Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1994 13 Fréttir Hlutabréf Þróunarsjóðs 1 sjávarútvegsfyrirtækjum: Tilboð borist í 6 fyrirtæki „Viö opnuðum þessi tilboð á mánu- daginn. Það komu tvö tilboð í Hrað- frystistöð Þórshafnar. Menn sýndu áhuga á kaupum á flestum þessara fyrirtækja. Við erum að fara í gegn- um þetta og ætlum að halda áfram viðræðum við þessa aðila,“ segir Magnús Gunnarsson, formaður stjómar Þróunarsjóðs sjávarútvegs- ins. Þróunarsjóðurinn bauð nýlega út þau hlutabréf sem hann fékk í arf frá Hlutafjársjóði. Sá sjóður varð til vegna aðstoðar viö sjávarútvegsfyr- irtæki sem áttu í kröggum en aðstoð- in var fólgin í fjárframlagi ríkisins til fyrirtækjanna. Framlögin voru metin sem hlutafé i fyrirtækjunum sem þar með voru að hluta orðin rík- isfyrirtæki. Magnús segir að alls hafi borist til- boð eða látinn í ljós áhugi á 6 af þeim 9 fyrirtækjum sem voru í útboðinu. „Það var áhugi á kaupum á hlut okk- ar í Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar, Djúpivogur: Óánægja með viðveru prestsins Nokkur óánægja er meðal íbúa á Djúpavogi yfir því aö Sjöfn Jóhann- esdóttir sóknarprestur er ekki jafnmikiö á staðnum og íbúar þar hefðu viljað. Ómar Bogason, formað- ur sóknarnefndar, segir að vissulega sé ákveðin óánægja meðal þorpsbúa þó að allir séu sammála um að Sjöfn sé mjög hæf í starfi. Sóknarnefndin hafi rætt málið við prestinn og hugs- anlegt er að það komi til umræðu á aðalfundi safnaðarins um helgina. „Við erum sammála um að Sjöfn er góöur prestur og embættismaður þó að ákveðin óánægja sé með að hún búi uppi í Breiðdal. Fólk vill hafa hana á Djúpavogi en þau hjón reka eiginlega þrjú heimili og við verðum að skilja hennar sjónarmið líka. Hún kemur frekar reglulega á Djúpavog," segir Ómar Bogason. Eiginmaður Sjafnar er séra Gunn- laugur Stefánsson, þingmaður Al- þýðuflokksins í Austurlandskjör- dæmi. „Ég er mjög mikið héma og því finnst mér þetta ósanngjarnt. Það er alltaf hægt að hafa símasamband við mig uppi í Heydölum. íbúarnir hafa ekki kvartað við mig og ég verð ekki vör við að það sé erfitt að ná í mig enda er það ekki erfitt. Ég ræddi þetta við sóknarnefndina og ætla að hafa fasta viðtalstima á Djúpavogi í vetur. Mér frnnst alveg sjálfsagt að koma til móts við fólk með þeim hætti,“ segir Sjöfn Jóhannesdóttir. Rækja í Amarfirði: Nýliðun bregst -þriðjaáriðíröð Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið 600 tonna rækjukvóta fyrstu mánuðina í Arnarfirði á nýhafinni vertíð. Þær tölur verða endurskoðað- ar í febrúar. Stofnstærð rækjunnar í firðinum hefur fallið talsvert en hins vegar er aflinn á togtíma nokk- uð hár eða 500 kg á klukkustund, að sögn Guðmundar Skúla Bragasonar fiskifræöings. Einn árgangur er ríkjandi í Arnar- firði nú, það er fjögurra ára rækja, og virðist sem nýhðun hafi alveg brugðist þriðja árið í röð. Menn á Hafrannsóknastofnun hafa nokkrar áhyggjur af því. enginn sýndi áhuga á þremur fyrirtækjanna Tanga hf. á Vopnafirði, Meitlinum hf„ Búlandstindi hf. og Gunnarstindi hf. Það vom engin viðbrögð varðandi hlut sjóðsins í Alpan hf„ Fáfni hf. og Árnesi hf.,“ segir Magnús. „Þetta er að okkar mati álitlegur fjárfestingarkostur. Við horfum til þess að eiga við þá samstarf í loðn- unni og um úthafsveiöar. Þetta er þó alls ekki í hendi. Næsta skref verður að eiga viðræöur viö fyrirtækið,“ segir Hörður Óskarsson, fjármála stjóri hjá ísfélaginu hf. í Vestmanna- eyjum sem gert hefur tilboð í hluta- bréf Þróunarsjóðs í Hraðfrystistöð Þórshafnar. Að sögn Harðar er um að ræða 40 prósent af virku hlutafé í Hraðfrysti- stöö Þórshafnar. Tilboð Ishúsfélags- ins hljóðar upp á 58 milljónir en Þor- móður rammi á Siglufirði bauð 38 milljónir fyrir hlutinn. Starfsmenn fyrirtækjanna og hlut- hafar eiga forkaupsrétt á bréfunum. Auglýsingaþjónusta DV leiðir þig áfram Þú hringir í síma 99-56-70 og velur eftirfarandi: i til þess að svara auglýsingu v til þess að hlusta á svar auglýsandans “ (ath.i á eingöngu viö um atvinnuauglýsingar) ef þú ert auglýsandi og vilt ná í svör eða tala inn á skilaboðahólfið þitt sýnishorn af svari til þess að fara til baka, áfram eða hætta aðgerð Auglýsingaþjónusta DV opnar þér nýja möguleika á aö auglýsa og svara smáauglýsingum DV. Auglýsingaþjónusta DV er sjálfvirk símaþjónusta sem sparar þér tíma og vinnu. í beinu sambandi allan sólarhringinn! Þegar þú auglýsir í smáauglýsingum DV getur Auglýsingaþjónusta DV tekiö viö svörum fyrir þig allan sólarhringinn. Ef þú ert að svara smáauglýsingum getur þú tekiö upp símtólið hvenær sem þér hentar. Allir í stafræna kerfinu með tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. Við vinnum með þér! Klippið út og geymið! Einföld í notkun! Auglýsingaþjónusta DV er einföld og þægileg. Sem dæmi er hér atvinnuauglýsing sem birtist í DV: - m l Sölururn og skyndibitastaður. Óskum eftir fólki til framtíðarstarfa við afgreiðslu (fulit starf). Auglýsingaþjónusta DV, s. 99-56-70, tilvnr. 67994. Þú svarar auglýsingunni meö því aö hringja í síma 99-56-70, slá inn tilvísunarnúmer auglýsingar og aö því búnu leggja inn skilaboö. Þá færö þú uppgefiö leyninúmer. P Auglýsandinn getur síðan meö einu símtali hlustað á svörin, flokkaö þau og gefið sitt svar. 9 Þá getur þú hringt aftur, slegiö inn leyninúmer þitt og athugaö hvort auglýsandinn hafi svaraö þér. Meiri möguleikar! Ef auglýsandi vill koma frekari upplýsingum á framfæri um þá vöru eða þjónustu sem hann auglýsirí smáauglýsingum DV getur hann nýtt sér Auglýsingaþjónustu DV enn frekar. Sem dæmi er auglýsing um bíl sem birtist í DV: Þú hringir í síma 99-56-70, og slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar. Þá heyrir þú skilaboöin sem auglýsandinn hefur lagt inn til viðbótar þeim upplýsingum sem eru í auglýsingunni sjálfri. Ef þú vilt fá meiri upplýsingar um Auglýsingaþjónustu DV getur þú haft samband við smáauglýsingadeild DV í síma 91-63-27-00 s Enn aukum við þjónustuna! g AUGLYSINGA 99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.