Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1994, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1994, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 Fréttir________________________________________________________________________dv Vaxandi líkur á þingkosningum fyrir áramót: Búist við vantrausti á Guðmund Árna á Alþingi - þingmenn Sjálfstæöisflokksins segja Alþýðuflokkinn óstarfhæfan vegna upplausnar Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem DV hefur rætt við, segja flestir að þvílík upplausn ríki nú í Alþýðu- flokknum, bæði vegna mála Guð- mundar Árna Stefánssonar og Jó- hönnu Sigurðardóttur, að flokkurinn sé vart starfhæfur. Vegna þessa segja þeir að líkur á þingkosningum fyrir áramót aukist dag frá degi. Þeir segja margir að óvíst sé að ríkisstjórnin hafi þingmeirihluta þegar Alþingi kemur saman 1. október. Háttsettir kratar, sem DV hefur rætt viö, segja að það sé vaxandi ólga innan flokksins vegna mála Guð- mundar Áma og að það sé ljóst að mál hans hafi skaðað ríkisstjómina. Þá er talið öruggt að þegar þing kemur saman verði borin fram van- trauststillaga á Guðmund Árna Stef- ánsson félagsmálaráðherra ef kratar verða þá ekki búnir að láta hann segja af sér. Ýmsir þingmenn Sjálf- stæöisflokksins segjast eiga erfitt með að greiða atkvæði gegn slíkri vantrauststillögu. „Varðandi mál Guðmundar Ama vil ég segja það að stjómasamstarf getur ekki byggst á því að menn gangi lengra í að sætta sig við em- bættisverk samstarfsaðilans heldur en maður myndi gera við mann í eig- in stjómmálaflokki. Það er ekki hægt að teygja stjórnarsamstarf eftir því. En þetta era auðvitað fyrst og fremst erfiðleikar Alþýðuflokksins," sagði Björn Bjarnason alþingismaður í samtali við DV. Egill Jónsson alþingismaöur frá Seljavöllum tekur í sama streng og Bjöm. „Þaö duga engar skýrslur gegn því viðhorfi sem komið er upp vegna embættisfærslu Guðmundar Áma Stefánsson félagsmálaráð- herra. Þetta er auövitað mál Alþýðu- flokksins og íjarri þvi að ég æth að fella dóma í þeim efnum. Menn verða hins vegar að athuga það vel að þeg- ar kemur til þings þá era mál Guð- mundar Áma þess eðlis að þau snerta ríkisstjómina alla og hafa áhrif á stöðu hennar í heild sinni. Því er spurningin hvort óbreyttir stjómarþingménn vilja taka sér fyrir hendur aö forsvara þegar mál ráð- herrans kemur til kasta Alþingis," sagði Egill Jónsson. Þeir Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra og Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra sögðu, varð- andi tal um kosningar fyrir áramót, að þeir efuðust um að svo færi. Þeir tóku þó báðir fram að það myndi ráðast af því hvernig mál þróuðust hjá Alþýðuflokknum á næstu vikum. Nýjukattalögin: Húsfélag geturkrafist þessaðfólk verðiboriðút „Ef um brot verður að ræða vegna kattahalds samkvæmt þessum nýju lögum geta húsfélög krafist þess að fólk verði borið út úr íbúðum sínum. Þetta grandvallast á því að einhver íbúi kæri og reki þetta sem einka- mál. Þetta er ekki lögreglumál þar sem ekki þarf opinber leyfi fyrir kattahaldi, svo sem er um hunda- hald. Það gæti komið til þess að hús- félag krefjist þess aö undangengnum úrskurði héraðsdóms að köttur verði sóttur með sýslumannsvaldi út úr viðkomandi íbúð,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlög- maður og helsti höfundur framvarps að lögum um fjölbýlishús sem taka gildi um áramót. Sigurður Helgi segir að í mörgum tilvikum eigi lögin ekki að valda neinni röskun. Hann viðurkennir þó að þau sjónarmiö geti verið rétt að það þurfi ekki nema einn aðila í fjöl- býlishúsi sem hefur andúð á köttum til að koma af stað leiðindum. „Þar sem ríkir friður um kattahald mun víðast hvar verða svo áfram. Ég hef þó vissa samúð með fólki sem lendir í þvi að einhver er með and- mæli að ósekju. Málið er bara það að hagsmunir þeirra sem ekki eiga ketti vógu þyngra hjá löggjafanum en hagsmunir kattaeigenda. Þessi ákvæði voru sett inn vegna tilmæla frá Samtökum astma og ofnæmis- sjúklinga. Þetta byggist einfaldlega á hagsmunamati og það þurfti að taka af skarið en auðvitaö kostar þetta Haraldur Gísli, sem er sjö ára, er hér með vini sinum, Grámanni, en þeir búa í fjölbýlishúsi einhver sárindi. Það sem gerir þessi mál erfið er það að fólk ber einatt tilfinningar til katta sinna og lítur á þá