Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Blaðsíða 28
36
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1994
Hætta á éljum
Jón Helgason.
Hætti áður
enfólkfær
leið á mér
„Ég er búinn að sitja 21 vetur á
Alþingi. Það er langur tími og ég
tel að nú sé tími kominn til að
gefa nýju fólki tækifæri. Ég tel
að maður eigi ekki að sitja svo
lengi að fólk fái leið á manni eða
maður sjálfur leið á staríinu,"
segir Jón Helgason í DV.
Ummæli
Munurinn á bankastjóra
og sorphreinsunarmanni
„Það er þrifalegra aö vera banka-
stjóri en t.d. sorphreinsunarmað-
ur. Enginn fyndi fyrir því þótt 2
af hverjum 3 bankastjórum
fengju pokann sinn. Hvernig
'halda menn aö Reykjavík liti út
eftir 3-4 vikur ef enginn fengist
til sorphreinsunar? Þó hefur
bankastjóri laun 12-15 sorp-
hreinsunarmanna, skrifar Hann-
es Jónsson í kjallargrein í DV.
Ár íjölskyldunnar
í tilefhi af ári fjölskyldunnar
verður haldin ráðstefna í félags-
miðstöðinni Vítanum aö Strand-
götu 1, Hafnarfirði, á morgun,
laugardaginn 8. október, og hefst
hún kl. 10,00 og er áætlað að hún
endi um kl. 16.00. Ráðstefnan er
öllum opin meðan húsrúm leyflr.
Fundir
íslensk mannanafnahefð
Fyrsti félagsfundur MFÍK í haust
verður haldinn að Vatnsstíg 10 á
morgun, laugardaginn 8. október,
kl. 14.00. Fundarefniö er íslensk
mannanafnahefð, mannanafna-
lög á íslandi og brey tingar á þeim.
Fyrirspumir og umræður.
- Félag fráskilinna
Félag fráskilinna heldur fund í
kvöld kl. 20.30 aö Hverfisgötu 105,
Risinu. Nýir félagar velkomnir.
Stofnun fyrirtækja
Á morgun, laugardaginn 8. okt-
óber, verður í Háskólanum kl.
9.00-13.00 kynning á átaki í
fræðslu um stofnun fyrirtækja á
vegum Endurmenntunarstofh-
unar Háskólans, Iðntæknistofn-
unar og iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytisins. Sér Ingvar Krist-
insson verkfræðingur um hana.
Kynnt verða námskeiö sem eru í
október.
Oddastefna
Oddafélagið, samtök áhuga-
manna um endurreisn fræðaset-
urs aö Odda á Rangárvöllum,
heldur þriðju Oddastefnu sína í
Skógum undir Eyjafjöllum. Hefst
ráðstefnan kl. 13.00 á morgun
Flutt verða ávörp og erindi og er
gert ráð fyrir fyrirspurnum aö
loknum erindum.
Sagtvar:
Flogið er til Lúxembúrgar.
Rétt væri: Flogið er til Lúxem-
Gætum tunguimar
borgar. (Staðurinn heitir Lúxem-
borg á íslensku, sbr. t.d. Ham-
borg.)
I morgun var norðan- og norðaustan-
gola á landinu og lítils háttar él norð-
anlands og austan, en hefur nú snúist
í hæga suðaustanátt eða austanátt og
hefur létt til noröaustanlands, en
sunnan- og vestanlands verða smásk-
úrir eða él. í kvöld og nótt fer aftur
að snjóa norðaustanlands en léttir til
vestanlands. Veður fer kólnandi í bili.
Á höfuðborgarsvæðinu er suðaustan-
Veðriðídag
gola eða kaldi og hætt við smáskúrum
eða éljum í dag Hiti 0 4 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 18.37
Sólarupprás á morgun: 7.56
Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.47
Árdegisflóð á morgun: 8.57
Hcimild: Almunuk Hnskóluns
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri skýjað 0
Akurnes skýjaö 3
Bergsstadir alskýjað 0
Keíla vikurflugvöllur léttskýjað 1
Kirkjubæjarklaustur léttskýjaö 3
Raufarhöfn snjóél -1
Reykjavík léttskýjað 0
Stórhöfði léttskýjað 3
Bergen þokumóða 10
Helsinki rigning 9
Kaupmannahöfn þokumóða 9
Berlín skýjað 1
Feneyjar léttskýjað 6
Frankfurt skýjað 0
Glasgow súld 12
Hamborg skýjað 8
London mistur 6
Nice rign. á síð. klst. 15
Róm heiðskírt 8
Vín alskýjað 3
Washington skýjað 11
Winnipeg rigning 10
Þrándheimur rign. á síð. klst. 6
Þórður Þórarinsson, formaður Heimdallar:
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á pólitík og byrjaði að mæta á fundi
hjá Heimdalli þegar ég var sautján
ára gamall. Ég varð fijótt virkur í
félagsstarfinu og var kosinn í
stjórn 1990, síöan verð ég gjaldkeri
árið eftir og varaformaöur 1993,“
segir Þóröur Þórarinsson sem ný-
Maður dagsins
veriö var kjörinn formaður Heim-
dallar.
