Am- ardal, Bárðarsonar, ættföður Arn- ardalsættarinnar, Illugasonar. Móðir Sigrúnar var Helga Dag- björt Þórarinsdóttir frá Þernuvík í Ögursveit, systir Kristínar, móður Bjarna Guðmundssonar, fyrrv. landsliðsmanns í handbolta. Afmæli Vilhjálmur Hjálmarsson Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. bóndi, alþm. og menntamálaráð- ; herra, Brekku í Mjóafírði, er átt- 1 ræður í dag. Starfsferill Vilhjálmur fæddist að Brekku og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1935 og var bóndi á Brekku 1936-67. Þá var hann kennari í Mjóafirði 1936-47 Og skólastjóri 1956-67. Auk þess hafði Vilhjálmur verkstjórn við vegavinnu, stundaði síldarsölt- un í Mjóafirði og var oddviti Mjóa- fjarðarhrepps 1950-78. Vilhjálmur sat í hreppsnefnd Mjóafjarðarhrepps 1946-90, var sýslunefndarmaður 1962-88, í stjórn Sambands sveitarfélaga á Til hamingju með afmælið 20. september 75 ára Ólöf María Guðmundsdóttir, Barmahlfð39, Reykjavik. Arinbjöm Hjálmarsson, Grenivölium 14, AkureyrL 70 ára Traðarbergi3, Hafnarfirði. Eiginkonahans erGuörúnBene- diktsdóttir. Þautakaámóti gestum laugar- daginn24.sept- emberíHraun- holtiaðDals- hrauni 15íHafn- arfirði frá kl. 18. Axel Kristjánsson, Álagranda 8, Reykjavík. Jón S. Óskarsson, Klömbrum, Aöaldælahreppi. 60 ára Helga GuðrúnPétursdóttir, Ægisíðu 98, Reykjavík. Eiríkur Kristvaldsson, Gf ánuféiagsgötu 35, Akureyri. Ragnheiður S. Gröndal, Eikjuvogi 14, Reykjavík. Jónína H. Jónsdóttir, Nýjabæ, Skaftárhreppi. Guðmunda SigurborgHail- dórsdóttir kaffiumsjónarkona (áttí afmæli 19.9), Stigahlíð 10, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Ingi- mundurGunnar Jörundsson, d. 1979, trésmiöur. Guömunda Sig- urborgtekurá mótigestumí Gnoðarvogi80í Reykjavík nk. laugardag, 24.9, frákl. 16. 50 ára Símun Edvin Rasmussen, Hverafold 27, Reykjavík. Sverrir Aðalsteinsson, Sandbakkavegi 6, Höfn í Horna- firði. Gísli Sveinbergsson málara- meistari, Sigurður Guðmundsson, Heiöarvegi 58, Vestmannaeyjum. Guðbjörg Sigurðardóttir, Móabarði 14, Hafnarfirði. Sigurjón Torfason, Fifumóa 4, Njarðvík. Elin Hjartar, Selbraut 76, Seltjarnarnesi. 40ára Guðbrandur Magnússon, Álfaby ggð 4, Akurey ri. Eyjólfur Kristinn Kolbeins, Grenibyggð 26, Mosfellsbæ. Anna Linda Aðalgeirsdóttir, Huldubraut 48, Kópavogi. Jóhann Tryggvi Sigurðsson, verksmiðjustjóri ullardeildar ístex hfi, Kambahrauni 44, Hveragerði. Eiginkona hans er Marta Birna Aðalsteinsdóttir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu nk. laugardagskvöld, 24.9. Valentínus Ólason, Reynigrund 26, Akranesi. SvalaBryndís Jónsdóttir, Sigtúni 35, Reykjavík. ÓlafurGuð- mundsson, Höföabraut2, Akranesi. Hanntekurá móti gestum laugardagmn 24.9. í Framsókn- arhúsinuáAkra- nesikl.21. María Ingólfsdóttir, Hlíðarvegi 66, Njarðvik. Austurlandi 1980-83 og formaður þess 1981-83, formaður og gjaldkeri Sjúkrasamlags Mjóafjarðar frá stofnun 1945 og til loka, bókavörður Lestrarfélags Mjófirðinga frá 1928 og lengi formaður, í stjóm ung- mennafélagsins um hríð, í stjórn Búnaöarfélags Mjóafjarðar frá 1948 og Ræktunarfélagsins meðan það starfaði, í stjórn Stéttarsambands bænda 1963-74 og fulltrúi Sunn- mýlinga á aðalfundum frá stofnun og lengst af til 1967, í Framleiðslu- ráði 1963-84 og í verðlagsnefnd landbúnaöarvara 1965-72, sat í stjórn Framsóknarfélags Mjóa- íjarðar og um hríð formaður kjör- dæmissambands framsóknar- manna á Austurlandi, var formað- ur skólanefndar Húsmæðraskól- ans á Hallormsstað 1953-74, form- aður Menningarsjóðs félagsheim- ila 1980-87, formaður Útvarpsráðs 1980-83 og sat í Kirkjuráði 1976-82 og hefur setið í fjölda stjórnskip- aðra nefnda um málefni landbún- aðarins. Vilhjálmurvaralþm. 