Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 31 Menrung Dásamleg veiðidella en Það eru ekki nema bestu sögumenn sem segja góöar veiðisögur. Veiði- sögur eru ekki góðar nema þær séu svo lygilegar að engir nema veiði- menn trúi þeim og sumir jafnvel efist. Nú hefur Eggert Skúlason fréttamaður sent frá sér bók með 12 stuttum veiðisögum. Að mínum dómi eiga fæstar sög- urnar erindi á bók sem veiðisögur. Þær hefðu verið ágætar til uppfyll- ingar í veiðihúsi að loknum veiði- degi. Það eru aðeins tvær sögur í bók- inni sem eru nógu lygilegar til að teljast góðar veiðisögur. Það er sag- ana af Árna Baldurssyni og urrið- anum sem hann veiddi þrisvar og kona hans einu sinni. Sú saga er hreint út sagt frábær veiðisaga. Ein af þeim betri sem maður hefur heyrt. Eins er hún góð sagan af íta- lanum Albertos og silungnum úr Aðaldal sem hann veiddi á íslenska flugu í tjörn í Bandaríkjunum. Sag- an Ekki undir 35 pundum er ágæt veiðisaga en maður hefur heyrt þær svo margar líkar þessari. í bókinni eru nbkkrar sógur sem Eggert hefði betur sleppt. Sagan af Maríulaxi Kristjáns Más Unnars- sonar í tilbúinni laxveiðiá á Mýrum er engin veiðisaga í þess orðs merk- ingu. Hún er bara ekki neitt neitt. Bókmenntir Sigurdór Sigurdórsson Þá hefði Eggert gert fyrrum vinnu- félaga sínum Ólafi E. Jóhannssyni mikinn greiða með því að sleppa frásögn af óskiljanlegu óþokka- bragði Ólafs og veiðifélaga hans. Ólafur segir frá því þegar þeir eyði- lögðu gæsaveiðimöguleika manns sem hafði verið á undan þeim að fá veiðileyfi á ákveðnum bæ. Þá fóru þeir og söfnuðu saman drasli sem fældi gæsir frá veiðisvæðinu yfir á annað svæði sem þeir máttu veiða. Þessi saga er með ólíkindum. Hún er eins langt frá því að kallast veiðisaga og hægt er að hugsa sér. Hvað æfli maður sé búinn að heyra og lesa margar frásagnir af mönnum sem veiða fisk þar sem aðrir hafa gefist upp eins og sagan Það veiðir enginn annars manns fisk, greinir frá. Hafi þeir félagar, sem segja söguna, haldið að þeir hafi fundið upp þetta spakmæli, eins og sagt er í bókinni, þá er það ekki rétt. Til er gamalt máltæki sem segir: Það veiðir enginn ann- ars fisk úr sjó. Eggert Skúlason skrifar léttan og skemmtilegan stíl og hans hlutur í frásögunum er góður. Hann hefði bara þurft að vera vandlátari á sög- urnar. Hann hefði átt að taka þarna inn þessa gömlu skemmtilegu veiðisögumenn sem svo mikið er til af hér á landi. Hann gerir það bara vonandi næst því nægar eru veiðisögurnar. Stangaveiðisögur eru sér kapítuli í íslenskum frásögum. Að heyra og Baráttuglöð og rétt sýn alþýðukona Starfsmannafélagið Sókn fagnar á þessu ári 60 ára afmæli sínu. í hófi síðasthðið haust var fyrsti formað- ur félagsins, Aðalheiður Hólm Spans, sérstakur gestur félagsins. Aðeins átján ára gömul varð Aðalheiður stofnandi og fyrsti formaður Sóknar, félags sem er með þeim fjölniennustu í dag. Það er því vel við hæfi að út komi bók um ævi þeirrar konu sem óafvitandi kom stórri skriðu af stað. Minningar Aðalheiðar eru frásögn alþýðukonu sem er réttsýn og baráttuglöð. Töluverður hluti fer i að- dragandann að stofnun Sóknar. Lýsingin á vinnuað- stæðum kvenna á sjúkrahúsum og heimahúsum er Bókmenntir Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir fróðleg og holl lesning öllum þeim sem hættir til að gleyma að það þurfti að berjast fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. En það átti ekki fyrir Aðalheiði að hggja að fylgja baráttu alþýðukvenna til eUiáranna. Eftir tólf ára starf í þágu verkakvenna flytur hún með eiginmanni sínum, Wugbold Spans (Holla), til fóðurlands hans, Hollands. Þar hefst önnur barátta og öðruvísi. Kona sem hafði verið framarlega í stéttarbaráttu í heimalandi sínu er skyndilega komin í hlutverk framandi útlendings í umhverfi sem er gjörólíkt því sem íslensk stúlka átti að venjast. Lífsbarátta verkafólks á íslandi var hörð en