Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1994 Afmæli Sigfús R. Sigfússon Sigfús Ragnar Sigfússon, forstjóri Heklu hf., Starhaga 6, Reykjavík, er fimmtugurídag. Starfsferill Sigfús fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Institute Montana í Sviss 1959-63, við University of Wisconsin í Bandaríkjunum frá 1963 og lauk þaðan viðskiptafræðiprófi 1967. Sigfús starfaði hjá ísal 1967-73 þar sem hann vann við kostnaöarbók- hald og var síðan innkaupastjóri, var forstjóri P. Stefánsson hf. 1973-80, varð framkvæmdastjóri hjá Heklu hf. 1980 og hefur verið þar forstjóri sl. fimm ár. Sigfús var formaður Bílgreina- sambandsins 1991-94 og situr í stjórn Bílaábyrgðar. Fjölskylda Sigfús kvæntist 1968 Guðrúnu Norberg, f. 14.4.1942, húsmóður og fóstru. Hún er dóttir Aðalsteins Norberg, f. 26.1.1917, d. 1975, rit- símastjóra í Reykjavík, og Ásu Nor- berg, f. 10.4.1908, húsmóður og hár- greiðsludömu. Börn Guðrúnar og Sigfúsar eru Aðalsteinn, f. 6.10.1961, BA í sál- fræði, kvæntur Elínu Önnu ísaks- dóttur píanóleikara; Sigfús Bjarni, f. 5.12.1968, markaðsstjóri hjá ís- landsflugi og er unnusta hans Unn- ur Pálsdóttir kennari; Margrét Ása, f. 1.11.1971, snyrtifræðingur, en unnusti hennar er Össur Lárusson markaðsfræðingur; Rannveig, f. 27.10.1975, nemi við VÍ; Guðrún Helga, f. 4.7.1980, nemi við Tjarnar- skóla; Ingimundur Sverrir, f. 5.10. 1981, nemi við Tjarnarskóla; Stefán Þór, f. 20.3.1984, nemi við Miðskól- ann. Sigfús á tvö barnabörn. Systkini Sigfúsar eru Ingimundur, f. 13.1.1938, lögfræðingur, búsettur í Reykjavík; Sverrir, f. 1.9.1939, framkvæmdastjóri hjá Heklu hf„ búsettur í Reykjavík; Margrét, f. 12.9.1947, húsmóðir í Reykjavík og starfsmaöur hjá Heklu hf. Foreldrar Sigfúsar voru Sigfús Bjarnason, f. 4.5.1913, d. 19.9.1967, forstjóri Heklu hf„ og k.h„ Rannveig Ingimundardóttir, f. 29.12.1912, d. 3.8.1987, húsmóðir. Ætt Faðir Sigfúsar var Bjarni, h. á Uppsölum, bróðir dr. Björns, hag- fræðings Reykjavíkurborgar. Bjarni var sonur Bjöms, b. í Núpsdals- tungu í Miðfirði, Jónssonar, b. þar, Teitssonar. Móðir Björns var Elín- borg, systir Björns á Marðamúpi, föður Guðmundar landlæknis og Ingibjargar, ömmu Ögmundar Jón- assonar, formanns BSR, Ásgeirs Guðmundssonar námsgagnastjóra og Guðmundar Björnssonar verk- fræðings. Hálfsystir Elínborgar var Guðrún, amma Páls Kolka. Elínborg var dóttir Guðmundar, smiðs á Síð- um, Guðmundssonar og Guðrúnar Sigfúsdóttur, b. á Þorkelshóli og ættfóður Bergmannsættarinnar húnvetnsku. Móðir Bjarna var Ás- gerður Bjarnadóttir, óðalsb. í Núps- dalstungu, Bjamasonar. Móöir Sigfúsar var Margrét Sig- fúsdóttir Bergmann, b. á Uppsölum, Guðmundssonar, b. á Gaíli, Jóns- sonar. Móðir Sigfúsar var Guðrún, systir Elínborgar í Núpsdalstungu. Móðir Margrétar var Ingibjörg Jónsdóttir frá Hindisvík. Rannveig var dóttir Ingimundar, smiðs á Djúpavogi, Sveinssonar, b. á Skeiöílöt í Mýrdal, Ingimundar- sonar og Rannveigar Runólfsdóttur, b. á Maríubakka, Sverrissonar, bróður Eiríks sýslumanns og Þor- steins á Króki, afa Jóhannesar Kjarval. Móðir Rannveigar