Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Síða 33
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 41 Fréttir Tryggingastofnun: Endurgreiðsla á ferðakostnaði skorin niður „Ég fór suöur í ágúst og svo aftur í lok nóvember. Eftir fyrri ferðina sótti ég um endurgreiðslu á ferða- kostnaði til Tryggingastofhunar rík- isins. Ég fékk svarið ekki fyrr en eft- ir seinni ferðipa og þá var það synj- un. Læknir í Tryggingastofnun sagði mér að ferðakostnaðurinn væri ekki greiddur nema maður færi mörgum sinnum suður vegna alvarlegra veik- inda. Ég á að fara í eftirlit í janúar en ég ætla að fá að fara í það hér fyrir austan því að þetta er svo dýrt,“ segir Sigurbjörg Erlendsdóttir, 24 ára fiskverkakona á Breiðdalsvík. Sigurbjörg hefur þurft að fara tvisvar til Reykjavíkur á þessu ári út af krepptri taug í hendi og til að láta fjarlægja aukabein í fæti sem háði henni verulega og fyrirsjáanlegt að hún þurfi að fara í eftirlit í jan- úar. Þegar Sigurbjörg fór suður til Reykjavíkur í ágúst fór hún í mæl- ingar en hún fór ekki í aðgerðina sjálfa fyrr en 25. nóvember. Ef Sigur- björg fer til Reykjavíkur í janúar nemur ferðakostnaðurinn samtals 48 þúsundum króna fyrir hana eina eða 16 þúsund króna flug frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og til baka. „Reglurnar eru síðan í febrúar 1991.1 útdrætti frá tryggingaráði seg- ir að meginreglan sé sú að endur- greiða kostnað vegna ferða innan- lands þegar um sé að ræða langvar- andi og erfiða sjúkdóma sem krefjist reglubundins eftirlits. Það er sá kal- eikur sem okkur ber að bergja af. Þegar ég tók við í haust voru nánast allar ferðir endurgreiddar og þá ætt- um við ekki að þurfa neinar reglur. Ég túlka reglumar. Allar ákvarðanir geta orkað tvímæhs og fólk getur þá áfrýjað til tryggingaráðs," segir Vig- fús Magnússon, læknir hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Ottar Ármannsson, heilsugæslu- læknir á Fáskrúðsfirði, segir að læknar á Austurlandi hafi sent tryggingaráði bréf til að mótmæla því að túlkun á reglum um endur- greiðslu er þrengd skjólstæöingum sínum í óhag. Þessar breytingar tryggi ekki jafnan aðgang lands- manna að heilbrigðisþjónustu. DV-mynd Ægir Már Eiríkur Tómasson og Gnúpur. Gamla Guggan til Grindavíkur Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Togarinn verður gerður út sem frystitogari og mun veiða það sem hann hefur heimildir til. Við munum stíla á úthafskarfa og síðan rækju. Hann hefur talsverðan rækjukvóta og búið er að kaupa rækjuvinnslu- hnu í hann,“ sagði Eiríkur Tómas- son, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík, við DV. Fyrirtækið hefur keypt fiskiskip, sem kom til heimahafnar á dögunum og er stærsta skip sem komið hefur í Grindavíkurhöfn. Hefur það fengið nafnið Gnúpur en var áður Guðbjörg ÍS 46 ísafirði, 594 tonn. Var skipið keypt af skipasmíðastöð í Flekke- fjord í Noregi, sett þar upp í nýjustu Gugguna. Þorbjörn hf. setti sinn gamla Gnúp GK 436, sem einnig var áður Guðbjörg ÍS, upp í kaupverðið. Nýi Gnúpur mun halda til veiða strax eftir áramót en nú er verið að setja í hann fyrstitæki fyrir bolfisk, karfa, grálúðu og rækju. Kvótinn er 2100 þorskígildi. Skipið var smíðað 1981 og verða 25 í áhöfn. Þorbjörn