Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1994, Blaðsíða 28
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Oreifing: Simi 632700
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994.
Líbería:
Heppni að
Helga slapp
í skot-
árásinni
„Helga sagði að það hefði einfald-
lega verið heppni að hún slapp í
skotárásinni. Nú er hún í fríi á Fíla-
beinsströndinni með hinu rauða-
krossfólkinu og er að gera upp við
sig hvert framhaldið verður en sex
mánaða starfstíma hennar ytra lýk-
ur í lok nóvember. Þó er ljóst að hún
fer ekki til Líberíu aftur, þar sem
skotið er á fólkið úr öllum áttum,“
sagði tengdadóttir Helgu Þórólfsdótt-
ur félagsráðgjafa sem starfað hefur
á vegum Rauða kross íslands í Líber-
íu, við J)V í morgun.
Helga slapp naumlega þegar gerð
var skotárás á bílalest sem hún var
í á leið frá Líberíu til Monróvíu í síð-
ustu viku. Nokkrir friðargæsluliðar
Sameinuðu þjóðanna í bílalestinni
létust í árásinni.
Alvarlegt slys:
Bíllinn tjakk-
aðurupp af
barninu
Átta ára stúlka liggur mikiö slösuð
á gjörgæsludeild Landspítalans eftir
alvarlegt umferðarslys í Keflavík síð-
degis í gær. Stúlkan var á reiðhjóli
samsíða gömium herbíl þegar bíllinn
tók beygju með þeim afleiðingum að
barnið varð undir öðru afturhjólinu.
Kallað var á tækjabíl til að ná
stúlkunni undan þungum bílnum en
vegfarandi varð fyrri til og kom með
vörubílatjakk. Stúlkan náðist undan
bílnum og var flutt í skyndi á'
Landspítalann í Reykjavík. Sam-
kvæmt upplýsingum læknis á gjör-
gæsludeild í morgun gekkst stúlkan
undir aðgerð. Henni er nú haldið
sofandi en batalíkur munu skýrast á
næstu dögum.
Drangavík:
Lögbannskrafa
Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum;
Lögbannskrafa íslandsbanka á
siglingar og veiðar Drangavíkur VE
var tekin fyrir hjá sýslumanni í Eyj-
um kl. 10 í morgun. Ef hún verður
samþykkt verður Drangavík lagt þar
til dómur hefur gengið í máli útgerð-
armannsins gegn Íslandsbanka.
LOKI
Það er auðvitað tóm vitleysa
að setja svona prúða og
stillta pilta ífangelsi!
Treysti mér ekki nið-
ur af ótta við eldinn
- sá ganginn fullan af reyk og hringdi í lögreglu, segir íbúi í húsinu
„Ég vaknaði upphaflega til að mundsson, íbúi að Dugguvogi 10 erheimilislausnúnaeninnbúhans Hrólfur Jónsson slökkvistjóri i
fara á salernið sem er frammi á sem brann í nótt, í samtali við DV eyðilagðist í brunanum. morgun.
gangi. Mér tókst ekki að sofna aftur þar sem hann var staddur h)á dótt- „Það var hringt allt okkar lið út Jón Viðar Matthíasson vara-
og veitti athygli skrítnu hljóði sem ur sinni í morgun. í þetta, 8 bílar og á sjöunda tug slökkvistjóri segir eldvarnir húss-
ég gerði mér ekki grein fyrir hvaö manna, jafnframt var beðið um ins bera þess merki að það sé gam-
væri. Ég hélt þaö væri komiö rosa- Þrennt bjargaðist úr húsbruna í aðstoð frá Reykjavíkurflugvelli og alt og að örar breytingar hafi orðið
legt óveður og fór út í glugga að gá nótt þegar. eldur kom upp í húsinu, slökkvilið Hafnarfjarðar stóð bak- á starfsemi í því. Hins vegar sé
og sá þá reyk. Ég opnaði fram á sem meðal annars hýsir Bílaleig- vakt. Þaö var talverður eldur í ekki hægt að segja að þær hafi ver-
gang og hann var orðinn fullur af una Geysi í syðri enda og prent- húsinu þegar við komum og viö ið slæmar.
