Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTf 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
/ boði almennings
Ársfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins fer fram 1 Madrid þessa dagana. íslendingar sækja
þennan fund eins og jafnan áður. í Morgunblaðinu í gær
er skýrt frá því að eftirtaldir einstaklingar hafi sótt fund-
inn í Madrid:
Sighvatur Björgvinsson, iðnaðarráðherra og aðalfuli-
trúi íslands í bankaráði Alþjóðabankans, ásamt eigin-
konu. Friðrik Sophusson, fiármálaráðherra og varafull-
trúi íslands í bainkaráði Alþjóðabankans, ásamt eigin-
konu, Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri og
aðalfulltrúi íslands í ráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
ásamt eiginkonu, Finnur Sveinbjömsson, skrifstofustjóri
í viðskiptaráðuneyti og varafuiltrúi í ráði Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, BolJi Þór Bollason, skrifstofusljóri efna-
hagsskrifstofu ijármálaráðuneytis, ásamt eiginkonu, Sig-
urgeir Jónsson, forstjóri Lánasýslu ríkisins, ásamt eigin-
konu, Bjarni Bragi Jónsson aðstoðarseðlabankastjóri
ásamt eiginkonu, Ólafur ísleifsson, forstöðumaður al-
þjóðadeildar Seðlabankans, ásamt eiginkonu, Björgvin
Vilmundarson, bankastjóri Landsbankans, ásamt eigin-
konu, Halldór Guðbjamason bankastjóri Landsbankans,
ásamt eiginkonu, Barði Ámason, aðstoðarbankastjóri
Landsbankans, Sólon Sigurðsson, bankastjóri Búnaðar-
banka, og að lokum Tryggvi Pálsson, bankastjóri íslands-
banka, ásamt eiginkonu.
Auk framangreindra sitja Madridarfundinn Helga
Jónsdóttir, varafulltrúi íslands í stjóm Alþjóðabankans,
Jón Sigurðsson, bankastjóri í Norræna fjárfestingar-
bankanum, Þorsteinn Þorsteinsson frá sömu stofnun,
Þorsteinn Ólafsson, forstjóri Norræna verkefnaútflutn-
ingssjóðsins, og Engilbert Guðmundsson frá Norræna
þróunarsjóðnum. Ekki er upplýst hvort þeir fimm síðast-
töldu em í Madrid með mökum sínum.
Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar hver kostn-
aðurinn er vegna íslensku sendinefndarinnar en DV hef-
ur giskað á að hann geti numið hátt í íjómm milljónum
króna. Er þá gengið út frá því að fargjöld séu greidd
undir eiginkonur, fimmtán þúsund greiddar í dagpeninga
per dag og hálfir dagpeningar til eiginkvenna ráðherra
og bankastjóra. Hótel em þar að auki greidd fyrir ráð-
herrahjón og væntanlega gildir sama regla um banka-
stjóra og aðra þá sem gegna forstjórastöðum hjá alþjóða-
deildum, efnahagsskrifstofum og lánasýslu. Minna má
það varla vera.
Nú er það í sjálfu sér ekki í frásögur færandi þótt ís-
lenskir valdamenn í peningaheiminum leggi land undir
fót. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn em
merkilegar stofnanir og sennilega veitir þessum alþjóða-
stofnunum ekki af að fá fríða og fjölmenna sveit ís-
lenskra fyrirmanna þegar ársfundir era haldnir.
Allajafna kemur almenningi það ekki við hvenær
menn fara utan eða hvert. Nema að einu leyti. Nema að
því leyti að hér er verið að ferðast fyrir almannafé, á
kostnað almennings. Ferðalangamir greiða ekki fargjöld
úr eigin vasa. Þeir ferðast fyrir peninga sem aðrir leggja
til.
Þrjátíu manns halda til Spánar á kostnað almennings
til að sitja fund. Sendinefnd úr bæjarstjórn Hafnarfiarðar
heldur til Kína á kostnað Hafnfirðinga. Læknar í opinber-
um störfum fá greitt fyrir námsferðir sem ekki eru farn-
ar. Embættismenn á tvöföldum eða margfóldum launum.
Var einhver að tala um bmðl? Var einhver að tala um
að fjölmiðlar væm komnir á hálan ís með frásögnum
sínum af embættisfærslum ráðamanna?
Ellert B. Schram
Agreiningur og tal á Bandarikjaþingi um aö hætta öryggismálasamvinnu viö Evrópuríkin og láta þau ein um
að fást við Júgóslavíu og Rússland yrði dauðadómur yfir NATO, segir m.a. í grein Gunnars.
Svikalogn í Bosníu
Stríðið á Balkanskaga hefur vik-
ið úr fréttum undanfarið fyrir Ha-
ítí en þaö táknar ekki að allt sé þar
með kyrrum kjörum. Þvert á móti
eru þar ískyggilegar horfur. í þetta
sinn gætu Króatar blandast inn í
máhð aftur meö þeim afleiðingum
að ekki verði við neitt ráðið.
í næstu viku rennur út sá frestur
sem Serbar í Bosníu hafa haft til
að samþykkja skiptingu Bosníu
milli þeirra og múslíma þannig að
þeir fái 49 prósent landsins en
múslímar 51. Nær fullvíst er að
Serbar hafni þessari tillögu sem
Milosevic Serbíuforseti hefur þó
fengist til að styðja. - Á sama tíma,
15. október, rennur út umboð
Breta, Frakka og Rússa að hafa
friðargæslulið á vegum Sameinuðu
þjóðanna í Króatíu.
