Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Side 12
12
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
Spumingin
Tekur þú þér vetrarfrí?
Páll Ólafsson: Ég tek aldrei frí, aðeins
2 daga á sumrin.
Sæmundur Gíslason: Nei, ekki í vet-
ur.
Guðmundur Karlsson: Ég er alltaf í
fríi. Ég er á eftirlaunum.
Elma Finnbogadóttir: Já, stundum.
Sigriður Valdimarsdóttir: Nei, ég er
að vinna og í skóla.
Ásta Jónsdóttir: Nei, aldrei.
Lesendur
Tannlækna-
menntun úr landi
-hvaðnæst?
Gunnar Árnason skrifar:
Þjóðmálaumræðan hér á landi hef-
ur löngum tengst menntun og sjálfs-
bjargarviðleitni landsmanna. Þetta
tvennt fer auðvitað saman þegar allt
er skoðað. Það þarf menntun og
kunnáttu til ef þjóð ætlar að halda
sjálfsforræði sínu til lengdar. Við
höfum barist hart fyrir því að halda
sjálfstæði og aukin menntun á flest-
um sviðum hefur hjálpað til í ríkum
mæh. Við höfum flest það sem til
þarf svo að við getum kallast sjálf-
bjarga. Undirstaðan er vinna og
menntun. - Á sviði læknisþjónustu
stöndum við jafnvel þegar jafnfætis
sumum þjóðum í nágrenni við okkur
enda heilbrigðiskerfið í raun það sem
við oftast bendum á okkur til hróss.
Nýjasta dæmið úr þessum rekstri
var þegar við fluttum heim hjarta-
skurðlækningar sem áður voru al-
farið framkvæmdar erlendis á sjúkl-
ingum okkar. Krabbameinsrann-
sóknir eru einnig í allgóðu horfi eða
meir og eftirlit er mikið með þessari
tegund sjúkdóma. Fleira má nefna,
svo sem tannlæknaþjónustu, sem er
orðin hátt skrifuð á alþjóðamæli-
kvarða. Forvarnir þar eru með þeim
hætti sem annars staöar þekkist best.
Nú er hins vegar áð rísa alda sem
hrífur með sér hug sérhvern sem
tíerst fyrir spamaði á öllum sviðum
og í tíma og ótíma. Allt skal sparað
og skorið niður. Það er auðvitað
meira en sjálfsagt þegar frá eru skil-
in atriði sem snerta heilsu og heil-
brigði. Ef hvorugt er fyrir hendi er
vart ástæða til að hugsa frekar um
framtíðina, þjóðin deyr bara út.
Kannski besta leiðin til spamaðar?
í máh þingmanns sem er í forsvari
fjárlaganefndar Alþingis segir m.a.:
„Hins vegar vil ég nefna að við þurf-
um að efla menntun í landinu...“ -
í hans næstu setningu segir svo, m.a.:
„Ég sé til dæmis fyrir mér að leggja
mætti niöur tannlæknadeildina." -
Þetta eru að vísu glefsur úr ræöu
þingmannsins en segja þaö sem fram
þarf að koma hér.
En hvernig er dæmið reiknaö? Ef
sagt er að það kosti 44 milljónir að
reka tannlæknadeildina og spara
megi það fé við að leggja hana niður,
skyldi það þá ekki kosta neitt að
senda okkar tannlæknanema til
náms erlendis? Eða viljum við
kannski enga til náms í tannlækn-
ingum? - Og hvað næst? Verða það
nemendur á raunvísindasviði sem
næst skulu út úr Háskólanum? Eða
eigum við að senda fisktækninema
til Noregs? Hvað eigum við að ganga
langt í sparnaði í menntun þjóðar-
innar? Auðvitað er hægt að fá alla
þessa menntun erlendis. En kostar
hún þá lítið sem ekkert? Eigum við
ekki að gá að þessu öllu áður en
lengra er haldið?
