Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 Fréttir Afskriftir skuldugra fyrirtækja í Hafnarfirði: Jóhann G. Bergþórsson stýrði þremur þeiira Upphæöir í þús. kt 60.000 50.000 40.000 10.000 30.000 —kt -X 20.000 Löggiltir endurskoðendur leggja til að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði af- skrifi á næsta ári skuldir að íjárhæð 456,2 milljónir króna fyrir undanfar- in ár en skuldir gjaldþrota fyrirtækja hafa fram að þessu ekki verið afskrif- aðar í Hafnarfirði. í tillögu endur- skoðendanna er meðal annars gert ráð fyrir ríflega 113 milljónum króna vegna skulda 12 gjaldþrota fyrir- tækja eða fyrirtækja sem talið er að séu í greiðsluerfiðleikum. Afgangur- inn er meðal annars vegna vangold- inna fasteignagjalda, gatnagerðar- gjalda og leikskólagjalda. Til greina kemur að afskrifa skuld- ir þriggja verktakafyrirtækja í Hafn- arflrði sem öll eiga það sameiginlegt að hafa verið undir stjóm Jóhanns G. Bergþórssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Jóhann var stjóm- arformaöur SH verktaka hf. áður en fyrirtækiö var úrskuröað gjaldþrota í ársbyrjun 1993 og aðalmaður í stjórn Fórnarlambsins hf. sem varð gjaldþrota í september 1992. Þá er Jóhann stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri Hagvirkis-Kletts hf. Tahð er að fyrirtækið eigi í veruleg- um greiðsluerfiðleikum. Ingvar Gunnarsson var stjórnar- formaður Skerseyrar hf. og Jón Grét- ar Erlingsson var stjórnarformaður Norðurstjörnunnar hf. Hafliði Þórs- son var stjórnarformaður íslands- síldar hf. Rafn A. Sigurðsson var framkvæmdastjóri Íslandssíldar og Norðurstjömunnar. Þá var Magnús Andrésson framkvæmdastjóri fisk- eldisfyrirtækisins Hlunna hf. Sveinn Jónsson var framkvæmdastjóri Rás- verks hf., Kristinn Halldórsson fram- kvæmdastjóri Núnataks hf. og Lars Gunnar Horberg var framkvæmda- stjóri íslenska stálfélagsins hf. Þessi fyrirtæki hafa öll verið úrskurðuð gjaldþrota. Sverrir Ólafsson var framkvæmda- stjóri Listahátíðar Hafnarfjarðar en það fyrirtæki er í eigu bæjarsjóðs og Bragi Vignir Jónsson var fram- kvæmdastjóri Kvikmyndahúss Hafnarfjarðar. Ekki er vitað til þess aö Búseti sé í greiösluerfiðleikum þó að félagið sé á listanum vegna sjö milljóna króna skuldar. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar er í ábyrgðum fyrir rösklega 277 milljón- um króna. Bæjarstjórnin hefur veitt 120 milljóna króna ábyrgð vegna Miðbæjar Hafnaríjarðar hf. Upp- hæðin nemur nú riflega 143 milljón- um króna. Byggðaverk hefur fengið 70 milljóna króna ábyrgö og nemur sú upphæð nú tæpum 87 milljónum króna. Skerseyri fékk 20 milljóna króna ábyrgö, á núvirði tæplega 29 milljónir króna, og ýmis smáfyrir- tæki í bænum hafa fengið samtals 18 milljóna króna ábyrgðir. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur endanlega ákvörðun um hvort skuld- ir fyrirtækja verða afskrifaðar. Flugvallaframkvæmdir á Norðurlandi: Sama fyrirtækið fékk öll verkin „Klæðning hf. úr Garðabæ átti langlægstu tilboðin í lagningu slit- lagsins og aðrar framkvæmdir á völl- unum á Siglufirði og á Húsavik og við sömdum beint við fyrirtækið um framkvæmdimar á Þórshöfn á sama einingarverði. Það er ekkert óeðhlegt við það enda voru tilboð fyrirtækis- ins í hin tvö verkin langlægst," segir Jóhann H. Jónsson hjá Flugmála- stjórn um framkvæmdir á þremur flugvöllum á Norðurlandi í sumar. Lagt var bundið slitlag á flugbraut- imar á Siglufirði og á Húsavik þar sem ástandið var mjög slæmt, sér- staklega á Húsavík þar sem yfirborð vallarins var mjög leirkennt og brautin oft lokuð vegna „ófærðar“. Þá er þessa dagana að ljúka lagningu shtlags á nýja flugbraut á Þórshöfn. Þetta era ekki einu flugvallafram- kvæmdirnar á Norðurlandi. Nú er að renna út tilboðsfrestur vegna við- byggingar við flugstöðina á Akur- eyrarflugvelli. Þar er um að ræöa 390 fermetra byggingu sem á að rísa fyr- ir næsta haust og endurbætur á byggingunni sem nú er notuð. i>v Uppboð Skúms GK úr- skurðað ógilt „Við munum væntanlega kæra þennan úrskurð til Hæstaréttar. Máhð er í skoðun en kærufrestur er tvær vikur,“ segir Hallgrímur Geirsson, lögmaður Skeljungs hf. sem tók togarann Skúm GK á nauðungaruppboði i júlí sl. Hafboði, sem missti skipið á uppboð, kærði uppboðsmeðferð- ina vegna formgalla. Nú hefur Benedikt Bogason feht þann úr- skurð í málinu að uppboðiö sé ógilt vegna formgalla. Hallgrimur segir aö verði úr- skurðurinn kærður megi vænta niðurstöðu Hæstaréttar eftir mánuð frá kæru. Mývatnssveit: Fundað um skóladeiluna Sveitarstjóm Skútustaða- hrepps í Mývatnssveit kemur saman til fundar í dag og ræöir m.a. „skóladeiluna“ svokölluðu og tekur til afgreiðslu erindi íbúa í suðursveitinni um að skólahald verði þegar í stað hafið fyrir yngstu börain að Skútustöðum. Einhverjar þreifmgar hafa ver- ið í gangi manna á milli síöustu daga en ekki er vitað til þess að þær hafi skilaö neinum árangri. Viðmælendur DV vöktu athygli á því að niðurstaða fundar sveitar- stjórnarinnar í dag væri mjög mikilvæg í deilunnL Ástralíuferð: Einnáeigin kostnað . Vegna fréttar DV sl. þriðjudag um Ástralíuferð forystumanna úr mjólkuriönaði vih rekstrar- stjóri afurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga koma þvi á fram- færi að mjólkursamlagsstjóri KS, Snorri Evertsson, sé í Ástralíu á eigin kostnað en ekki samlagsins. I dag mælir Dagfari Forsætisráðherra hefur verið iðinn við að skýra löndum sínum frá þvi aö kreppunni væri lokið. Hann sagði frá því strax í sumar aö kreppan væri liðin hjá og þá trúði honum enginn, enda enginn orðið var við að kreppunni væri lokið. Nú endurtekur forsætisráöherra aftur að kreppunni sé lokið og er það í annað skiptið sem henni lýk- ur á stuttum tíma og geri aðrar kreppur betur. Forsætisráðherra bendir á eftirf- arandi: íslendingar eru að greiða niður erlendir skuldir þriðja árið í röð. Það hefur ekki gerst í fimmtíu ár. Allar spár um stöðugleika hafa staðist. Stöðugleikinn er afar stöð- ugur. Vextir eru í lágmarki og geta orðið enn lægri ef forsendur skap- ast til að lækka þá. Ríkissjóðshah- inn er minni en gert var ráð fyrir og atvinnuleysi er minna en spáö hefur verið og verður minna á næsta ári en spáð hefur verið. Miðað við spárnar eru þetta greinileg