1949-56, sat sumarþing 1959, varaþingmaður Austurlandskjördæmis 1959-67 og alþingismaðurþess 1967-79. Hann var menntamálaráðherra 1974-78. Út hafa komið eftirfarandi rit eft- ir Vilhjálm: Raupaö úr ráðuneyti; Ævisaga Eysteins Jónssonar, þrjú bindi; Byggðasaga Mjóafjarðar, í fjórum bindum; Ævisaga Her- manns Vilhjálmssonar; Hann er sagður bóndi, endurminningar Vil- hjálms Hjálmarssonar. Fjölskylda Vilhjálmurkvæntist 12.12.1936 Önnu Margréti Þorkelsdóttur hús- móður, f. 15.2.1914, dóttur Þorkels Björnssonar, verkamanns á Seyð- isfirði, og Helgu Ólafsdóttur. Börn Vilhjálms og Önnu Margr- étar eru Hjálmar, f. 1937, fiskifræð- ingur í Reykjavík, á fijögur börn, kvæntur Kolbrúnu Sigurðardóttur kennara; Páll, f. 1940, skipstjóri á Seyðisfirði, á fimm börn, kvæntur Kristínu Gissurardóttur húsmóð- ur; Sigfús, f. 1944, b. á Brekku, á fjögur börn, kvæntur Jóhönnu Lárusdóttur húsfreyju; Stefán, f. 1949, matvælafræðingur á Akur- eyri, á tvö börn, kvæntur Helgu Frímannsdóttur kennara; Anna, f. 1954, handavinnukennari og hús- - móðir á Selfossi, áþrjú börn, gift Garöari Eiríkssyni bankaútibús- stjóra. Þá eru langafabörn Vil- hjálms orðin fimmtán talsins. Foreldrar Vilhjálms voru Hjálm- ar Vilhjálmssonar, útvegsbóndi á Brekku, og kona hans, Stefanía Sig- urðardóttírfrá Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Ætt Hjálmar var sonur Vilhjálms, b. á Brekku, Hjálmarssonar, hrepp- stjóra þar, Hermannssonar í Firði, Jónssonar „pamfíls". Móðir Hjálm- ars hreppstjóra var Sigríður Saló- monsdóttir frá Vík í Lóni. Móöir Vilhjálms var María frá Jórvík í Breiðdal, dóttir Jóns Jónssonar í Flögu. Móðir Hjálmars var Svan- björg Pálsdóttir, b. í Merki, Jóns- sonar og Helgu Halldórsdóttur, Hólmfríður Guðjónsdóttir Hólmfríður Þóra Guðjónsdóttir, húsmóðir frá Ármúla í Önundar- firði, Frostafold 59, Reykjavík, verð- ur hundrað ára á morgun. Starfsferill Hólmfríður er fædd á Þorfinns- stöðum í Önundarfirði og ólst upp þar vestra. Á fystu búskaparárum sínum var hún í húsmennsku á ýmsum bæjum vestra, t.d. í Búð í Hnífsdal. Hólmfríður bjó í Ármúla í Önund- arfiröi til ársins 1947. Þá flutti hún suður og settist að hjá Aðalsteini syni sínum í Nesi við Seltjörn. 1956 flutti Hólmfríður til dóttur sinnar og býr nú hjá henni að Frostafold 57. Fjölskylda Hólmfríður giftist 25.121914 Þor- geiri Eyjólfssyni, f. 29.9.1884, d. 22.10.1979, bónda, sjómanni ogsíð- ast vaktmanni í Arnarholti. For- eldrar hans: Eyjólfur Eyjólfsson, en hann fór til Vesturheims um 1900, og Kristín Björnsdóttir, vinnukona á Ströndum. Börn Hólmfríðar og Þorgeirs: Að- alsteinn, f. 19.1.1916, d. 26.2.1987, hann eignaðist átta böm; Kristján, f. 21.2.1918, hann á fjögur börn; Guðmundur, f. 17.5.1924, hann á fimm böm; Þórunn, f. 10.2.1930, hún áfijögurbörn. Systkini Hólmfríðar sem upp komust: Guðjón, f. 28.10.1897, d. 29.3. 1980; María, f. 19.12.1899, d. 9.6.1932; Guðbjartur, f. 2.2.1904, d. 10.2.1992; Ágústa, f. 12.8.1905; Jóna, f. 6.1.1907. Foreldrar Hólmfríðar: Guðjón Sig- urðsson, f. 5.11.1868, d. 31.12.1937, Vilhjálmur Hjálmarsson. Hermannssonar í Firði. Stefanía var systir Bjargar, móð- ur Árna, útvegsb. á Hánefsstöðum, föður Tómasar seðlabankastjóra, Vilhjálms hrl. og Margrétar, móður Valgeirs Guðjónssonar tónhstar- manns. Þá var Björg móðir Þór- halls, afa Sigríöar, móöur Vil- hjálms Einarssonar skólastjóra, föður Einars spjótkastara. Stefanía var dóttir Siguröar, b. á Hánefs- stöðum, Stefánssonar, b. í Stakka- hlíð, bróður Gunnars, afa Gunnars Gunnarssonar skálds. Stefán var sonur Gunnars, b. á Hallgilsstöðum á Langanesi, Skíða-Gunnarssonar, b. í Ási i Kelduhverfi, Þorsteinsson- ar. Móðir Sigurðar var Þorbjörg Þórðardóttir, b. í Kjarna í Eyja- firði, Pálssonar, ættföður Kjarna- ættarinnar. Móðir Stefaníu var Sigríður Vil- hjálmsdóttir, b. á Brekku, Vil- hjálmssonar og Guörúnar, systur Ragnhildar, konu Sveins Her- mannssonar á Krossi. Guðrún var dóttir Konráðs Salómonssonar úr Lóni suður og Sigríðar Einarsdótt- ur. Hólmfriður Guðjónsdóttir. bóndi á Neðrihúsum í Önundar- firði, og Helga Einarsdóttír, f. 31.12. 1866, d. 23.10.1938. Guðjón var ætt- aður úr Arnarfirði en Helga var frá Selabóli í Önundarfirði. Hólmfríður tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Gerðubergi í Breið- holti frá kl. 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.