Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1994 Fréttir Launagreiðslur til Guðjóns Magnússonar árið 1991: Á áttundu milljón í laun og dagpeninga - greiðslur 1 námsleyfi voru langt umfram kjarasamninga lækna „Ég veit ekki betur en íslenskir læknar hafi í áratugi sótt framhalds- menntun sína til annarra landa í námsleyfum sínum enda næðu þeir ekki í viðhaldsmenntun sína öðru- vísi. Ég kannast ekki við að ákvæð- um samningsins hafi verið framfylgt neins staðar en ég hefði gaman af að vita af því ef svo hefur verið. Ákvæði kjarasamnings eru lágmarksákvæði og vinnuveitanda og launþega hlýtur að vera heimilt að komast að öðru samkomulagi," segir Guðjón Magn- ússon, skrifstofusfjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu. í engu samræmi viö kjarasamninga Ljóst er af ákvæðum í kjarasamn- ingum lækna að þær launagreiðslur sem Guðjón Magnússon, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, fékk frá ríkinu meðan hann var í náms- leyfi árið 1991 eru í engu samræmi við kjarasamning lækna. í samningi fastráðinna lækna segir að höfð skuli hliðsjón af samningi sjúkrahús- lækna. í þeim samningi segir að ef sérfræðingur fái laun erlendis skuli þau kom til frádráttar greiddum ferða- og dvalarkostnaði og launum. Eins og fram kom í DV í gær fékk Guðjón launað námsleyfi í heilbrigð- isráðuneytinu í 145 daga árið 1991. Fékk hann greiddar 2,3 milljónir í ferðadagpeninga frá ríkinu á þeim tíma. Á sama tima þáði hann laun í Milljónirnar hans Guðjóns 3.000 Samtals fékk Guðjón Magnússon 7,8 milljónir í laun, dagpeninga- greiðslur og staðaruppbót árið 1991. 300 10 mánuði fyrir kennslu og rann- sóknir við sænskan háskóla, samtals 3 milljónir. Að auki fékk hann um 300 þúsund krónur í staðaruppbót. Auk þessa var hann í 37 prósenta stöðu dósents við HÍ og fékk fyrir það um 400 þúsund krónur en þar var hann í þriggja mánaöa launuðu leyfi á árinu. Þá fékk hann tæplega 300 þúsund króna dagpeninga frá Rauða krossi íslands árið 1991 fyrir ferðalög sín þar. Segir Guðjón að dagpeninga- greiðslur ríkisins og Rauöa krossins hafi ekki skarast á umræddum tíma. Að viðbættum lágmarkslaunum skrifstofustjóra hjá ráðuneytinu reiknast DV til aö launa- og dagpen- ingagreiðslur til Guðjóns árið 1991 nemi samtals 7,7 milljónum. Rétt er að geta þess að störf Guðjóns fyrir Rauða krossinn eru ólaunuð. Állar innlendar greiðslur eru framreikn- aðar miðað við gildandi samninga. Alls fór Guðjón í 8 ferðir héðan og til Svíþjóðar í námsleyfi sínu og greiddi ráðuneytið fyrir eina þeirra. Rauði krossinn greiddi hins vegar fyrir 5 ferðir frá Svíþjóð til Genfar, Póllands og Búdapest en þær ferðir voru famar á vegum samtakanna. Þögn ráðuneytisstjóra „Kjarasamningar eru lágmarks- samningar. Ef greitt er minna en samningur kveður á um er samning- urinn brotinn. Kjarasamningur er ekki brotinn hafi yfirmaður taiið sér fært aö greiða hærri upphæð en kveðið er á um í santningnum. Það kann að vera rangt lagalega eöa sið- feröislega út frá einhverjum öðrum leiðbeiningum sem hann ætti að hafa í starfi sínu og líferni," segir Birgir Guðjónsson, skrifstofustjóri starfs- mannaskrifstofu ríkisins. Páll Sigurösson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segist vera vel kunnugur kjarasamningum lækna en vildi ekki tjá sig um þá stað- reynd að þær greiöslur sem Guðjón fékk í námsleyfi sínu væru í engu samræmi við umræddan kjarasamn- ing. Póstbíllinn fauk út af Páll Pétuxsson, DV í Vík; Fyrsta stóra haustlægðin kom upp að landinu í gærmorgun og fengum viö Mýrdælingar að kynnast ofstopa veðri á suðvestan. Póstbíllinn sem kemur frá Reykjavík á morgnanna fauk út af þjóðveginum austan við Reynisfjall í Mýrdal og stórskemmd- ist. Að sögn bílstjórans Egils Gríms- sonar tókst bíllinn á loft, og fauk út fyrir veg og lenti þar á hjólunum og stakkst síöan með framendann ofan í skurð. „Hurðin bílstjóramegin gekk sam- an eins og harmoníka og ég þakka öryggisbeltinu það að ég skuli ekki vera stórslasaður," sagði Egill en hann slapp ómeiddur úr þessu slysi. Nokkrar skemmdir hafa orðið á húsum í Vík í þessu veðri og eyði- lagðist meðal annars lítið gróðurhús, þakplötur losnuðu á iönaðarhúsnæði og rúða brotnaði þar. Á tímabili leit út fyrir aö þak af gömlu sláturhúsi myndi fjúka af í heilu lagi. Mesti veðurofsinn af suðvestri stóð yfir í u.