Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1994 37 Hanna María Karlsdóttir og Margrét Helgadóttir i hlutverkum sinum í Leynimel 13. Gamanleikur sem gerist í Reykjavík 1943 Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Borgarleikhúsinu um þessar mundir gamanleikinn Leynimel 13 sem er íslenskt verk og var fyrst sýnt í gamla Iðnó. Höfundar leikritsins eru þrír og kölluðu Leikhús þeir sig gjarnan Þrídrang en þeir voru Indriði Waage, Haraldur Á. Sigurðsson og Emil Thoroddsen og stóðu þeir um árabil fyrir sýn- ingum á fórsum og gamanleikjum í Iðnó, sem höfundar, þýðendur, leikarar og leikstjórar. Hugmyndin að leikritinu er sótt í þá staðreynd að á þeim árum sem leikurinn gerist var mikill húsnæðisskortur í Reykjavík. Alþingi setti þá lög þar sem með- al annars var bannað að taka íbúðarherbergi til annarra nota en íbúðar og gerist leikritið á heimili K.K. Madsen klæðskera- meistara sem nýfluttur er í villu og verður að sætta sig við að alls konar lýður flytur inn á hann. í helstu hlutverkum eru: Guö- laug E. Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Ásmundsdótt- ir, Hanna María Karlsdóttir, Jak- ob Þór Einarsson, Jón Hjartarson og Karl Guömundsson. Peningum er misskipt í heimin- um, sumir vita ekki aura sinna tal meöan aðrir berjast í bökkum. Sá sem veit millj- óna sinna tal er ekki milljarða- mæringur Reynslan hefur sýnt að mjög erfitt er að afla heimilda um auð einstakra manna eða fjölskyldna. Fyrir utan leyndina og þá óná- kvæmni, sem alltaf verður þegar áætla á verðmæti eigna, má benda á eftirfarandi sem haft er eftir Jean Paul Getty: „Sá sem veit milljóna sinna tal er ekki milljarðamæringur.“ Heitið milljónamæringur varð til 1740 og heitið miUjarðamæringur árið 1861 (á ensku billionaire). Blessuð veröldin Fyrsti milljarða- mæringurinn Sá sem varð fyrstur til að safna sér 100 milljónum í Bandaríkja- dölum var Cornelius Vanderbilt (1794-1877). Fyrstu mennirnir sem kallaðir voru milljarðamær- ingar voru hins vegar John D. Rockefeller (1839-1937), Henry Ford (1863-1947) og Andrew W. Mellon (1855-1937). Ef eignir þess- ara þriggja manna væru fram- reiknaöar til dagsins í dag og tek- in sú upphæð sem þeir áttu þegar þeir létust samsvaraði það um það bil fimmtán milljörðum doll- ara. Hálka og snjór á vegum Kólnandi veður á landinu hefur skapað allt aðrar aöstæður á vegum en verið hafa undanfarið og var í morgun víðast hvar hálka á þjóðveg- Færð á vegum um nema á suðvesturhorninu og á Suðurlandi. Á leiöinni Akureyri- Húsavík er sums staðar snjór á veg- um, meðal annars frá Húsavík að flugvellinum, en fært. Þetta á einnig við um vegi á leiöinni Akureyri- Egilsstaðir. Á leiðum frá höfuðborg- inni og vestur er hálka á Holtavörðu- heiði og þegar norðar dró er einnig hálka á Öxnadalsheiði. Má búast við sömu aðstæðum og í dag eru um helgina. H HSlka og snjór @ Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir m Þungfært <E> Fært fjallabllum —. án fyrirstööu V-O fokaö ES3 Jet Black Joe í Rósenbergkjallaranum: Kynning á nýju efni Jet Black Joe er einhver alvin- sælasta hljómsveit landsins og hafa plötur sveitarinnar notið vinsælda og lögin fallið í kramið hjá ungu fólki. Jct Black Joe hefur verið að Skemmtanir þreifa fyrir sér úti í hinum stóra heimi og verður framhaid þar á, en þessa stundina er hún heima. í kvöld verður hljómsveitin með út- gáfutónleika í Rósenbergkjallaran- Jet Black Joe hefur verið á ferð og flugi i sumar. um og mun þar að sjálfsögðu leika lög af nýrri geislaplötu. leikahaldi sem hefur nær eingöngu plötunni hrátt, kraftmikið og sker Jet Black Joe hefur unnið að verið víðs vegar í Evrópu. Aö sögn sig nokkuö frá fyrri plötum. þessari plötu í sumar ásamt tón- hljómsveitarmanna er efhið á nýju Garðskagi-Sandgerði Ein besta og skemmtilegasta fjöru- gangan á Reykjanesskaga er frá Garðskaga til Sandgerðis, hvort heldur öll leiðin er gengin í einum Umhverfi