á einn frystitogara fyrir, Hrafn Svein- bjarnarson, sem landar í Hafharfirði en hann kemst ekki inn í Grindavík- urhöfn. Heildarkvóti fyrirtækisins er 3700 þorskígildi. Tilkyimingar Félag eldri borg- ara í Kópavogi Spiluð verður félagsvist og dansað í Fé- lagsheimili Kópavogs í kvöld kl. 20.30. Þöll og félagar spila fyrir dansi. Húsiö öllum opið. Félag eldri borgara í Rvík og nágrenni í dag er síðasti dagur í opnu húsi í Risinu fyrir jóþ Félagsvist kl. 14 og jólavaka kl. 20. Hefðbundin dagskrá hefst aftur fimmtudaginn 5. jan. Skrifstofa félagsins er lokuð frá 19. des. til 2. jan. Göngu- Hrólfar fara í síðustu göngu ársins kl. 10 laugardaginn 17. des. Leikhús Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi. Húnvetningafélagið Félagsvist laugardaginn 17. des. kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Baháíar í Reykjavík Baháíar bjóða á opið hús laugardags- kvöldið 17. desember í Álfabakka 12 í Mjódd kl. 20.30. Allir velkomnir. Fjölbreyttjóla- hátíð á Eiðistorgi Sunnudaginn 18. des. mun Fróði hf. standa fyrir jólahátið á Eiðistorgi og mun hátíðin hefjast kl. 14. Fram koma ýmsir þekktir skemmtikraftar og má nefna þá Bubba Morthens, Pálma Gunnarsson og Ómar Ragnarsson. Einnig mun Gáttaþef- ur koma við, syngja og gefa krökkum glaðning frá Nóa-Síríusi. I tengslum við bókina „NBA-stjörnurnar“ verður víta- keppni í körfubolta fyrir gesti og geta þeir unnið til ýmissa verðlauna. Nýr leik- ur, Pox-leikurinn, veröur kynntur og gestir fá tækifæri til að taka þátt í hon- um. Ýmislegt verður í boði fyrir gesti og mimu verslanir vera meö ýmis spenn- andi tilboð. Tímaritið Nýirtímar Fjórða tölublað tímaritsins Nýir timar er komið út, sem er jafnframt áramóta- blað. í þessu tölublaði eru m.a. magnaðir spádómar fyrir ísland 1995 og ná fram yfir árið 2004, gerðir af sex eínstaklingum sem notast við mismunandi spáaðferðir. Viðtöl eru við Láru Höllu Snæfells spá- miðil og Ástu Ólu Halldórsdóttur sem leggur stund á indverska stjömuspeki. Að auki eru 19 greinar og umfjallanir. Allt efhi tímaritsins er frumsamið og inn- lent. Tímaritið Nýir timar fæst í áskrift og á helstu blaðsölustöðum. Tapaðfundið Leðurjakki tapaðist Svartur leðuijaklá tapaðist á skemmti- staðnum 22 við Laugaveg. Þetta gerðist að- faranótt sunnudagsins 11. des. Leðurjakk- inn er frekar lítíll og inniheldur persónu- skilríki. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 610511 (Sara). IIREINSUN OQ HAMFARIK TÁRRÓT, 'IA1.NA- OQ STIORNU SPEKISPÁR FYRIR ÍSLAND lí|fffl] LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litla svið kl. 20.00 ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson Föstud. 30. des. Laugard. 7. jan. Stóra svió kl. 20. LEYNIMELUR13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emii Thoroddsen og Indriða Waage. Föstud. 30. des. Laugard. 7. jan. Litla svið kl. 20; ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jónsson. Fimmtud. 29/12, sunnud. 8. jan. kl. 16. Söngleikurinn KABARETT frumsýning i janúar. Miðasala er opin alla daga nema mánudaga frá ki. 13.00-20.00. Miða- pantanir i sima 680680 alla virka daga frá kl. 10-12. Gjafakortin okkar eru frábær jólagjöf! Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Sýningar Menningarmiðstöðin Gerðuberg Borgarstjóri New York borgar lýsti íbú- um borgarinnar eitt sinn sem „litfagurri manniegri mósaikmynd". Hugmynda- fræði mósaíkmynda byggist á að fegurð mósaíklistaverks í heild sinni er mörgum sinnum meiri en fegurð hvers og eins stykkis fyrir sig. Myndmenntakennarar á Eyjafjaröarsvæðinu kynntu þetta fyrir nemendum sínum og afsprengi þeirrar vinnu er nú til sýnis í anddyri Menning- armiðstöðvarinnar Gerðubergs. Sýning- in er opin kl. 9-21 mánud. til fimmtud. en fóstud. til sunnud. kl. 13-16. Tónleikar „Fæðing frelsarans“ í Hallgrímskirkju Laugardaginn 17. des. kl. 17 verða haldn- ir orgeltónleikar í Hallgrímskirkju á veg- um Tónskóla þjóðkirkjunnar, orgelnem- endur Harðar Áskelssonar flytja verkið „Fæðing frelsarans" eftir franska tón- skáldiö OUver Messiaen (1908-1992). Verkið skiptist í nlu þætti og flytjendur eru: Bjarni Þ. Jónatansson, Douglas A. Brotchie, Guðmundur Sigurðsson, Gunn- ar Gunnarsson, Halldór Óskarsson, Helga Þórdís Guömundsdóttir, Hrönn Helgadóttir og Jóhann Bjarnason. Að- gangur er ókeypis og aliir velkomnir. 2> Sinfóníuhljómsveit Islands sími 622255 Jólatónleikar Háskólabíói laugardaginn 17. desemben kl. 14.30 Hljómsveitarstjóri: Gerrit Scnuil Bnleikari: , Guðmundur Hafsteinsson Kór: Kór Kársnesskóla Kórstjóri: Þórunn Björnsdóttir Söngflokkur: Voces Tules Kynnir: Sverrir Guðjónsson Lesarar: Guðmundur B. Þorsteinsson og Gunnhildur Daðadóttir Efnisskrá: Leroy Anderson: Sleðaferðin, Henry Purcell: Trompetkonsert. jólalög frá ýmsum löndum, jólasálmar og Jólaguðspjallið. Miðasala á skrifstofutíma og við innganginn við upphaf tónleika. Greiðslukortaþjónusta. Tili.Ý ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 FÁVITINN eftir Fjodor Dostojevskí Frumsýning 26/12 ki. 20.00, örfá sæti laus, 2. sýn. fid. 29/12,3. sýn. föd. 30/12. SNÆDROTTNINGIN eftir Evgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen Mvd. 28/12 kl. 17.00, nokkur sæti laus, sud. 8. jan. kl. 14.00, nokkur sæti laus. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Föd. 6. jan. Ath. fáar sýningar ettlr. GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Föd. 13. jan. Ath. Sýningum ter fækkandl. GJAFAKORT í LEIKHÚS - SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÚF. Afsláttur fyrir korthala áskrlftarkorta. Miðasala Þjóöleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og Iram aö sýningu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum alla virka daga frá kl. 10.00. Græna línan 99 61 60. Bréfsimi 6112 00. Sími1 12 00-Greiöslukortaþjónusta. 1 t » ftígyi ''*7iT*i. S? Sí'jsijísii 9 9*17*00 Verð aöeins 39,90 mín. JLj Fótbolti 2 Handbolti 3 ( Körfubolti 41 Enski boltinn 1,51 ítaiski boltinn 61 Þýski boltinn 71 Önnur úrslit :81 NBA-deildin ^MÉyimÆÉ [1| Vikutilboð stórmarkaðanna 2] Uppskriftir lj Læknavaktin 2 : Apótek [3] Gengi 1 Dagskrá Sjónv. 2} Dagskrá St. 2 [3] Dagskrá rásar 1 ' 4 j Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5[ Myndbandagagnrýni 6 j ísl. listinn -topp 40 7 j Tónlistargagnrýni 5j :1| Krár 2 [ Dansstaðir 3 j Leikhús 4 [ Leikhúsgagnrýni _5JBÍÓ 6 j Kvikmgagnrýni H Lottó 2j Víkingalottó 3j Getraunir eíljll DV 99*17*00 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.