Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1994 Neytendur_____________________________ Virðisaukaskattur og annar kostnaður hefur áhrif á bókaverð: Jólabækur hækka óhj ákvæmilega - segir framkvæmdastjóri Félags ísl. bókaútgefenda Þátttakendur í „Mjólkurbikar- leik“ MS tá glös um miöjan mán- uöinn. „Bókaútgefendur geta ekki tekið virðisaukaskattinn á sig í ár eins og í fyrra og því verður óhjákvæmilegt að hækka bækurnar. Bækur hafa ekki verið hækkaðar í þrjú eða flögur ár og á þeim tíma hafa bæði orðið kostnaðarhækkanir og virðisauka- skatturinn hefur bæst við,“ sagði Vilborg Harðardóttir, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bókaútgef- enda, um jólabókamarkaðinn í ár. „Það er einstaklingsbundið hjá for- lögunum hversu mikil hækkunin verður og ég held að það verði ein- staklingsbundið með bækur. Núna verða bækur frekar verðlagðar eftir beinum kostnaði við hveija þeirra og markaöslögmál munu ráða meiru,“ sagði Vilborg. Hræddir við að hækka í samtölum blaðsins við bókaútgef- endur voru svörin þó á báöa bóga. Sumir þeirra sögðust ekki komast hjá því að hækka eitthvað en aðrir áttu ekki von á mikilli hækkun, jafn- vel engri. „Ég hugsa að bókaútgef- endur taki virðisaukaskattinn á sig eina ferðina enn,“ sagði eirin við- mælandinn og annar sagði útgefend- ur hrædda við að hækka af ótta við að eitthvað annað leysti þá bækur af hólmi fyrir jólin. „Ég held að það sé sammerkt að við höfum allir tapað á því að taka á okkur virðisaukaskattinn í fyrra. Við náðum ekki aukinni sölu þó jóhn hafi nú verið nokkuð þokkaleg. Við þurfum því að endurskoða það að einhverju leyti. Ég reikna því með að sumar bækur fái á sig vaskinn núna og aðrar ekki, eftir því hvernig þær seljast og hvað þær eru dýrar. Dýrari bækurnar veröur ekki hægt aö hækka og þannig verður að meta þetta bók fyrir bók. Það verða í það minnsta engar prósentuhækkanir yfir línuna," sagði einn útgefend- anna. Minna um dýr verk Virðisaukaskatturinn bitnar að margra mati fyrst og fremst á fínum, dýrum verkum sem nú eru hætt að svara kostnaði í framleiðslu. Að öll- um líkindum verða einnig færri bæk- ur á boðstólum og þá skiptir miklu máli að velja réttu bókina til að gefa út. Einn viömælandi okkar sagði ís- lenskar skáldsögur þyngri og þyngri í sölu með hverju árinu sem líður, sérstaklega skáldsögur eftir nýja höf- unda. Aðspurður um ástæðuna taldi hann að fólk gæfi sér lítinn tíma í innkaupum og keypti þ.a.l. frekar höfunda sem þaö þekkti. Ævisögur dýrastar Útgefendurnir voru ekki allir til- búnir með verð á jólabókunum en á þeim var að heyra að ævisögur yrðu líklega á verðbilinu 3.000-3.500 kr. en þær stærstu og dýrustu e.t.v. á rétt rúmar 4 þúsund kr. Algengt verð á ævisögum og skáldsögum í fyrra var að sögn Vilborgar Harðardóttur á bilinu 2.800-2.900 kr. íslenskar skáldsögur verða á verð- bilinu 2.700-3.500 í ár en kostuðu frá 1.990-3.000 kr. í fyrra. Erlendu skáld- sögurnar kosta á bilinu 2.000-2.600 kr. í ár og verða þ.a.l. á svipuðu verði og í fyrra. Barnabækur verða á verðbihnu 1.400-1.800 kr. þó th séu miklu ódýr- ari og dýrari bækur. Sem dæmi um ódýra barnabók kostar sams konar bók 890 kr. í ár sem seld var á 780 kr. í fyrra. „Til að barnabók seljist þarf hún að vera hátt í helmingi ódýrari en bók fyrir fuhorðna, þó hún sé fín og dýr í vinnslu," sagði einn útgef- andinn. Mjólkur- bikarinn Þeir sem sendu inn strikamerk- ingar af ellefu mjólkurfernum til Mjólkusamsölunnar á sínum tíma og tóku þannig þátt í mjólk- urbikarleiknum eru margii- hverjir orðnir langþreyttir á að bíða eftir „bikarnum." Mjólkursamsaian varð uppi- skroppa með mjólkurbikarana og brá því á það ráð að afhenda fólki innleggsnótu fyrir strikamiðun- um og segja því að fylgjast með auglýsingu í fjölmiölum, glösin yrðu auglýst um leið og þau kæmu. Baldur Jónsson, framkvæmda- stjóri MS, sagði í samtali við neyt- endasíðuna að verið væri að leysa glösin út þessa dagana og und- irbúa afhendingu þeirra um miðj- an mánuðinn en vegna sumar- leyfa erlendis varð töf á því að þau kæmu til landsins. Baldur segir þá ekki hafa órað tyrir svo mikihi þátttöku en 20 þúsund glös runnu út eins og heitar lummur og nýja sendingin hljóðar upp á 100 þúsund glös. Bókaútgefendur komast ekki hjá einhverjum hækkunum í ár, segir Vilborg Haröardottir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda. Sjálfum ber útgefendum þó ekki saman um hvort af þeim hækkunum verður. dagsett kvarg Neytendasíðunni hafa borist kvartanir vegna kvargs, nýrrar mjólkurafurðar Mjólkursamsöl- unnar. Beinast þær að dagsetn- ingu afurðarinnar en algengt er að hún sé stimpluð á svo dökkan bakgrunn að ekki sést hvaö á að standa. Aðspurður sagði Baldur Jóns- son, fi-amkvæmdastjóri Mjólk- ursarasölunnar, að þeir vissu af þessu vandamáli og að verið væri að ráða bót á því. „Þetta hefði ekki þurft að gerast en þetta er stilhngaratriði sem við getum lagað.“ Kannanir dönsku og sænsku neytendasamtakanna: Engin dömubindi eru alveg þétt Dömubindi eru almennt óþægi- leg, rúhast upp í nærbuxunum og hmið á þeim límist ekki bara þar sem það á að límast. Þetta er niður- staða könnunar sem dönsku neyt- endasamtökin stóðu nýlega fyrir og birt er í sænska blaðinu Ex- pressen. Könnunin náði th 286 danskra kvenna sem beðnar voru að nota ákveðin dömubindi í þijá mánuði og segja að þeim tíma loknum hvað þeim fyndist um þéttleika þeirra, form, útlit, lykt og húðertingu. í könnuninni voru dömubindin Always Normal, Ultra Normal og Ultra Plus ásamt Libresse Normal, Chp Normal og Invisible Clip. Á öndverðum meiði Libresse Invisible Clip og Always Ultra fengu bestu einkunn hjá dönsku konunum og skipti þá engu hvort blæðingarnar voru venjuleg- ar eða mjög miklar. Engin kvenn- anna var þó fullkomlega ánægð með nokkurt bindanna. Sænsku neytendasamtökin hafa einnig gert könnun meðal kvenna á dömubindum. Frönsk tilrauna- stofa var fengin th að kanna fimm óhk bindi og þar voru það Always Ultra dömubindin sem láku mest, þvert á skoðanir dönsku kvenn- anna. Á tilraunastofunni voru bindun- um gefnar einkunnir frá 1-5 og var 5 best. Always Ultra og Libresse Invisible Clip fengu 5 stig af 5 mögulegum þegar spurt var hversu þurrt ytra byrðið héldist en á með- an Libresse bindin héldu 20 ml af vökva héldu Always Ultra bindin einungis 7 ml samkvæmt niður- stöðum á tilraunastofunni. Þau fyrmefndu eru 3,3 mm á þykkt en Always Ultra er 2,6 mm á þykkt. Hin bindin voru öll í kringum 8 mm á þykkt og héldu frá 20 ml til 22 ml af vökva. GSM-far- símarí Bónusi „Við ætlum að vera með sér- stakan símadag einu sinni í viku og byrja næsta fimmtudag. Þar komum við m.a. th með að bjóða fjórar tegundir GSM-farsíma sem verða á bilinu 15%-25% ódýrari en hjá hinum,“ sagði Jón Ásgeh Jóhannesson, framkvæmdastjóri Bónuss, í saratali við DV. Bónús verður með Ericsson- farsíma, Motorola, Pioneer og franska farsíma sem heita Alcat- el. „Þeir frönsku eru léttir eins og Ericsson en ódýrari.“ Ástæöan fyrir því að slmamir verða bara seidir einu sinni í viku er sú að þá verður sérstakur tæknimaður á staðnum til að ráðleggja við- skiptavinunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.