Bókakjot í hátíðamatinn
Sigurbjörg skrifar:
Nú er það svart maður - eða
kannski bara alveg prýðilegt þegar
nánar er að gáð. Eg á auðvitað við
nýja „trixið" hjá bóksalanum sem
býður kjöt með hverri bók sem hann
selur. Hér er líklega verið að keppa
við verslanimar Hagkaup og Bónus,
sem fremur eru nú þekktar fyrir sölu
matvæla og nauðsynja til heimihs-
reksturs en bóka. Auðvitað er þetta
sjallt hjá bóksalanum sem er kona.
Hún veit hvar skórinn kreppir fyrir
jóhn. Allir þurfa að borða en færri
þurfa nauðsynlega að lesa.
Ég heföi hins vegar frekar viljað fá
verulega niðursett verð á kjöti og
öðrum matvælum og fá svo góða bók
í kaupbæti. Eða hvers vegna tekur
enginn kjötkaupmaðurinn það upp
hjá sér að bjóða bók eða t.d. inniskó
með hamborgarhryggnum á niður-
settu verði? - En er á meðan er og
ég er hæstánægð með uppátæki kon-
unnar í bókaversluninni að bjóða
kjötið meö bókinni.
Bókakjötið í hátíðamatinn er vissu-
lega vel þegiö og frábært fordæmi.
Ég vona bara að þetta leiði til veru-
legs framtaks í svona skiptimarkaði
til frambúðar og á öhum sviðum viö-
skipta hér á landi. Ekki veitir nú af.
Hringið í síma
millikl. 14ogI6
~eða skrifið
Nðfn og stmanr. veidur ad fylgla bréfum
Snjómokstur frá aðkomu húsa
kemur fyrir að það er sama fólkið
sem virðist halda hreinum og snjó-
lausum tröppunum fyrir aha íbúa
hússins. - Við bréf- og blaðbera vil
ég segja þetta: Neitið með öllu að
stofna lífi og limum í hættu hjá þess-
um trössum sem láta ykkur klöngr-
ast upp og niður snjóskaflana og yfir
hálkublettina. Það verða eigendur að
gera á eigin ábyrgð.
Það má minna á að eigendur eru
sjálfir skaðabótaskyldir ef af hlýst
slys vegna þessara aðstæöna. Þá er
nú hætt viö aö höndin vilji kreppast
um budduna. Oft eru slík slys óbæt-
anleg þótt bætt séu fjárhagslega.
Hver vih hafa á samviskunni ör-
kumla fólk vegna manns eigin
trassaskapar og beinnar leti? Slysum
af þessum völdum má næstum líkja
við líkamsárásir sem eru nú að verða
daglegt brauð hér í borg.
Og enn og aftur: Snúum frá þeim
húsum sem eru með tröppur sem
ekki sést móta fyrir eöa eru flughálar
vegna svellbunka. Fólk verður að
fara að læra umgengnishætti sem
tíðkast hjá siðuðum þjóðum.
Sirrý skrifar:
Þar kom að þvi að það barst „SOS“
frá blað- og bréfberum í borginni í
thefni af þeim dæmalausa trassaskap
og sérkenni í fari íslendinga að moka
illa eða sjaldan frá húsum sínum,
tröppum eða aðkomu að húsunum.
Sem betur fer eru ekki allir undir
sömu sök seldir enda sluppu þeir við
að fá áminningu í formi blaðsnepils
um máhð inn um hurðalúguna.
Það er auðvitað meö öllu óviðun-
andi aö fólki sem er að inna af hendi
skyldustörf sé boðið upp á þennan
ósóma. Það er hka óviðunandi í sam-
býhshúsum eins og oft og iðulega
Skaðabótaskylda getur skapast
vegna slysa sem rekja má til óviðun-
andi aðstæðna við hús.