áfanga eða komið er oftar og hluti af leiðinni genginn í hvert sinn. Þetta svæði er þekkt fyrir fuglalíf og eru haustin góður tími til fuglaskoðunar. Á leiðinni milli Garðskaga og Sand- gerðis er farið hjá Kirkjubóli en þar geröust afdrifaríkir atburðir á mið- öldum. Árið 1433 brenndu sveinar Jóns Gerrekssonar bæinn í hefndar- skyni fyrir hryggbrot og 1551 gerðu stuðningsmenn Jóns Arasonar aðfór að Kristjáni skrifara og drápu hann og menn hans. Leiðin frá Garðskaga til Sandgeröis er um 5 km löng og þarf aö fara Skagaflös % Garðskagi * * Garðhúsavík Mávatangi * * Kvíavallavík Mannskaöaflös RÐUR hægt yfir og hafa 2-3 tíma til ráðstöf- Heimlld: Elnar t>. Guðjohnsen, Göngu- unar. leiölr á íslandi. ' Tvíburar Mariu f * og Unnars Tvíburarnir á myndinni eru og hinn kl. 17.15. Annar reyndist drengur og stúlka og fæddust vera 2493 grömm að þyngd og 49 þeir á faeðingardeild Landspítal- sentímetra langur og hinn 2630 ans 25. september, annar kl. 17.08 grömm og 48 sentímetra langur. . Foreldrar tvíburanna eru Maria Bamdagsins • ^er og Unnar Stefánsson og -3 eru þetta fyrstu bom þeirra. Leikstjóri Loftsteinamannsins og aðalleikari, Robert Townsend, er hér fyrir miðri mynd. Eini hetjunegrinn „Loftsteinamaöurinn er hin upprunalega ofurhetja," segir Robert Townsend um aðalper- sónu myndar sinnar, „og í raun er hann eini bandaríski hetju- negrinn í kvikmyndasögunni." Robert Townsend, sem ekki að- eins leikstýrir Loftsteinamannin- um (The Meteor Man), sem Há- skólabíó sýnir um þessar mundir, heldur leikur einnig aöalhlut- verkið og skrifar handritiö. Townsend leikur Jefferson Reed, sem er kennari í rólegu hverfl, enda sjálfur rólegur mað- ur og lítiö fyrir aö láta bera á sér. Meira að segja hundinum Bíóíkvöld hans þykir nóg um þetta lítillæti húsbónda síns og hvetur hann til að trana sér fram í hvelli. Þaö verður heldur betur breyting á lífi Jeffersons þegar loftsteinn lendir á honum með þeim afleið- ingum að hann breytist í Loft- steinamanninn, en þar sem Jef- ferson er haldinn mikilli loft- hræðslu getur hann aðeins flogið í eins metra hæð frá jöröu. Aðrir leikarar í myndinni eru meðal annars James Earl Jones, Robert Guillaume og Bill Cosby. . Nýjar myndir Háskólabíó: Loftsteinamaðurinn. , Háskólabíó: Jói tannstöngull. Laugarásbió: Dauðaleikur. Saga-bíó: Skýjahöllin. Bíóhöllin: Leifturhraði. Stjörnubíó: Ulfur. Bíóborgin: Sonur Bleika pardussins. Regnboginn: Neyðarúrræði. Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 234. 07. október 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,670 67,870 67,680 Pund 107,520 107,840 106,850 Kan. dollar 50,210 »50,410 50,420 Dönsk kr. 11,1980 11,2420 11,1670 Norsk kr. 10,0780 10,1190 10,0080 Sænsk kr. 9,2200 9,2570 9,1070 Fi. mark 14,2460 14,3030 13,8760 Fra. franki 12,8140 12,8660 12,8410 Belg. franki 2,1289 2,1375 2,1325 Sviss. franki 52,8500 53,0600 52.9100 Holl. gyllini 39,1300 39,2900 39,1400 Þýskt mark 43,8300 43,9600 43.8300 It. líra 0,04306 0,04328 0,04358 Aust. sch. 6,2220 6,2530 6,2310 Port. escudo 0.4291 0,4313 0,4306 Spá. peseti 0,5280 0,5306 0,5284 Jap. yen 0,67670 0,67880 0,68620 Irsktpund 106,130 106,660 105,680 SDR 98,96000 99,45000 99,35000 ECU 83,7400 84,0700 83,7600 Simsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan T~ T r~ z 7 é 4 IO JT~ JT JJi ... . 'k tfmmi rr~ J8 )c» 20 □ ir Lórétt: 1 reyrir, 7 fé, 8 hóta, 10 sóa, 11 Ijós, 13 átt, 14 fíkniefni, 16 spor, 17 hlemm- ur, 19 vinveitt, 21 lymska. Lóðrétt: 1 nöldur, 2 bátur, 3 skel, 4 stillt, 5 ávöxtur, 6 sterkar, 9 heilabrota, 12 ævi- skeið, 14 skjól, 15 sjávardýr, 18 ógrynni, 20 íþróttafélag. Lausn ó síðustu krossgótu. Lórétt: 1 skammær, 7 voða, 8 Jói, 10 op, 11 gróp, 12 spekt, 13 at, 14 kör, 16 ætli, 17 arös, 181 áll, 19 kýtti. Lóðrétt: 1 svo, 2 kopp, 3 aðgerð, 4 mark, 5 mjótt, 6 ristill, 9 ópall, 12 skak, 15 öm, 16 æst, 18 át.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.