þ.b. 4 tíma og skóf þá sandinn upp úr fjörunni og yflr þorpið sunnan- og vestanvert. Póstbíllinn utan vegar skammt frá Vík. Hann fauk í óveðrinu i gær. DV-mynd PP, Vik i Mýrdal Skoski söngvarinn Donovan í viðtali við D V: Kominn tími á tónleika hér „Hrafn Gunnlaugsson bauð mér að taka þátt í Bellman-myndinni fyr- ir nokkmm mánuöum og mér leist strax vel á að vera með. Upphaflega átti að kvikmynda lagið sem ég syng heima hjá mér á írlandi. En þar sem ég hef aldrei komið til íslands fannst mér tilvalið að leggja mitt af mörkum til myndarinnar hér og halda um leið tónleika í Reykjavík. Það var kominn tími á tónleika hér,“ sagði skoski söngvarinn og lagasmiðurinn Dono- van við DV. Donovan heldur tónleika í Þjóð- leikhúskjallaranum á morgun, einn með gítarinn sinn, og um leið mun lag það sem hann syngur í mynd Hrafns um sænska visnasöngvarann Bellmann verða tekið upp. Donovan var ein af stórstjörnum í tónlistar- heiminum á síðari hluta sjöunda og fyrri hluta áttunda áratugarins. Lög eins og Mellow Yellow, Colors og fleiri gerðu hann frægan um heim allan. Hin síðari ár hefur hann ekki verið eins áberandi. Hann býr á ír- landi en á næsta ári fer hann í tón- leikaferð um heiminn til aö fylgja eftir nýrri plötu og sjálfsævisögu. Hann segir vel koma til greina að halda tónleika hér í þeirri ferð. - En fmnst þér þú ekki vera hálf- gleymdur í dag eftir alla frægðina hér áður? „Nei, aUs ekki. Ég hef haft áhrif á marga unga söngvara sem fara um með gítarinn sinn og get því litið á mig sem hluta af tónlistarsögunni," sagði Donovan. BessifráSúðavík: Öllum undir- mönnum sagtupp agurjón J. Sgurðsson, DV, ísafirðn Öllum undirmönnum ísfisktog- arans Bessa ÍS-410 í Súðavík hef- ur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Togarinn fer á rækjuveiöar og verður skip- verjum þá fækkað. Nú eru 15 skipverjar á Bessa en þegar rækjuveiðarnai' hefjast verða þeir mest tíu. Að sögn Ingi- mars Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra Álftfirðings hf., sem gerir út skipið, er gert ráð fyrir aö flestir skipvérjanna verði endurráðnir en óhjákvæmilegt að einliverjir missi vinnuna. „Það er stefnt að þvi að halda skipinu á rækju út þetta kvótaár og við munum skipta á bolfiskk- vótanum fyrir rækjukvóta. Við erum að reyna að ná okkur í rækjukvóta á almennum mark- aði en það er erfiður markaður. Það verður um fækkun að ræða í áhöfh. Viö ætlum að reyna að hafa menn til skiptanna en auð- vitað getur það komið til að ein- hverjum verði að segja upp,“ sagði Ingimar. Umferðarátak norðanheiða Sérstakt umferðarátak lög- regluyfirvalda á Norðurlandi, vestan Akureyrar, stendur yfir í októbermánuði. Þegar hafa 50 ökumenn verið kærðir fyrir ýmis umferöarlagabrot. Þótt sérstök áhersla verði lögð á að ökumenn virði hraðatakmarkanir munu lögreglumenn fylgjast með að ökumenn virði almennt umferð- arlög og sjái til þess að ökutæki þeirra séu í tilskildu ástandi. Stuttar fréttir Ferjuránveikleika Veikleikar hafa ekki komið fram í stafnlokum Akraborgar og Heijólfs. Rannsókn á feijunmn fór fram eftir að feijan Estonía sökk á Eystrasalti fyrir skömmu. Sjónvarpið greindi frá þessu. Rætt um varnir íslands Jón Baldvin Hannibalsson ræddi í gær við aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna um varnarsamstarfið og yfirtöku ís- lendinga á þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins. Sjónvarpiö segir hóp sérfræðinga fjalla um málið. Mæltmedafsögn Jóhanna Sigurðardóttir segir að í sporum Guömundar Árna Stefánssonar heföi hún sagt af sér ráðherraembætti. Unglingar reykja meira Reykingar unglinga hafa aukist á nýjan leijí eftír aö hafa minnkað í tvo áratugi. Nú reykja um 25% prósent 16 ára pilta en árið 1990 var hlutfallið 10%. Aukin bjársala Sala bjórs hjá ÁTVR jókst um 1,2 milljón lítra fyrstu 9 mánuði ársins miðað við sama tima í fyrra. í heild jókst sala áfengra drykkja um 19 prósent en sala sterkra drykkja minnkaöi. Þörf á strangari reglum Davíð Oddsson forsætisráð- herra telur að herða beri reglur sem gera fyrirtækjum kleift að kaupa rekstrartap annarra fyrir- tækja. Sjónvarpið greindi frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.