13 V
Erflðskjalaöflun
fráSelfossi
E.S. hringdi:
Það er erfitt að n'álgast skjöl,
þinglýsingar, veðbókarvottorð,
o.s.frv. frá sýslumannsembætt-
inu á Selfossi, ef maður er stadd-
ur td. í Reykjavík og þarf nauð-
synlega á shkum gögnum að
halda. Ég tek fram að starfsfólkið
er elskulegt og það er ekki þess
sök. En að ná sambandi við rétta
aðila og fá skjölin send tekur oft
sinn tíma. Bæði er aö sambandi
er oft ekki hægt að ná við embætt-
ið og svo er eins og um afgreiöslu-
tregðu sé að ræða loks þá beiðni
er lögð inn.
Hátekjuskattur
aðeilíful
Ben. S. skrifar:
„tekjuskatturinn" svokahaði
virðist nú kominn th að vera. Það
er með er hann líkt og aðrar álög-
ur og gjöld, sem sett eru til bráða-
birgða, aö þau vara að eilífu. Eng-
ir skattar eru felldir niður eins
og oft eraþó lofað í upphafi. Það
eina sem*má treysta á hér á landi
er það að aldrei er hægt aö gera
neinar langtimaáætlanir. Grund-
vellinqm er alltaf kippt undan
þeim áður en varir. - Þetta er nú
stöðugleikinn á fslandi, takk fyr-
ir!
Skuldastaða
Reykjavíkurborgar
Helga Sigurðardóttir skrifar:
Er Reykjavikurborg þá svona
hla stöd fjárhagslega eftir aht?
Hvaö vitum við, borgaramir? -
Þvi er ýmist haldið fram aö borg-
in sé með best reknu og best settu
sveitarfélögum á landinu eða þá
að barist sé við að borga af lánum
fortíðarinnar og því veröi að
skattleggja íbúana sem aldrei
fyrr. Samstaða þeirra sem nú
stjóma borginni og hirrna sem
áður stjómuðu; virðist þó aðeins
um eitt; að þegja vandlega yfir
skoldastöðunni. Hún yrði mjög
eldfim varðandi lánstraust borg-
arinnar um ófyrirsjáanlegan
tima. Þar liggur falinn eldur fyrir
núverandi jalnt og fyrrverandi
borgarstjómarmeirihluta.
Sendiráðið
í London
PáU Ólafsson skrifar:
Þá er komið aö skuldadögunum
vegna menningarveislunnar í
sendiráðí okkar í London. Skyldi
nokkurn furða? Hvaö hefur þessi
menningarviðleitni, m.a. með
bumbuslætti á bera buka, haft
upp á sig? Kostnað fyrir fámenna
og skulduga þjóð, annað ekki.
Kannski verður enginn gerður
ábyrgur, fremur en í Þingvalla-
máhnu frá því í sumar en niöur-
staöan varð: Mistök við ferða-
stjórn! - En þaö er nú ekki nýtt
aö þar sem kratar fara með fé sé
það uppuriö á skömmum tíma.
London er ekkert einsdæmi, að-
eins sýnishorn af bruðlinu.
Einokuná
tannburstum?
S.H.H. skrifar:
Það er ekki hlaupið að því að
fá almennilega tannbursta hér.
Svo virðist sem einhverjir,
kannski tveir eða þrír tann-
burstaframleiðendur hafi náö hér
einokunaraðstööu og a.m.k. i
mínum munni er engin þeirrar
framleiðslu góð. Auk þess er erf-
itt aö fá harðan tannbursta sera
hentar mér best. Fyrir nokkrum
árum fékkst hér tegund sem
nefndist „Jess“ og bar af öðrum
tegundum, einkum þeim sem
merktar voru „hard“. Ekki fást
þessir burstar lengur. Eina leiðin
th að fá almennhega tannbursta
er því aö kaupa þá erlendis. En
skyldu „Jess“-tannburstar vera
væntanlegir aftur?