var Anna Mar- ía Lúðvíksdóttir, b. á Karlsstöðum, Lúðvíkssonar Jónatanssonar, b. á Hálsi í Hamarsfirði, sonar Hans Jónatans, verslunarstjóra á Djúpa- vogi, frá St. Croix í Jómfrúreyja- klasanum, en hann var sonur lands- höfðingjans þar, Heinrich Ludwigs Ernst von Schimmelmans, af dönsk- um aðalsættum. Móðir Lúðvíks á Karlsstöðum var Anna María Jó- hannsdóttir Malmquist, veitinga- manns og formanns á Djúpavogi, bróður Sveins í Lóni, langafa Egils Jónssonar alþingismanns. Annar bróðir Jóhanns var Pétur, langafi Eðvalds, foður Guðmundar Malmquist, framkvæmdastjóra Sigfús Ragnar Sigfússon. Byggöastofnunar. Systir Jóhanns var Guðfinna, langamma Gísla lekt- ors og Jóhannesar, formanns Neyt- endasamtakanna, Gunnarssona. Jó- hann var sonur Jóhanns, smiðs á Stekkjum, Peterson Malmquist, beykis á Seyðisfírði, af sænskum ættum. Til hamingju með afmælið 7. október 90 ára María Jónsdóttir, Hrafnistu, Reykjavik. Guðmundur Bjamason Guðmundur Kristján Bjarnason, alþm. og fyrrv. heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, Árgötu 8, Húsa- vík, verður fimmtugur á sunnudag- inn. Starfsferill Guömundur fæddist á Húsavík, ólst þar upp og brautskráðist frá Samvinnuskólanum 1963. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Þin- geyinga á Húsavík 1963-67, við útibú Samvinnubanka íslands á Húsavík 1967-77, var útibússtjóri Samvinnu- bankans í Keflavík 1977-80, hefur verið alþm. fyrir Framsóknarflokk- inn í Norðurlandskjördæmi eystra frá 1979 og var heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra 1987-91. Guðmundur var bæjarfulltrúi á Húsavík 1970-77 og forseti bæjar- stjórnar 1974-77. Hann sat í fjárveit- inganefnd Alþingis 1979-1987 og frá 1991, í samstarfshópum um ríkis- fjármál og um opinberar fram- kvæmdir og í ráðningarnefnd ríkis- ins, hefur verið ritari Framsóknar- flokksins frá 1983, formaður milli- þinganefndar Alþingis um hús- næðismál 1986 og átt sæti í Rann- sóknarráði ríkisins. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 25.12.1965 Jakob Frímannsson, fyrrv. kaupfé- lagsstjóri og forseti bæjarstjómar Akureyrar, Þingvallastræti 2, Akur- eyri, sem nú dvelur á hjúkrunarheim- ilinu Seli, er níutíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jakob er fæddur á Akureyri. Hann lauk gagnfræðaprófi 1915, vann hjá KEA1915-16 og las jafnframt latínu hjá sr. Jónasi Jónassyni, lauk prófi frá VÚ918 og hóf þá aftur störf hjá KEA. Hann var búðar- og skrifstofu- maður til 1921 og var skrifstofustjóri og umsjónarmaður erlendra inn- kaupa um árabil. 1923 varð Jakob fuUtrúi kaupfélagsstjóra og gegndi því starfi til 1938 er hann varð kaup- félagsstjóri í fjarveru Vilhjálms Þór, síðan kaupfélagsstjóri KEA frá 1940-71. Hann var kjörinn í stjóm SÍS1946 ogvarstjómarform. 