hörmungar stríðshrjáðra Evrópubúa voru meiri. Verkalýðsformaðurinn Aðalheiður byrjar líf sitt í Hol- landi innan um strangtrúaða „í sjálfri Jerúsalem kal- vínista í Hollandi, Kampen." Henni verður oft hugsað heim og frá fóður sínum hafði hún þá sannfæringu að trúin teldist til einkamála. Lýsingar hennar á trúa- rofstæki fjölskyldunnar og nágranna eru samt lausar við fordóma því Aðalheiður lifir samkvæmt þeirri kenningu að alLir hafi frelsi til athafna. í staö þess að þráast við í ókunnu landi gerir hún allt til aðlagast siðum og menningu án þess að fórna sinni sannfæringu og er trú uppruna sínum. Hún veg- ur og metur umhverfi sitt og lærir af lífinu. Þess vegna er ævisaga hennar þroskasaga einstaklings, ekki frek- ar konu en karls, sem tekur afstöðu til lífsins hverju sinni. Það er tvennt sem gerir þessi bók ákaflega skemmti- lega aflestrar. í fyrsta lagi er það hlutur Aðalheiðar sem hefur frá sérstökum lífsferli að segja. Hún hefur næmt auga fyrir spaugilegum hlutum og tekur sjálfa sig mátulega hátíðlega. Frásögn hennar er hispurslaus og laus við sleggjudóma. Mannlýsingar hennar eru myndrænar, oft mjög fallegar og kærleiksríkar. Lýsing hennar á þeim konum sem ruddu brautina með henni við stofnun Sóknar eru minnisstæðar og engu líkara en við þekkjum þessar konur. Hlutur Þorvalds við ritun bókarinnar er ekki síðri. Hann skrifar lipran og fallegan stíl og er trúr viðmæl- anda sínum. í gegn skín virðing hans fyrir Aðalheiði og augljóst aö samvinna þeirra við ritun bókarinnar hefur verið mjög góð. Eini annmarkinn að mínu mati er að nafnaskrá vant- ar. Aðalheiður segir frá mörgum þekktum og minna þekktum einstakUngum og auðveldar nafnaskrá leit að umsögnum hennar. f annan stað saknaði ég þess að ekki var sagt nógu ítarlega frá starfi dóttur henn- ar, Viktoríu, sem er vel þekkt hérlendis fyrir söng og hefur margsinnis sungið hér opinberlega. Hvorugt þessara atriða spiUa þó frásögn Aðalheiðar sem er fengur öllum þeim sem áhuga hafa á fólki, verkalýðsbaráttu eða þroskaferU manneskjunnar. Því má svo bæta við að hönnun og útUt bókarinnar er til fyrirmyndar. Veistu ef þú vin átt Þorvaldur Kristinsson Forlagio 248 bls. sjá góða sögumenn segja veiðisögur er engu líkt fyrir þá sem ánægju haía af stangveiði. Eggert á að skrifa fleiri veiðisögubækur því hann getur það en hann verður að vera vandlátari á sögumenn. Dásamleg veiðidella Eggert Skúlason Hörpuútgáfan 151 bls. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Aðalgata 25A, Siglufirði, þingl. eig. íslenskir hamarverktakar, gerðar- beiðandi sýslumaðurinn á Siglufirði, 30. nóvember 1994 kl. 15.00. Suðurgata 41B, Siglufirði, þingl. eig. Jónas Björnsson, gerðarbeiðandi Is- landsbanki hf., 30. nóvember 1994 kl. 14.30. SÝSLUMAÐURINN Á SIGLUMDI Aktu eins qq þú vilt ^2,, aðaðriraki! VV M t MMFEROAR OKUM EINS OG MÍNN' J 9 9*1 7*00 Verö aöeins 39,90 mín. l| Læknavaktin 23 Apótek ¦ 3j Gengi BLAÐBERAR OSKAST WÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ. í Stóragerði og Brekkugerði, Reykjavík St. 28-36 Litur: svart Verð frá 3.990 Opið laug. 11-16 smáskór í bláu húsi við Fákafen S. 683919 st. 26-36 Litir: svart og beige Verð frá 690 s 8 @ Vinníngstölur miövikudaginn 23. nóvember VINNINGAR 6af 6 aSaf 6 +bónus a 5af 6 El 4af 6 a3af 6 +b6nus FJÓLDI VINNINGA 195 973 UPPHÆÐ ÁHVERN VINNING 44.520.000 320.849 31.510 2.050 170 Aðaltölur: 21)^28)^29 ®(§)@ BÓNUSTÖLUR Heildarupphasd þessa viku 45.658.089 áísi.: 1.138.089 fjjjuinningur fór til Danmerkur UPPLÝSiNGAR, SlMSVABl 81- 681» 11 LUKKUUNA 8S 10 00 - TEXTAVARP «1 BIRT UE€> FYRIHVARA UM PRENTVILLUR Askrífendur DV fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum ^ wwwv AUGLYSINGAR Þverholti 11 -105 Reykjavík Sími 632700 - Bréfasími 632727 Græni sfminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 16-22 Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.