Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1994, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 7 r _____________________________Fréttir Ný verkaskipting í yfirkjörstjóm í Hafnarfiröi: Krata velt úr sæti stjórnarformanns - ekkert athugavert, segir Magnús Gunnarsson, formaður bæjarráðs „Pólitískur meiriMuti hefur engan rétt til að skipta sér af verkaskipt- ingu innan yfirkjörstjómar. Yfir- kjörstjóm vinnur algjörlega sjálf- stætt og á að vera yfir alla pólitík hafin. Eg get illa sætt mig við að pólitískur meirihluti taki sér eitt- hvert vald sem hann hefur ekki og reyni að breiða yfir það með leyni- legri kosningu. Mér finnst þetta slæmt fordæmi sem nýi meirihlutinn í Hafnarfirði er að taka upp og held- ur lítillækkandi fyrir mig þó að ekk- ert hafi verið fundið aö mínum störf- um,“ segir Gísli Jónsson, prófessor og fyrrverandi oddviti yfirkjör- stjómar í Hafnarfirði. Ný yfirkjörstjóm kom saman í síð- ustu viku til að skipta með sér verk- um. Bæjarritari setti fundinn, byij- aði að færa fundargerð og dreifði at- kvæðaseðlum. Ingimundur Einars- son, formaður barnavemdamefnd- ar, var kjörinn oddviti yfirkjör- stjórnar og Jón Auðunn Jónsson rit- ari i leynilegri kosningu. Gísh Jóns- son er einnig í yfirkjörstjóm en hann hefur veriö formaður hennar síðustu tvö kjörtímabil. Yfirkjörstjóm var kjörin til eins árs samkvæmt sam- þykkt bæjarstjómar í staö lögbund- inna fjögurra ára. r.Ingimundur Einarsson var kjör- inn formaður með tveimur atkvæð- um og ég get ekki séð neitt athuga- vert við það. Mér finnst ekkert að þvi að meirihluti sveitarfélagsins skuh hafa náð kosningu í þessari nefnd. Gísli Jónsson er þama fyrir Alþýðuflokkinn, Ingimundur Ein- arsson fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Jón Auðunn fyrir Alþýðubandalagið. Það má ahs ekki túlka þetta þannig að Gísh hafi ekki staðið sig í stykk- inu. Þetta er ahs ekkert vantraust á hann,“ segir Magnús Gunnarsson, formaður bæjarráðs. „Ég kveð ekki upp úrskurð um þetta en ef einstaklingur telur sig hafa verið misrétti beittan á hann rétt á að kæra hingað og þá vænti ég þess aö málið verði tekið fyrir,“ segir Guðmundur Ámi Stefánsson félagsmálaráðherra. ◄^índesif Heimilistæki Eldavél KN 6043 WY H. 85, b. 60, d. 60, u/yfirhiti Grill. Snúningsteinn Verð kr. 51.492,- 48.917,- stgr. Umboðsmenn um land allt bræðurnir ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 RRskÓV, Kringlunni 8-12 Sími 686062 RRskÓr, Skemmuvegi 32 Sími 75777 Fjölbýlishúsið að Skútagili 5-7. DV-mynd gk myndbandstæki VC-A36SM . 31.900 » Frábœr tœki á frábœru verði! VERSLUNIN "BÆR? . HVEBFISGÖTU 103 t: SÍMI: 625999 Steypuskemmdir í fjölbýlishúsi á Akureyri: Steypan of mikið blönduð vatni - segir framkvæmdastjóri steypustöðvarinnar Alvarlegar steypuskemmdir hafa fundist í fjölbýlishúsi við Skútagh 5-7 á Akureyri. DV skýrði frá því í sum- ar að grunur væri um að steypan í húsinu væri gölluö og rannsóknir hafa nú leitt í ljós að svo er. Steypan stenst ekki kröfur um veörunarþol, en um er að ræða hús með 8 íbúðum. Húsið er byggt á vegum Húsnæðis- skrifstofu Akureyrar og var steypan keypt hjá fyrirtækinu Möl og sandi hf. Hólmsteinn Hólmsteinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að byggð hafi verið þijú sams konar hús. Steypan í tveimur þeirra hafi verið í lagi en svo hafi ekki verið í þriðja húsinu sem byggingarfyrir- tækið Fjölnir byggði. „Þama hefur byggingaraðihnn notað of mikið vatn í steypuna sem hefur reyndar verið viðvarandi vandamál. Menn gera þetta vegna þess að þá er auðveldara að með- höndla steypuna. Það er grundvall- arregla að ekki sé notað of mikið vatn þvi það kemur niður á gæðun- um og steypan hefur þá minna veðr- unarþol. Burðarþol þessarar steypu er hins vegar í góðu lagi og sem bet- ur fer hefur þetta tilvik orðið mönn- um víti til vamaðar," segir Hólm- steinn. Ákveðiö hefur verið að setja klæðningu á húsið. Við það sparast múrverk og málningarvinna en þó er ljóst að um einhvern viðbótar- kostnað verður að ræða. Sá kostnað- ur lendir ekki á kaupendum íbúð- anna en ekki er ljóst hver ber kostn- aðinn endanlega. Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Fjölnis sf., neitar því að of mikið vatn hafi verið í steyp- unni, eftirhtsmaöur hafi verið á staðnum þegar steypt var og ekki gert neinar athugasemdir við steyp- una. Hins vegar sagði Magnús að oft kæmi upp sú staða að setja þyrfti vatn í steypu sem kæmi með steypu- bílunum á byggingarstað, hún væri oft misjöfn og stundum svo þykk að erfitt væri að koma henni í mótin án þess að þynna hana. Nýkomnir kuldaskór Svart leður Stærð: 36-46 Verð kr. 3.990 HAGSYNIR TAKA SLÁTUR - verið þá hagsýn alla leið og kaupiö réttu frystipokana Leitaðu að snjókarlinum í næstu matvörubúð. Djúpfrystipokinn frá okkur er ómissandi þykkur og sterkur ^fæstí fjórum stærðum |þ>- hægt að merkja beint á pokann. I^DæossCLodss KROKHALSI6• SIMI 91-671900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.