reyk þannig aö ég treysti mér ekki smiðju, bílasprautun, trésmíða- iögðum fyrst í stað áherslu að leita Ljóst er að eldurinn kviknaði í
niðúr af ótta við eldinn. Ég hringdi verkstæði, vinnustofa listamanns í því og bjarga út. Síðan reyndum nyrðriendahússins,portraegin,en
á lögregluna og hún kom mínútu og vörulager í nyrðri enda. Auk við að bjarga syöri byggingonni og eldsupptök eru enn ókunn. Fyrir
síðar: Lögregluþjónarnir komust þess er íbúð í nyrðri enda og tvö það tókst en fyrir bragðið magnað- ári tókst slökkviiiðinu naumlega
ekki upp vegna reyksins en voru herbergi sem leigð eru út í þeim isteldurinnúteftirnyrðribygging- að koma i veg fyrir stórbruna í
með vasaljós og lýstu mér leiðina syðri. Rósmundur hefur leigt tvö unni þannig að þaö sem brann er sama húsi en þá kviknaði í út frá
níður,“ segir Rósmundur Guö- herbergi í húsinu frá þvi í apríl og efri hæð þeirrar byggingar," sagði kaffikönnu.
Jón Ingi Gardi bifvélavirki og Guðni Sigurðsson húsasmiður fyrir utan
□ugguvog 10 í morgun. Þeir urðu fyrir gífurlega miklu tjóni og voru báöir
nýlega fluttir inn með aðstöðu sína. DV-mynd GVA
Mikið tjón 1 brunanum við Dugguvoginn:
Ég er nýbú-
inn að opna
- segir Jón Ingi bifvélavirki
„Þetta er örugglega tjón upp á 2
milljónir. Ég er nýbúinn að opna
verkstæðið og eyða í það einni og
hálfri milljón. Ég hef aldrei lent í
öðru eins. Þetta er agalegt," sagði Jón
Ingi Gardi bifvélavirki við DV í
morgun þegar hann var að skoða illa
farið verkstæði sitt eftir brunann í
Dugguvogi í nótt. Jón varð aðallega
fyrir miklu vatns og reyktjóni. M.a.
er nýleg bílalyfta talin ónýt.
Jón var með sjö bíla til viðgerðar
í verkstæðinu þegar eldurinn kom
upp og náðu slökkviliðsmenn að
forða nokkrum þeirra út. Einn bíl-
anna er mjög illa farinn ef ekki ónýt-
ur. Jón flutti úr litlu verkstæðishúsi
um síðustu mánaðamót og fór í
Dugguvoginn. Hann sagði trygginga-
mál hafa verið í vinnslu rétt fyrir
brunann og vonaðist að sjálfsögðu
eftir að fá tjónið btett að einhverju
leyti.
Við hliðina á Jóni Inga í Dugguvogi
var Guðni Sigurðsson húsasmiður
með aðstöðu ásamt öörum til. Þeir
voru nýfluttir inn líkt og Jón Ingi.
Hann sagðist við DV í morgun hafa
einkum orðið fyrir vatnstjóm. „Allt
byggingarefni er ónýtt og vatn yfir
öllum tækjum. Ég veit ekki hve íjár-
hagstjónið er mikið en maður hefur
mestar áhyggjur af verkfærunum og
vinnutapinu. Það var fullt að gera
hjá okkur. Þetta er tap upp á ein-
hveijar milljónir út af vinnustoppi,"
sagði Guðni.
Þórir Kristinsson múrari var
ásamt kollega sínum með aðstöðu í
norðurenda á efri hæð hússins í
Dugguvogi 10. Hann hafði ekki fengið
að fara inn en utan frá séð virtist
húsnæðið gjörónýtt og allt innbú
þess. Þórir var með öll verkfæri og
mót þama inni en vonaðist til aö
tryggingin myndi bæta tjónið.
- sjá einnig bls. 32
Veðriðámorgun:
Kaldieða
stinnings-
kaldi
Á morgun verður sunnan- og
suðvestanátt - kaldi eða stinning-
skaldi og rigning sunnan- og vest-
anlands, en hægari og úrkomulít-
ið í öðrum landshlutum.
Veðrið í dag er á bls. 36
QFenner
Reimar og reimskífur
Vowls&n
SoAuriandsbraut 10. 8. 68M99.