batamerki. Ástandið verður ekki eins slæmt og svart- sýnustu menn hafa haldið og þegar ástandið er betra heldur en gert er ráð fyrir er ljóst aö kreppan er hð- in hjá. Ef spámar hefðu verið betri eru það ískyggilegar spár sem segja að atvinnuleysi verði minna en spárnar gerðu ráð fyrir. Spár um spár eru spár sem Dagfari spáir að verði okkur ekki til fjár. Það verður að endurskoða þessar spár og koma þeim í fyrra horf ef varðveita á kreppuna og stöðugleikann sem er forsenda fyrir því að við getum búið við stöðugleika. Svo er annað. Kaupmáttur mun aukast ef kreppunni lýkur. Með auknum kaupmætti mun velta aukast og þenslan vaxa og áður en við vitum af er sá stöðugleiki sem ríkt hefur í reglubundinni rýrnun á kaupmætti horfinn fyrir bí og enginn veit hvað tekur við. Það er stórhættulegt. Menn fara að hætta að borga skuldir sínar og þjóðar- búiö þolir ekki aukinn kaupmátt í ljósi þess að þá raskast sá stöðug- leiki að enginn eigi fyrir neinu og fólk fer aht í einu að eyða því sem það á! Yfirlýsingar forsætisráðherra um aö kreppunni sé að ljúka eru alvarlegustu efnahagstíðindi þessa kjörtímabhs. Það er vá fyrir dyr- um. Varðveitum kreppuna og stöö- ugleikann. Það er fyrir mestu. Dagfari Varðveitum kreppuna en spádómarnir gerðu ráð fyrir hefði kreppunni lokið fyrr, miðað við spár, en nú eru sem sagt spám- ar betri en spárnar sem voru gerð- ar í fyrra og þess vegna getur for- sætisráðherra spáð því með nok- kurri vissu að spárnar muni stand- ast um að kreppunni sé lokið. Sterkasta vísbendingin er stöðug- leikinn. Hann er stöðugur. Engar kauphækkanir, engin verðbólga, enginn hagvöxtur sem neinu nem- ur, allt er þetta vísbending um stöð- ugleika og þessi stööugleiki er meiri en sá stöðugleiki sem spáð var og þar af leiðandi er engin hætta á að stöðugleikinn verði ekki eins stöðugur eins og spáð hefur verið. En hverju er þetta að þakka nema kreppunni sjálfri? Hún hefur skap- að stöðugleika og spurning er hvort það sé æskhegt að láta kreppuna líða algjörlega hjá vegna þess að þá hverfur stöðugleikinn, þá hækka laun og verðbólga og hugs- anlega vextir og þá raskast stöðug- leikinn sem er forsenda fyrir því að kreppan sé liðin hjá. Hættan liggur sem sé í því að kreppunni ljúki og þess vegna verðum við aö ganga hægt um gleðinnar dyr og varast að raska stöðugleikanum um of. Forsætisráðherra á að leggja meiri áherslu á þetta atriði því að einmitt í kreppunni undanfarin ár eöa í kjölfar hennar hefur okkur tekist að borga niður skuldir í fyrsta skipti í hálfa öld. Ef engin kreppa hefði verið th staðar hefö- um við ekki getað grynnkað á skuldunum. Við hefðum heldur ekki getað lækkað vexti eða haldið verðbólgu í skefjum. Allt er þetta kreppunni að þakka og hún hefur verið okkur gjöful og hvers vegna þá að fórna kreppunni og stöðug- leikanum fyrir batnandi efnahag ef allt fer úr skorðum viö það eitt að kreppan líður hjá? Það er th dæmis afar varhugavert ef dregur úr atvinnuleysi vegna þess aö hóflegt atvinnuleysi er gott aðhald og skapar stöðugleika á vinnumarkaðnum og þess vegna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.