1960-1975, átti sæti í stjóm Olíufélagsins hf. og dótt- urfélaga þess 1946-78, einnig í stjóm Samvinnutrygginga og And vöku 1946-77. Hann var í bæjarstjóm Akur- Vigdísi Gunnarsdóttur, f. 21.12.1944, ritara hjá Tækniskóla íslands. For- eldrar hennar eru Gunnar Maríus- son, sjómaður og síðar b. á Húsavík, og k.h„ Elín Jónsdóttir húsmóðir. Dætur Guðmundar og Vigdísar eru, Jakobína, f. 23.9.1964, íþrótta- kennari og starfsmaður hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn; Arna, f. 25.11.1965, læknir við Landspítal- ann, en sambýlismaður hennar er Thor Aspelund og sonur þeirra Erl- ing Aspelund; Silja Rún, f. 23.9.1974, verkfræðinemi við HÍ. Bræður Guðmundar eru Ásgeir, f. 9.2.1934, deildarstjóri hjá KÞ á Húsavík; Stefán Jón, f. 30.9.1948, fyrrv. sveitarstjóri á Dalvík og í Sandgerði, nú starfsmaður Hita- veitu Suðumesja. Foreldrar Guðmundar voru Bjarni Stefánsson, f. 10.8.1898, d. 22.1.1977, b. á Helluvaði í Mývatns- sveit og síðar starfsmaður hjá KÞ á Húsavík, og k. h„ Jakobína Jóns- dóttir, f. 26.9.1908, d. 18.2.1992, hús- freyja. Ætt Bjami var sonur Stefáns, b. á Helluvaði í Reykjadal, Guðmunds- sonar, b. á Vallakoti, Jónssonar, b. á Bjarnastöðum í Bárðardal, Árna- sonar, Eyjafjarðarskálds, b. á eyrar 1942-70, þar af forseti bæjar- stjómar 1966-67, í fjárhagsnefnd 1942-46 og í bæjarráði 1946-70. Hann var í sóknamefnd Akureyrarkirkju 1939-62, í byggingamefnd nýs sjúkra- húss á Akureyri 1945-53, í síldarút- vegsnefnd 1935-45, í stjóm Útgerðarfé- lags Akureyringa frá stofnun 1945, þar af formaður frá 1971. Jakob sat í stjórn Flugfélags Akureyrar 1938-40 og síðan Flugfélags íslands frá 1940, í stjóm Flugleiða frá 1977. Einnig sat hann í stjóm Laxárvirkjunar 1950-59. Hann er einn af stofnendum og fyrstu stjómendum íþróttafélagsins Þórs 1915 og formaður Ungmennafélags Akureyrar 1926-28. Hann var sænsk- ur vararæðismaður á Akureyri 1941-70, kjörinn heiðursborgari Akur- eyrar 7.10.1974 og heiðursfélagi Starfsmannafélags KEA1980. Hann hefur hlotið stórriddarakross fálka- orðunnar, sænsku Vasa-orðuna, 1. gr„ og finnsku Lejon-orðuna, 1. gr. Fjölskylda Jakob kvæntist 26.11.1926 Borg- Stóra-Hamri í Eyjafirði, Jónssonar. Móðir Stefáns var Ingibjörg Guð- mundsdóttir, b. á Litluströnd í Mý- vatnssveit, Pálssonar, bróöir Bjöms, langafa Björns á Hróalds- stöðum, langafa Halldórs Ásgríms- sonar alþm. Móðir Ingibjargar var Rósa Jósafatsdóttir, b. í Brjánsnesi, Finnbogasonar og Ingibjargar Jóns- dóttur, b. á Gautlöndum, Þorgríms- sonar, bróður Marteins, langafa Sofííu, ömmu Kristjáns Eldjárns forseta. Móðir Bjarna var Guðrún ljós- móðir Jónasdóttir, b. á Bergsstöðum í Aðaldal, Ólafssonar, b. á Barká í Hörgárdal, Matthíassonar. Jakobína var dóttir Jóns, b. á Höskuldsstöðum í Reykjadal, 01- geirssonar, á Helluvaði í Mývatns- sveit, bróður Jóns skálds á Hellu- vaði, langafa Jóns Múla og Jónasar Ámasona og Höskuldar, fóður Sveins Skorra prófessors. Olgeir var sonurHinriks.b.