Samtímis þessu er Bandaríkja-
þing að beita sér fyrir því að vopna-
sölubanninu á Bosníu verði aflétt.
Við þetta bætist að Króatar hafa í
hótunum um að fara í stríö við
Serba út af Krajinahéraði í Króatíu
sem serbneskir íbúar vilja sameina
Serbíu sjálfri og serbneska hluta
Bosníu.
Vopnasölubann
Alþjóðlegt vopnasölubann frá
1992 hefur bitnað mest á múslímum
í Bosníu þar eð Bosníuserbar hafa
haft gnægð vopna frá Milosevic.
Nú hefur hann hætt stuöningi við
Karadzic til að fá viðskiptabanni
aflétt á land sitt og því hefur þegar
veriö aflétt aö hluta. Þess ber þó
að gæta að sumar mestu vopna-
verksmiðjur og vopnabúr Júgó-
slavíuhers voru einmitt á núver-
andi yfirráðasvæði Bosníuserba og
þeir hafa enn næg vopn.
Bandaríkjaþing hefur verið mjög
fylgjandi því að aflétta banninu
Kjallarinn
Gunnar Eyþórsson
blaðamaður
Því veldur aö þeir telja að Serbar
muni þá hefja beinan hernað gegn
friðargæsluliðum sínum. Því eru
yflrmenn friðargæsluliðsins tregir
til að beita loftárásum gegn Serb-
um en Bandaríkjamenn, sem hafa
ekkert herlið í landinu, krefjast
meiri hörku.
Af þessu er risinn aivarlegur
ágreiningur og tal á Bandaríkja-
þingi um að réttast væri að Banda-
ríkin hætti öryggismálasamvinnu
við Evrópuríkin og láti þau ein um
að fást við Júgóslavíu og Rússland.
Slíkt væri dauðadómur yfir NATO.
Króatar
Fari svo að Króatar ráðist að
Krajina verður alit friðargæslulið
kvatt heim frá Króatíu. Hótunin
ein um að aflétta vopnasölubann-
inu gæti hæglega leitt til þess að
„Ný hemaðarátök á sama tíma og
umboð Sameinuðu þjóðanna rennur
út og Bretar, Frakkar og Rússar hafna
algjörlega stefnu Bandaríkjamanna
eru ávísun á nýtt og ennþá víðtækara
stríð á Balkanskaga.“
gagnvart múslímum og þingið mun
líklega samþykkja það á næstu
dögum. Öryggisráð sameinuðu
þjóðanna er andvígt þar eð Rússar
beita neitunarvaldi. Einhliða af-
nám bannsins af hálfu Bandaríkja-
manna gæti þó komist til fram-
kvæmda næsta vor. Þetta hefur
valdið alvarlegum klofningi innan
NATO, milh Bandaríkjamanna
annars vegar og Breta og Frakka
hins vegar, sem eru algerlega and-
vígir hergagnaaöstoð við Bosníu.
Serbar í Bosníu notuðu timann til
að sölsa undir sig enn meira land.
Ný hemaðarátök á sama tíma og
umboð Sameinuðu þjóðanna renn-
ur út og Bretar, Frakkar og Rússar
hafna algerlega stefnu Bandaríkja-
manna eru ávísun á nýtt og ennþá
víðtækara stríð á Balkanskaga.
Allt þetta gefur ríkulegt tilefni til
að fylgjast náið með því sem gerist
á hinum póhtíska vettvangi í næstu
viku.
Gunnar Eyþórsson
Skoðanir annarra
Framtíðarhagsmunir
„Enda þótt ísland hafi ekki enn sótt um aðild að
Evrópusambandinu er ljóst að umrædd þróun er
okkur og Barentshafssamstarfinu til verulegra bóta.
... Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að þetta séu enn
ein rökin fyrir því að okkur sé ekki stætt á öðru en
að fylgjast að með öðrum ríkjum Norðurlanda og
taka þátt í að móta þær ákvarðanir, sem teknar eru
- í Evrópu í málum sem varða framtíðarhagsmuni
íslendinga miklu.“
Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðh. í Mbl. 6. okt.
Hafnfirska veikin
„Hún birtist í því að forystumenn í stjórnmálum
úr Hafnarfirði vilja ekki axla ábyrgð gerða sinna
heldur benda á embættismenn þegar látið er að þvi
liggja að þeim hafi orðið á í starfi. Óllum er kunnugt
um mál Guðmundar Áma Stefánssonar félagsmála-
ráðherra, sem augljóslega - það skýrist alltaf betur
og betur - skilur illa eða ekki um hvað ávirðingarn-
ar á hann snúast. Annar forystumaður ættarveldis
í Hafnarfirði, fyrmm ráðherra, Matthías Mathiesen,
ber að þvi er virðist öll einkenni sömu veiki og Guð-
mundur Árni.“ Úr forystugrein Viðskiptabl. 5. okt.
Heimsviðskipti
„Verðmætasköpunin í sjávarútvegi á þessu ári
byggir ekki síst á mikilli rækju- og loðnuveiði. Mjög
miklar tekjur hafa komið inn í atvinnugreinina
vegna frystingar á loðnu sem seld er á Japansmark-
að og miklar vonir em bundnar við áframhaldandi
sölu þangað.... Það er okkur íslendingum í hag að
heimsviðskipti séu frjáls með sjávarafurðir og mynd-
in sé ekki skekkt með ríkisstyrkjum. Ríkisstyrkir
og tollmúrar í þessari atvinnugrein er það sem kem-
ur okkur verst.“ Úr forystugrein Tímans 6. okt.