sem réttháa fjölskyldumeðlimi. Svo eru aðrir sem líta á ketti sem óþurftardýr og réttdræp skaðræðis- kvikindi," segir Sigurður Helgi. Sigurður Helgi gagnrýnir það hversu illa þessi lög hafa verið kynnt af hálfu félagsmálaráðuneytisins. „Ég átti fund með félagsmálaráð- herra um málið í júlí. Ég hef ekkert DV-mynd BG séö frá ráðuneytinu um þetta mál. Það er mikið hringt og spurt um þessi mál. Það er hlutverk þess að kynna fólki þessa löggjöf en það hefur því miður alveg bragðist," segir Sigurð- ur Helgi. Stuttar fréttir Fræsöfnun Landgræöslan, skógræktarfé- lög og Skógrækt ríkisins hvetja almenning til fræsöfnunar í haust, einkum birkifræs. Aðskilnaður Samkeppnisráð hefur mælst til þess við Póst og síma að hann aöskilji söludeildina frá annarri starfsemi og stofni sér fyrirtæki KristnisjóðurkaupKr Kristnisjóður hefur keypt Laugaveg 31 af íslandsbanka en þar var Reykjavíkurlistinn m.a. með bækistöðvar í vor. Peningarfinnast Rannsókn RLR hefur leitt í Ijós aö peningasending Seölabankans var seld i einu lagi í peningastofn- un í Englandi 14. júlí sl. Nýr iandsbókavörður Einar Sigurðsson háskólabóka- vörður hefur verið skipaður landsbókavörður af forseta ís- lands til næstu 6 ára. Kratarreyklausir Ungir kratar hafa lagt til að all- ir auglýstir fundir Alþýðuflokks- ins verði reyklausir. Þetta kom fram í Alþýöublaöinu. Fíeiri f lugvirkjar Flugleiðir ætla aö Qölga flug- virkjum á Keflavíkurflugvelli vegna aukinna viöhaldsverkefna fyrir erlend flugfélög. Einn piltanna, sem tóku þátt 1 ráninu í Breiðholti, ófundinn í morgun: Gekk laus níu mánuðum eftir dóm - afskaplega prúður og stilltur og hefur verið í vinnu, segir deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun Lögreglan hafði í morgun ekki enn hcift hendur í hári eins piltanna sem tóku þátt í ráninu í Nóatúnsverslun- inni við Kleifarsel. Sá hefur, eins og greint var frá í DV í gær, hlotið dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir lík- amsárás. Hann var dæmdur 22. des- ember síöastliðinn í 8 mánaða fang- elsi, þar af 3 mánuði óskilorðs- bundna. Þrátt fyrir að 9 mánuðir séu liðnir frá því maðurinn hlaut dóminn hefur hann ekki enn hafið afþlánun. Á þessum tíma hefur hann að minnsta kosti einu .sinni verið handtekinn af lögreglu vegna aðildar að innbroti og líkamsárás. Það mál hefur verið sent ríkissaksóknara til meðferðar. Auk þessa hefur mánuði verið bætt við skilorðsbundna dóminn hans en 2. maí var hann dæmdur á ný, í þetta skiptið fyrir að hafa ekið stolnum bíl réttindalaus og ölvaður. Níu mánuðum eftir að hann hlaut dóminn gengur pilturinn enn laus og er hann bæði granaður um að hafa ráðist inn í sölutum við Selja- braut og framið rán í versluninni við Kleifarsel. Þegar leitað var upplýsinga hjá Fangelsismálastofnun um hvers vegna umræddur maður væri ekki enn farinn í afplánun fengust þau svör aö gögn um dóminn sem gekk 22. desember hefðu ekki borist stofn- uninni fyrr en 13. apríl. Umrædd gögn hafi verið send frá ríkissak- sóknara 23. mars. Drengurinn hafi verið boöaður í afplánun 25. ágúst. Þá hafi hann hins vegar fengið frest í mánuð og átti þvi að fara í afplánun 25. september eða næstkomandi sunnudag. „Menn sem hljóta dóma era boðað- ir í afplánun þegar gögn hafa borist frá ríkissaksóknara. Þeir fá oft ein- hvern umþóttunartíma og sumir fá aukafrest ef þannig stendur á hjá þeim. Þannig er það í þessu tilfelli. Drengurinn hefur komiö hingað og verið afskaplega prúður og stilltur og verið í vinnu,“ segir Sigurður Gísli Gíslason, deildarstjóri hjá Fangelsis- málastofnun. Hann segir starfsmenn Fangelsis- málastofnunar þó ekki geta séð fyrir um óorðna hluti. Ekki verði horft fram hjá því að 200 manns bíði af- plánunar í fangelsum landsins. Um tíma hafi biðlistinn verið kominn niður í um 60 manns en nú sé minna um reynslulausnir, meira sé um lengri dóma. Jafnframt hafi ungum afbrotamönnum og síbrotamönnum flölgað. Allt þetta geri Fangelsis- málastofnun erfitt fyrir. Lögreglan náði einum piltanna fjögurra í gær. Hann er grunaður um aðild að ráninu í Kleifarseli og átti einnig þátt í innbrotinu og árásinni í mars sem fyrr er minnst á. Þá átti hann einnig þátt í árás á Hverfisgöt- unni í vor þegar 13 tennur vora slegnar með meitli úr iðnskólanema.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.