íHeiðarbótí Að- ■ aldal, Hinrikssonar, b. í Tunguhálsi, Gunnlaugssonar. Móðir Hinriks í Heiðarbót var Þórunn Jónsdóttir, harðabónda, b. í Mörk, ættföður Harðabóndaættarinnar. Móðir Jakobínu var Kristín Kristjánsdóttir, b. í Presthvammi í Aðaldal, Davíðssonar, b. í Glaumbæ í Reykjadal, Jónssonar. Móðir hildi Jónsdóttur, f. 26.12.1901, látin. Foreldar hennar: Jón Ólafur Finn- bogason, kaupmaður á Reyðarfirði, og kona hans, Björg ísaksdóttir. Dóttir Jakobs og Borghildar: Bryndís, f. 26.4.1932, d. 10.7.1986. Hún var gift Magnúsi Guðmunds- syni frá Hvítárbakka sem er látinn. Þau eignuðust tvö börn, Jakob Frí- mann, forstöðumann sendiráðsins í London, maki Ragnhildur Gísla- dóttir söngkona, dætur þeirra eru Ema og Bryndís, og Borghildi, BA í frönsku, gift Gisla Gunnlaugssyni tæknifræðingi, dóttir þeirra er Jó- hanna María. Systkini Jakobs: Svanbjöm, lát- inn, bankastjóri Landsbankans og seölabankastjóri; Lovísa, píanó- kennari í Kaupmannahöfn; María, látin, bjó á Akureyri. Foreldrar Jakobs: Frímann Magn- ússon trésmiðameistari og kona hans, Sigríður Björnsdóttir frá Syðra-Garðshomi í Svarfaðardal. Guðmundur Kristján Bjarnason. Kristjáns var Sigríður Jósefsdóttir, b. í Ytra-Tjamarkoti, Tómassonar, bróður Jónasar, afa Jónasar HaO- grímssonar. Sigríður var systir Kristjáns, langafa Jónasar frá Hriflu, og Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Annar bróðir Sigríöar var Jósef eldri, langafi Páls, afa Steins Steinars. Systir Sigríðar var Sigur- laug, langamma Sigtryggs, afa Hannesar Péturssonar og lang- amma Ingimars Eydals, afa Ingi- mars Eydals tónlistarmanns. Guðmundur og Vigdís taka á móti gestum á Hótel Húsavík á afmælis- daginn sunnudaginn 9.10. kl. 17.00- 20.00. Jakob Frímannsson. Ætt Sigríðar var dóttir Björns Jóns- sonar, b. í Syðra-Garðshorni, Jóns- sonar, b. í Þorgeirsfirði, Jónssonar, b. á Tindriðastöðum, Nikulássonar. Móðir Bjöms Jónssonar var María Sæmundsdóttir, b. í Heiðarhúsum á Flateyjardalsheiði, Magnússonar. Móðir Sigríðar var Jóhanna Þór- arinsdóttir, b. á Finnastöðum á Látraströnd, HaOgrímssonar, b. á Grýtubakka, Björnssonar. Móðir Jóhönnu var Guðlaug Benedikts- dóttir, b. á Grýtu í Höfðahverfi, Magnússonar. 85ára Sigríðiu- Þorsteinsdóttir, Grófarseli 20, Reykjavík. 80ára Steingrímur Oddsson, Fálkagötu 14, Reykjavík. Júlíus Magnússon, Hraunbæ 103, Reykjavik. 75ára Brynhildur Eydal, Hagamel 52, Reykjavík. 70ára Gestur Jónsson, Fossheiði34, Selfossi. Sigríður Sigurðardóttir, Brúarflöt 1, Garðabæ. Gísli Pálsson, Álftavatni, Staöarsveit. Álfheiður Jónsdóttir, TeigaseO 4, Reykjavík. Húneraöheiman. Þórunn G. Thorsteinsson, Yrsufelli 15, Reykjavík. Erlingur Amórsson, Þverá 1, Hálshreppi. 60 ára Brandur Karlsson, Álfaskeiði 76, Hafnarfirði. Ingvi Kristinn Baldvinsson, Bakka, Svarfaðardalshreppi. Hulda Jónsdóttir, Skipholti 34, Reykjavík. Ragnheiður Þorsteinsdóttir, BæjargiO 110, Garðabæ. Guðfinna Huida Jónsdóttir, Hraunbæ 102d, Reykjavik. Sveinn Sigurbjöm Garðarsson, Hólabraut 29, Skagaströnd. 50ára Arnar J. Stefánsson, Amarsíðu 12c, Akureyri. 40 ára Guðbjörg Runólfsdóttir, Jörfa, Hrunamannahreppi. Jóhanna Jónsdóttir, Hraunbæ 37, Reykjavík. Margrét Þórdís Stefánsdóttir, Lyngmóum 7, Garðabæ. AðalheiðurG. Guðmundsdóttir, Ystabæ 1, Reykjavlk. Svava ögmundsdóttir, Holti 2, Torfalækjarhreppi. Sigriður Jónsdóttir, Fossheiði 54, Selfossi. Bjarni Þórðarson, Bræöraborgarstig 7, Reykjavík. Jakob Frímannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.