Þórður sagði að mikið starf ætti
sér stað innan Heimdallar. „Allt
árið um kring er mikil starfsemi 1
gangi. Heimdallur er eitt fjölmenn-
asta stjómmálafélag landsins. Sem
formaður held ég utan ura alla
starfsemina og svara fyrir félagið
þegar þess er þörf, til að mynda
þegar ályktanír eru gerðar í nafni
HeimdaUar. Svo er það hinn al-
menni rekstur félagsins sem er aö
mestu í höndum formanns og gjald-
kera ásamt útgáfu á fréttabréfi
okkar, Gjallarhorninu sem gefið er
út nokkrum sinnum á ári. Það má
því með sanni segja að Heimdallur
sé mjög virkur félagsskapur.“
Þórður var spurður hvort það
væri ekki eimiig hlutverk Heim-
dallar að veita aðhald í Sjálfstæðis-
flokknum: „Við erum oft kallaðir
samviska flokksins og erum dug-
legir aö minna á þær grundvallar-
hugsjónir sem Sjálfstæðisflokkur-
inn byggir á þegar okkur finnst
menn fara af þeirri leið, enda eru
Heimdellingar ungir og heitir og
hafa kynnt sér vel þær hugsjónir
sem Sjálfstæðisflokkurinn fer eftir.
Þórður sagðist ekki vera í námi
eins og er: „Ég stundaði heim-
speki- og sagnfræðinám í Háskól-
anum en hef tekiö mér frí og ætla
aöeins að hugleiða málið. Eins og
er starfa ég fyrir prófkjör Geirs H.
Haarde." Þórður er í sambúð með
Mörtu Mariu Ástbjörnsdóttur og
eiga þau einn son, Þórarin. Áhuga-
mál fyrir utan pólitíkina sagði
Þóröur vera ættfræði og skotveiði-
mennsku.
Myndgátan
Sparigrís
Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði
Kvenna-
og karla-
blak
í kvöld fer fram fyrri viðureign
Vals og Kolding í Evrópukeppni
meistaraliöa og er leikið í Dan-
mörku og hefst leikurmn kl. 20.
Valur sem er efst í 1. deildinni í
handboltanum hér heima er með
sterkt lið og ættu því að eiga góða
möguleika á að sigra í þessari
tveggja Ieikja viðureign.
Fjórir blakleikir veröa í kvöld,
tveir kvennaleikir og tveir karla-
leikir, hjá körlum keppa KA-
Þróttur R. og Þróttur N.-HK. Hjá
kvenfólkinu keppa KA-Víkingur
og Þróttur N.-HK. Einn leikur er
í 2. deild karla í handbolta. Kefl-
víkingar taka á móti ÍBV,
Skák
Meðfylgjandi skákþraut, sem er eftir
H. Radecke, er býsna skondin. Hvítur
leikur og mátar í fimmta leik:
Aðalhlutverkiö er leikið af biskupnum
á g8 sem virðist ekki mikill fyrir mann
að sjá. Leikir svarts eru allir þvingaðir:
1. Hh6! Rg6 2. Hxg6 fxg6 3. Bh7! g5 4.
Bc2! bxc2 5. b4 mát!
Jón L. Árnason
Bridge
Á miðvikudaginn lauk fjögurra kvölda
hipp-hopp tvímenningskeppni Bridgefé-
lags Reykjavíkur. Bernódus Kristinsson
og Georg Sverrisson náðu aö standa uppi
sem sigurvegarar eftir harða keppni en
í öðru sæti voru ungir og efnilegir spilar-
ar, Kjartan Ásmundsson og Kjartan Ingv-
arson. Spiluö voru forgefin spil sem
gerðui allan samanburð skemmtilegri.
Hér er eitt spil sem kom fyrir síöasta
miðvikudag og varð mörgum hált í svell-
inu í því spili. Suður er með sterka skipt-
ingarhendi og í þeim tilfellum þar sem
norður opnaði á sterku laufl var erfitt
að koma í veg fyrir að suður léti vaöa í
alslemmu í grandi. Það var algengur
samningur og fór fimm niður þegar
spaðaliturinn gaf ekki nema 2 slagi.
Margir spilarar hafa í sagnkerfl sínu
öflugt vopn sem hefði gefið vel í þessu
spili. Þegar spurt er um ása á fjórum
gröndum og svarhendi á tvo ása og eyðu
í einhverjum lit nota margir þá sagn-
venju að stökkva í sex í eyðulitnum. Með
þeirri aðferð hefðu sagnir getað gengið
svona, norður gjafari og AV á hættu:
♦ D52
¥ K986
♦ 92
+ 9832
V G4
♦ ÁK10754
+ ÁKD75
♦ 7
¥ D10532
♦ DG83
+ G64
♦ ÁKG1098643
¥ Á7
♦ 6
+ 10
Norður Austur Suður Vestur
1+ Pass 4 G Pass
64 Pass Pass! Pass
Eitt lauf norðurs væri sterkt og suöur
vildi gjarnan (í tvímenningi) spila al-
slemmu ef norður á tvo ása og a.m.k. eitt
spil í spaða því allar líkur eru til þess að
norður eigi a.m.k. einn kóng að auki.
Þegar norður hefði lýst tveimur ásum og
eyðu í spaða með stökki í þann lit er þaö
sennilega skynsamlegast að láta þar við
sitja. Skipting spilanna er mikil og þess
vegna eru meiri líkur til_þess að drottn-
ingin komi ekki niður í AK í spaðanum.
Að spila 6 spaða gaf einnig mjög góða
skor.
ísak örn Sigurðsson